Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 6

Morgunblaðið - 26.06.1988, Page 6
ÆkMl 6 # [slenskur skógnr Rætt við dr. ÓlafR. Dýrmundsson um nytja- skógrækt Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Morgunblaðið/Svernr Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Verðmæti fyrir f ramtíðina Það var hugsjón ungmannaf élags- manna að klæða landið grænum skógi. Með róman- tískri angurværð töluðu þeir og skrifuðu um hið gróðurvana land sem svipt hafði verið skjóli sínu og prýði. Þeir vildu leggja sitt af mörkum til að reyna að endurvinna það sem glatast hafði. I Landnámu er landinu lýst sem skógi vöxnu milli fjalls og fjöru. Fátæklegir skógarreitir hér og þar um landið eru vitaskuld fjarri því að koma í stað þess skóglendis sem eyðst hefur, en bera eigi að síður vitni um atorku og bjartsýni ungra manna og kvenna sem reyndu að bæta moldinni missi hennar og gera jörðina græna á ný. Þetta fólk vildi bæta landi sínu þær bú- sifjar sem það hafði mátt þola af völdum eldgosa og ágangs manna og dýra öldum saman. Nytjaskógur Enn tala menn um skógrækt en nú er það nytjaskógur sem er til umræðu. Menn hafa komið auga á þann möguleika að skógrækt geti verið mönnum dijúg tekjulind ef rétt er á málum haldið. Frumvarp til laga um skógvernd og skógrækt lá fyrir Alþingi sl. vetur. Þar segir svo í V. kafla Um ræktun nytja- skóga. 15. gr. „í þeim héruðum landsins, þar sem skógræktarskil- yrði eru vænleg, styrkir ríkissjóður ræktun nytjaskóga innan skóg- ræktaráætlana sem Skógrækt ríkis- ins hefur gert og lögð er til grund- vallar við afgreiðslu íjárlaga." I frumvarpinu segir ennfremur í 16. gr. „Styrkur samkvæmt 15. gr. má nema allt að 90 af hundraði stofnkostnaðar við undirbúning skógræktarlandsins." Slíkan styrk má því aðeins veita að fullnægt sé þeim skilyrðum að Skógrækt ríksins hafi gert sérfræðilega athugun á skógræktarskilyrðum á svæðinu og skógræktarstjóri staðfest skóg- ræktaráætlun fyrir þau lönd er til greina koma og að fyrir liggi samn- ingur milli Skógræktar ríksins og viðkomandi ábúanda og/eða jarð- eiganda, staðfestur af landbúnaðar- ráðuneytinu. Ennfremur segir í frumvarpinu að girðingar um nytja- skóga skulu vera löggirðingar. Nytjaskógur er ekki ný hug- mynd. Meðal þeirra sem hafa viðrað þennan möguleika er dr. Halldór Pálsson fyrrum búnaðarmálastjóri. í Búnaðarritinu árið 1980 segir hann m.a. í grein. „Hvers vegna ekki að gera myndarlegt átak til skógræktar í landinu,“ og bendir á að með framleiðslutakmörkunum á búvörum muni skapast hjá bænd- um, sem halda áfram búskap, tími, sem þeir gætu nýtt til skógræktar. „Takmarkið þarf að vera að gróður- setja trjáplöntur í hin víðlendu lönd, sem Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélög víða um land og hafa víðast hvar girt, en látið síðan að mestu liggja ónýtt.“ Ennfremur segir Halldór: „Ekki væri rétt að binda skógræktarframkvæmdir við lönd í eigu skógræktarinnar. Vilji hlutaðeigandi bændur rækta skól- belti eða skógarteiga hjá sjálfum sér, ættu þeir að eiga þess kost, en fá sem ríkisframlag plöntur allar til gróðursetningar og girðingarefni og ef til vill hluta af vinnukostnaði.“ Margir unnendur skógræktar hafa á liðnum árum haft horn í síðu búfjár, einkum sauðkindarinnar og talið hana óvin nýgræðingsins núm- er eitt. Ekki eru þó allir á einu máli þar. í Frey árið 1987 kemst Ólafur R. Dýrmundsson svo að- orði:„Ég tel það afskaplega slæman og úreltan málflutning þegar bú§- árrækt og skógrækt er stillt upp sem andstæðum. Breyting frá hjarðbúskap til ræktunarbúskapar gerir það að verkum að þessar tvær greinar landbúnaðar geta dafnað hlið við hlið. A Bretlandseyjum er nú talað um AGRO-FORESTRY þegar bændur búa áfram á jörðum sínummeð búfé eftir aðstæðum og rækta nytjaskóg á völdum spildum í stað þess að láta stórtæk skóg- ræktarumsvif fækka byggðum býl- um.