Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 B 5 Garðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsins: 'urtil nnn var saðefla samstöðu meðal siómanna SJÓMANNADAGURINN hefur aðsetur í húsakynnum Hrafnistu í Reykjavík. Garðar Þorsteinsson er fram- kvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni af 50 ára afmæli Sjómannadagsins. Um- ræðuefnið er þessi dagur, sem helgaður er sjómönnum og i það starf sem unnið er á vegum Sjómannadagsráðs. Garð- ar rifjar fyrst upp tilefni þessa hátíðsdags. Morgunblaðið/Bj ami Garðar Þorsteinsson fyrir framan aðsetur Sjómannadagsins að „Sjómannadagurinn er stofnað- ur í upphafi til þess að efla sam- stöðu meðal sjómanna, bæði yfir- og undirmanna á kaupskipum og fískiskipum hér í Reykjavík og í Hafnarfirði, til þess að halda einn dag hátíðlegan, bæði til þess að gleðjast og til að minnast látinna sjómanna. Og þessa hefur alltaf verið gætt. Síðan Sjómannadagur- inn var stofnaður hefur verið hald- in minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni, þar sem biskup íslands eða staðgengill hans hefur minnst drukknaðra sjómanna, þeirra sem farist hafa á milli sjómannádaga. Um leið og þeirra er minnst, er alltaf lagður blómsveigur að leiði óþekkta sjómannsins, sem er í Fossvogskirkjugarði. Höldum uppi gömlum hefðum í lögum um Sjómannadaginn er það líka, að markmið Sjómanna- dagsins er að efla róður, róðraræf- ingar meðal íslenskra sjómanna og annarra og að halda uppi gömlum hefðum sjómanna á margvíslegan hátt. Þó hafa fallið niður nú síðustu árin ýmsar keppnir, eins og til dæmis stakkasund og björgunar- sund í sjó. Því miður, það er skaði. Nú er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í 51. sinn, en þessi stofn- un, Sjómannadagurinn, er 50 ára. Fyrst var haldið upp á sjómanna- daginn 6. júní 1938. Af þessu til- efni er dagskráin viðameiri nú en venja er til. Það verða í rauninni fjögurra daga hátíðahöld, frá fimmtudegi til sunnudags. Forseti íslands heimsækir Hrafnistu í Hafnarfírði og í Reykjavík. Við höfum fengið danska skólaskipið Georg Stage í heimsókn og færey- skar skútur munu heimsækja okk- ur, einnig danska varðskipið Hvíta- bjöminn. Sérstök hátíðardagskrá verður haldin í Laugarásbíói þar sem forsetinn og margir helstu framámenn þjóðarinnar verða gest- ir. Arnarrím Á meðal þess sem verður til skemmtunar á hátíðarsamkomunni (hún var síðastl. föstud., innsk. Mbl.) er kórsöngur þar sem sungið verður nýtt tónverk eftir Sigfús Halldórsson. Hann tileinkar Sjó- mannadeginum tónverkið, sem hann kallar Arnarrím og það er samið við bæði kvæði og stökur eftir Öm Amarson, en sjómanna- dagssamtökin eiga höfundarréttinn á verkum Amar Amarsonar. Það má geta þess, að Sigfús Halldórsson hefur tileinkað Sjómannadeginum ein fjögur tónverk. Það em Stjáni blái, Þakkargjörð, Til sjómanns- ekkjunnar, og núna Arnarrím. Nýr minnisvarði Á sjálfan sjómannadaginn hefst dagskrá klukkan níu með því að vígður verður í Fossvogskirkjugarði nýr minnisvarði um óþekkta sjó- manninn. Við létum byggja þetta minnismerki núna í tilefni af 50 ára afmæli dagsins í samvinnu við Kirkjugarða Reykjavíkur. Gamla minnismerkið var orðið það að- þrengt af tijám á nærliggjandi leið- um, að það var orðið illmögulegt að sjá það eða komast að því. Síðan verður dagskráin með hefðbundn- um hætti og endað með hátíðarsam- komu um kvöldið. Við þurfum að sjálfsögðu líka að gera eitthvað fyrir gesti okkar er- lenda sem heimsækja okkur á skip- um sínum. Þetta er í fyrsta skipti sem útlendar skútur heimsækja okkur í tilefni af sjómannadegin- um.“ Einstakt fyrirbæri Eru einhver formleg erlend sam- skipti á vegum Sjómannadagsins? Erlend samskipti eru helst við Norræna öldrunarráðið. Við eigum talsverð samskipti við Norðurlönd á því sviði, það eru helstu erlendu samskiptin." Er til eitthvað sambærilegt við Sjómannadaginn í öðrum löndum? Ég held,“ segir Garðar og hugsar TVEGGJA tonna trilla skýst upp að löndunarkrananum. Það er Pálmi RE að koma utan af sviði og um borð er Guðmundur Valdi- marsson einn á báti. Hann snarar aflanum á land, það eru um 200 kíló af þorski. Ein síld er eftir, hann segir að lóðað hafi á mikla kekki þarna úti á flóanum, senni- lega sQd. Þessi eina hafði flækst Hrafnistu í Reykjavík. sig vel um, „að ég megi fullyrða það, að þetta sé alveg einstakt.