Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
FLATEYRI:
Efþú getur ekki
barið á þeim, gakktu þá
í lið með þeim
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Mikil fijósemi hefur rikt um borð í togaranum Gylli, kokkurinn tók
upp á að ala menn í magnamini og árangurinn lét ekki á sér standa.
6 af 15 manna áhöfn eignuðust börn á sl. 5 mánuðum og er Reynir
hér með son sinn Símon Orn sem er eitt barnanna sem fæddist.
Flateyri.
REYNIR Traustason er stýri-
maður á Gylli ÍS 20 frá Flateyri,
einnig er hann varaformaður
Bylgjunnar á Isafirði og frétta-
ritari Dagblaðsins á Flateyri.
12 ára fór hann fyrst til sjós,
þannig að hann hefur verið viðloð-
andi sjóinn í 22 ár, og nú sl. 10 ár
á Gylli. „Ég er á móti kvótanum,
vegna þess að hann er mér ekki
hagstæður. Hann gerir okkur það
á Gylli að það vantar eins og í fyrra
t.d. 520 tonn sem búið er að kroppa
út úr aflamarki hans. Það vantar
520 tonn af þorski til að Gyllir
hafi þann kvóta sem honum ber. Á
árunum 1981—82 og ’83 sem voru
viðmiðunarár, það var bara tekið
saman, Gyllir fiskaði þetta mikið
af þorski, þessi þrjú ár. Þetta eru
svona mörg prósent af heildaraflan-
um og 1984 fær hann sömu pró-
sentu af miklu minni heildarafla
heldur en frá árinu á undan.
Það er alltaf verið að jafna þorsk-
inum út, taka af Vestfirðingum,
færa til Austfirðinga og Sunnlend-
inga og þeir gera þetta með því að
búa til einhveijar reglugerðir sem
heita meðalkvóti eða eitthvað þess
háttar með pennastrikum í sjávar-
útvegsráðuneytinu, sem þýðir það
að ónefnd skip á Suðurlandi sem
voru kannski með 300 tonna
'þorskkvóta í frjálsri sókn, þ.e.a.s.
þegar ekki var kvóti, eru komnir
með 1200—1300 tonn í dag eða
meira. Þeir fara á meðalkvóta og
fá þetta magn.
Við sem að höfðum þetta mikið,
það var búið að taka þetta frá okk-
ur, nú á að fara að kroppa af okk-
ur karfann líka. Þetta er kerfí með-
almennskunnar, kvótinn stefnir að
því að gera alla eins. Það ber eng-
inn af, allir eru að dúlla við það
sama, góðir fiskimenn eins og Geiri
Bjartar á Guggunni og fl. hefðu í
dag litla möguleika á að sanna eitt
eða neitt af eigin rammleik, því
skipin hafa sinn fyrirfram ákveðna
skammt.
Sem dæmi t.d. um verð á skipum
í dag, skip sem kostar 170 milljón-
ir skrokkurinn með kraminu, en
með kvóta kostar hann kannski 400
milljónir eða meira, þetta þýðir það
að útgerðarmenn eiga svo mikilla
hagsmuna að gæta að þeir myndu
aldrei samþykkja ftjálsa sókn aftur.
Þetta þýðir það að skip verðfalla
um 1—200 milljónir, sem þýðir að
ég sé ekki fram á að komast út úr
kvótanum og þess vegna vil ég
breyta honum: Ef þú getur ekki
barið á_ þeim, gakktu þá í lið með
þeim. Ég vil rýmka sóknarmarkið,
en það er bara ekki pólitískur vilji
fyrir því. Gyllir er á sóknarmarki
og má veiða ákveðið magn af þorski
plús 10% ef hann hefur burði eða
getu til þess, eitthvað ákveðið magn
af karfa plús 20% aðrar tegundir
eru fijálsar sbr. grálúða. Hann
verður að vera í landi 110 daga,
þetta er óeðlilegt. Ef hann væri á
aflamarki mætti hann dúlla við
þetta allt árið, og sumir hafa fulla
þörf fyrir það. Við kvótaandstæð-
ingar verðum að beijast fyrir því
að reyna að laga kerfíð.
Það er eilífur áróður á okkur,
alltaf verið að tala um sósíalisma
andskotans, menn vilja bara að all-
ir séu jafnir þrátt fyrir að vestfírska
byggðin byggi nánast allt sitt á
þorski.
Austfírðingar hafa loðnu, sfld,
humar og þorsk og eru t.d. alltaf
að auka útflutning á þorski, að sem
við erum gagniýndir fyrir eru Aust-
fírðingar að auka.
Það hafa heyrst raddir um það
opinberlega að Vestfírðingar fái
færri sóknardaga en Sunnlending-
ar. Þetta er alveg sama_ og við
myndum senda einhvem á Ólympíu-
leikana, hanná að keppa í kapp-
hlaupi og við bara færum fram á
það vegna þess að hann er svo lengi
að hlaupa að hann legði aðeins fyrr
af stað en hinir.
Vestfírskir sjómenn búa ekki við
fískmarkaði og búa þar af leiðandi
við lágmarksverð á físki. Það sem
var að vera vestfírskur sjómaður
áður er búið að vera. Við veiðum
besta þorskinn við íslandsstrendur,
með að meðaltali 6 daga í veiði-
ferð, sunnlenskir með rúma 10 daga
en samt sem áður eru mál orðin
þannig í dag ef útflutningur gáma-
físks væri ekki í dæminu, þá erum
við með lægsta verð sem mögulegt
er. Sums staðar eru þeir með 10%
afslátt á lágmarksverði o.s.frv. Þar
sem þar er að fá fiskmarkað og
grundvöllur fyrir fiskmarkað eru
göng, gat í gegnum fjall, þjóð-
hagslega hagkvæmt, vinna góðan
físk strax.
