Morgunblaðið - 26.06.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 26.06.1988, Síða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988 l)C MEIHI l > II H'SI ANNA Wim Wenders snýr heim Nýjasta mynd hans heitir Himinninn yfir Berlín og markartímamót á við- burðaríkum ferli Ameríkaníseríng þýska leikstjór- ans Wim Wenders á sér langa sögu. Eins og svo margir aðrir af kynslóð eftirstríðsáranna í Þýska- landi skammaðist hann sín fyrir fortíð landsins og hengdi sig í stað- inn á bandaríska menningu. Árið 1979, þegar Francis Ford Coppola réð hann til að leikstýra „Ham- mett", mynd er snerist um einn frægasta höfund bandarískra einkaspæjarasagna, flutti Wend- ers til Bandaríkjanna. „Mig hafði dreymt um að vera bandarískur leikstjóri þegar ég gerði mínar fyrstu myndir," segir hann, „vegna þess að bandarískar bíómyndir voru minn skóli. Svo þegar Francis bauð mér að koma yfir og gera „Hammett", hugsaði ég með mér; þetta er aðeins rökrétt. Núna verð ég bandarískur leikstjóri." Næstu árin vann Wenders með bandaríska menningu í myndum eins og „Lightning Over Water (heimildarmynd um síðustu mán- uðina í lífi leikstjórans Nicholas Ray) og „The State of Things" (hugleiðslu um muninn á evrópsk- um og bandarískum bíómyndum). En ferð hans lauk árið 1984 með París, Texas. „Ég hafði sært úr mér þessa bandarísku drottnun sem finna má í öllum mínum fyrri myndum," segir hinn 42 ára gamli leikstjóri. „Með París, Texas, fannst mér ég hafa losnað undan henni með því að segja frá því öllu." Þegar bandaríski leikstjóra- draumurinn var horfinn, snéri Wenders aftur til Þýskalands, til stórborgarinnar Berlínar þar sem minnismerkin um seinni heims- styrjöldina neyddu hann til að standa andspænis sinni eigin fortíð. Þessi villta eyja í miðju Aust- ur-Þýskalandi er sögustaður hýj- ustu myndar hans, Himinninn yfir Berlín („Der Himmel iiber Berlin"), sem hann hreppti leikstjórnarverð- launin á Cannes fyrir á síðasta ári. Með myndinni hefur Wenders nýtt ferðalag. Þetta er í fyrsta skipti sem hann skoðar arfleifðina sem hann áður hafði hafnað, skoð- ar hvað það þýðir að vera Þjóð- verji sem fæðist þegar eldar seinni heimsstyrjaldarinnar verða að ösku. Wenders ólst upp í Dusseldorf og sá þar óttafulla þjóð sem forð- aðist að takast á við sína alræmdu fortíð. Hann sneri sér frekar að bandarískum bíómyndum og rokki og róli en sinni eigin menningu. „Það var bandarísk tónlist, banda- rískar bíómyndir og bandarískar bókmenntir sem kveiktu mína eigin sköpunargáfu," segir hann. „Flest það sem var skemmtilegt í minni bernsku tengdist Bandaríkjunum." Wim Wenders kannar málin við tökur á myndinni Himinninn yfir Berlín. [ gegnum árin gerðist Wenders meðvitaðri um sína eigin arfleifð og varð um síðir Ijóst að hann yrði að eiga við hana áður en hann gæti haldið áfram. „Ég fékkst aldr- ei við Þýskaland eða fortíðina áð- ur, myndir mínar leituðu alltaf útá- við. Himinninn yfir Berlín er fyrsta tilraunin til að komast inn, eða a.m.k. kanna þýska sögu eða mína eigin bernsku." Og seinna segir hann; „Allar myndirnar úr fortíðinni sem koma upp á yfirborðið í Himinninn yfir Berlín tengjast bernsku minni. Ekki þannig að ég hafi séð stríð, en fyrstu borgirnar sem ég sá litu út eins og rústirnar í myndinni. Fyrstu minningar mínar um götur og hús eru af veggjum með holur fyrir glugga en ekkert á bak við. Og vegna þess að ég var barn tók ég því sem sjálfsögðum hlut að heim- urinn væri þannig; götur með fjöll- um af rusli. Með myndinni reyni ég að skýra hvaða merkingu allt þetta hefur fyrir Þjóðverja. Myndin hafði það markmið að kafa undir yfirborð borgarinnar og kynnast Þýska- landi. Það var ókunnugt land sem ég vildi rannsaka." Wenders heldur að ef hann hefði ekki haft þessi löngu kynni af bandarískri kvikmyndamenn- ingu, hefði hann aldrei snúið sjón- um sínum aftur til Þýskalands.