Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 5
jKorfltmbla&ib /ÍÞRÓTT1R ÞRŒUUDAGUR 19. APRÍL 1988 B 5 HREYSTl Það er gaman að taka þátt í víðavangshlaupi Hvað er á döfinni fyrir skokkara í vor og sumar? Nú er kominn tími til að undirbúa sumarið Ihreystipistli þann 16. febr. var sagt frá víðavangshlaup- um sem skipuiögð eru á vegum íþróttafélaga og Fijálsíþrótta- sambands Islands. Hlaup þessi eru ætluð almenningi og keppn- ismönnum. Hlaup- aramir safna stig- um með því að taka þátt sem oftast og með því að ná fremstu sætunum. Keppnismenn f öðr- um íþróttagreinum geta notað hlaupin til að halda sér í þjálfun milli keppn- istímabila. Skokkar- ar sækjast eftir ánægju og góðri heiisu og þeir taka þátt í slíkum hlaup- um til að vera með í góðum hópi og til að fá hugmynd um það hvaða árangri þeir hafa náð í skokkinu. Skokkar- amir bera sig saman við aðra menn og konur á sama aldri (og yngri ef hægt eri) en keppa í raun og veru ekki við aðra en sjálfa sig. Aðaltakmarkið er að ljúka hlaupinu heill á húfi, hress og glaður. Frjálsíþróttasamband íslands gefur út Víðavangs- og götu- hlaupaskrá í janúar og október á hveiju ári. Síðasta skrá var send út í janúar 1988 og segir frá hiaupum tímabilið janúar— september 1988. Þessa skrá má fá á skrifstofu FRÍ, íþróttamið- stöðinni í Laugardal í Reykjavik (Pósthólf 1099, 121 Rvík, símar 91-83386 og 83686). Nú verð- ur sagt lítillega frá þeim hlaup- um sem á döfinni eru í vor og sumar. Víðavangshlaup ÍR er árviss viðburður á sumardaginn fyrsta og verður haldið fimmtudaginn 21. aprfl. Hlaupið hefst í Hljóm- skálagarðinum vestan við Tjöm- ina og síðan er hlaupið suður í Vatnsmýrina, suður undir flug- völlinn og til baka í hring eða lykkju til að enda í Tjamargötu. Þetta hlaup er venjulega mikill viðburður í borgarlífínu. Hlaup- arar og skokkarar á öllum aldri taka þátt, því að vegalengdin er ekki nema 4 km. Veðrið á sumardaginn fyrsta hér á ís- landi er óútreiknanlegt og því er betra að vera við öllu búinn í klæðnaði. Keppt er í mörgum aidursflokkum karla og kvenna og auk þess í þriggja, fimm og tíu manna sveitum. Betra er að láta skrá sig til þáttöku tíman- lega fyrir hlaupið hjá Guðmundi Þórarinssyni í símum 14387 og 23044. Að loknu hlaupinu bjóða ÍR-ingar þátttakendum til her-. legrar veislu f ÍR-húsinu við Túngötu. Þar geta þeir nærst vel meðan beðið er eftir niður- stöðum og verðlaunum. Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar er haldið sama dag og hefst í Strandgötu við íþrótta- húsið. Keppt er í mörgum ald- ursflokkum karla og kvenna. Vegalengd er ekki tilgreind á hlaupaskránni og undirritaður þekkir þetta hlaup ekki af eigin reynslu, en þykist þó muna að hlaupnir séu 2 km. Vonandi verður það tilgreint í fréttum. Þetta er án efa einnig skemmti- legt hlaup því að FH-ingar hafa mikla reynslu f skipulagningu slíkra viðburða. Drengja- og stúlknahlaup Ármanns verður haldið sunnu- daginn 24. apríl á Geirsnefi við Elliðavog. Þetta hlaup er fyrir drengi yngri en 20 ára og stúik- ur yngri en 18 ára. Tilkynna þarf þátttöku til Stefáns Jó- hannssonar f síma 19171. Vega- lengdimar eru 1,5 km fyrir yngri aldursflokka og 3 km fyr- ir þá eldri. Vafalítið verður hörkukeppni f þessu hlaupi því ungu hlauparamir em oftast óhræddir við að gefa allt sitt. •Þessi hlaup em þau síðustu á vetrardagskránni. Á sumardag- skrá er þegar vitað um nokkur hlaup og má þar nefna ýmsa fasta liði _eins og Álafoss- hlaup FRÍ, sem er haldið á 17. júní. Hlaupið er frá kaupfélag- inu í Mosfellsbæ, meðfram Vest- urlandsvegi og endað á íþrótta- vellinum í Laugardal, um 13 km vegalengd. Annað skemmtilegt hiaup í fögm umhverfi er Blá- skógaskokk HSK sunnudag- inn 3. júlí. Lagt er af stað frá Gjábakka við Þingvallavatn og hlaupið eftir þjóðveginum yfir Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Vegalengdin er 16 km og það er gott að hvíla lúna og sára vöðva í gufubaðinu eða sund- iauginni á eftir. Þeir sem ætla að taka þátt S þessum iengri hlauþum ættu að fara að hyggja að undirbúningi sínum. Jóhann Heiðar Jóhannsson Hraöl í víðavangshlaupum fer hver meö sínum hraöa og skokkarar keppa f raun aðeins viö sjáifa sig. SVEITAGLÍMA ÍSLANDS Þingeyingar sterkastlr í flokki fullorðinna Frosti Eiðsson skrífar Þetta var léttara en að ég reikn- aði með. Sveit Víkverja var ekki árennileg en meiðsli eins kepp- anda þeirra kom okkur til góða. Þá olli KR-sveitin vonbrigðum," sagði Eyþór Pétursson, sveitarforingi HSÞ eftir sigur