Morgunblaðið - 26.06.1988, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
Leiðin til Ástu liggur
framhjá skíðaborginni
Lahti og yfir Pulkkilan-
harju-ásinn, syðst í Páij-
ánne
vatni. Á leiðinni um fagurgræna
skógana hugsa ég til Flateyjar. Er
nokkuð ólíkara?
Við austurströnd Páijánne-vatns-
ins, sem er um 1000 ferkflómetrar
(meira en 10 sinnum stærra en
Þingvallavatn) liggur bærinn
Sysmá, kjarninn í 6 þúsund manna
hreppi. Rantala er í Sysmá. Þegar
Ásta útskýrir leiðina fyrir gestum
segir hún þeim að aka gegnum
bæinn, framhjá mjólkurbúinu og
beygja síðan hjá áfengisversluninni.
„Ég bý í húsinu við traðimar heim
að bænum,“ segir hún. Það er gam-
an að heyra orðið „traðir" notað í
Finnlandi.
Húsið við traðirnar var byggt
fyrir soninn Olavi, en eftir að Jussi
lést og Ásta var oðin ein hafði hún
húsaskipti við son sinn og fjölskyldu
hans, „Það var ekki vit í að ég
væri ein í 10 herbergjum meðan
íjögurra manna fjölskyldan var hér
í þremur herbergjum," segir hún.
Eidri sonurinn Olavi býr nú á
jörðinni ásamt konu sinni Vappu
og sonunum Oskari og Matti. Hann
fór fyrst á bændaskóla og síðan á
búnaðarháskóla. Yngri sonurinn,
Tapani, er verkfræðingur og vinnur
hjá fyrirtækinu Suomen Sokeri í
Helsinki. Kona hans heitir Piijo og
þau eiga litla dóttur sem heitir Nina.
I stofunni hjá Ástu er margt sem
minnir á Island; meðal annars mynd
frá Þingvöllum og önnur af brimi
við íslenska strönd. Þrátt fyrir 40
ár í Finnlandi og fínnska úölskyldu
er Ásta íslendingur.
• * *
„Ég lít alltaf á mig sem Flatey-
ing. Eg fæddist í Flatey 24. júní
1918 og átti þar heima til 14 ára
aldurs. Foreldrar mínir vom Snót
Bjömsdóttir og Sigurbrandur Jóns-
son. Foreldrar mömmu vom Anna
Guðbrandsdóttir og Bjöm Kristj-
ánsson ráðsmaður í Hvítadal en
foreldrar pabba vom Ingibjörg
Sveinsdóttir og Jón Magnússon sjó-
maður í Flatey. Ég var yngst 5
systkina og var ekki nema 6 ára
gömul þegar foreldrar mínir skildu.
Eftir það var ég með mömmu. Hún
stundaði ýmsa vinnu, saumaði mik-
ið fyrir fólk í Flatey á vetuma en
á sumrin vann hún hjá Alliance í
Reykjavík, fyrst við fískverkun og
síðar við að hnýta net. Ég var með
henni í Reykjavík og passaði
krakka. Eitt sumar var hún í kaupa-
vinnu og þá var ég látin passa kým-
ar. En við fómm alltaf heim til Flat-
eyjar á haustin áður en skólinn
byrjaði.
Pabbi var á sjónum, á Breiðafírði
og síðar á togumm. Hann giftist
aftur og bjó uppi á Barðarströnd.
Ég hef verið að lesa bók um breið-
fírska sjómenn eftir Jens Her-
mannsson og þar er talað um að
pabbi og bræður hans tveir hafi
þótt ágætis sjómenn. Mín uppvaxt-
arár vom blómaár Flateyjar. Þá var
mikil útgerð, næg vinna og vel
búið. Guðmundur Bergsteinsson
átti útgerðina og þá vom 4 verslan-
ir í Flatey. En upp úr 1928 fer að
halla undan fæti, unga fólkið að
flytjast burt. Þegar við fluttum til
Reykjavíkur árið 1932 var allt á
niðurleið. Við fluttum þegar ég var
búin með bamaskólann. Næst kom
ég til Flateyjar í sumarfríinu mínu
árið 1937. Síðan liðu fimmtíu ár
og ég kom þangað ekki fyrr en í
fyrra þegar ég var heima í tvær
vikur.
Það sögðu allir við mig í fyrra
að ég ætti ekki að fara út í Flatey.
Ég ætti að muna Flatey eins og
hún var og ekki að hætta á að verða
fyrir vonbrigðum. En ég er svo
ánægð með að ég fór. Það var eins
og að koma heim. Veðrið var yndis-
legt og ég hef aldrei séð fjörðinn
svona sléttan. I Flatey var allt svo
fallegt og þrifalegt, húsunum er vel
við haldið og ég hitti nokkra gamla
Flateyinga sem nú dveljast þar á
sumrin. Það eina leiðinlega var að
sjá gamla bamaskólann. Þakið fok-
ið, gluggamir brotnir og gólfið þar
sem ég lærði að stíga fyrstu dans-
sporin var ónýtt.