“ Stofnun og dagur með sama nafni Sjómannadagurinn er heilsárs- stoftiun, sem rekur dvalar- og hjúk- runarheimili fyrir aldraða og ýmsa starfsemi aðra. Almenningur tengir það ef til vill ekki saman, þessa stofnun og Sjómannadaginn, sér í net hjá honum. Þegar hann hefur komið aflanum upp, spyrj- um við hann hvort hann hafi verið lengi til sjós. „Já, ég hef verið það mest alla mína tíð held ég og alltaf á trillu. Ég hef að vísu komið um borð í stærri bát, en það er varla að hei- tið geti.“ Ér hann alltaf einn á báti? kannski aðeins einn einstakan fána- dag í miðbænum með ræðuhöldum og slíku. Hefur Garðar orðið var við það, að fólk viti ekki um þessi tengsl? „Þetta er alveg rétt. Það eru margir sem undrast þegar maður segist vinna hjá Sjómannadeginum: „Hvað er hægt að gera þar allt 1 árið, þetta er bara einn dagur?" er spurt. En, vel að merkja, Sjómanna- dagurinn er starfandi allt árið sem „Já, svona meiripartinn. Ég var með mann með mér í vetur á vertí- ðinni. Núna einn. Ég er með þijátíu net í sjó héma vestur á Sviði, það er svona hálfur annar tími fyrir mig,“ segir Guðmundur. „Það losar eitthvað tuttugu tonn núna síðan í maí,“ segir hann spurð- ur um aflabrögð. „Eg held að það sé ágætt á þetta horn miðað við stjómunaraðili að þessum fyrir- tækjum. Þau em báðar Hrafnis- tumar, Happdrætti DAS, Laugar- ásbíó og svo er líka jörð austur í Grímsnesi þar sem sjómannafélög hafa komið sér upp orlofshúsum." Er fyrirsjáanlegt að Sjómanna- dagurinn auki á einhvem hátt við hlutverk sitt, til dæmis varðandi minjar eða fræðslu? „Sjómannadagssamtökin hafa alltaf látið sig skipta talsvert miklu mál sem varða sjóminjasöfn. Það hefur verið mikill áhugi hér innan ráðsins á að fylgjast náið með fram- vindu mála til þess að koma upp myndarlegu sjóminjasafni, sem reyndar er góður vísir að í Hafnar- firði. En við hefðum viljað stefna hærra og hafa það myndarlegt sjó- minjasafnshús. Ég sé þó ekki fram á að við munum geta ráðist í slíka framkvæmd á næstu ámm. Fræðslu höfum við reynt að stuðla að og þá sérstaklega í sam- bandi við heilbrigðis- og öldrunar- þjónustu. Það hefur einkum varðað menntun starfsfólks.“ Aldraðir heiðraðir Á sjómannadaginn hafa aldraðir sjómenn verið heiðraðir og oft ýms- ir aðrir, hvemig er staðið að því? „Það em stéttarfélög sem eiga aðild að Sjómannadagsráði, sem tilnefna til okkar menn sem heiðra skal. Við tökum síðan endanlega ákvörðun um hvemig og hversu margir em heiðraðir. Mat stéttarfé- laganna byggist á því, að viðkom- andi hafí verið lengi til sjós, verið traustir og dyggir í sínu starfí, far- sælir bæði í starfí og sem félagar og stuðlað vel að málum innan síns stéttarfélags. Síðan hefur Sjó- mannadagurinn einnig heiðrað marga velunnara Sjómannadagsins, menn sem hafa unnið í þágu sjó- mannastéttarinnar, t.d. með rit- störfum, að slysavömum og fleira og fleira. Menn sem ekki hafa beint tilheyrt samtökum sjómanna. Garðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannadagsráðs er að lokum spurður um samskipti ráðsins og Slysavamafélagsins, em þau einhver önnur en sýningar á sjómannadaginn? „Kannski ekki beint samstarf," segir hann. „En það em mjög náin samskipti okkar, sérstaklega í kring um sjómannadaginn, við Slysa- vamafélagið. Flestir emm við mikl- ir velunnarar Slysavamafélagsins og margir em ævifélagar þess. Náinn kunningsskapur og náin samskipti hafa ætíð verið góð á milli Sjómannadagsins og Slysa- varnafélags íslands." það sem hefur verið. Þetta er ekki nema tveggja tonna hom.“ Hann hefur þá upp í útgerðar- kostnað? „Ja, það fer nú eftir því hvemig á það er litið sko. Það fer mikið í þetta aftur." Guðmundur hefur átt bátinn í hálfan fjórtánda mánuð og segir hann hafa reynst vel. Á kannski að stækka við sig? „Það getur vel verið að ég fái mér stærri bát, jájá. Annars hef ég allt- af verið á grásleppu á þessum tíma. Sleppi því núna, það er verðið, það er svo lágt. Svo hefur lítil veiði verið. Það er ekkert verð á hrognun- um. Það er skárra að koma með þetta dags daglega, svona tvö hundmð kíló af fiski heldur en svona fimmtíu kíló af hrognum eins og grásleppuveiðin hefur gengið í ár.“ Hvemig hefur veiðin verið að jafnaði? „Maður fær svona þtjú- hundmð kíló að jafnaði eftir dag- inn, það er stundum meira. Eg tvíreri einu sinni á vertíðinni. Svo er minna inn í milli.“ Taka trillukarlar sér frí á sjó- mannadaginn? „Sjómannadagur- inn. Hann er ágætur út af fyrir sig, en ég held að það séu fáir trillu- karlar sem taka hann hátíðlega upp á að taka sér frí. Ætli maður taki sér nú ekki samt frí þetta árið.“ Getur veríð að égfái mérstærrí bát

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.