Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 12
12 B
HtoreunMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
KNATTSPYRNA / ENGLAND
„Mjög gaman ad
leika á Wembley"
- sagði Sigurður Jónsson, sem er lyrstur íslendinga til að leika á Wembley
„ÞAÐ VAR mjög gaman að leika á Wembley og þetta gekk
vel og vlð urðu f örðu sœti f mótinu," sagði Sigurður Jónsson
leikmaður með Sheffield Wednesday í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Sheffield Wednesday lék til úrslita við Notting-
ham Forest og tapaði 2:3 eftir vítaspyrnukeppni. Mót þetta,
sem var 16-líða hraðmót og lelkið 2 X 30 mfnútur, var haldið
á Wembley ítilefni 100 ára afmælis ensku deildarkeppninnar.
Sigurður lék með í öllum leikj-
um Sheffíeld en náði ekki
að skora. „Ég var fjórða víta-
skytta liðsins en tveir leikir klár-
uðust á þriðja manni þannig að
ég fékk ekki að spreyta mig í víta-
keppninni. Þetta var skemmtilegt
mót en ég hefði heldur kosið að
spila á Wembley í úrslitum í al-
vöru rnóti," sagði Sigurður.
Nottingham Forest fékk 112 þús-
und pund fyrir sigurinn en Sheffi-
eld fékk 50 þúsund fyrir annað
sætið. Sigurður sagði að hver leik-
maður hefði fengið 1.000 pund í
bónus, eða 70 þúsund íslenskar
krónur, góð helgaruppbót það.
Ekki var mikill áhugi fyrir þessu
móti. Á úrslitaleiknum voru um
10.000 áhorfendur, en flestir voru
þeir 40.000 á laugardaginn. Til
markst um áhuga liðanna var Li-
verpool aðeins með styrkt varalið.
Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, var ekki með
liði sínu á Wembley þegar það tók;
við verðlaununum, dró sig í hlé
tiF að draga ekki athyglina frá
hinum ungu sigurvegurum.
■ Úrslit/B14
SlgurAur Jónsson er fyrsti íslendingurinn sem leikur á Wembley-Ieik-
vanginum í London. Lið hans Sheffield Wednesday varð í öðru sæti í 16-
iiða hraðmóti um síðustu helgi.
Arnór QuAJohnsen var besti leikmaður Anderlecht um helgina og lagði upp
jöfnunarmark liðsins.
BELGIA
Amórgóður
Amór Guðjohnsen var besti
maður Anderlecht, er liðið
slapp fyrir hom í 1. deild belgísku
knattspymunnar um helgina og
■■■■■■ gerði 1:1 jafntefli
FráBjama við St.' Truiden á
Markússyni útivelli. Arnór lagði
/Belgiu Upp jöfnunarmark
Anderlecht, sem
Nieles gerði af stuttu færi um miðj-
an seinni hálfleik, lék á tvo vamar-
menn og gaf á Nieles þar sem hann
var einn og óvaldaður. Wilmots
gerði mark heimamanna með skalla
um miðjan fyrri hálfleik.
„Það var gott að ná jáfntefli og við
erum enn með í baráttunni um
Evrópusæti, en eigum erfiða leiki
framundan. Því geri ég ekki ráð
iyrir að fá að fara f landsleikinn
gegn Ungverjura," sagði Amór við
Morgvnblaðið.
Guðmundur Torfason lék ekki með
Winterslag, er liðið tapaði 5:0 gegn
Antwerpen, sem er. í efsta sæti
ásamt Briigge. Francis Severeyns,
landsliðsmiðheiji Belga, gerði
þrennu og er markahæstur í Belgíu
með 21 mark, en Hollendingurinn
Frans van Rooij og Vestur-íjóðveij-
inn Hans-Peter Lehnhoff settu sitt
markið hvor. Guðmundur hefur ver-
ið meiddur á ökkla og sat á bekkn-
um, en sagðist vera að ná sér og
myndi leika með ólympíuliðinu og
eins gegn Ungveijum, ef þess væri
óskað.
Mark Degrijse, sem hefur gert 20
mörk í vetur, setti mark Briigge á
fyrstu mínútu, er liðið vann Ixikeren
1:0 á útivelli. Jan Ceulemans, lands-
liðsfyrirliði, tognaði á lærvöðva eft-
ir fimm mínútna leik og er talið að
hann verði frá í tvær til þijár vik-
ur. Það getur komið sér illa fyrir
Briigge ekki aðeins í deildinni held-
ur einnig í undanúrslitum Evrópu-
keppni félagsliða, en liðið leikur
seinni leikinn gegn Espanol
Barcelona á morgun.
Mechelen er einu stigi á eftir efstu
liðunum, vann Molenbeek 3:0 og
voru öll mörkin gerð í fyrri hálfleik.
