Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
LÚKARSSÖGUR:
„ERTU HÆTTUR AÐ
BERJA KONUNA ÞÍNA?“
UM JÓN HALLDÓRSSON OG SAMFERÐARMENN TIL SJÓS
Jón Berg Halldórsson var
lengi sjómaður i Vestmanna-
eyjum, lengst af skipstjóri og
stýrimaður, en í sjómanna-
dagsblaði Morgunblaðsins fyr-
ir tveimur árum var viðtal við
Jón Berg um ýmis prakkara-
strik hans til sjós og lands, en
Jón Berg var frægur fyrir
uppátektir sínar. Ég ræddi við
nokkra sjómenn sem voru með
honum tíl sjós og fiskaði
nokkrar sögur um Jón Berg
og samferðamenn hans í
lífsins komidí þegar menn sáu
færi á að bregða á leik. Öllum
bar saman um að Jón Berg
væri afbragðsmaður að vera
með, en hann er með ólíkind-
um stríðinn þótt hann þoli illa
striðni sjálfur. Mönnum reynd-
ist jafnan erfitt að stríða hon-
um á móti þvi hann var varari
um sig en slægasti refur. Þó
gekk það stundum. Stundum
þótti hann ganga fram á bjarg-
brún í atganginum en að öllu
jöfnu var um að ræða græsku-
laust gaman, en þó hann væri
svona stríðinn á sjónum stillti
hann sig alltaf þótt eitthvað
gengi ekki eins og það átti að
ganga á þilfarinu, lokaði þá
brúarglugganum og sparkaði
í staðinn í ákveðinn stokk í
brúnni. Jón Berg býr nú i
Jón Berg Halldórsson og Sveinn Tómasson í Vestmannaeyjum fyrir
nokkrum árum, frekar spjalllegir á svipinn.
I /
Hafnarfirði, en vinnur sem
verkstjóri á Keflavíkurflug-
velli. Enn er hann iðinn við
kolann i lúkarsstílnum enda
glettnin hans aðalsmerki.
ÞÚ VERÐUR AÐ SKILA
SÍMANÚMERINU
„Hann plataði mig helvíti illa einu
sinni," sagði Sveinn Tómasson.
„Það var þegar ég fékk mér síma
í fyrsta sinn. Þá voru símanúmerin
á nýju símunum öll komin upp fyr-
ir 2000, en svo vildi til að ég frétti
af því að það væri að losna síma-
númer sem Jón í Bólstaðarhlíð hafði
haft, 1619, sem mér fannst mjög
gott númer. Ég fékk númerið og
hringdi síðan til allra vina, kunn-
ingja og frænda og tilkynnti þeim
númerið á símanum hjá okkur og
þetta var þó nokkur viðhöfn. Svo
gerist það fljótlega að síminn hring-
ir og í honum er maður sem segist
vera Sigurgeir á Símstöðinni og því
miður verði hann að tilkynna mér
að það hafi verið mistök að ég fengi
þetta númer og það verði því tekið
af mér, annar eigi að fá það. Ég
svaraði því til að mér fyndist þetta
ansi hart, ég væri nýbúinn að
hringja í fullt af fólki og tilkynna
því númerið og búinn að borga af
símanum. Því miður, sagði Sigur-
geir, þú verður að skila símanum.
Og þar við sat.
Nokkru seinna hitti ég Sigurgeir
úti á götu og vind mér að honum
með þunga og ætla að fara að æsa
mig upp út af símanum. Ég sá fljót-
lega að Sigurgeir vissi ekkert hvað-
an á hann stóð veðrið og þegar
Sigurgeir sagði ósköp rólegur að
hann kannaðist ekki við þetta, það
væri augljóst að þetta væri einhver
misskilningur og því klárt að ég
héldi númerinu, þá rann upp fyrir
mér að það var helvítið hann Jón
Berg sem hafði hringt. Oft reyndi
hann eftir þetta að plata mig en
tókst ekki, því það kunna nú fleiri
að vera varir um sig. Hins vegar
gat hann brugðið sér í allra kvik-
inda líki í síma og hann var sérlega
þolinmóður að ná fram hrekkjunum.
Hann var í rauninni slíkur uglu-
spegill að vera alltaf að útbúa eitt-
hvað sem hann gat hrekkt með.
Flest var það saklaust, en símaplat-
ið hjá honum var það versta."
„JÚ, EN ÉG MÆTI ÞÓ“
„Mér er sérstaklega minnis-
stætt,“ sagði Svenni Tomm, „atvik
um borð í Krissunni. Jón Berg var
þá stýrimaður hjá Sveini Hjörleifs.
Þeir voru að fara út eftir landlegu
og það vantar eina fjóra eða fimm
skipveija. Jón Berg var alveg snar-
vitlaus og sótbölvaði öllu draslinu.
Rétt í því kemur Sveinn skipstjóri
um borð, þrælmildur. Jón Berg hélt
áfram að bölsótast út í þá sem ekki
mættu og kallaði þá öllum illum
nöfnum og Sveinn fer að taka und-
ir hjá stýrimanninum." Og hvað
með þig,“ segir Jón Berg þá við
Svein," mér sýnist þú vera blind-
fuliur sjálfur." „Já, en ég mæti þó
Nonni rninn," svaraði Sveinn að
bragði, sjálfur skipstjórinn.
ÖLL VERE} ERU STAÐGREIÐSLUVERÐ
EFTIR ÁRNÁ JOHNSEN