Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 14

Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Þorsteinn Einarsson skipstjóri í Sandgerði, nýkominn úr grásleppuróðri á trillu sinni. Þá var ekki róið með neitt nema línu, net voru ekki til Sjómannadagurinn er dagur ársins úti á landi eftir fyrstu vertíðinni sem ég var héma. Þá var ég á Gunnari Há- mundarsyni, sem var tuttugu og sex tonna bátur, nýr og góður. Við fengum sautján hundruð og tuttugu skippund á línunni eingöngu. Það eru allavega yfir þúsund tonn af fiski upp úr sjó. Það er mikill mun- ur. Nú þykir ágætt á svona bátum ef þeir fá ..., ja, það er stórfínt ef þeir fá hundrað og fimmtíu, tvö- hundruð tonn yfir vertíð og á netum stóran hluta af vertíðinni. En þetta var á stríðsárunum þegar engin sókn var á miðin. Þá voru öngvir togarar nema íslensku togaramir og þeir vom nú ekki margir þá. Og sigldu líka mikið. Og þá var ekki róið með neitt nema línu, net vom ekki til.“ Smáfiskadrápið Er minnkandi afli þá vegna mik- illar sóknar? „Alveg ömgglega," segir Þor- steinn með áherslu. „Það er nátt- úrulega bæði smáfiskadrápið og svo er netafískurinn . Þetta er allt hrygningarfískur sem er tekinn á þeim slóðum þar sem hann hrygnir svo það er ekki von að þetta gangi vel. Það er alveg ömgglega allt of mikið sótt. Á meðan heilsan leyf ir Talið berst aftur að trillunni hans Þorsteins. Ætlar hann að halda henni úti á grásleppuveiðum næstu vor eins og áður? „Því reikna ég með, á meðan heilsan leyfir þangað til ég fer í kör. Það er kannski stutt í það,“ segir hann hlæjandi. Hraðbátur geysist inn í höfnina. Fiskibátur. Hvemig líst honum á þá þessa? Ég veit það ekki, ég þekki þá ekkert. Það er orðið svo margt breytt, bæði skip og tæki og allt.“ Sjómannadagurinn er í nánd og er árinu eldri en sjómennska Þor- steins Einarssonar. Hver er hugur hans til sjómannadagsins? „Það eiga víst allar stéttir sinn dag orðið og sjómenn vilja sjálfsagt ekki sleppa sínum degi, eðlilega. Ég veit nú ekki hvað hægt er að segja um það. Það er nú svo margt sagt á sjómannadaginn sem gleymist svo fljótlega á eftir held ég, en hann er ágætur.“ Við tefjum Þorstein ekki lengur, hann þarf að koma aflanum í hús. Hann er léttur í spori þegar hann gengur að bryggjunni þar sem bíllinn er, aldeilis ekki líklegur til að vera á leið í kör á næstunni. SKUTTOGARINN Haukur ligg- ur við bryggju í Sandgerði. Hann bíður flóðsins, mannskapurinn er boðaður um borð klukkutima fyrir háflæði. Þeir verða að sæta sjávarföllum til að komast úr höfninni. A landvakt er Jón Rúnar Árnason vélstjóri. Þeir eru þrír vélstjóramir um tvær stöður. Einn í landi í senn. Sá sem fer í land sér um skipið á meðan það er inni. Jón Rúnar er búinn að gangsetja og er að gera allt klárt fyrir brottför, betra að hafa timann fyrir sér. Það er ekki komið hádegi ennþá. Þeir eiga að mæta klukkan tvö. Hann gefur sér tíma til að rabba við okkur um stund. Jón Rúnar hefur verið sex mán- uði á þessu skipi. Haukur er kominn til ára sinna, þótt útlitið beri það ekki með sér. Hann var smíðaður í Noregi 1965. Hvemig er togara- sjómennskan í dag? „Kaupið mætti vera betra. Þó hefur verið góður afli, nema að þetta eru mest ódýru tegundimar. Við höfum lítið farið í þorskinn ennþá. Við erum á grálúðu núna. Hún gaf ágætlega af sér, til dæmis í fyrra. Núna löndum