Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 6
6 B jBorBunblnMa /ÍÞR&TTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 ■r TENNIS Fyrsti sigur John McEnroe ítæptvöár JOHN McEnroe sigraði á opna tennismótinu íTokyo í Japan á sunnudaginn. Hann sigraði Svíann, Stefan Edberg, í úrslit- unum nokkuð örugglega 6:2 og 6:2. McEnroe, sem ekki hefur keppt í sjö mánuði, átti þama gott „comeback". Þetta var fyrsti sigur hans síðan í október 1986. Hann tók síðast þátt í tenniskeppni í sept- ember í fyrra, en þá tók hann þátt í opna bandaríska meistaramótinu og fékk tveggja mánaða keppnis- bann vegna óíþróttamannlegrar framkomu. „Qekk alK upp“ McEnreo hefur þrívegis sigrað á Wimbledon-mótinu og var í nokkur ár fremsti tennisleikarí heims. Hann er nu í 25. sæti á lista yfir bestu tennisleikara heims. „Ég hafði ekki trú á því fyrir mótið að mér tækist sigra hér. Allt gekk upp hjá mér, en þetta var ekki besti dagur Ed- bergs," sagði McEnroe eftir sigur- inn sem gaf honum 122 þúsund dollara, eða 4,8 milljónir íslenskra króna, í vinnig. „Ég náði ekki einu sinni almenni- legri uppgjöf og hitti boltann illa. Það er gaman fyrir tennisáhugafólk að McEnroe er mættur í slaginn aftur," sagði Edberg sem er þriðji besti tennisleikari heims í dag. Carisson sigraðl á Spánl Kent Carlsson frá Svíþjóð sigraði á sterku móti í Madrid á Spáni á sunnudaginn. Hann sigraði spænska meistarann Femando Luna í úrslitum, 6:2 og 6:1. Þetta var fyrsta mót Carlsson síðan í ágúst í fyrra. En þá gekkst hann undir uppskurð á hnéi. „Ég er mjög ánægður með sigurinn eftir átta mánaða æfingar," sagði Carlsson. Hmmtl slgur Navratilovu Martina Navratilova sigraði Gabri- elu Sabatini frá Argentínu, 6:0 og 6:2, í úrslitum á tennismóti í Flórída í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Þetta var fimmti sigur Navratilovu í röð. , Reuter Kom sá og sigradi John McEnroe keppti í Japan eftir sjö mánaða hvíld frá tennis og stóð uppi með pálmann í höndunum. Hann mætti Stefan Edberg frá Svíþjóð í úrslitum og sigraði 6:2 og 6:2. MARAÞON / LONDON - ROTTERDAIVrH BADMINTON / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Darren Hall kom í veg fyrir að Danir nældu í öll gullverðlaunin - sigraði Morten ENGLENDINGURINN Darren Hall sigraði í einliðaleik karia á Evrópumeistaramótinu í bad- minton sem lauk f Kristiansand í Noregi á sunnudaginn. Hann sigraði Mortin Frostfrá Dan- mörku 8:15,15:12 og 15:8 f úrslitum. Danirurðu sigursælir og unnu öll hin gullverðlaunin sem voru í boði. Dinsamo setti heimsmet HENRIK Jörgensen frá Dan- mörku sigraði í áttunda Lon- don-maraþoninu sem fram fór á sunnudaginn. Norska stúlk- an, Ingrid Kristiansen, sigraði f kvennaflokki. Belayneh Dins- amo frá Eþíópfu setti nýtt heimsmet í Rotterdam Jörgensen, sem varð þriðji 1983 og fímmti 1986 í London, náði forystu í hlaupinu eftir 35 kílómetra og hélt henni út hlaupið. Hann hljóp á 2:10.20 klukkustundum og var 32 sekúndum á undan Kevin Forst- er sem varð annar. Japaninn, Kazuyoshi Kudo, varð þriðji og Hugh Jones frá Bretlandi, sem sigr- aði í þessu hlaupi 1982, varð ijórði. Hin 32 ára