Morgunblaðið - 26.06.1988, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
I I
Ragnhildur yngri sýnir Kára og ömmu hvernig
menn bera sig að. Tíkin Úa fylgist áhyggju-
full með.
Með
Gott að hjúfra sig að fnu ömmu.
Morgunblaðið/Sverrir
Ömmurnar með barnabörnin. ína Gissurardótt-
ir (t.v.) með Halldór Heiðar og Ragnhildur
Eggertsdóttir með Kára.
sólina
Voffi beit hann oggulítið í puttann.
Þ AÐ ER sama hvar þau eru
með afa eða ömmu, á rölti í
bænum, á hestbaki upp í sveit,
í sundi eða bara í stof uhominu
heima, andlitin ljóma engu
síður en sólin. Og ef horft er
á eftir þeim þramma stuttum
skrefum við hlið þeirra má
lesa öryggið og
trúnaðartraustið út úr
baksvipnum litla. Stundum
má líka lesa mont úr svipnum,
þá skjóta þau neðri vörinni svo
skringilega fram, en sá svipur
kemur þegar þau eru að sýna
viðstöddum veldi sitt, vitandi
að afi og amma standa með
þeim ef í harðbakkann slær.
Og maður segir ekki eitt
aukatekið orð þótt þau séu
þreytandi, en þakkar einungis
skaparanum fyrir alla góða
afa og góðar ömmur.
Hlutverk afa
og ömmu
hefur vissu-
lega breyst
frá því sem
áður var, en
það er ekki
síður mikil-
vægt núna þegar foreldrar vinna
myrkranna á milli og hafa lítinn
tíma aflögu. Afi og amma vinna
kannski engu síður en foreldrarnir,
en þau standa þó kannski ekki í
„Koma á hestbak með ömmu?“
húsbyggingum og hafa ekki eins
mikið að gera heima að vinnudegi
loknum. En eitt hefur þó ekki breyst
í gegnum tíðina og það er vináttan.
Og við höfum öll rétt til að eiga
bamabamið að vini.“
Þessi orð mælir friðaramman
Ragnhildur Eggertsdóttir sem ný-
lega stofnaði samtökin „Frið-
arömmur“ ásamt fleiri ömmum. ína
Gissurardóttir er ein þeirra og ætla
þær tvær að rabba við mig um hlut-
verk afa og ömmu, aðallega ömmu-
hlutverkið í þetta sinn. Ragnhildur
er 4ja barna móðir og á þrjú barna-
böm, 2ja ára, 4ra ára og 8 ára. ína
á 3 böm, varð amma fyrir tveimur
árum og segist því ekki hafa jafn-
mikla ömmureynslu og Ragnhildur
en hefur þó ýmislegt til málanna
að leggja.
Ómannúðlegar kröfur
til ungra kvenna
Vís maður sagði: Það versta við
bamauppeldið er, að þegar maður
er útlærður í faginu er maður búinn
að missa atvinnuna. Ég spyr ömm-
urnar hvort fólk sé að reyna að
bæta sér upp eitthvað með barna-
bömunum sem hafi mistekist í upp-
eldi eigin barna, og þær segjast
álíta að flestir sjái eitthvað sem
þeir hefðu viljað hafa öðruvísi. Þol-
inmæðin er meiri við bamabömin,
viðurkenna þær, en þó bjuggu þær
við allt aðrar aðstæður en ungar
mæður gera í dag. „Við vorum
heima með börnum okkar og nutum
Svo leiddist Uu þófið, tók í tau-
mana og óskaði vinsamlegast
eftir mynd líka.
þess. Þá þótti það sjálfsagður hlut-
ur að fyrirvinnan væri eiginmaður-
inn eingöngu og jafnvel þótti sum-
um þeirra það býsna niðurlægjandi
ef konan þurfti að fara út að vinna.
Það er gífurleg pressa á ungum
konum núna og eiginlega skiljum
við ekki hvernig þær fara að þessu.
Það er ætlast til að þær mennti
sig, komist áfram í atvinnulífinu,
eignist húsnæði, bíl og innbú, en
séu jafnframt fullkomnar mæður
og uppalendur. Við þetta bætast
síðan kröfur um fullkomið útlit og
þykir sjálfsagt að þær þjóti í heilsu-
ræktina í hádeginu. Þetta em
ómannúðlegar kröfur sem vitanlega
bitna á bömunum.
Það er nóg að sinna einu starfi
í einu og þegar við vorum heima
þá var nóg að gera jafnhliða bama-
uppeldinu, því allt var búið til
heima, frá fatnaði og upp í lampa-
skerma. Nú er allt keypt, bömin
líka. Keypt með sælgæti, sjónvarpi,
allt gefið annað en tíminn."
Ekkí gamlar konur
með prjóna
— Fannst ykkur þið verða gaml-
ar þegar þið urðuð ömmur, breytt-
ist sjálfsímyndin eitthvað?
Ragnhildur: Mér fannst ég alls
ekki verða gömul en ég veit að það
er mörgum sem finnst svo. Ég átti