við á markað og landssambandsverðið hefur verið hærra en markaðsverðið. Ég gæti trúað að það hafi munað svona fimm krónum á kílóið þangað til núna síðustu daga, þá fór það upp undir landssambandsverð." Fimm ár í frystihúsi Jón Rúnar er Norðfirðingur og stundaði sjóinn á togurum með skóla. „Svo var ég á togurum fram til ’79, fyrir austan. Þá flyt ég mig í land og var í landi í sjö ár, vél- stjóri í frystihúsi í fímm ár. Þá fór ég á sjóinn aftur. Fyrir austan var ekki upp á mikið að bjóða nema sjóinn. Það er annars ágætt að getá skipt svona um öðru hveiju." Hvað hefur breyst frá því að hann fór í land fyrir tæpum tíu ámm? „Eg er næstum því í sömu sporum núna og '79 sko, lítið kaup. Það batnaði í millitíðinni og þá Trilla liggur við bryggjuna í Sandgerði, þar sem er löndun- arkraninn fyrir smábátana. Það er Von frá Garði. Sjóklæddur maður er á bryggjunni að ganga frá aflanum upp á bíl. Það er grásleppa. Við erum i þann mund að gefa okkur á tal við hann, þegar hann stekkur um borð og leggur frá, tekur strikið út í hafnarkjaftinn. Hann fer þó ekki út, heldur beygir inn á smábáta- leguna. Við förum þangað og fylgjumst með honum binda bát- inn. Síðan kemur í ljós maður innan úr skærrauðum sjóklæðun- um og reynist vera Þorsteinn Einarsson skipstjóri sem hefur lengi róið frá Sandgerði. Þegar hann stígur á land gefum við okkur á tal við hann. Við spyij- um fyrst hvemig hafí gengið og Þorsteinn brosir ljúfmannlega við okkur: „Ég er nú eiginlega bara nýbyijaður, var í hjartaaðgerð í vetur og rétt kominn á flot eftir það. En það hefur þó gengið þokka- lega það sem komið er,“ segir hann og kveðst ætla að sækja svo lengi sem leyft er að veiða grásleppuna, til 20 júlí. „Reikna með að setja þá upp. Er ekki maður til neins, svoleiðis, neinnar áreynslu. Annars hefur verið ótíð, þetta er fyrir svo opnu hafí héma, að það er bölvuð ókyrrð ef eitthvað hreyfír vind. Ég ræ stutt, er aðallega héma suður í Fuglavíkinni og héma norður af. Hann segist hafa brugðið sér á grásleppuna á vorin og átt þennan bát síðan 1980. „Annars hef ég alltaf verið á stærri bátum og hef alltaf verið á vetuma þangað til í vetur. Ég hef verið á sjó síðan ég var 13 ára. Það hefur enginn vetur fallið úr, nema þegar ég var í sjó- mannaskólanum, þangað til í vet- ur.“ Þorsteinn hefur tvo um sextugt og man því tímana tvenna í sjó- mennskunni eftir nær fimm áratugi á sjó. Hann var skipstjóri á bátum frá 1950 allt þar til í vetur, að hjart- að lét vita af sér. Ekki orðinn nokkur afli „Þetta virðist bara orðin algjör ördeyða, þetta er ekki orðinn nokk- ur einasti afli. Og þessi fiskur sem þeir em að fá, þetta er smátt, eða mikið smærra en vant er. Þeir reyttu í sextommuna svolítið í vor. Þetta er bara msl, mikið smærra en venjulega af netafiski. Svo hafa þeir reytt á línuna sem hafa verið á henni, stórir bátar. En þetta er enginn afli orðið, mikil umskipti frá því sem var. Það er náttúmlega orðið allt annað með allan aðbúnað og allt þess háttar. Skipin em orðin stærri og betri og betur útbúin að öllu leyti. Það er ekkert hægt að líkja því saman. En sjómennskan er allt- af svolítið erfíð, hvað sem aðbúnaði líður. Þá var aldrei hægt að stoppa við bryggju Hér var, þegar ég var að byija héma í Sandgerði, ég byijaði hér 1942, þá var héma í rauninni engin höfn. Hér vom tveir bryggjustub- bar, þú sérð þama bryggjustubb sem er að hrynja," segir Þorsteinn og bendir á hrörlega bryggju, „...