Morgunblaðið - 26.06.1988, Qupperneq 20
2Q, B
Rí»C MORGUNBUA£)I£),[ SUNNUDA*3URí26: TJÓNÉ1988
Áfram, í allar
áttir!
Margir kannast án efa víð lagið
Mústafa um Tyrklandsför Svav-
ars Gests. Nýlega barst plöturýni
í hendur platan Shopping með
tónlistarmönnum sem kalla sig 3
Mustaphas 3 og eiga það sam-
eiginlegt með laginu, auk nafns-
ins, að vera ekki af alvarlegra
taginu.
Allir sveitarmeðlimir bera eftir-
nafnið Mustapha, þó öruggar
heimildir séu fyrir því að þeir séu
ekki bræður, frændur, eða yfirleitt
skyldir á neinn hátt. Fornöfnin eru
og grunsamleg ög ótúlegt þykir
mér ef nokkur maður heitir Ex-
pensive Mustapha, þó svo hann
leiki á gylltan lúður með kögri.
Tónlistin sem leikin er á plötunni
er ekki siður einkennileg, einskon-
ar blanda af vestrænní, tyrkneskri,
líbanskri og indverskri tónlist. Gott
dæmi er lagið Shika, Shika (Haltu
mér, haltu mér), sem sungið er á
swahili og líkist mikið dæmigerðri
líbönsku ástarlagi, en á köflum
bregður fyrir bresku poppi og ind-
verskum ghazal-söng. Annað lag,
sem gerir mann ráðvilltan, er lagið
Xamenh Evtexia / Fiz’n, sem sung-
ið er á blöndu af ensku og serbó-
króatísku og eins mætti kalla fyrir-
taks rap-lag, ef ekki væru innskot
af allskyns tónlistarbrotum á ólík-
legustu stöðum. Ekki bætir úr að
textinn fjallar að mestu um nauð-
sýn þess að koma ísskáp inn á
hvert heimili á Balkanskaga. Strax
á eftir þvi lagi er áheyrandinn síðan
kominn aftur til Líbanons í laginu
Musafir, sem sungið er á hindi.
Hljóðfæraskipan er fjölbreytt
sem vonlegt er, en á meðal hljóð-
færa má nefna fiðlu, harmonikku,
jassflautu, albanskt kaval, bouz-
ouki, darbouka, búlgarskt kaval,
víólu, cúmbiis og tenórbanjo, auk
allra venjulegra (og óvenjulegra)
rafmagnshljóðfæra.
Ekki er vel Ijóst hvað 3 Mustaph-
as 3 ætlast fyrir, en það mega
þeir eiga að platan Shopping, er
ein skemmtilegasta plata sem rýn-
andi hefur komið höndum yfir
lengi, lengi.
Ekki er úr vegi að enda þessa
rýni á vígorði þeirra Mustapha-
manna: Áfram, í allar áttir!
ÞÓRSMÖRK - SJÁLFBOÐALIÐAR
Ungmennahreyfing Rauöa kross íslands gengst
fyrir landgræðsluverkefni í Þórsmörk dagana
3.-10. júlí nk. Þátttakendur verða frá öllum
Norðurlöndum og eru á aldrinum 16-25 ára.
Enn er hægt að bæta við nokkrum þátt-
takendum. Nánari upplýsingar um ferðina eru
gefnar í síma 91-26722 frá kl. 8.00-16.00.
Rauði Kross'lslands
Ljósmynd/Gyða
Simon Nkabinde, Malathini, dansar fyrir áheyrendur.
Mbaqanga frá Soweto
Átónleikum með Malathini, Mahotella-drottningunum
og MakgonaTsohle-hljómsveitinni
Mbaqanga er suður-afrisk dans-
tónlist sem lifað hefur í Soweto
og víðar í yfir þrjátíu ár. í dag er
tónlistin vinsælli en nokkru sinni
þar syðra, eftir að diskó- og rokk-
æðið rénaði. Mbaqanga-tónlist
nýtur nú vaxandi hylii í Vestur-
Evrópu, þá helst fyrir tilstilli söngv-
arans snjalla Simon ’Nkabinde,
sem er þekktari undir nafninu
Malathini.
Fyrir skemmstu hélt Malathini
tónleika í Lundúnum með söng-
flokknum Mahotella-drottningunum
og Makgona Tsohle-hljómsveitinni
og barst Rokksíðunni þessi frásögn
með myndum frá tónleikunum:
Soweto-dans
Malathini og Mahotella-drottn-
ingarnar voru aðalnúmer kvöldsins
á danshátíð í South Bank 10. júní
sl. Tónleikastaðurinn er hringlaga
með sætaröðum utan við hringinn,
en í miðju var mikið dansgólf. Þegar
fyrstu hljómsveitirnar, Badoo Int-
ernational og Dagarti Arts, höfðu
lokið sér af var dansgólfið þéttskip-
að, en uppselt var á tónleikana og
voru um þúsund manns á staðnum,
auk þess sem fjöldi manns var fyrir
utan og hlustaði á tónlistina í gegn-
um þunna veggina.
Fimm manna Makgona Tsohle-
hljómsveitin kom á sviðið (tveir
gítarleikarar, trommuleikari, saxó-
fónleikari og bassaleikari) og lagði
þéttan rytmagrunn sem bar uppi
hlæjandi saxófóninn. Þá dönsuðu
drottningarnar þrjár inn á sviðið til
að syngja og dansa á sinn afslapp-
aða hátt.
