Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 9
t- jWorsunHaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 B 9 L C Z Y K lympíuleikana iaðsérU-21 I og félagslið sem er að gerast annars staðar, lær- ir af öðrum. Ég hef fylgst með hverri einustu heimsmeistarakeppninni síðan 1967 og verið tvisvar á Ólympíuleikum sem er ómetanlegt og hefur komið mér að miklu gagni í mínu starfi.“ Skipulagning „Stefna landsliðsins hefur verið markviss. Sjötta sæti á Ólympíuleik- unum í Los Angeles 1984 og í heims- meistarakeppninni í Sviss fyrir tveim- ur árum tala sínu máli, en fjórða sætið á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í janúar er það besta hingað til að mínu mati. Það er mikill „karakter“ í liðinu, undirbúningurinn fyrir Seoul er góður. Leikmennirnir óttast ekki mótherjana og með hlutlausum dóm- urum ásamt heppni má fara langt. Möguleikar þessa liðs á að gera vel eru miklir. En menn verða að gera sér grein fyrir því að sjötta sætið í Sviss jafngildir sjöunda til áttunda Riðillinn íSeoul gífurlega erfiður héma heima. Japanir hjálpa því mik- ið til við undirbúning okkar fyrir leik- ana. Greiða allan kostnað við ferð okkar og vil ég þakka þeim kærlega fyrir hjálpina! Síðan verður allur hóp- urinn saman í þrjá og hálfan mánuð. Því fylgir áhætta eins og ofæfing og leiði, en við höfum ekki um annað að velja. Þetta er sem póker, þú tek- ur áhættu og vinnur eða fellur á eig- in bragði. Islenskir þjálfarar hlógu að undirbúningnum fyrir HM í Sviss, töldu hann of langan og ónauðsynleg- an. Annað kom á dagirin. Nú er undir- búningurinn enn lengri, en við verð- um að spyija að leikslokum. Við ger- um allt sem við getum og stöndum og föllum með því. Leikurinn gegn Vestur-Þjóðveijum 8. júlí fellur ekki vel inn í skipulagn- inguna, en á sex þjóða mótinu hér heima í lok ágúst eigum við að vera komnir í 85% æfingu miðað við það hvernig liðið á að vera þegar að Ólympíuleikunum kernur." Þurfti að byggja uppfrá arunni að einbeita sér að verkefninu. 22-24 leikmenn verða valdir til æfínga, þeir keppa um 15 stöður og gera ekki annað á meðan.“ Kaflaskiptl „Fimm ár er góður tími á sama stað, en þá er líka rétt að gera breytingar — annað hvort að skipta um þjálfara eða leikmenn. Ég var fimm ár með Víkinga og í haust hef ég verið önn- ur fimm ár með landsliðið. Því segi ég á þessari stundu að það er 100% öruggt að ég hætti með liðið eftir Ólympíuleikana. Þá er tími kominn fyrir nýtt blóð. Guð einn veit hvað tekur við hjá mér, en því er ekki að leyna að ég hef verið í viðræðum við stjórnar- menn íslenskra félagsliða. Eins hef ég fengið tilboð erlendis frá, en þau eru ekki á dagskrá á meðan ég er samningsbundinn hér. Fyrr eða Égfer aftur heim til Póllands Jákvæðu hliðarnar Eg er ánægðastur með framfarimar, sem hafa orðið í íslenskum handknatt- leik á undanfömum tíu árum.. Skriðunni hefur verið komið af stað og þróunin verður ekki stöðvuð." Fimm árin með Víkingi eru eftirminnileg. Það var ánægjulegur tími og gaman að hafa verið þátttakandi í besta tíma félagsins í sög- unni." Það var erfitt að taka við landsliðinu, en þetta hafa verið fímm gleðileg ár — og ekki skemmir fyrir að árangur landsliðsins hefur aldrei verið betri en á þessu tímabili." Island og íslenskt mannlíf hefur tekið gífurlega mikl- um breytingum á þessum tíu árum. Framfarir í einu og öllu eru ótrúlegar og ég hef svo sannarlega notið þess að fylgj- ast með þessari jákvæðu þró- un.