Sigga systir mín fór með mér.
Við fórum á hraðbát - aldrei hafði
ég látið mig dreyma um hraðbát á
Breiðafirðinum. Ungi maðurinn,
sem stjómaði bátnum sagði okkur
frá eyjunum sem við sigldum fram-
hjá, en ég mátti ekki vera að því
að hlusta, því ég var svo upptekin
við að drekka í mig fegurð fjarðar-
ins. Ég þekkti afa þessa unga
manns. Hann hét Pétur Kúld og
var skipstjóri. Fyrsta 25-eyringinn
sem ég eignaðist og mátti ráða sjálf
þénaði ég á því að kyssa hann.
Hann var í heimsókn hjá okkur,
hafði mikið skeggi og tók í nefíð.
Hann var kenndur, horfði á mig og
sagði aftur og aftur „komdu og
kysstu mig“. Mér leist ekkert á það
en þegar hann bauð mér 25-eyring
fyrir kossinn stóðst ég ekki mátið
og kyssti hann á kinnina. Peninga-
græðgin réði!“ — og Ásta hlær
sínum létta hlátri, þegar hún rifjar
þetta upp.
„Þegar ég var 14 ára fluttum
Ásta með nýfengna
Fálkaorðu á 60 ára
fullveldisfagnaði
1978.
við til Reykjavíkur. Við mamma og
Nína systir mín sem var 5 árum
eldri en ég bjuggum vestur í Ána-
naustum. Nína byijaði í Samvinnu-
skólanum og ég í Kvennaskólanum.
Þegar ég fór í skólann fylgdist ég
að með Sigríði Bjömsdóttur, sem
síðar giftist Bjama Benediktssyni,
en hún bjó nálægt. — Á sumrin
passaði ég krakka. Ég var alltaf
að passa krakka.
Ég hætti svo í Kvennaskólnum í
þriðja bekk og byijaði vorið 1936
sem gangastelpa á Landakoti.
* * *
Mig langaði að læra hjúkmn, en
það var erfitt að komast í hjúkrun-
amám heima. St. Jósefssystur í
Kaupmannahöfn voru nýbúnar að
stofna hjúkrunarskóla og systumar
í Landakoti buðu mér að sækja um
þar. Og það varð úr að ég fór út
árið 1938.
Spítalinn og skólinn voru í Griff-
enfeldsgade við Nörrebro. Þama
var gott að vera. Kennaramir voru
góðir og_ skólinn þótti nokkuð
strangur. í þennan skóla komu syst-
ur frá öðrum nunnureglum í Dan-
mörku, sem ekki höfðu hjúkrunar-
skóla. Nemamir bjuggu á efstu
hæðinni og við vorum þijár stelpur
saman í herbergi. Ef við fórum út
á kvöldin þurftum við alltaf að
skrifa í bók í portinu. Við unnum
til klukkan 7 og máttum vera úti
til klukkan 11 án sérstaks leyfís.
Daginn sem við útskrifuðumst, 1.
september 1941, gengum við fram
og aftur um götuna til klukkan
hálf tólf, til þess eins að sýna að
við værum útskrifaðar og þyrftum
ekki lengur að biðja um leyfi!
Príorinnan, systir Genoveva,
hafði verið heima og lært íslensku
og hún elskaði ísland og allt sem
íslenskt var. Hún var eins og
mamma okkar og studdi okkur ef
eitthvað var að. Einu sinni reiddist
ég einni systurinni — hún hefur
áreiðanlega verið að skamma mig
eitthvað — en sagði ekkert fyrr en
ég var komin afsíðis. Ég sá engan
og hélt að enginn heyrði til mín og
tautaði aftur og aftur: Andskotans,
djöfulsins kerlingin. En það var ein
systir inni á klósetti og heyrði til
mín, án þess að ég vissi. Hún fór
stolt til príorinnunnar og sagði
henni að nú væri hún búin að læra
svolitla íslensku og endurtók það
sem ég hafði sagt. Príorinnan spurði
hana hvar hún hefði heyrt þetta?
Fröken Sigurbrandsdóttir sagði
þetta, svaraði hún. Systir Genoveva
tók þessu með ró en bað mig um
að kenna systrunum eitthvað fal-
legra ef ég ætlaði að kenna þeim
íslensku.
Systumar fóru á bæn klukkan 5
á morgnana og þá skiptust nemarn-
ir á að mæta til vinnu. Ég átti að
byija klukkan 5 þann 9. apríl 1940.