Malathini kom á svið í þriðja lag-
inu, skrautlegur með fléttaða leður-
kórónu. Hvernig innkoma hans var
undirbúin minnti mig á það er ég
fór á Muddy Waters-tónleika fyrir
mörgum árum. Þá spurði ég einn
nærstaddan, eftir að hafa horft á
hljómsveitina leika í tuttugu mínút-
ur, hver þeirra væri Muddy. „Stóll-
inn,“ muldraði einhver. í þá mund
kom gamall maður inn á sviöið, sett-
ist í stólinn, einhver rétti honum
gítar og hann kom hljómsveitinni,
sem var búin að hita sig upp, inn á
rétta braut með meiri krafti en áður.
Svo var og með Malathini, sem
leiddi hljómsveitina í hálfa aðra
klukkustund í samfellda Soweto-
danstónlist. Stórkostleg blanda af
dimmu urri hans, háum samfelldum
röddum drottninganna og þéttum
takti. Þetta var hinn ósigrandi taktur
Soweto, drífandi og glaðvær. Þessa
tónlist hafa þau leikið í þrjátíu ár
og það mátti sjá á því hvernig þeim
tókst að halda áheyrendum gersam-
lega hugföngnum. Hljómsveitar-
meðlimir voru brosandi og hlæjandi
allan tímann og skemmtu sér greini-
lega yfir andrúmsloftinu í salnum,
sem var í samræmi við tónleikaferö
þeirra um Evrópu, en uppselt hefur
verið á alla tónleika í þeirri ferð. Á
tónleikunum mátti heyra að þótt
nýja platan sé góð vantar í hana
örlítið meira líf.
Mahotella-drottningarnar.
Rótartónlist af þessu tagi hlýtur
að hjálpa við að brjóta niður þröngt
skipulag tónlistariðnaðarins, sem
beinist allur að unglingapoppi. í
Afríku leika Malathini og hljómsveit
hans danstónlist fyrir alla; einu tak-
Ljósmynd/Gyða
mörkin eru stjórnmálalegs eðlis.
Frábærir tónleikar og ég hlakka til
að sjá þau aftur.
Texti: Peter Bishop
Myndir: Gyða Jónsdóttir
Tarsan var
blúsmaður
Timbuk 3, sem er dúett þeirra
Pat McDonald og Barböru K.
McDonald (talan 3 var tilkomin
vegna þess að þriðji hljómsveitar-
meðlimurinn var Sony Ghettoblast-
er segulband með trommuheila),
vakti mikla athygli í Bretlandi og
hór á landi fyrir fyrstu plötu sína,
sem bar heitið Greetings from Tim-
buk 3.
Þau Pat og Barbara, sendu nýve-
rið frá sér sína aðra plötu, Eden Al-
ley, sem gagnrýnenda barst í hendur
fyrir skemmstu.
Á Eden Alley halda þau að mestu
sömu stefnu, enda hafa þau náð að
skapa sér sérstakan stil úr blöndu
af blús, rokki og bandarískri sveita-
tónlist. I textagerð er Pat, sem sem-
ur naer öll lög og texta, og samur
við sig, því textarnir eru sambland
af meinhaeðnum athugasemdum um
bandarískan veruleika (þó enginn
texti jafnist á við Life is Hard af Gre-
etings from ...) og vangaveltum um
lífiö og tilveruna almennt. Tónlistar-
lega hefur hann þó veitt inn nýjum
straumum, því breiddin er meiri á
nýju plötunni en þeirri sem áður var
út komin, um leið og einfaldleikinn
er í hávegum hafður. Fyrsta lag plöt-
unnar, Tarsan Was a Bluesman, er
nokkuð dæmigert fyrir Timbuk 3,
haröur taktur gefur grunninn fyrir
þéttan söng og munnharpan gefur
fyllingu, en textinn, sem er hreint
fyrirtak, segir frá Tarsan, hvítum
blúsmanni, sem berst við syndina í
anddyri Holiday Inn. Á plötunni er
annað lag sem á sitthvað skylt með
mýtunni um Tarsan, lagið A Sinful
Life, sem segir frá spámönnunum
Bob Marley, Moses og Jesú og þar
er þvi haldið fram að næst himnaríki
verði komist með því að lifa í synd
með þeim sem maður elskar. A Sinf-
ul Life hefur og það sér til ágætis að
i því er leikið lipurlega á harmonikku.
Önnur lög sem vert að taka eftir eru
Reckless Driver, hratt lag með góð-
um samlíkingum f textanum, Eden
Alley, gott lag þó textinn sé í það
væmnasta, og Sample the Dog, sem
í er leikið skemmtilega á stálgítar
og notaöur „sampler", en textinn
gerir einmitt gys að samplera-notk-
un, sem tröllríður breskum og
bandarískum poppheimi um þessar
mundir. Lag það sem mest hefur
heyrst, Easy, er einna venjulegast
þeirra laga sem á plötunni eru, en
gott engu að síður. I heild er Eden
Alley ágætis plata og fylgir vel á eft-
ir Greetings from ..., án þess þó að
falla í þá gryfju að herma baraéftir.