Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 4
4 B jBorgimbtatih /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 19. APRÍL 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR/ÚRSLITAKEPPNI ÚRVALSDEILDARINNAR t Morgunblaðið/Einar Falur Sástu þetta ekki? Valur Ingimundarson, leikmaður og þjálfari Njarðvíkinga, undrandi á svip — líklega að benda dómurum leiksins á eitthvert atriði þar sem hann hefur ekki verið sammála úrskurði þeirra. PálmarSigurðsson þjálfari og leik- maður Hauka eftirsigurinn á UMFN: velgt þeim ggum - takist ur vel upp „HEIMAVÖLLURINN hefur mikið að segja. Það sannaðist í þessum leik. Njarðvíkingar eiga titil að verja, þeir eiga heimaleik í úrslitaleiknum og standa því ólíkt betur að vígi en við. Én takist okkur jafn vel upp og í kvöld gætum við velgt þeim undir uggum,“ sagði Pálmar Sigurðsson þjálfari og leikmaður Hauka eftir að lið . hans hafði sigrað Njarðvíkinga í æsispennandi leik í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar sigruðu f fyrri leiknum og þarf nú þriðja leik- inn til sem verður hreinn úr- slitaleikur og fer hann fram í Njarðvík í kvöld. Góð stemming var meðal áhorf- enda sem voru íj'ölmargir og þeir fengu að sjá spennandi leik. Njarðvíkingar voru betri fyrsta kastið og léku eins og meistarar á með- an lítið gekk hjá Haukunum. Því áttu flestir von á að úr- slitin yrðu ráðin að þessu sinni og Njarðvíkingar færu heim með ís- landsbikarinn. En Haukamir voru á öðru máli og í síðari hálfleik sner- ist taflið við, þá gekk allt á afturfót- unum hjá Njarðvíkingum sem voru ótrúlega slakir og Haukar unnu sanngjaman sigur. Lið Hauka hefur svo sannarlega komið á óvart í úr- slitakeppninni sem þeir komust í svo óvænt. Þeir slóu Keflvíkinga úr keppninni í undanúrslitum - og Bjöm Blöndal skrifar Ekki lengra! Morgunblaöið/Einar Falur ívar Webster lék vel í vöminni og lokar hér veginum að körfu Haukanna. Sturla Örlygsson, sem lék best Njarðvíkinganns á sunnudaginn, rennir hýru auga að körfuhringnum en varð að sætta sig við að koma boltanum ekki þar í gegn í þetta sinn. Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður UMFN: Hættum í síðari hálfleik Við hættuni hreinlega að spila í síðari hálfleik og ég held að við höfum hreinlega verið bún- ir að vinna þennan leik fyrir- fram," sagði Valur Ingimundar- son, þjálfari og leikmaður íslands- meistara Njarðvíkinga, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn á sunnudagskvöldið í Firðinum. „Aðra skýringu hef ég ekki á þessum ósigri og hér eftir kemur ekkert annað til greina en sigur í þriðja leiknum," sagði hann. Valur, sem lék frábærlega í fyrsta leiknum í Njarðvík, náði sér vel á strik í fyrri hálfleiknum á sunnu- dag. Eftir hié bar hins vegar lítið á honum og spumingin er því hvemig honum tekst upp í kvöld. Haukar-UMFN 80 : 74 íþróttahúsið í Hafnarfirði, úrslita- keppnin í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, sunnudaginn 17. apríl 1988. Gangur leiksins: 0:2, 4:3, 9:5, 12:9, 12:13, 14:14, 16:18, 23:23, 26:23, 28:28, 30:30, 30:36, 33:38, 39:44, 41:48, 44:52, 53:54, 56:56, 62:58, 68:58, 70:60, 75:66, 77:71, 77:73, 79:74, 80:74. Stig Hauka: Henning Henningsson 20, Pálmar Sigurðsson 17, ívar Asgríms- son 14, ívar Webster 13, Ólafur Rafns- son 8, Reynir Kristjánsson 6, Tryggvi Jónsson 2. Stig UMFN: Sturla Örlygsson 20, Valur Ingimundarson 18, ísak Tómas- son 16, Teitur Örlygsson 10, Helgi Rafnsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 4. Áhorfendur: 700. Dómarar: Jón Otti ólafsson og Sigurð- ur Valgeirssón og höfðu þeir góð tök á leiknum. gerðu þeir sér þá lítið fyrir og sigr- uðu í þriðja leiknum í Keflavík eft- ir að hafa verið undir mesta allan tímann. Liðið leggur ekki árar í bát þó á móti blási og það hafa nú Njarðvíkingar fengið að fínna líka. Haukamir náðu upp góðum leik í síðari hálfleik og þá átti Henning Henningsson stórleik og skoraði grimmt, ívar Ásgrímsson var einnig dtjúgur ásamt þeim ívari Webstér og Pálmari Sigurðssyni. Sturla Örl- ygsson var atkvæðamestur hjá Njarðvíkingum að þessu sinni ásamt ísaki Tómassyni. Valur Ingi- mundarson var góður í fyrri hálf- leik, en sást lítið í þeim síðari og munar um minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.