Þetta veldur mér áhyggjum, því
sjómenn sækja þar sem best eru
kjörin. Þar sem vesfirskir sjómenn
eru mjög góður og hæfur kjami
eins og hlýtur þetta að laða menn
enn þá meira frá Vestfjörðum þang-
að sem kjörin eru betri. Eina svarið
við þessu er fískmarkaður.
Meðallaun sjómanna á Vestíjörð-
um hækkuðu minna af öllum laun-
um 23% meðan BSRB. hækkað um
29%. Við komum með besta fískinn
að landi hvað sem hver segir, nýjan
físk og að við skulum ekki vera
með besta verðið er skrítið. Nýjasti
fiskurinn hlýtur að vera besti físk-
urinn.
Sjómenn þurfa að hafa góð laun,
því það er ekki aðstaða fyrir sjó-
mannskonuna að vinna úti því hún
þarf að sinna svo mörgu. Við sjó-
menn höfum gott kaup vegna þess
að það er verið að borga okkur
fyrir það að fóma afskiptum af
bömum okkar í rauninni og fjöl-
skyldunni.
Magnea
Einar Guðbjartsson, Guðrún Pálsdóttir og sonur þeirra Kristján
Friðrik um borð í bátnum.
Mikils virÖi að afla
þjóðinni gjaldeyris
Flateyri.
EINAR Guðbjartsson hefur
stundað handfæraveiðar í 10 ár,
1980 keyptihann 5 tonna bát sem
heitir Már ÍS-242.
Sl. 5 ár hefur hann verið á grá-
sleppu frá apríl til júlí en eftir þann
tíma á handfæraveiðum fram á
haust. Eiginkona hans Guðrún Páls-
dóttir sér um verkunina í landi og
sölu aflans, hluti aflans er einnig
flakaður og látinn síga.
Sonur þeirra Kristján Friðrik
hefur verið til sjós með pabba sínum
sl. 4 sumur. Guðrún og Einar eiga
tvö önnur böm. Einar segir að ver-
tíðin hafí farið illa og seint af stað
í oék ViA VioMm* (rlflpönst.
núna, ekki sé það veðrinu að kenna
því það hefur verið einstaklega gott
það sem komið er. Þetta sé auðvit-
að misjafnt milli ára en í fyrra hafí
verið gott ár.
Á veturna em Einar og Guðrún
bæði við beitingu þegar ekkert er
að gera við eigin útgerð. Þau em
bjartsýn á framtíðina eins og flestir
íslendingar em þekktir fyrir og
fínnst það mikils virði fyrir fólk úti
á landsbyggðinni að geta skapað
sér atvinnu sjálft og verið sjálfs
síns herrar, og um leið mikils virði
að afla þjóðinni gjaldeyris.
— Macmea
Sjórinn hefur aðdráttarafl
Flateyri.
EGGERT Jónsson og Þórður
Júlíusson eru á Magnúsi IS-126
sem er 8 tonna trébátur sem
upphaflega var byggður árið
1956 í Vestmannaeyjum.
Báturinn var lengi gerður út
frá Suðureyri og síðast frá Flat-
eyri. Magnús ÍS-126 er á línuveið-
um. Fyrir 9 ámm varð báturinn
fyrir tjóni, og var dæmdur ónýt-
ur. Þannig stóð hann á fjöru-
kambi á Flateyri þar til fyrir einu
ári, að Ægir Hafberg og Eggert
keyptu bátinn og hófu endurbygg-
ingu, og hafa byggt hann nær frá
gmnni. Endurbyggingin tók með
hléum eitt ár og var að öllu leyti
unninn hér á Flateyri af iðnaðar-
mönnum ásamt eigendum bátsins.
Yfírsmiður var Kristján V. Jó-
hannesson trésmiður.
Eggert er skipstjóri á Magnúsi,
hann hefur átt íjóra báta í sam-
eign með öðmm, en 1983 keypti
hann Dan ÍS-97, þann bát átti
hann einn. Þess á milli hefur hann
verið á stærri bátum. Eggert hef-
ur verið til sjós meira og minna
í 35 ár, hefur einstaka sinnum
farið í land en þá í stuttan tíma,
því sjórinn hefur eitthvað óviðráð-
anlegt aðdráttarafl.
Hann segir að það hafí orðið
gífurleg breyting á fískiríi þessi
ár sem hann hefur verið til sjós,
héma áður fyrr hafí verið hægt
að'fá boltafísk inn á fjörðum en
nú sé ekkert að hafa fyrr en á
12-15 mflum. Fyrir utan það að
þá vom engin boð og bönn.
Þórður Júlíusson pípulagninga-
meistari brá sér á sjóinn í vor,
því lítið er að hafa í hans fagi,
enda eins og flestum er kunnugt
er lítið um byggingarframkvæmd-
ir hér eins og sjálfsagt víðast
hvar annarsstaðar á landsbyggð-
inni. Þórður segir það ágætis til-
breytingu að bregða sér á sjóinn
svona öðm hvom, það hefur hann
gert svona inn á milli.
Vertíðin hefur verið frekar léleg
enn sem komið er vegna ógæfta
fyrir smærri báta, en Eggert hef-
ur samt sótt sjóinn af hinni land-
lægu vestfírsku þijósku.
Magnea
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
T.v. Þórður Júlíusson og Eggert Jónsson að koma úr vænum róðri með tæp 5 tonn í blíðskaparveðri.