það var skárri bryggjan. Þá lágu bátamir allir héma bara í legufær- unum úti á víkinni. Það var aldrei hægt að stoppa við bryggju nema rétt til þess að koma fiskinum á land. Þegar var þá hægt að komast að bryggju til þess, það þurfti oft að róa með þetta á róðrarbátum á milli þegar flaut ekki að bryggjun- um. Þá vom stærstu bátamir, ja..., þá vom þeir tuttugu og sex, sjö tonna bátar og einn líklega þijátíu og eitt, tvö tonn. Þetta vom stærstu bátamir. En svo var aftur ekki eins mikið af þessum smábátum eins og er núna sko. Það var aðeins til nið- ur í svona tólf tonn, en það vom fáir bátar minni en svona fimmtán, sextán tonn. Mikið um tuttugu tonna báta, þótti ágætt þegar þeir vom komnir í tuttugu tonn. Þá var líka af linn En þá var líka aflinn á þetta sko, það var dálítið annað. Ég man sennilega bara vegna meiri afla. Það hefur mikið dottið niður núna á einu ári. Að öðm leyti em kjörin held ég þau sömu. Ekki hafa þau skánað, það er held ég alveg gefíð mál.“ Talið berst að aðbúnaði um borð, Haukur er gamall togari og þar er ekki sauna og setustofa með leður- klæddum mublum eins og á nýjustu skipum flotans. „Maður kannski vonaðist til þess að það færi að koma nýtt skip í staðinn fyrir þenn- an,“ segir Jón Rúnar. „Hann er orðinn gamall. Ég held að það sé nú í bígerð." Dagnr ársins Sjómannadagurinn, skiptir hann miklu í huga sjómanns á skuttog- ara? „Veistu, að mér fínnst að það hafí breyst eftir að ég kom hingað suður. Þetta er dagur ársins úti á landi. Eins og á Norðfírði. Þar er hann almesti hátíðsdagurinn. Héma er þetta öðmvísi, það er ekkert mikið upp úr honum lagt. Það er kannski fjölmennið sem veldur, ég veit það ekki, en úti á landi, þar sem allt lífíð er byggt á sjómenns- kunni, þar er sjómannadagurinn hátíð sem allir taka þátt í.“ Jón Rúnar Árnason. SANDGERÐI: Breyttir tímar SANDGERÐI liggur nánast fyrir opnu hafi á vestanverðu Miðnesinu. Þar verða stærri bátar og skip að sæta sjávarföllum til að komast inn og út úr höfninni. Höfnin sjálf veitir ágætt skjól eftir að hafnargarðarnir voru byggðir. Smábátahöfn hefur verið gerð þar sem trillurnar liggja við bólfæri nokkra faðma undan og eru dregnar að með handaflinu. Þar er þeim ekki hætt nema í aftakaveðrum. Sandgerði nýtur þess - og geldur í senn - hve nálægt þorpið er Keflavík og Njarðvík. Þangað koma bátar og landa afla, sem síðan er ekið í gegn um þorpið, eftir góðum malbikuðum vegi til einhvers vinnsluhússins í nálægri byggð. Það er of stutt að aka til að það borgi sig að flytja útgerðina til Sandgerðis. Þangað koma margir bátar vegna þess hve auðveldar samgöngurnar eru. Það er ef til vill þess ‘ vegna, sem smáþorpið Sandgerði er ekki orðið að stórum útgerðarbæ. Ekki vantar þó bátana, stórir og smáir koma og fara, þeir staldra við heilar vertíðir, eða landa úr einum túr. Og svo eru það heimabátarnir. Þeim fjölgar, einkum smábátunum. Þegar Morgunblaðsmenn renna í hlað, er þar skuttogari við bryggju. Handan við hann er smábátalægið. Fyrir nokkrum áratugum sáust varla trillur í Sandgerði að ekki sé talað um skuttogara. Þannig breytast tímarnir og hér í Sandgerði hefur greinilega ekki gleymst að snúa stundaglasinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.