■ Úrslit/B14
■ Staðan/Bl4
FRAKKLAND
Mónakó fékk
óvæntan skell
Frá
Bemharði
Valssyni
i Frakklandi
ónakó fékk óvæntan skell um
helgina, er liðið tapaði 3:0
fyrir St. Etiepne. Bordeaux tókst
ekki að nýta sér þetta tap til að
draga á Mónakó, en
liðið tapaði 1:0 fyrir
Lille. Marseille aftur
á móti átti ekki í
nokkrum vandræð-
um með Lens og sigraði 4:1. Mont-
pellier, sem burstaði St. Etienne
5:0 um síðustu helgi, vann óvænt
1:0 úti gegn Metz. Toulouse tapaði
3:0 fyrir Nice og er liðið nú í þriðja
neðsta sæti og allt annað en bjart
framundan.
í leik St. Etienne og Mónakó höfðu
gestimir sterkari ítök framan af.
Þrátt fyrir það gerðu heimamenn
fyrsta markið. Tibeuf skoraði með
föstu skoti eftir hom á 66. mín.
Þetta mark kom Mónakó algerlega
úr jafnvægi og aðeins þremur
mínútum síðar bætti Garande öðru
marki við. En heimamenn höfðu
ekki sagt sitt síðasta orð því á 77.
mínútu setti Kaon þriðja og síðasta
mark St. Etienne. Með sigri þessum
eygir St. Etienne örlitla möguleika
á Evrópusæti á næsta keppnistíma-
bili. Liðið er í 5.-6. sæti með 36 stig.
Það hefur iðulega farið svo í vetur
að þegar Mónakó tapar og Borde-
aux þar með gefist tækifæri til að
saxa á forskotið, þá hafa þeir síðar-
nefndu einnig tapað. Þetta endur-
tók sig eina ferðina enn um helg-
ina. Bordeaux lék úti gegn Lille og
sigruðu heimamenn 1:0. Sigurinn
var sanngjam, en Bordeaux var
langt frá sínu besta og er því enn
fimm stigum á eftir Mónakó, þegar
sex umferðir em eftir.
Klaus Allofs og Papin skiptu mörk-
um Marseille gegn Lens bróðurlega
á milli sín, gerðu tvö mörk hvor.
Lens átti aldrei sigurmöguleika
þrátt fyrir að hafa náð að jafna 1:1
fyrir hlé. Úrslitin em ágætt vega-
nesti fyrir Marseille, sem spilar
gegn Ajax í Evrópukeppni bikar-
hafa á morgun. Fyrra mark Allofs
var meiri háttar, skot utan við hlið-
arlínu vítateigs og boltinn skrúfað-
ist upp í homið fjær.
Á botninum náðu Brest, Nice og
PSG öll hagstæðum úrslitum. PSG
gerði markalaust jafntefli úti gegn
Nantes, Brest vann Cannes 1:0
heima og Nice burstaði Toulouse
3:0, sem þar með er í bullandi fall-
hættu.
■ Úrsllt/B14
■ Staöan/B14
HOLLAND
Efstu
liðin
töpuðu
PSV Eindhoven, sem nú þeg-
ar hefur tryggt sér hol-
enska meistaratitilinn, gerði
jafntefli við Roda JC, 1:1, á
sunnudaginn.
PSV Eindhoven hvíldi þá Wim
Kieft, Sören Lerby og Frank
Amesen fyrir Evrópuleikinn
gegn Real Madrid á miðvikudag-
inn. PSV náði jafntefli, 1:1, í
fyrri leiknum á Spáni og á því
góða möguleika á að leika til
úrslita í keppninni. í leiknum á
sunnudaginn skoraði Nichel
Börebach fyrir Roda á níundu
mínútu, en ellefu mínútum síðar
jafnaði Gerald Vanenburg fyrir
PSV Eindhoven.
Ajax, sem er í öðm sæti, tapaði
fyrir PEC Zwolle á útivelli, 2:0.
Twente, sem er í þriðja sæti
deildarinnar, tapaði einnig um
helgina fyrir Alkmaar, 2:0.
SPÁNN
Lineker skoraði
fyrir Barcelona
GARY Lineker skoraði fyrir
Barcelona í 2:0-sigri á Real
Sociedad í spönsku úrvals-
deildinni um helgina. Real
Madrid, sem nú hefur níu stiga
forskot á Sociedad þegar fimm
umferðir eru eftir, gerði marka-
laust jafntefli við Celta á úti-
velli, en lék án nokkurra iykil-
manna.
Francisco Carrasco skoraði
fyrsta markið fyrir Barcelona
eftir aðeins 13 mínútur á sunnudag-
inn. Lineker bætti öðm markinu við
13 mínútum síðar. Barceolna hefði
eins getað skorað tvö til þijú mörk
í viðbót ef ekki hefði komið til stór-
leikur Luis Arconanda í marki Soci-
edad.
Atletico Madrid, sem er í þriðja
sæti, sigraði Las Palmas 1:0 á
heimavelli. Sigurmarkið gerði An-
tonio Parra eftir sendingu frá Port-
úgalanum Paulo Furte rétt fyrir
leikhlé.
Qary Uneker.
Estanislao Argote, sem lék nú eftir
sex vikna hlé vegna meiðsla, var
hetja Átletico Bilbao gegn Sevilla.
Hann skoraði fyrra markið á Qórðu
mínútu og lagði það sfðara upp fyr-
ir Pedro Uralde í upphafi seinni
hálfleiks.
■ Úrsllt/B14
■ Staðan/B14