Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 27

Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1988 B 27 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Transit Reykjavík: Heimilaði forseta- embættið sýningu myndarinnar? nægilega háa skatta til að halda atvinnurekstrinum gangandi, auk matarskattsins, eins og verðhækk- unin í Póllandi á landbúnaðarvörum kemur fram hvað eftir annað til að standa undir rekstri samyrkjubúa landsins. í þessu stjómarformi er mikill íjöldi embættismanna sem tekur til sín meginhluta launa- greiðslanna, auk svartamarkaðs- brasks sem þeir hafa í aukalaun. Ég á eiginlega fá orð til að lýsa vantrú minni á því stjómarformi sem Einar ætlar að ná og þeim hugsanagangi sem hann lætur uppi í skrifum sínum, þeirri sundmngar- og óheillahugmyndafræði sem hann elur með sér og reynir eflaust að breiða út. Einar Ingvi minnist á trúboð prestanna og telur þá misnota boð- skapinn í stjómmálalegum tilgangi. Þetta er kommúnískur áróður til að afboða trúna og furðar mig á því þar sem hann segir sig trú- hneigðan. Stjómmál og trú em tvennt ólíkt. í þessu sambandi vísaði Einar til orða Jesú í fjallræðunni, þar sem hann segir: „Sælir em fá- tækir,“ en sleppir, í anda. Þama fínnst mér hann misskilja og boð- skapurinn sé sá, að gott og sælt sé að vera efnahagslega fátækur og það noti prestar á annarlegan hátt. Jesús var ekki krossfestur fyrir byltingarsakir, heldur fyrir ný og mikilvægari trúarsannindi, hann var sendiboði guðs og frelsari mannanna frá syndum. Þetta þoldu gyðingamir ekki og töldu guðlast þó spekingar þeirra og spámenn væm búnir að segja fyrir komu Krists sem endurlausnara mann- kynsins, sem þeir svo síðar gátu ekki afsannað. Einar Ingvi segir atvinnurekend- ur líta verkafólk sitt með lítilsvirð- ingu. Þetta lejrfi ég mér að lýsa ósannindi og óhróður en ef Einar hefur eitthvað fyrir sér í þessu, þá er það hans sök eða þeirra sem bera þetta fram. Þessi lygasaga er sífellt borin upp af kommúnistum sem em alstaðar staðnir að því að eitra samstarf verkamanna og at- vinnurekenda, sífellt alið á tor- tryggni og oft heiftarlegri andstöðu þó atvinnurekendur búi stöðugt betur að þeim sem þeir hafa í vinnu. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Rotterdam, 1. júní. Til Velvakanda. Sunnudaginn 29. maí var sýnd í hollenska sjónvarpinu „heimilda- mynd“ frá Islandi, gerð af þremur Hollendingum. Myndin var sýnd á besta tíma, kl. 20.37 á rás 2 og hefur efalaust náð augum og eyrum fjölmargra Hollendinga. Þátturinn bar heitið „Transit: Reykjavík" en var kynntur sem heimildamynd um ísland. Þessi þáttur var mjög undarlega upp byggður, bæði að efnisvali og efnismeðferð og lítt til þess fallinn að vekja áhuga útlendinga á landi og þjóð. Hef ég talað við íjölmarga Hollendinga sem em sammála Týndur hundur Til Velvakanda. Sunnudaginn 29. júní hvarf gold- en reed rewer hundurinn minn frá Elliðavatnshverfí. Hann er dökk- gulur að lit með brúna hálsól. Hann gegnir nafninu Þynur. Ef einhver hefur séð til hans eða veit hvar hann er þá hafíð vinsamlegast sam- band í síma 688967 eða síma 79443. þeirri skoðun og er þar bæði um að ræða fólk sem hefur haft kynni af íslandi og þá sem ekki þekkja til. Helstu efnisatriði vom þau, að fyrst var fjallað um skák og skák- áhuga á íslandi, þá var íjallað um vinnutíma fiskverkunarfólks, kynnt var verðlag í verslunum, viðtal var við forseta íslands og í framhaldi af því kynning á framúrstefnu- skáldum og verkum þeirra. Þá var viðtal við Sykurmolana og eitt af lögum þeirra flutt og í lokin var viðtal við kófdmkkna pönkara utan við diskótek í Reykjavík, tekið upp aðfaranótt laugardags. Viðtalið við forseta vom var tek- ið upp á Bessastöðum og vom svör og framkoma forseta að sjálfsögðu ágæt og gefa ekki tilefni til athuga- semda. Hins vegar var myndin þannig unnin að hún ýmist stóð kyrr eða var látin hreyfast með „Chaplin“-hraða, þannig að heildar- áhrif myndarinnar vom afkáraleg og algerlega laus við virðuleika. Er fólk hér almennt þeirrar skoð- unar að myndin hafí verið illa unn- in og leiðinleg og gefí ranga og niðrandi hugmynd um land og þjóð. Nú er í sjálfu sér ekkert við því að segja þó að útlendingar sjái okk- ur í þessu ljósi. En þar sem viðtalið við forseta íslands var að mörgu leyti miðpunktur myndarinnar, leit- ar sú spuming á hugann hvort hugsanlegt sé að myndin sé birt, án þess að forsetinn eða forseta- embættið hafí lagt blessun sína yfír endanlega gerð myndarinnar. Vil ég gjaman fá svar við þeirri spumingu, hvort myndin var sam- þykkt. Þá er aðeins eftir ein spuming:. Hvort var verra að senda þáttinn út samþykktan eða láta þessa ómynd frá sér fara óskoðaða? Bragi Ragnarsson Hjólbörur Traust v-þýsk vara frá ABH 85 lítra 16 tommu dekk Léttar og meðfærilegar kr. 5.700,- Þekking Reynsla Þjónusta ^FALKINN J SUÐURIANDSBRAUT 8. SÍMI 84670 Sumartími í HAGKAUP verslanir verða opnar sem hér segir: Skeifan mánud. - fimmtud......9 - 1830 fostud. 9 " 21 laugard........lokað Þesslr hringdu . . Hver fær gengishagnaðinn? Gyða hringdi: „Eins og fram hefur komið í fréttum fengu bankamir mikin gjaldeyri síðustu dagana fyrir gengisfellingu. Greiðslukortaha- far sem voru erlendis meðan þetta var vissu ekkert um hvað var að gerast hér heima. En þegar þeir komu heim þurftu þeir að greiða töluvert hærri upphæð en skrifað hafði verið undir erlendis. Hver fær þannan gengishagnað , bank- amir eða greiðslukortafyrirtækin? Nú má vera að bankamir hafí heimild til að hamstra gjaldeyri en ég man ekki eftir að þetta hafí gerst áður. Gaman væri að fá útskýringar á þessu.“ Barnakerra Vínrauð bamakerra var tekin fyrir utan verslunina Axel Ó. á Laugavegi fyrir nokkm. Þeir sem vita hvar hún er niður komin em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 78372. Snarræði kom í veg fyrir árekstur Farþegi hringdi: „Það er síféllt verið að kvarta en þess er sjaldnar getið sem vel er gert. Vagnstjórinn á leið ijögur lenti í óvæntu atviki á fímmtu- dagsmorgun. Hann hafði stöðvað strætisvagninn til að hleypa far- þegum út við biðskýli við Klepps- veg þegar vömbíll með tengivagn kom bmnandi á mikilli ferð og stenfndi á strætisvagninn. Bílstjórinn hafði snör hantök kippti vagninum áfram um rúm- lega eina vagnlengd. Það kom í ljós eftirá að hann hefur forðað farþegum og vagni frá miklum skell því bremsuför vömbflsins náðu alveg að afturenda vagns- ins. Ég tel að vagnstjórinn hafí sýnt mikla árvekni í starfí sínu.“ Svört læða Svört angóralæða með hvítan blett á hálsi fór að heiman frá sér fyrir viku síðan. Hún er með saum á kviðnum eftir aðgerð. Vinsam- legast hringið í síma 72173 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Er ekki bannað að leggja á gangstéttum? Kona hringdi: „Eftir að bflum fjölgaði fram úr hófi gerist það sífellt algengara að ökumenn leggi bflum sínum uppá gangstétt þegar þeir finna ekki annað stæði. í Þingholtunum og sjálfsagt víðar í grennd við Miðbæinn er þetta orðin hrein plága. Er ekki bannað að leggja á gangstéttum? í þessum hverfum þyrfti að auka eftirlitið og íjölga stöðumælavörðum. Bifreiðaeig- endur verða að gera sér ljóst að gangstéttir em ekki bflastæði. Gangandi fólk þarf líka að kom- ast leiðar sinnar.“ Sólgleraugu Sólgleraugu með ljósri umgerð töpuðust í afgreiðslu S.Í.B.S. við Suðurgötu. Vinsamlegast skilið þeim í afgreiðluna þar ef þau hafa verið tekin í misgripum. Kringlan mánud - fimmtud......10 - 19 föstud.......10 - 21 laugard.........lokað Kjörgarður mánud. - fimmtud.........9 - 18 föstud.........9 - 19 laugard.........lokað Njarðvík mánud. - fimmtud........10 - 19 föstud............10 -20 laugard.......10 - 14 Akureyri mánud. - miðvikud.......9 - 18 fimmtud.........9 - 20 föstud........9 - 19 laugard.........lokað HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.