Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
Útlagi heimsækir heimaland sitt
ORÐIÐ „glasnost" (meiri hreinskílní) heyrði óg fyrst nefnt af
sovózkum embœttismannl í f lugvólinni,
sem óg flaug með tll New York fró Reykjavík eftir leiðtogafund
þeirra Reagans og Gorbatsjovs þar í október 1986.
Ég hafði farlð ósamt flelri sovózkum útlögum til íslands til að
halda þar uppl mótmælum gegn mannróttindabrotum í
Rússlandi. í fluglnu tll baka sat 6g nœrri Júríj Dubinin,
sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, reyndum diplómat,
sem aldrel hafðl haft andófsmann svona nálægt sór.
Forvitni hans og virðlngarleysi mltt gagnvart valdamönnum varð
kvelkjan að miklum umræðum mllli okkar.
Ég held þó, að hvorugur okkar haf I orðlð fyrir mlklum áhrifum
af málflutningi hlns.
Svipur Dubinins varð kaldur
sem steinn, þegar ég minnt-
ist á þá andófsmenn í hópi
gyðinga, sem ekki hefðu
fengið leyfi til að flytjast
úr landi áratugum saman;
á Andrei Sakharov, nóbels-
verðlaunahafann, sem þá
var enn í útlegð í Gorkí; á pólitíska fanga í
sovézkum fangelsum. Ég vísaði á bug sem
áróðri lofí Dubinins um hinn nýja sovézka
leiðtoga, sem hann sagði vera um það bil að
taka upp nýja og opnari stefnu, sem leiða
myndi til afnáms á margs konar hömlum og
mun meira umburðarlyndis gagnvart gagn-
rýni.
„Ég skal trúa þér,“ sagði ég, „þegar ég
get komið til Moskvu og talað þar jafn frjáls-
lega og ég talaði í Reykjavík.“ Satt að segja
taldi ég ekki að þetta væri raunhæf uppá-
stunga, þar sem ég hafði verið virkur í mann-
réttinda- og útflytjendasamtökum gyðinga
um árabil, áður en ég fékk vegabréfsheimild
til að fara úr landi 1975. Skjalabunkinn um
mig hjá KGB, sovézku leynilögreglunni, hlaut
því að vera býsna þykkur.
En nákvæmlega einu ári eftir leiðtogafund-
inn í Reykjavík og án þess að ég tryði þvi
enn, að það væri að gerast, steig ég út úr
flugvél á Sheremetyevo-flugvelli f Moskvu,
þaðan sem ég hafði lagt af stað til Vestur-
landa 12 árum áður. Opinberlega var ég kom-
inn til að heimsækja systur mína, en ég vænti
mér miklu meira af ferðinni. Ég var í hópi
fyrstu andófsmannanna, sem komu aftur til
Sovétríkjanna til að kanna „glasnost" og
komast að raun um, hvort það var raun-
verulegt eða aðeins kænlegt áróðursbragð af
hálfu Sovétmanna.
Ég ætlaðist til, að ferð mfn yrði könnunar-
för og hafði því undirbúið allt vandlega fyrir-
fram til að finna það út hversu langt ég
fæti komizt í að láta reyna á hina nýju stefnu.
g hafði skrifað Dubinin og minnzt þar á
samtal okkar og óskaði eftir að fá sem blaða-
maður að taka viðtöl við andófsmenn um
„glasnost". Ég hafði ennfremur sent skeyti
til starfsbróður míns, sem sæti átti í sovézku
vísindaakademíunni og farið fram á að fá að
halda málþing um rannsóknir þær í örveiru-
fræði, sem ég hafði haft með höndum við
Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Hvor-
ugur þeirra hafði sent mér svar, er ég lagði
af stað til Moskvu.
Ég taldi, að skeyti mitt hlyti að hafa vald-
ið miklu uppnámi í akademfunni. í 15 ár —
allt frá því að ég yfírgaf rannsóknastofurnar
og fór að taka þátt í stjómmálum — hafði
ég verið útskúfaður í samfélagi sovézkra
líffræðinga. Myndi Vadim Nikiforov, núver-
andi yfirmaður þess hóps, sem við unnum
báðir með í upphafi starfsferils okkar, treysta
sér til að mæla með beiðni minni? Myndi
hann fá leyfi til þess að taka á móti mér?
Þegar ég steig út úr flugvélinni leið mér
eins og geimfara, sem er að stíga niður á
tunglið. Að snúa aftur eftir mörg ár til heima-
borgar sinnar, er líkast því að ferðast með
tímavél og fyrsta morguninn sem ég vaknaði
aftur í gamla svefnherberginu mínu í íbúð-
inni okkar, sem systir mín býr nú í, og gekk
á ný fram hjá skólanum mínum fannst mér
sem ég hefði aldrei farið burt. Tólf ára dvöl
erlendis var eins og undarlegur draumur. Sú
tilfinning, að 1975 hefði bara verið í gær,
skerpti allan samanburð við nútímann. Ef
nokkuð var, þá hneigðist ég til að ofmeta
breytinguna. Samt sem áður tók það mig
ekki langan tíma að skilja, að „glasnost“, sem
hefur svo mjög breytt félagslegu- og hug-
myndafræðilegu andrúmslofti í Moskvu, hefur
ekki náð að breyta daglegu lífi fólks að neinu
marki né heldur starfsaðferðum kerfisins.