gamla Ingrid Kristians- en hljóp á 2:25.41 klukkustundum og var töluvert frá eigin meti. Hún var *undir besta tíma sfnum eftir 20 km og einnig við 30 km markið, en hægði sían ferðina. Hún var fimm mínútum á undan næsta keppanda, Ann Ford frá Bretlandi. Þetta var fjórði sigur Kristiansen i London-maraþoninu. Alls tóku 22.469 hlauparar þátt í hlaupinu og er það nýtt met. Heimsmet hjá Dinsamo í Rotterdam-maraþoninu Belayneh Dinsamo frá Eþíópíu setti nýtt heimsmet í Rotterdam-mara- þoninu sem fram fór á sunnudag- inn. Hann hljóp á 2:06.50 klukku- sundum og bætti gamla metið um 22 sekúndur. Fyrra metið setti Car- los Lopes frá Portúgal 1985. Dinsamo er 30 ára lögreglumaður og vann maraþonið á friðarleikun- um í Moskvu 1986. Hann hljóp við hlið Ahmed Saleh frá Djibouti allt þar til nokkur hundruð metrar voru eftir. Tími hans eftir hálf-maraþon- markið var 1:03.22 klst. eða þremur sekúndum betri en hjá Lopes 1985. 12 sekúndum betri eftir 30 km og 10 sek eftir 35 km. Ahmed Saleh, sem varð annar, hljóp einnig undir gamla metinu, 2:07.07 klst. Hall varð fyrsti Englendingur- inn til að vinna Evrópumeist- aratitilinn í einliðaleik karla í 16 ár. Hall, sem tapaði fyrir Frost í undanúrslitum á opna enska meist- aramótinu í síðasta mánuði, lærði greinilega á þeirri viðureign og gerði sér nú lítið fyrir og sigraði Frost sem. hefur verið talinn besti badminton maður heims. „Ég hafði yfirhöndina í leiknum nær allan tímann. Frost varð að spila eins og ég lagði upp. Þessi sigur færir mér nýja von. Það tekur eng- ínn af mér Évróputitilinn fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo ár í Moskvu," sagði Hall. Frost vann fyrstu lotuna nokkuð örugglega, 15:8, og virtist á góðri leið með að vinna Evrópumeistara- titilinn í þriðja sinn. Én Hall var ekki á sama máli og tók leikinn í sínar hendur. Vann aðra lotuna 15:12 eftir að jafnræði hafi verið á með þeim til að byija með. í odda- leiknum sótti Hall hart að Frost og var hann sérstaklega stgerkur upp við netið og vann örugglega 15:9. „Darren Hall setti mikla pressu á mig. Ég er svo vanur að sigra að það kom mér mjög á óvart að tapa þessum leik. Ég náði ekki að stjóma leiknum, en gafst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana," sagði Frost. Reuter Darrsn Hall frá Englandi varð Evrópumeistari í einliðaleik karla. Hann sigr- aði Morten Frost frá Danmörku í úrslitum. í úrslitum í einliðaleik kvenna sigr- aði Kirsten Larsen löndu sína, Christinu Bostofte, 11:7 og 11:2. I tvíliðaleik karla sigruðu Jens Peter Nierhoff og Michael Kjeldsen frá Danmörku landa sína Steen Flad- berg og Jan Paulsen í úrslitum, 15:9 og 15:11. í tvíliðaleik kvenna sigruðu Dorte Kjaer og Nettie Ni- elsen frá Danmörku þær .Tulie Munday og Gillian Clark frá Eng- landi, 15:7 og 15:4. í tvendarleik sigruðu Steen Fladberg, Danmörku og Gillian Clark, Englandi, þau Alex Meyer og Ericu van Dijk frá Holl- andi, 17:16, 4:15 og 15:10. Reuter Ingrld Krlstlansen frá Noregi sigraði i London maraþoninu i fjórða sinn sunnudaginn. Frost í úrslitum 8:15,15:12 og 15:9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.