“ IMeikvæðu hliðarnar Eg get sennilega aldrei sætt mig við veðrið á ís- landi. Reyndar er það alltaf gott, þegar ég kem til lands- ins, en góða tíðin stendur því miður alltof stutt yfir.“ Sveiflumar í áliti almenn- ings á árangri iandsiiðs- ins eru hvimleiðar. Þegar vel gengur eiga menn ekki til nógu stór orð og eru í efstu skýjum, en fara síðan eins langt niður og hægt er, þegar á bjátar. í þessu sambandi er mikilvægt að fólk skilji hvaða leikir skipta í raun máli, þegar upp er staðið." M Íslendingar em of mikið fyr- ir að fresta hlutunum, ætla áð framkvæma á morgun, það sem á að gera í dag. Þessi hugsunarháttur er visst vandamál. í handboltanum þarf að taka á málum strax í dag en ekki geyma verkefnin til morguns." Sambandsleysi milli félag- anna og landsliðsins er vandamál. Þjálfarar félagsliða eru að berjast fyrir sjálfan sig og segja að landsliðið komi þeim ekki við, en það er rangt.“ Morgunblaðiö/Bjerni Eiríksson Bogdan í viðtalinu við blaðamenn Morgunblaðsins. Til hægri er Guðjón Guðmundsson, sem verið hefur Iiðsstjóri Bogdans öll árin með Víkingi og landsliðinu. sæti f Seoul. Samt eru allir möguleik- ar opnir. Sovétmenn eru bestir, en þeir verða ekki endilega Óljrmpíu- meistarar. Júgóslavar hafa tak á þeim, okkur hefur gengið vel með Júgóslava, en ekki átt láni að fagna gegn Svfum. Skrefið til að gera betur en í Sviss er stórt en framkvæman- legt. En menn verða þó að gera sér grein fyrir því að riðill okkar á Olympíuleikunum er gífurlega sterk- ur, þar sem við erum bæði með Sovét- mönnum og Júgóslövum. Hver dagur fram að ólympíuleikum er skipulagður. Allt hefur sinn til- gang. Leikimir gegn Japan brúa bilið þar til æfingar hefjast á ný, þeir eru vítamínssprauta fyrir leikmennina Frlður „Tíminn, sem fer f hönd, er mjög mikilvægur. Leiknir verða 22 lands- leikir á tveimur og hálfum mánuði svo ljóst er að leikmennimir verða undir gífurlega miklu álagi. Því er nauðsynlegt að liðið fái að undirbúa sig í friði. í fyrsta lagi verða allar æfingar lokaðar. í öðm lagi verða strákamir að fá nauðsynlega hvíld án afskipta utanaðkomandi aðila. Mörg fyrirtæki hafa styrkt og vilja styrkja landsliðið, en menn verða að skilja að leikmennimir eru ekki fyrir- sætur. Þeir eiga ekki að koma ná- lægt auglýsingum, heldur fá frið til seinna fer ég aftur heim til Póllands, en ég þjálfa þar ekki næsta vetur. Pólska landsliðið er með þjálfara fram í febrúar eða mars á næsta ári og vegna Ólympíuleikanna þýðir ekki að hugsa um að taka að sér pólskt fé- lagslið. Mér hefur liðið vel á íslandi og hef áhuga á að vera hér áfram. Ekki fer saman að vera með félagslið og A- landsliðið, en félagslið og landsliðið U-21 árs geta gengið. Það er spenn- andi verkefni að taka við 21árs lið- inu, því það verður andlitið út á við innan fárra ára. Ég er til, en það er ekki mitt að velja, heldur HSÍ að ákveða." Bogdan Kowalczyk Fæddur: í Warsjá í Póllandi 12. ágúst 1946. Eiginkona: Anna Kowalczyk. Börn: Jacek, sjö ára, og Maijek, 11 ára. Leikferill: „Warszawia NKA“, „AWF-Warszawa“, „Slask Wroclaw". Landsleikir: 82 fyrir Pólland. Þjálfaraferill: „Slask Wroclaw" (10 ár), Víkingur (5 ár), íslenska landsliðið (5 ár - 158 landsleikir). Titlar: Sjö sinnum pólskur meistari með „Slask“ (einu sinni sem leikmaður og þjálfari og sex sinnum sem þjálfari), fjórum sinnum íslandsmeistari, þrisvar bikarmeistari, fjórum sinnum Reykjavíkur- meistari. Árangur: með landsliðið; 6. sæti á ÓL 1984, 6. sæti á HM 1986, 4. sæti á heimsbikarmótinu 1988. Tvisvar í undanúrslit Evrópu- keppni (Slask og Víkingur). i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.