“ Rætt við Ólaf R. Dýrmunds- son um skógrækt í samtali sem ég átti við Ólaf R. Dýrmundsson ráðunaut um nytjaskóg sagði hann að í frum- varpinu sem Alþingi hefur verið að fjalla um væri gert ráð fyrir verulega miklum stuðningi við bændur sem stofna til nytjaskóg- ræktar. „Talað er um að styrkur geti numið allt að 90 af hundraði stofnkostnaðar við undirbúning skógræktarlandsins og að þeir fengju einnig stuðning við þar af leiðandi girðingarframkvæmdir," sagði Ólafur. „Mér sýnist að Það gæti hins vegar vafist fyrir bænd- um hvort þeir geti dregið úr hefð- bundnum búgreinum svo sem sauðíjárrækt og litið á nytjaskóg- rækt sem leið til að afla tekna. í hinu nýja frumvarpi er ekki gert ráð fýrir hvemig bændum verði tryggðar tekjur á meðan þessi breyting fer fram. Ræktun nytja- skógar tekur langan tíma. Bóndi sem fer út í slíka ræktun t.d. núna getur ekki búist við að hafa mikinn arð af skógræktinni næstu árin eða jafnvel næstu áratugina. Tökum sem dæmi ungan bónda sem ný- lega hefur staðið í byggingafram- kvæmdum á sinni jörð og hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann verður að fá einhveijar tekjur í stað þess sem hann dregur saman í hefð- bundna búskapnum. Setjum svo að hann minnki sitt bú stórlega, þá þarf hann að fá verulega miklar tekjur í staðinn. Ég get ekki séð að frumvarpið geri ráð fyrir hvern- ig eigi að tryggja bændum í þess- ari aðstöðu tekjur. Þaðtnætti hugsa sér að bóndan- um væri greidd leiga fyrir landið sem hann leggur undir skógrækt- ina og að hann fengi að auki ein- hveijar launagreiðslur. Eins og þetta lítur út í dag held ég að það hljóti að vera bændum dijúgt um- hugsunarefni hvernig þeir eigi að fara út í nytjaskógrækt á þeim grundvelli að hafa af henni tekjur á sínum búskapartíma. Ég held að hingað til hafi skógrækt verið að mestu hugsjónamál hjá mönnum. En þetta hefur þó verið að breyt- ast og menn eru farnir að skrifa af meira raunsæi um skógræktina. I nýjasta ársriti Skógræktarfélags íslands er t.d. grein eftir Magnús Pétursson hagsýslustjóra þar sem hann reynir að líta á nytjaskóg- rækt og skógrækt almennt út frá hagrænu sjónarmiði og hann kemst að þeirri niðurstöðu að menn megi ekki gefa sér það að skóg- rækt geti verið arðbær nema í ein- stöku tilvikum, en hún geti verið réttlætanleg fyrir það, svo sem til gróðurbóta og skjóls. Það liggur sem sagt ekki alveg ljóst fyrir að nytjaskógrækt sé fysilegur kostur fyrir bændur. Veðurfar er auðvitað stór þáttur í allri ræktun og því er ekki að leyna að í köldustu árum er veður- far hér svo kalt að það er alveg á mörkunum að hægt sé að stunda skógrækt hér. Ef að svo færi að hér myndi hlýna eitthvað, eins og stundum er verið að ræða um, þá ætti skógræktin væntanlega nokk- uð bjarta framtíð. Hitt ber svo á að líta að alltaf er hætta á einstök- um mjög köldum árum eins og varð hér vorið 1963. á féll skógur víða, skógræktin gæti orðið áfalla- söm. En samt sem áður held ég við ættum að huga að skógrækt á þeim stöðum sem best eru taldir henta. Þó teknar væru töluvert stórar spildur lands til skógræktar þá held ég að það myndi ekki breyta svo miklu fyrir menn hvað beitarland snertir, sums staðar eru víðáttumikil afrétti og þar mætti hugsa sér að vera með búfé áfram. Vetrarbeit heyrir að mestu sögunni til þannig að menn sem eiga að- gang að góðum afréttum eru ekki eins háðir heimalöndunum eins og var áður. Nú hafa menn mikil tún og góð fjárhús og geta því hýst fé inni og gefið því allan veturinn og haft fé sitt töluvert á túnum vor og haust. Menn geta því girt af ákveðin hólf fyrir búfé þó skóg- rækt sé stunduð á jörðinni. Naut-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.