Orðið „glasnost", hefur gjaman verið þýtt
sem „meiri hreinskilni". Það varð til þegar
Míkhaíl S. Gorbatsjov tók að skora á sovézka
fjölmiðla að gagnrýna yfirvöld á hveijum stað
fyrir annmarka þeirra, getuleysi og valdni-
ðslu. Tilgangurinn með þessari nýju stefnu
var að flýta fyrir „perestroika" eða umbótum,
er drægju úr alræðisvöldum hins opinbera
yfir efnahagslegu og félagslegu lífi þjóðfé-
lagsins og einkalífí þegnanna með því skil-
yrði þó, að hið pólitíska vald héldist algerlega
í höndum kommúnistaflokksins. Ég komst
þó fljótt að raun um það, að eitt ár af „glas-
nost“ hefur skapað fleiri vandamál en það
hefur leyst.
Umbætumar hafa lítið þokazt áleiðis vegna
andstöðu skriffinnanna í millistigum kerfís-
ins, sem hvorki vilja missa völd sín né forrétt-
indi. Með blaðaherferðinni sem „glasnost"
varð til að koma af stað, hefur þó tekizt að
fletta ofan af kerfiskörlunum sem þeim, er
ábyrgð beri á neyzluvöruskortinum og hinu
skelfilega ófremdarástandi í heilbrigðiskerfí
og almannaþjónustu Sovétrílqanna. Eftir því
sem „glasnost" hefur náð að þróast lengra,
„Ég garöi allt hvað óg gat tll að staðreyna, hve langt óg gæti genglð,“
seglr höfundur þessarar greinar, sem sóst hór á götu í Moskvu.
Bak við hann má sjó veggspjöld með orðunum
„endursklpulagnlng“ og „bjartsýnl".
hafa helztu andstæðingar skriffínnanna —
menntamenn og framkvæmdastjórar fyrir-
tækjanna — orðið frakkari. Mestur hluti fólks
hefur samt fyllzt enn meira vonleysi yfir því
mikla gapi, sem er milli þeirra vona er það
hefur gert sér og grás veruleikans.
Það er athyglisvert að flest af því fólki,
sem ég hitti í Moskvu, var ekki hrætt við að
láta í ljós skoðanir sínar á slíkan hátt að það
hefði verið óhugsandi fyrir 12 árum. Það
voru aðeins fáir, sem fóru þess á leit að nöfn
þeirra yrðu ekki tilgreind. Én það var sameig-
inlegt með viðhorfi alls þessa fólks gagnvart
„glasnost," að það einkenndist fremur af
kvíða en bjartsýni. í brandara einum, sem
oft mátti heyra, var því spáð að „perestroika"
yrði fylgt af „perestrelka," sem þýðir skothríð.
(Hve tvíeggjuð staðan er, kom glöggt fram
í gagnrýni Boris N. Yeltsins, yfirmanni komm-
únistaflokksins í Moskvu, á Gorbatsjov, á
meðan heimsókn mín stóð yfir. Samt var
Yeltsin í hópi umbótasinnanna f flokknum.
Honum var síðar vikið úr stöðu sinni.)
Jafnvel það eitt að líta í kringum sig á
götunum vakti tilfínningu um óstöðugt milli-
bilsástand. Rauði liturinn sem var alls ráð-
andi fyrir 12 árum, sást ekki lengur. Stóru
veggmyndimar af Lenín voru horfnar ásamt
skiltunum með tilvitnunum í Marx. Sama
máli gegndi um allar myndimar af hvasseyg-
um meðlimum forsætisnefndarinnar, sem
horfðu fram fyrir sig yfir röð af rauðum fán-
um. Felldar höfðu verið niður venjulegar
skreytingar, Qöldalist sósíalismans, án þess
að auglýsingar kapítalismans hefðu verið
teknar upp og borgin virtist því undarlega
nakin líkast því sem hún biði eftir því að klæð-
ast nýjum búningi.
Ég þekkti hann strax aftur, þar sem hann
beið bak við klefa eftirlitsmannanna sem
skoðuðu vegabréf aðkomumanna og furðaði
mig á því hvemig í ósköpunum honum hefði
tekizt að komast inn í tollskoðunarsalinn.
Þetta var Maksim Frank-Kamentsky, gamall
vinur minn og heimsþekktur llffræðingur.
Hann var kominn til að taka hjá mér tilrau-
naglas með eggjahvítuefni, sem var gjöf frá
samstarfsmanni mínum við Columbia-háskól-
ann. Maksim hafði með sér bréf frá opin-
berum aðilum, þar sem óskað var eftir því