Morgunblaðið - 26.06.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
nauðsynlegt fyrir mann eins og hann til að
fá vegabréf til útlanda, fékkst ekki.
„Þeir sögðu mér, að væri ég lélegur vísinda-
maður, þá myndu þeir leyfa mér að fara. En
þar sem ég væri mjög góður vísindamaður,
þá vildu þeir ekki gera Bandaríkjamönnum
þann greiða að leyfa mér að fara. Sjálfír eru '
þeir lélegir vísindamenn. Þeir geta ekki keppt
við mig og þess vegna fékk ég ekki leyfí til
að fara.“
Eftir hávært rifrildi við tvo meðlimi akade-
míunnar kvaðst Maksim hafa sent kvörtun
til Gorbatsjovs. Maksim var síðan kallaður
rakleiðis á fund með mönnum úr miðstjóm
kommúnistaflokksins. „Við stjómum þessum
málum ekki lengur," var honum sagt af
manni, sem fór þar með vísindamálefni.
„Þetta er fræðileg deila milli þín og starfs-
bræðra þinna.“
„Þetta var það furðulegasta, sem ég hef
nokkru sinni heyrt,“ sagði Maksim við mig.
„Þessir menn eru starfsbræður mínir. Þeir
em reyndir vísindamenn og til þess er ætlazt,
að þeir leiðbeini, vemdi og hjálpi mér. Þeir
eiga að vera fyrirmynd. Allur sá árangur, sem
ég hef náð á mínum ferli, hefur náðst þrátt
fyrir það, að þeir vom til staðar. Helmingur-
inn af tíma mínum fer í að plata kerfíð, svo
að rannsóknastofan geti starfað. Ég myndi
aldrei gerast meðlimur í akademíunni jafnvel
þó að þeir bæðu mig um það. Mundu hvemig
þeir hundeltu Sakharov, þegar þeim var sagt
að gera það, sinn eigin félaga og þann bezta,
sem þeir hafa nokkm sinni átt. Þetta er sið-
laus stofnun, sem hefur þann eina tilgang
að viðhalda valdinu."
A meðan ég hlustaði á hann gat ég ekki
varizt þeirri hugsun, að þetta væm sams
konar vonbrigði og sömu siðferðilegu vanda-
málin og þau sem knúið hefðu marga vísinda-
menn okkar kynslóðar til að gerast andófs-
menn eða fara úr landi. En á síðasta áratug
lét enginn maður það einu sinni hvarfla að
sér að reyna að breyta kerfinu. Annaðhvort
varð að aðlagast því eða fara burt eða vera
undir það búinn að eiga á hættu fangelsisvist
fyrir „andsovézkan áróður".
„Ert þú að verða að andófsmanni, Mak-
sim?“ spurði ég.
„Nei, alls ekki. Ég er þjóðhollur sovézkur
þegn, sem er að gera nákvæmlega það sem
Gorbatsjov biður mig að gera: Að ráðast á
skriffínnskukerfíð neðan frá. Það eina er, að
ég virðist ekki komast langt. Ég er líka í
sjálfsmorðssveit „perestroika", ef þú vilt kalla
það svo.“
Eftir viku umhugsun ákvað utanríkismála-
deild vísindaakademíunnar að veita Vadim
Nikiforov heimild fyrir málþingið, þar sem
ég skyldi halda fyrirlestur minn. Vinir mínir
töldu þetta í hæsta máta óvenjulegt og fóru
að geta sér til hver hefði ákveðið að leyfa
mér að tala og hvers vegna. Sumir töldu að
þessi ákvörðun hefði komið frá miðstjóminni
og að þetta væri gert í áróðursskyni rétt
áður en fyrirhugað var að Gorbatsjov færi
til Washington. Aðrir töldu að ákvörðunin
kæmi frá meðlimum akademíunnar, sem vildu
ekki spilla fyrir samkomulagi því er gert
hafði verið milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna um skiptiferðalög vísindamanna.
Enn var þriðja skoðunin uppi á þann veg,
að öll heimsókn mín, þar á meðal málþingið,
væri tilraun KGB, sem ekki yrði endurtekin,
til að kanna hversu langt mætti fara í því
að losa um hömlumar. Hver svo sem ástæðan
var, þá bárust fréttir um fyrirhugaðan fyrir-
lestur minn fljótt um Moskvu með atbeina
síma og handskrifaðra tilkynninga.
Ráðstefnusalur erfðafræðistofnunarinnar
reyndist of lítill til að geta tekið alla gestina.
Fyrir þau 200 manns, sem komu til að hlýða
á mig tala þessa síðdegisstund í október, var
þessi atburður ekki síður fullur af pólitískri
spennu en fyrir mig. Það sem aðallega dró
fólk að, var að sjálfsögðu einsdæmi atviks-
ins. Þama var maður, er komið hafði heim
aftur frá Bandaríkjunum, þaðan sem þess var
ekki vænzt að nokkur maður sneri til baka.
