Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 3

Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988 B 3 Jussi, Tapani og- Ásta á fullveldisfagnaðií Helsinki 1978. nágrenni við okkur var farið að sækja særða hermenn. Það var náð í þá á næturnar og þeim hjúkrað eftir bestu getu. Það var mikill munur á hermönn- um í þýska hernum og SS-mönnum. Hermennimir voru venjulegir her- menn að veija sitt föðurland — hin- ir voru villidýr." Ásta horfír fast á mig þegar hún segir þetta og ég sé hve henni líkar illa að þessu tvennu skuli oft bland- að saman. Hún þegir um stund áður en hún heldur áfram: „Bróðir vinkonu minnar, sem var hermaður, var rétt hjá, við Bitz- Sommerfeld. Um miðnætti nóttina milli 1. og 2. apríl kom hann til okkar og sagði okkur að Rússar væru að koma. „Við höldum bænum til klukkan 5 í fyrramálið og þá förum við. Þið getið orðið sam- ferða,“ sagði hann. Við ákváðum að fara og ég hugsaði mér að reyna að komast til Travemúnde og kom- ast þar í bát til Danmerkur. Við fórum fyrsta spölinn í bíl með liðs- foringjunum. En þá urðu þeir að vera eftir og við héldum áfram fót- gangandi. Við gengum á næturnar og sváf- um á daginn. Yfir okkur voru loftár- ásir, Rússarnir á eftir okkur og Ameríkanar og Englendingar komu á móti. Þýskaland var allt á göngu. Það er ekki hægt að lýsa ástandinu með orðum. En ef til er helvíti, þá var þetta hið jarðneska. Við vorum kominn vestur á Lúne- burgarheiði 5. maí þegar allt þagn- aði. Það var kominn friður. í Lúne- burg var eins konar sorteringarstöð þar sem flóttafólki var safnað sam- an og skipt í hópa eftir því á hvaða leið það var. Þar var okkur gefin baunasúpa og ég var svo fegin að fá að borða að ég borðaði þijár skálar. En ég hef aldrei á ævinni orðið eins veik af mat. Frá Lúneburg var ferðinni haldið áfram og til Danmerkur var ég kominn 16. maí. Þar var maður settur í þriggja vikna sóttkví í Krusá. Þá var ég orðin veik. Komin með berkla í lungun. Líklega hef ég smitast á berklahælinu í Wald- haus Charlottenburg. Þá var ekki farið að bólusetja við berklum. Nú fór ég sem sjúklingur á Vejle- fjord Sanatorium. Þá var ég blásin. Á Vejlefjord var mikið af Finnum. Aðallega liðsforingjar sem höfðu særst á vígstöðvunum eða fengið berkla. Danir reyndust Finnum ákaflega vel. Auk lungnasjúklinga tóku þeir blinda hermenn í endur- hæfingu og einnig börn til dvalar um tíma. Mér sámar oft hve aðstoð Dana vill gleymast hér í Finnlandi. Það er bara talað um þá hjálp sem Svíar veittu. Á Vejlefjord Sanatorium kynntist ég fyrri manni mínum, Amo Rout- ala. Hann hafði fengið berkla og komið til Danmerkur 1944, strax eftir að stríðinu lauk hér í Finn- landi. Við útskrifuðumst samtímis vorið 1946. Ég fór heim til íslands en kom svo hingað til Finnlands 13. ágúst 1946. * * * Og enn hefst nýr kafli í sögu Ástu. „Við fluttum til Savonlinna í Austur-Finnlandi. Arno var liðs- foringi í hemum og var þar í her- stöð. Það er fallegt í Savolinna. En þegar ég kom þangað var enn ekk- ert farið að gera við eftir stríðið. Kirkjan var til dæmis í rúst — hún fór í loftárásum. Það vom miklir erfiðleikar í Finn- landi á ámnum eftir stríðið. Finnar misstu Austur-Karelíu til Rússa og það þurfti að útvega mörg hundmð þúsund manns þaðan land, húsnæði og vinnu. Og svo vom það stríðs- bæturnar til Rússa. Það var matar- skortur og því þurfti að rækta allt mögulegt og ómögulegt. Allir þurftu að rækta eins mikið og þeir gátu en bændur fengu ekki að halda nema ákveðnu magni af mat, heyi