Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 2
2 B
3>UrgimÞlnÍ>i6 /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAG UR 19. APRÍL 1988
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
KNATTSPYRNA
LYFTINGAR / ISLANDSMOTIÐ
„PÉTUR Pétursson var valinn
í landsleikinn gegn Norðmönn-
um í október sem leið, en hann
gaf ekki kost á sór í leikinn.
Eg hef ekki heyrt frá honum
síðan og lit svo á að hann vilji
ekki leika fyrir ísland. Þetta var
hans ákvörðun í haust, ég virði
hana og því er hann ekki valinn
fyrir leikinn gegn Ungverjum,"
sagði Sigi Held, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, f samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Sem kunnugt er leikur íslenska
landsliðið vináttuleik við Ung-
veija í Búdapest 4. maí. Ljóst er
að mikil forföll verða í íslenska lið-
inu, því Ásgeir Sigurvinsson, Sig-
urður Grétarsson, Lárus Guð-
mundsson og Friðrik Friðriksson
gefa ekki kost á sér í leikinn og
óvíst er hvort Amór Guðjohnsen fái
að fara, þar sem Anderlecht á mikil-
væga leiki framundan.
Pétur Pétursson hefur verið einn
af lykilmönnum landsliðsins og yfír-
leitt verið fyrsti maður til að koma
í leiki. Hann tók hins vegar brúð-
kaupsferð fram yfír leikinn gegn
Norðmönnum í undankeppni
Evrópumótsins í Osló í haust og er
því úti í kuldanum nú.
„Meðan Pétur hefur ekki samband
við mig kemur hann ekki til greina
í landsliðið. En það kemur leikur
eftir þennan leik og við eigum ör-
ugglega eftir að ræða saman og fá
botn í málið," sagði Held.
mmm
Slgl Hsld ræölr vlö landsllösmsnnlna SlgurA Jónsson og Pétur
Pétursson. Pétur gaf akkl kost á sér I landslalk I haust gagn
NorAmönnum og ar þvf akkl vallnn f IIAIA, sam lalkur vlnáttulands-
lalk gagn Ungvarjum ytra á næstunnl.
Morgunblaðið/Ólafur Jóhann Sigurðsson
Haraldur Ólafsson snarar hér 138 kílóum á íslandsmótinu um helgina og bætir met Baldurs Borgþórssonar í grein-
inni frá 1982.
^Haraldur bætti 15ára
íslandsmet Guðmundar
kvöld
■ Þriðji og síðasti úrslitaleikur
UMFN og Hauka í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu
í Njarðvík í kvöld og hefst klukkan 20.
■ Leikur KR og ÍR í Reykjavíkur-
mótinu í knattspymu hefst á
gervigrasvellinum í Laugardal klukkan
20.30.
■Tveir leikir verða á Akranesi í Norð-
urlandamóti lögreglumanna í hand-
knattleik. Klukkan 17.30 hefst viður-
eign Frakklands og Noregs, en leikur
Svfþjóðar og Danmerkur byijar klukk-
an 18.45.
1. deildarfélögin
lá 25 þús. kr. fyrir
sigurleiki sína
P élag 1. deildarleikmanna í
■ knattspyrnu og Samvinnu-
ferðir/Landsýn hafa gert með sér
samning fyrir íslandsmótið í
knattspymu. 1. deildarkeppnin
verður kölluð íslandsmót SL-
deildin í sumar.
SL hefur ákveðið að verðlauna
þau félög sem fara með sigur af
hólmi í leikjum sínum með 25
þús. kr. fyrir hvem sigur. Þá fé
þau félög sem skora fjögur mörk
eða fleiri í leik - 12 þús. kr. í
aukagreiðslu, þannig að t.d. 4:1
sigur gefur félagi 37 þús. krónur
í kassann.
Einnig verður komið á sérstakri
SL-getraun í sambandi við hvem
leik. Áhorfendur geta keypt sér
getraunaseðil og spá um úrslit
leikja. Hagnaðurinn skiptist þann-
ig á sölu miðanna, að 1. deiidarfé-
lögin fá helming upphæðarinnar
sem kemur inn, en hinn helming-
urinn fer í ferðavinninga, sem eru
í verðlaun fyrir að spá rétt um
úrslit.
KNATTSPYRNA
Valur og Fram í undanúrslit
Vlur vann Leikni, 2:0, í
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu í gærkvöldi. Sigurjón Kristj-
ánsson skoraði bæði mörk Vals-
manna, sem leika gegn ÍR eða KR,
sem mætast í kvöld, í undanúrslit-
um á föstudaginn.