Ámm saman hafði það verið stefna flokks-
ins, að þeir, sem yfírgæfu Sovétríkin, væm
í rauninni svikarar við föðurland sitt. Þeir,
sem sóttu um vegabréfsáritun til útlanda,
vom brennimerktir í fjölmiðlum og reknir úr
vinnu sinni. Fyrir 15 ámm hafði ég sagt sam-
herjum mínum frá því í þessum sömu húsa-
kynnum, að ég hefði ákveðið að segja af mér
starfí minu til að afstýra þvi að þeir yrðu
fyrir vandræðum og hlífa þeim við því að
þurfa að ræða „hina óþjóðholiu framkomu
mína“ á fundum með samstarfsfólki sínu.
Allir áheyrendumir að þessu sinni höfðu
setið slíka fundi undir árvökm eftirlitsauga
embættismanns frá flokknum og lyft hendi
sinni í fullkominni hlýðni, er að því kom að
fordæma „svikarana“. Nú sat flokksfulltrúinn
í fyrstu sætaröð við hliðina á forstöðumanni
stofnunarinnar og af svip hans mátti ráða,
að hann vissi hvorki upp né niður.
„Hvað okkur varðar mátti segja að þú
hafir verið talinn af,“ sagði einn af vinum
mínum síðar. „Við vomm hræddir við að
skrifa þér og skömmuðumst okkar fyrir þessa
Fundur í nýstofnuðu fólagl gyðlnga í Moskvu, sem haldinn var í íbúð Júríjs Sokol,
fyrrverandl ofursta í hernum.
að tollverðimir flýttu fyrir afgreiðslu
bandarísks vísindamanns, sem flytti með sér
efni fyrir sameiginlega rannsóknaráætlun.
Það tók tollvörðinn ekki nema augnablik að
gera sér grein fyrir því að vísindamaðurinn,
sem var að koma, var landflótta Rússi á leið
heim aftur.
Háttsettur embættismaður hjá tollyfírvöld-
unum kom á staðinn í fylgd tveggja leynilög-
reglumanna frá KGB. Áthygli þeirra beindist
þó fyrst og fremst að Maxim. Vegna skeggs
síns og vestræns klæðaburðar leit hann næst-
um út fyrir að vera tvíburabróðir minn og á
meðan hann var yfírheyrður, rugluðu lög-
reglumennimir okkur stöðugt saman. Svipur-
inn með mér og Maxim gerði hann helmingi
grunsamlegri. Hann gæti hafa falsað bréfíð,
komizt inn í tollinn undir fölsku yfirskini eða
verið þátttakandi í samsæri milli andófs-
manna heima fyrir og „landflóttahópa".
Eftir fleiri símtöl tókst þó að fá það stað-
fest hver hann var og okkur var sleppt laus-
um. Það sem mér kom svo á óvart á meðan
þetta allt stóð yfir, voru viðbrögð Maksims.
Hann var ekki hið minnsta hræddur. Satt að
segja þá hrópaði hann til embættismann-
anna:„Eg er prófessor úr vísindaakademíunni
og þið skulið verða kallaðir til ábyrgðar, ef
þið spillið fyrir þessu mikilvæga samstarfi."
„Er þetta „glasnost", Maksim?" spurði ég,
þegar við fórum frá flugvellinum.
„Þetta er hættuspil," svaraði hann óræður
á svip.
Morguninn eftir fór ég með honum á rit-
stjómarskrifstofur blaðsins Moskvufréttir,
sem var málgagn fyrir „glasnost" og hafði
það orðspor, að því er mér var sagt, að „vera
jafnvel enn áhugaverðara en útvarpsútsend-
ingamar hjá Rödd Bandaríkjanna (Voice of
America)." Maksim átti þama grein, sem
verið var að athuga. Á leiðinni til baka kom
leigubílstjórinn með sitt eigið mat á umbóta-
stefnunni.
„Gorbatsjov," sagði hann, „er bara einn
vindbelgurinn til viðbótar," sem „talar mik-
ið“, á meðan ekkert breytist. Eftir sem áður
væm sömu biðraðimar eftir matvælum, hús-
næði og nú væri talað um að hækka verðlag-
ið. „Glasnost" væri enn ein staðfestingin á
því, sem hann hefði vitað allan tímann, að
flokkurinn væri „hópur þjófa". Nei, hann
myndi ekki ganga í flokkinn til að hjálpa
Gorbatsjov og tryði því ekki, að umbótastefna
hans ætti eftir takast.
„Perestroika er goðsögn," sagði Vadim
Buzychkin, ritstjóri Moskvufrétta. „Allt sem
við prentum, er óskhyggja. Við emm að
blekkja fólk og veita því falska öryggistilfinn-
ingu. Fólk trúir því, að gagmýni sé leyfð og
verið sé að hvetja allt og alla til að sýna frum-
kvæði. Fólk setur sig í hættu, lendir i vand-
ræðum og við getum ekkert gert til að vemda
það. Við eigum í stríði við skrifræðið. Það
em aðeins fáeinir menn á meðal æðstu ráða-
mannanna, sem beijast fyrir umbótum.