og öðm — það fór eftir hve margir vom á heimilinu. Bændur þurftu að halda nákvæma skýrslu yfir allt sem þeir framleiddu og þeir vom eins og þjófar á eigin bæ þegar þeir vom að reyna að lauma ein- hveiju undan. Þegar ég var nýkom- in furðaði ég mig á svörtu lömbun- um og svörtu svínunum sem ég heyrði talað um. Ég spurði Arno um þessi svörtu svín — ég hafði aldrei séð svört svín. Hún sagði mér að svörtu svínin væm svínin sem bændur ættu en gæfu ekki upp. Allt var skammtað og svarti- markaður blómstraði. Þeir sem áttu peninga eða eftirsóttar vömr til að skipta gátu keypt svart smjör, egg, kjöt og mjólk. Þegar ég var búin að læra nokkur orð í finnsku fór ég að fara sjálf á markaðinn. Eitt sinn hitti ég þar ungan, huggulegan mann sem bauð smjör — auðvitað á okurverði. Ég lét eftir mér að kaupa vænt stykki, fór heim og bakaði og var heldur en ekki hreyk- in þegar Amo kom heim. En þegar ég skar í smjörstykkið, stoppaði hnífurinn á trékubbi. Ég fékk reglulega pakka að heiman, frá mömmu og systmm mínum. Þær sendu hrísgrjón, kaffi, tóbak og dósamjólk. Það var aldrei tekinn tollur af þessu. Allt þetta var mjög eftirsótt hér og við kom- umst brátt á vömskiptasamning við bónda nokkurn sem lét okkur fá 3 lítra af mjólk á viku og einu sinni I mánuði fengum við kíló af smjöri og svolítið af kjöti og eggjum. Svo við liðum engan skort. í sumarfríinu vomm við hér í Sysmá þar sem fjölskylda Arnos átti stóran búgarð. Við tíndum ber, fengum svört svín og veiddum fisk í vatninu og suðum niður og sultuð- um til vetrarins. Það snerist allt um matinn enda þurftum við að hugsa vel um heilsuna eftir veikind- in. En heilsu Arno hrakaði, berkl- arnir tóku sig upp að nýju og nú var ekkert hægt að gera. Hann dó 1948. Nú ætlaði ég heim til íslands, en tengdamamma sagði nei. Hún var af gamalli aðalsætt og búgarð- ur Qölskyldunnar var einn sá stærsti hér um slóðir. Arno hafði átt þar 200 hektara skóglendi og ég erfði helminginn af því. Á þess- um árum var enn verið að úthluta landi til fólksins frá Austur-Karelíu og ef ég hefði farið heim hefði ríkið tekið hlut Arnos og landareignin ri Jeep Wagoneer - Cherokee - ekki bara glæsilegir heldur gæðin í gegn Fyrir þá sem vilja þad besta. % EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202 Fengum eina sendingu af GRAM KF-195 og KF-344 á einstöku verði. GRAM kæliskáparnir eru glæsilegir, sterkir og hagkvæmir, - og þola samanburð um það sem máli skiptir. VAREFAKTA, vottorð dönsku neyt- endastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, ein- angrun, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öll- um GRAM tækjum. Lítum nánar á kostina. + frauðfyllt (massíf) hurð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. + burðarmiklar færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. + 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kæli- hlutanum (minna hrím). + góð einangrun (sparneytni), sjálfvirk þíðing, stílhreint og sígilt útlit. Láttu þessi kostakaup þér ekki úr greipum ganga. Veldu GRAM-það borgar sig verðsins vegna, gæðanna vegna. 3ja ára ábyrgð GRAMKF-195 161 Itr. kælir + 34 Itr. frystir hæð 106,5 breidd 55,0 dýpt 60,6 (sá söluhæsti í Danmörku) Rétt verð kr. 33.700 Verð nú kr. 24.700 (stgr. 23.465) GRAM KF-344 198 Itr. kælir + 146 llr. frystir hæð 175,0 breydd 59,5 dýpt 62,1 sannkallað forðabúr heimilisins Réll verð kr. 64.770 Verð nú kr. 55. 770 (slgr. 52.980) Æönix Vjr HÁTUNI 6A SlMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.