„Því lengur sem ég dvaldi í Banda- ríkjunum, því minna bandarískur varð ég og því Ijósara varð mér að ég ætti alltaf eftir að vera Þjóð- verji í hjarta mér, og evrópskur leikstjóri," segir hann. „I gegnum reynslu mína af að gera kvikmynd- ir í Bandaríkjunum fann ég að þótt tungumálið sem ég notaði væri tungumál bandarísku kvikmynd- anna, var ég að segja frá einhverju sem var mjög ólíkt. Og kannski vegna þess að París, Texas, var tekið sem evrópskri mynd og, a.m.k. í New York, á frekar nei- kvæðan máta, varð mér Ijóst að minn ameríski draumur hafði frá upphafi verið blekking." Himinninn yfir Berlín er 130 mínútur að lengd og Wenders skrifar handritið að henni ásamt Peter Hadke, en kvikmyndatöku- maður er Henri Alekan (tók „The Beauty and the Beast" Jean Coc- teaus). Myndin er að mestu leyti í svart/hvítu og ferðast um Berlín gærdagsins og dagsins i dag í könnun á sálfræðilegum stríðssá- rum þýsku þjóðarinnar. Englar (menn og konur í svörtum frökkum) svífa yfir Berlín á daginn eða stika um götur borgarinnar og hlusta á þöglar hugsanir íbúanna. „Himinn- inn“ er líka ástarsaga um sirkuslis- takonu (Solveig Dommartin) og engilsins Damiels (Bruno Ganz). Val Damiels stendur á milli þess að halda áfram einmanalegri, and- legri tilveru engilsins eða kjósa dauðleikann og möguleikann á andlegri og líkamlegri fullnægingu. Af eintali hugsana Berlínarbú- anna kynnumst við þörfum þeirra, Wenders leikstýrir Solveigu Dommartin. Manna- veiðar Sidney Poitier er aftur farinn að leika í bíómyndum eftir um tíu ára hlé og myndin sem hann kaus fyr- ir endurkomu sína er þrillerinn „Shoot to Kill", sem sýnd verður í Bíóborginni og Bíóhöllinni samtímis. í henni leikur hann FBI-manninn Warren Stantin sem er á höttunum eftir kaldrifjuðum morðingja og þegar eltingaleikurinn berst uppí fjöllin í norðvesturríkjum Banda- ríkjanna fær hann til aðstoðar við sig leiðsögumanninn og fjallagarp- inn Jonathan Knox, sem Tom Ber- enger leikur, hvers kærasta (Kristie Alley) verður gísl morðingj- ans. Leikstjóri er Roger Spottis- woode, sem gerði hina ágætu spennumynd„Under Fire", sællar minningar. Handritið að „Shoot to Kill" varð til hjá framleiðandanum Philip Rogers. Honum fannst það henta Poitier fullkomlega frá upphafi og þótt leikarinn hefði neitað að leika í myndum í meira en áratug lét hann það ekki á sig fá heldur vann að því sleitulaust að fá Poitier aft- ur fram fyrir suðandi myndavélarn- ar. „Ég hef leikið í eitthvað um fjör- utíu myndum á mínum ferli," segir leikarinn kunni, „og það var eitt- hvað við handritið að þessari sem minnti mig á aðrar myndir sem ég hef leikið í. Það var í því svolítið af „In the Heat of the Night", svo- lítið af Liljum vallarins. Ég leita eftir ákveðnum gæðum þegar ég vel kvikmyndahlutverk og ég fann meira af þeim í þessu handriti en í nokkrum öðrum sem ég hef lesiö undanfarinn áratug." Þegar framleiðendurnir ákváðu hver skyldi leika leiðsögumanninn, sem er alger andstæða Stantins, var val þeirra einróma: Tom Ber- enger. Hann er nú einn af efnileg- ustu leikurunum vestanhafs eftir myndir eins og „Platoon" og „Someone to Watch Over Me“. „Það hefur reynst mér vel að leika á móti Tom," segir Poitier, „vegna þess að hann er mjög agaður. Hann neyddi mig til að taka á og sökkva mér oní hlutverkið og hann veitti mér einmitt þann stuðning sem ég þurfti eftir alla þessa fjar- veru frá bíómyndunum." Poitier hefur sagt að „Shoot to Kill" sé „erfiðasta mynd sem ég hef leikið í", enda eru í henni ófá áhættuatriðin, sérstaklega þegar leikurinn berst uppí fjöllin. Spottis- woode fékk hann til að leika flest áhættuatriðin sín sjálfur. „Ég bein- brotnaði ekki en þegar við lukum við myndina var ég nokkrum kíló- um léttari." Þrjár vænlegar gamanmyndir Jim Abrahams („Flying High", „Ruthless People") hefur leik- stýrt nýrri gamanmynd, sem heitir „Big Business", með Bette Midler og Lily Tomlin í aðalhlut- verkum. Það skrýtna er að þær leika tvöfalda tvíbura. Sagan er svona: Tvennir tvíburar — ríku stelpurnar Rose og Sadie Shelton og fátæku steplurnar Rose og Sadie Ratliff — fæðast á sama spítalanum og er ruglað í vöggum sínum. Annað ruglaða parið elst upp á Man- hattan þar sem þær um síðir reka risafyrirtækið Moramax, en hitt parið elst upp á krummask- uðinu Jupiter Hollow hvers hús- gagnaverksmiðja er í eigu Mor- amax, en það hyggst selja hana. Rose-arnar, sem Tomlin leikur, eru ekta sveitastúlkur en Sadie- arnar ekta stórborgarbörn. Rat- liffs-börnin koma til Manhattan að berjast við stórfyrirtækið og öll fjögur gista þau á Plaza hótel- inu. Eftir það tekur við eitt alls- herjar öngþveiti. Nýjasta gamanmynd George Roy Hills („The Sting") heitir „Funny Farm" og er með Chevy Chase í aðalhlutverki. Myndin er Chevy Chase um hjónin Andy og Elizabeth. Hann dreymir um að skrifa stóra skáldsögu (eða stóru skáldsög- una) en hún þráir ekki annað en frið og ró. í staðinn finna þau snák í rúminu, lík í garðinum og póstmann sem heldur að hann sé Mad Max á pallbíl. Mestu vonbrigðin i lífi Andy verða þegar í Ijós kemur að bók- in hans er hundléleg en konan hans skrifar metsölubók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.