sveitar- innar í flokki fullorðinna í sveitaglímu íslands, sem fram fór á laugardag í íþróttahúsi Kennara- háskóla íslands. „Annars stendur’glíman mjög vel um þessar mundir. Það virðist vera svo að ef sterkur kjami er innan félaganna þá kemur annað af sjálfu sér og yngra fólk fær áhuga á íþróttinni. Eina áhyggjuefnið er höfuðborgarsvæðið þar sem áhug- inn mætti vera meiri." HSÞ bar sigurorð af Víkveija og KR, hlaut 35 vinninga úr fimmtíu glímum. Þar kom reynsla og styrk- ur þeirra Eyþórs og Péturs Yngva- sonar að góðum notum. Eyþór vann allar glímur sínar, tíu að tölu en Pétur beið aðeins einu sinni lægri hlut. Lið Víkveija sem hafnaði í öðru sæti stillti upp tveimur gamal- kunnum refum, Þeim Hjálmi Sig- urðssyni og Sigurði Jónssyni sem lítið hafa keppt á þessum áratug. Það dugði þó ekki gegn sterkum Þingeyingum. KR-ingar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Þeir glímdu án Ólafs Hauks Ólafssonar og hafði það sitt að segja. HSÞ sigraði einnig í 13-15 ára flokknum þar sem félagið hafði mikla jrfirburði og hlaut 43.5 stig af fimmtíu mögulegum. HSK vann hinsvegar 16-19 ára flokkinn og 10-12 ára en í þeim síðamefnda var HSK með báðar sveitimar. Þáttaka var með besta móti. Kepp- endur voru tæplega sextíu, frá fiór- um félögum, HSÞ, HSK, Víkveija og KR. Þorkell Ungu glímumonnlmir sýndu góða takta í sveitagiímu íslands um helgina. ÚrslK I Sveitaglímu Úrslit urðu þessi í einstökum flokkum á Sveitaglfmu fslands á laugardagp Flokkur 20 ára og eldri HSÞ-KR.................................................. 19:6 Víkveiji-KR................................. 19.5:5.5 HSÞ-Víkveiji............................................ 16:9 HSÞ..............................................35-15 Víkveiji.............................................28.5-21.5 KR................................................. 11.5-38.5 Sveit HSÞ: Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason, Hjörtur Þráins- son, Kristján Yngvason, Amgrímur Jónsson, Kristján Sigurðsson. Sveit Víkveija: Hjálmur Sigurðsson, Halldór Konráðsson, Sig- urður Jónsson, Amgeir Friðriksson, Ámi Unnsteinsson. Sveit KR: Ámi Þ. Bjamason, Ásgeir Víglundsson, Helgi Bjama- son, Jón B. Valsson, Orri Bjömsson. Flokkur 16-19 ára HSK-HSÞ.............................................17:8 Sveit HSK: Jóhannes Sveinbjömsson, Gunnar Gunnarsson, Jó- hann G. Friðgeirsson, Hörður Guðmundsson, Helgi Kjartansson, Kjartan Ásmundsson, Sveit HSÞ: Láms Bjömsson, Yngvi Kristjánsson, Hilmar Ágústs- son, Bragi Egilsson, Egill Fjeldsted, Heimir Áslaugsson. Flokkur 13-15 ára HSK-KR..............................................18:7 HSÞ:HSK.............................................21:4 KR:HSÞ...........................................2.5:22.5 1. HSÞ.........1....................................43.5 2. HSK................................................22 3. KR................................................9.5 Sveit HSÞ: Tryggvi Héðinsson, Sigurður Kjartansson, Þórir Þórisson, Sigurbjöm Amgrímsson, Bjöm Böðvarsson, Siguijón Hauksson. Sveit HSK: Ámi Amgrímsson, Jóhann Sveinbjömsson, Vilmund- ur Theodórsson, Hilmar Guðmundsson, Bragi Magnússon. Sveit KR: Garðar Þorvaldsson, Lúðvík Ámarsson, Vigfús Alberts- son, Ingvar Snæbjömsson, Guðmundur Sævarsson, Elías G. Ing- þórsson, Sigurður Sigfússon. Flokkur 10-12 ára HSK A:HSK B................................................23:2 A-sveit HSK: Ólafur Sigurðsson, Lárus Kjartansson, Torfí Páls- son, Magnús Másson, Gestur Gunnarsson, Andri Hilmarsson. B-sveit HSK: Jón Þ. Jónsson, Óðinn Kjartansson, Kristján Rúna- rsson, Siguijón Pálmarsson, 'Jón Snæbjömsson, Atli Jónsson, Gunnar Karlsson, Rúnar Gunnarsson. Fleiri verk- efni hjá þeim yngstu „ÞAÐ er greinllegt að glíman er í mikilli uppsveiflu um land atlt. (þróttin hefur fengið góöa kynningu aö undanförnu og yngstu keppendurnar fá mun fleiri verkefni en oftast áöur“, sagði Kjartan Lárusson, glímu- maður og þjálfari hjá HSK. Breiddin er hjá þeim yngri. HSK sendi tvær sveitir til keppni í yngsta flokknum en félagið náði hins vegar ekki að manna sveit í fullorðins- flokknum. „Flestir keppendur okkar em úr Laugardalnum og Grímsnesinu og æfa tvisvar á viku að Laugarvatni. Við byijuðum með fastar æfíngar fyrir rúmum tveimur árum en-síðan hafa verið miklar framfarir. Við stöndum nú uppi með mjög efnilega sveit í 10-12 ára flokknum en auk þess eigum við góða fulltrúa i 16-19 ára flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.