Þegar ég vaknaði skildi ég ekki
hvaða læti voru úti fyrir. Ég fór út
á svalir og sá að flugvélar flugu
lágt yfir spítalann. Eg sá haka-
krossinn en þekkti hann ekki betur
en svo að ég hljóp inn, vakti vinkon-
ur mínar og spurði hvaða merki
væri á dönsku flugvélunum. — Þeg-
ar við komum niður heyrðum við
hvað var. Þjóðveijar höfðu hemum-
ið Danmörku.“
* * *
Ásta átti svo sannarlega eftir að
hafa nánari kynni af stríðinu. Hún
starfaði við hjúkmn í Danmörku
fram á vorið 1944 en þá hélt hún
til Þýskalands til að starfa á sjúkra-
húsi í Nauen bei Berlin. Þá hófst
kafli í lífí hennar, sem hún vill helst
ekki rifja upp í smáatriðum. Það
reynir of mikið á. Það er ekki langt
síðan Ásta hætti að hrökkva upp
af svefni við að henni fannst
sprengjurnar vera að falla og hún
kasta sér yfir sjúklingana til að
veija þá.
„Það var eitt og annað sem réði
því að ég fór til Þýskalands. Ég var
ung og vildi, eins og flestir íslend-
ingar, ferðast, sjá mig um og þéna.
Ég skildi ekki hættuna — hve mik-
il hún var. Stríðið var enn austur
í Rússlandi.
Ég fór að vinna á amtsjúkrahúsi
í Nauen við Berlín og var þar fyrst
á skurðdeild. í Nauen vom fanga-
búðir og þar vom aðallega Rússar.
Þeir voru látnir vinna og hjálpuðu
m.a. til við að þvo og halda hreinu
á spítalanum. Éin deildin var fyrir
sjúka og særða fanga og þar vom,
auk Rússanna, Hollendingar og
Fransmenn. Hjúkmnarkonan, sem
var yfir á þeirri deild hafði átt vin-
gott við fanga og orðið ófrísk. Hún
var látin fara og ég látin taka við
deildinni. Þegar ég spurði hvort hún
hefði fengið að fara heim fékk ég
það svar að hún hefði fengið að
fara heim — alfarin. Hún hafði víst
verið skotin.
Þarna vom tveir Hollendingar,
annar hafði verið við nám í læknis-
fræði og hinn verið á sjó og lært
skyndihjálp. Þeir gátu hjálpað til
því ekki veitti af. Ég hafði stelpu
mér til aðstoðar, hún var úr Hitlers-
æskunni og gekk um eins og hún
réði þama ríkjum. Eitt sinn sló hún
sjúkling. Ég ávítaði hana og hún
brást hin versta við og sagði mér
að það væri eins gott fyrir mig að
loka munninum. Pabbi hennar væri
yfírstormsveitarforingi og ég gæti
haft verra af. Ég sagði henni að
mér væri sama um alla stormsveit-
arforingja, en meðan ég væri yfir
deildinni yrði enginn sjúklingur
sleginn. Annars var farið vel með
fangana og þeir fengu sama mat
og aðrir sjúklingar. Nema hvað
Rússarnir fengu ekkert smjör.
Reyndar munaði ekki mikið um
smjörið, maður fékk smá smjörklípu
sem átti að duga í fjóra daga og
seinna í heila viku. Ég borðaði allt
smjörið í einu því það tók því ekki
að skipta því.
Maturinn var hvorki mikill né
íjölbreyttur. Það voru makkarónur
í mjólk á morgnana og makkarónur
með káli eða kartöflum um hádeg-
ið. Kaffí síðdegis — þetta var ekk-
ert kaffi heldur einhveijar þurrkað-
ar rætur — og kvöldmaturinn var
kássa. Ég veit ekki hvaðan allar
þessar makkarónur komu en ég
fékk svo mikið af þeim að ég hef
ekki getað borðað makkarónur eftir
stríð. Maður vandist því fljótt að
vera alltaf hálf svangur og fékk sér
vatnssopa til að slá á sultartilfinn-
inguna.
* * *
Um haustið var ég flutt yfír á
Waldhaus Charlottenburg, austan
við Berlín. Það var berklahæli og
þar voru m.a. gerðir allir lungna-
skurðir. Þar vann ég um veturinn.
Þann 1. febrúar 1945 byijuðu loft-
árásirnar á Berlín nætur og daga,
og þær héldu áfram þangað til
Rússar voru komnir vestur að
Berlín og famir að skjóta í áttina
til okkar. Við unnum okkar vinnu
og sinntum lungnasjúklingunum en
þegar vígvöllurinn var kominn i