„Glasnost" getur tekið enda hvenær sem er
og höfuð okkar verða þá þau fyrstu, sem fá
að fjúka. Við emm sjálfsmorðssveitir fyrir
„glasnost".
Buzychkin þagnaði til að kanna, hvaða
áhrif orð hans hefðu á mig. Ég hafði gengið
inn í skrifstofu hans nánast beint utan af
götunni og smeygt mér fram hjá verðinum
með Maksim. Það var útilokað að Buzychkin
væri undirbúinn undir þennan fund eða að
KGB hefði talið hann á það að blekkja mig.
„Óttast þú það ekki, að eitthvað kunni að
verða haft eftir þér í New York TimesV
spurði ég.
„Ég sagði ekkert, sem var nýtt,“ svaraði
Buzychkin. „Gorbatsjov segir það sama í
hverri einustu ræðu sinni. Þar að auki mjmdi
bæði hér og þó einkum á Vesturlöndum verða
litið svo á, ef blaðinu okkar yrði lokað, að
það væm endalokin á „glasnost" og að þar
væri um pólitíska ákvörðun að ræða. Það sem
við prentum í blaðinu gengur miklu lengra
en það sem ég hef sagt við þig.“
„Hafíð þið frelsi til að birta allt sem þið
viljið?"
„Algerlega. í gamla daga var allt ritskoðað
af eftirlitsmönnum. Nú emm það við sjálfír,
sem ráðum. Ef við göngum of langt, þá fær
aðalritstjórinn tilka.ll frá Tse- Ka,“ miðstjóm
Kommúnistaflokksins. „Hann verður að út-
skýra, hvers vegna við gerðum það. Fyrir
skömmu var hann tvisvar kallaður á teppið,
svo að við höfum verið varkárari upp á síðkas-
tið. En við emm að minnsta kosti ekki lengur
háðir smáskriffínnunum, sem em bara að
sýna vald sitt.
„Gætuð þið gagnrýnt utanríkisstefnu
stjómarinnar?"
„Við gætum það, en það myndum við ekki
vilja gera.“
Þeir vildu ekki heldur birta grein Mak-
sims, sem bar fyrirsögnina: „Hvers vegna
þegja vísindamennimir?" Þar var miðstjómar-
kennt fyrirkomulag á undirstöðurannsóknum
í vísindum gagnrýnt, en því er stjómað í hinu
geysiumfangsmikla stofnananeti Vísindaaka-
demíunnar. Akademían er klúbbur nokkurra
hundraða forréttindamanna en um leið of-
boðsleg skrifræðisstofnun með fjárhagsáætl-
un, sem nemur mörgum milljörðum og tugum
þúsunda starfsmanna. í grein Maksims var
því haldið fram, að til að gera sovézk vísindi
samkeppnishæf yrði að dreifa völdunum þar
á meðal þúsunda vísindamanna, sem í reynd
væru að fást við vísindastörf. Þessi áætlun,
sem samsvarar nokkum veginn bandaríska
kerfinu fyrir vísindastyrki, myndi ná að draga
úr því skrifræði sem stjómað er af meðlimum
vísindaakademíunnar.
„Aðalritstjórinn las greinina þína tvisvar
og honum fannst mikið til um hana,“ sagði
Buzychkin við Maksim. „En hún er of eldfím.
Meðlimir akademíunnar bíta harkalega frá
sér og þeir hafa mjög góð sambönd. Hvers
vegna reynir þú ekki hjá öðru blaði?“
„Þetta er það, sem ég kalla „glasnost-
jafnvægi“,“ útskýrði Maksim fyrir mér yfír
heitu te í eldhúsi systur minnar. „Þetta er
óstöðugt jafnvægi, það skaltu vita. Ég á í
stríði við mafíuna í akademíunni, eftir að hún
kom í veg fyrir ferðalag mitt til Banda-
ríkjanna sl. sumar. Allir á stofnuninni bíða
eftir því að sjá hversu langt verður þangað
til þeir farga mér. En nú á dögum verður
ekki svo auðvelt að eyðileggja mig — t. d.
með því að loka rannsóknastofunni minni.
Staðan milli okkar er því patt."
Rannsóknir Maksims á samsetningu DNA
hafa hlotið viðurkenningu út um allan heim.
Honum hafði verið boðið að halda fyrirlestur
um þetta efni við ríkisháskólann í Albany í
New York og hafði fengið leyfí til fararinnar
frá nefnd þeirri, sem sér um ferðalög til út-
landa. Það þýddi, að kommúnistaflokkurinn
og KGB höfðu ekkert á móti því að hann
færi. En samþykki akademíunnar, sem var
í helmsókn hjð gömlum vlnl og lœrlfööur, Andrej Sakharov.