Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
B 19'
hins vegar að hann hafi verið notað-
ur til að líta eftir verkafólkinu á
fiskreitunum. Við endursmíði húss-
ins kom hins vegar í ljós uppi í
tuminum kíkjugat með renniloku,
sem greinilega er til þess ætlað að
stinga þar út sjónauka og vísar
gatið út á ísafjarðardjúp. Má því
ætla að hægri-kenningin um hlut-
verk tumsins eigi því fremur við
rök að styðjast."
Tumhúsið hefur bæði verið notað
sem salthús og pakkhús. í tíð Ás-
geirsverslunar var það málað rautt
en það var einkennislitur þeirra
Ásgeirs-feðga. „Við hreinsuðum
alla málninguna alla af húsinu,"
segir Jón, „og reyndist það létt
verk og löðurmannlegt vegna þess
hvem flögnuð hún var orðin og nú
stendur til að tjarga húsið, eins og
það var áður en Ásgeirsverslun
eignaðist það. Þegar lokið var við
að gera húsið upp að utan, var
byijað að laga það að innan og lá
þá fýrst fyrir að hreinsa út úr því
jarðveginn sem settur hafði verið
þama inn í áranna rás. Við gátum
séð á einum stað hvar upprunalega
gólfíð mundi hafa verið og grófum
þvi allt þangað niður til að ná upp-
runalegri lofthæð. Það ríkti töluverð
eftirvænting við þennan gröft.
Kannski vom menn að vona að
finna einhveijar fomar minjar í
jarðveginum og þess vegna var
mokstrinum hagað með mjög
vísindalegum hætti. Öllum jarðveg-
inum var mokað upp á færiband
sem flutti hann út úr húsinu og
jarðvegurinn grandskoðaður áður
en honum var ekið á brott. Þetta
reyndist hin mesta mannraun og
nákvæmisvinna. Allt sem hafðist
upp úr krafsinu var hins vegar einn
brotinn flöskustútur og skildingur
frá Slésvík-Holstein, sleginn 1784.
Em þessir munir báðir vel geymd-
ir, eins og nærri má geta.“
Safn í sífelldri þróun
Þegar mokstrinum lauk var sett
nýtt gólf í húsið og allt kapp lagt
á að ljúka því verki fyrir 200 ára
kaupstaðarafmæli ísafjarðar í
ágústmánuði í fyrra. „Þá var unnt
að slá hér upp miklu harmonikku-
balli sem er bæjarbúum enn í fersku
minni," segir Jón, „í vetur var síðan
byijað á hæðunum tveimur fyrir
ofan og því verki er nú nýlokið.
Kapp hefiir verið lagt á að koma
safninu upp fyrir sjómannadaginn
og þó svo að ekki verði komið á
það endanleg mynd fyrir þann tíma,
stendur til að opna safnið almenn-
ingi þá.“
Tumhúsið stendur í miðjum
Neðstakaupstað, og getur staðsetn-
ing sjóminjasafns vart verið meira
viðeigandi — í hjarta ísfírsks
athafnalífs, þar sem fiystihús er á
aðra hönd en skipasmíðastöð á hina.
Næst sjónum, þétt upp við Tum-
húsið, er nú sem stendur vömhöfn
kaupstaðarins og liggur því gáma-
breiða á stundum þétt upp að hús-
inu. Allt stendur þetta þó til bóta,
því ætlunin er að flytja vömhöfn-
ina. í stað hennar verður fiskihöfn
kaupstaðarins þama í framtíðinni,
sem er óneitanlega meira við hæfí.
En er þá allt fullkomnað nú þeg-
ar sjóminjasafn þeirra Vestfirðinga
verður opnað á sjómannadaginn?
„Nei — auðvitað vantar í safnið
heilmikið af hlutum og munum, sem
tengst hafa sjávarútvegi hér á liðn-
um ámm. Mér hefur oft fundist það
undmnarefni að það em iðulega
hversdagslegustu hlutimir sem
virðast hafa verið einna forgengi-
legastir, til að mynda sjóklæði og
vinnufatnaður og ílát ýmiss konar.
Engu að síður tel ég að safnið eigi
að geta gefíð býsna gott yfirlit yfír
þróun útgerðar hér í sýslunum báð-
um, og ekki er öll nótt úti enn, því
að það er eðli safna — og vonandi
þessa líka — að alltaf em að bæt-
ast við munir og gripir og þau þar
af leiðandi í stöðugri þróun. Það
er- hins vegar von mín og trú að
tilkoma þessarar sjóminjadeildar
Byggðasafns Vestfjarða eigi eftir
að velq'a menn til umhugsunar um
varðveislugildi ýmissa þeirra hluta
sem tengjast daglegu lífi og störfum
fólks í þessum landshluta og því
muni safninu eiga eftir að berast
ógrynni muna í framtíðinni," segir
Jón Sigurpálsson.
BVS
Hörður Antonsson háseti.
Viðar skipstjóri var í óða önn að
stilla kompásinn áður en haldið var
af stað á miðin og lét ekki á sig fá
þó það hellirigndi á meðan.
— Sig. Jóns.
Eins og dagur og
nótt að fá brúna
Selfossi.
SKIPVERJAR á Froða frá Stokkseyri voru að búa sig undir að Ieggja
í annan túrinn a humar, ánægðir með bátinn sem er eins og nýr
eftir að hafa verið tekinn í gegn á Akranesi í vetur.
Eins og vonlegt er var mönnum
tíðrætt um aflahorfur og Viðar
skipstjóri sagði útlitið dökkt miðað
við síðasta ár, þó hefði lítið verið
hægt að fara út í Skeiðarárdýpið
þar sem vaninn væri að leggja.
Þetta gæti því lagast.
„Maður er orðinn dauðleiður eftir
að hafa verið 30 ár í þessu," sagði
Hörður háseti. Hann og Viðar hafa
verið saman til sjós síðan 1960.
„Þetta hafa verið öruggar og góðar
vertíðir en nú eru allir svartsýnir.
Það hefur oftast aflast mest fyrstu
dagana og mestallur aflinn verið
kominn um mánaðamótin maí-júní.
Menn vilja ná þessu upp á sem
skemmstum tíma, einum og hálfum
mánuði, þá gefur þetta góðar tekj-
ur.“
Hörður sem er frá Stokkseyri
sagðist mjög ánægður með brúna
yfir Ölfusárós. „Það verður eins og
dagur og nótt að fá hana,“ sagði
hann. Þá yrði ekkert mál að skreppa
heim eftir að komið væri í land.
Hann sagðist vera svo lánsamur til
sjós að það hefði aldrei neitt stór-
Viðar Zophaniasson skipstjóri
vægilegt komið fyrir á hans sjó-
mannsferli, hvorki fyrir hann né
aðra á þeim bátum sem hann hefði
verið á og fyrir slíkt mættu menn
vera þakklátir.
FRAMTÍÐIN ER í
ÞÍNUM HÖNDUM
-IBM PS/2
Mikiðúrvalafuppblásnum
vindsængum, smábátum ^
og sundhríngjum.
Einnig tvær gerðir afsundlaugum.
\4k Hr \k- j'
i
UTIUF
Glæsibœ,
sfmí 82922.