Pétur Ormslev og Guðmundur
Steinsson skoruðu fyrir Framara,
sem lögðu Ármenninga að velli,
2:0, á sunnudaginn.
Framarar leika annað hvort gegn
Fýlki eða Víking í hinum undanúr-
slitaleikr.um. Fylkir og Víkingur
mætast annað kvöld.
Pétur Péturs-
sonútií
kuldanum
Ekki valinn íyrir leikinn gegn Ungverjum
HANDKNATTLEIKUR
Birgir tryggði lög-
regluliðinu sigur
Islenska lögregiulandshðið lagði
franska landsliðið að velli,
22:21, í Evrópumeistaramóti lög-
reglulandsliðs, sem hófst í íþrótta-
húsinu í Hafnarfírði í gær. Birgir
S. Jóhannsson, fyrrum línumaður
úr Fram, skoraði sigurmarkið
þegar tvær mín. voru til leiksloka.
„Við lékum langt undir getu og
nýttum ekki færin okkar," sagði
Steindór Gunnarsson, liðsstjóri
lögregluliðsins, sem sagðist vera
aðeins ánæður með stigin tvö sem
fengust.
Mörk íslenska liðsins gegn Frökk-
um, skoruðu: Hannes Leifsson 6,
Hana Guðmundsson 5, Sigurður
Gunnarsson 4, Ámi Friðleifsson,
Birgur S. Jóhannsson, Valgarður
Valgarðsson og Benedikt Sveins-
son.
Guðmundur Hallvarðsson varði
mark íslenska liðsins og lék vel.
V-Þjóðverjar lögðu Svía að velli,
22:21.
Lyfti samanlagt 310 kg. á Akureyri um helgina
HARALDUR Ólafsson frá Akur-
eyri setti þrjú íslandsmet f 82,5
kg. flokki á Islandsmótinu í
ólympískum lyftingum sem
haldið var á Akureyri um helg-
ina. Eitt metanna var orðið 15
ára gamalt; metið f saman-
lögðu, en það var eign Guð-
mundar Sigurðssonar, þartil á
laugardag.
Amótið mættu 28 keppendur
frá fjórum félögum, Lyftinga-
félagi Akureyrar, ÍR, Áiroanni og
KR.
Haraldur ólafsson
var sá eini sem setti
íslandsmet í fullorð-
insflokki á mótinu.
Hann snaraði 138
kg. og bætti þar með met Baldurs
Borgþórssonar, KR, frá 1982 um
Frá
Stefáni
Amaldssyni
áAkureyri
hálft kíló, jafnhattaði 174 kg. og
sló þar með eigið íslandsmet, sem
staðið hafði í fjögur ár, um hálft
kíló, og í samanlögðu lyfti hann því
310 kg, sem er tveimur og hálfum
kflóum yfír gamla metinu, sem
Guðmundur átti eins og áður kemur
fram.
Sigurvegarar (flokkunum urðu annars þess-
ir (fyrst snörun, þá jafnhöttun og loks sam-
anlagður árangur):
52, S kg. fl.
Sigurður Helgason, lR ..35,0 55,0 90,0
56,0 kg. fl.
Snorri Amaldsson, LFA 47,5 62,6 110,0
60 kg. fl.
Tryggvi Heimisson, LFA...............
...................67,6 80,0 147,6
67.5 kg. fl.
Þorvaldur Rögnvaldsson, KR...........
..................96,0' 127,6 222,6
75 kg. fl.
Már óskarssons, KR...80,0 97,5 177,5
82.5 kg. fl.
Haraldur Ólafsson, LFA...............
..................138,0 174,0 310,0
90 kg. fl.
Ólafur öm Ólafsson,Ai..95,0 117,6 212,6
100 kg. fl.
AgnarBúi, KR 102,6 126,0 227,6
110 kg. fl.
ÓskarKárason, KR ....120,0 120,0 240,0
+ 100 kg. fl.
AgnarJónsson, KR 120,0 170,0 290,0
í flokki drengja undir 16 settu
Akureyringar sex Akureyrarmet og
tvö íslandsmet og keppendur frá
ÍR og Ármanni settu þijú íslands-
met i þessum flokki.
í lokahófí mótsins hlaut Haraldur
Ólafsson viðurkenningu fyrir besta
afrek mótsins og í félagakeppninni
sigraði KR örugglega, í öðru sæti
varð LFA og Ármann f þriðja sæti.
Mótið fór mjög vel fram, og var
framkvæmdin Lyftingafélagi Akur-
eyrar til mikils sóma. Blómaskreyt-
ingar settu skemmtilegan svip á
íþróttahöllina.