Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 B 5 Afmæliskveðja: Jóna Vilhjálms- dóttir Skagaströnd 15. júlí sl. varð Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Lundi, Skaga- strönd, 70 ára. Hún er fædd á Siglufirði 15. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Aðal- björg Jónsdóttir frá Minna-Holti í Fljótum og maður hennar Vilhjálm- ur Magnús Vilhjálmsson frá Húna- koti í Þykkvabæ, er telur ætt sína að rekja til sr. Jóns Sigurðssonar er var prestur í Kálfholti er hafði að viðumefni Jón Bægisárkálfur er talinn var af mörgum sonur sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Jóna ólst upp með systkinum sínum þar til hún var níu ára göm- ul. Þá fluttist hún til Reykjavíkur árlangt, en 1927 fór hún til dvalar að Ásbúðum á Skaga í Húnavatns- sýslu. Þar ólst hún upp hjá hinum Bretland: Thatcher bíður ósigur London. Reuter. Forsætisráðherra Bretlands Margaret Thatcher beið ósigur í Lávarðadeild breska þingsins á þriðjudag þegar tillögu stjórnar- innar um að almenningi verði gert að greiða fyrir ákveðna þætti heilsugæslu var hafnað. Nokkrir fulltrúar flokks hennar, lhaldsflokksins, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Meirihluti fulltrúa í deildinni greiddi atkvæði gegn tillögunni sem felur í sér að almenningi verði gert að greiða fyrir ýmis konar heilbrigð- isþjónustu svo sem tann- og augn- skoðun. Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki ákveðið hvort leggja beri tillög- una fyrir neðri deild þingsins en talið er að nokkrir þingmanna íhaldsflokksins þar séu henni andvígir. Kína: Skaut sex í æðiskasti Peking. Reuter. Sagt var frá því á fimmtudag í dagblaði, sem gefið er út í Pek- ing, að þarlendur lögreglumað- ur, sem var við æfingar í æfing- arbúðum kínversku lögreglunn- ar norðarlega í Kína, hefði geng- ið berserksgang og skotið sex menn áður en hann var sjálfur tekinn af lífi. Lögregluþjónninn misst stjórn á skapi sínu eftir að yfirmaður hans í búðunum refsaði honum fyrir að hafa notað bifhjól í óleyfi. Eftir að hafa skotið yfirmannin og annan starfsmann búðanna lagði maðurinn á flótta á bifhjóli. Á flótt- anum skaut hann fjóra óbreytta borgara til bana. Seinna lagði maðurinn bifhjólinu og hélt flóttanum áfram á reið- hjóli. Að lokum króaði lögreglan flóttamanninn af í auðri byggingu. Einum og hálfum sólarhring síðar var hann tekinn af lífi. merku hjónum Ásmundi Árnasyni og Steinunni Sveinsdóttur frá Hrauni. Þar átti hún góðu að mæta á þessum árum, þegar unglingurinn er að mótast. Jóna var ung stúlka á Mallandi á Skaga er hún kynntist efnis- manni, Skafta Jonassyni Fanndal frá Fjalli í Skagahreppi. Hafði for- eldrum Skafta búnast þar vel, túnið var stórt, greiðfærar engjar út frá því en snjóþungt á vetrum. Útræði var undir Brekkunni, er gaf á sjó. — Skafta var ætlað að verða bóndi á Fjalli, enda dugnaðarmaður til lands og sjávar. Jona og Skafti giftu sig á þjóð- hátíðardaginn 17. júní 1939 í Ketu- kirkju á þeim árstíma er sólin skín í heiði og fegurst er í Skagafirði. Sama dag giftu sig einnig í Ketu- kirkju Jóhanna Jónasdóttir, systir Skafta, og Angantýr Hilmar Jons- son ljóðskáld sonur Guðrúnar Árna- dóttur frá Lundi, skáldkonu, en móðir Jónu Vilhjálmsdóttur og Guð- rún frá Lundi í Fljótum voru bræðradætur. Var þetta hin hátíð- legasta stund meðal þeirra ætt- menna. Jona og Skafti hófu búskap á Fjalli 1939, en fluttu 1941 til Höfðakaupstaðar er allt benti til að væri í miklum uppgangi. — Skafti var fjölhæfur maður er var gott til vinnu ocr hafði nokkurn búskap með. Hann stundaði jafnan smíðar og sjómennsku. — Þau hjón fluttu nú í lítið timburhús er Skafti hafði smíðað úr sumarhúsi er Páll Kolka hafði átt við Blöndu og nefndu þau hjón húsið sitt Dags- brún. Þau hjón eignuðust 5 böm er hafa verið góðir þegnar þjóðfélags- ins, stofnað heimili og farnast vel. Þau eru: Hjalti áður langferða- bílstjóri milli Reykjavíkur og Skagastrandar, nú stætisvagnabíl- stjóri, Jónas bifreiðastjóri á Blöndu- ósi, Vilhjálmur starfar við frystihús- ið áíHólanesi, Þorvaldur útgerðar- maður, og starfar mikið að félags- málum, Anna Eygló, sem býr í Njarðvíkum. Þessi börn hafa stofnað heimili með mökum sínum. Einnig ólst upp hjá þeim Jonu og Skafta Valdís T7» J J- Citroén á tilboðsverði Við þurfum að rýma fyrir nýjum birgðum og bjóðum nokkra 2ÍÍÉK AX °8 BX bíla á tilboðsverði eins og að neðan greinir: D N/ | Verðlista- Afsláttur: Tilboðs- BXyLeader verð: 595.000 47.000 verð: 549.000 BX16TRS 789.000 70.000 719.000 BX19GTI 999.000 70.000 929.000 BX19GTI16V 1250.000 103.000 1147.000 BX16RSBreak 899.000 40.000 859.000 BX19 TRS Break 989.000 50.000 939.000 /\ ££££«■■ | M A 1 Verðlista- Afsláttur: Tilboðs- verð: verð: AX 10 RE3 390.000 31.000 359.000 AX 10 RE 5 410.000 32.000 378.000 AX 11 TRE 3 430.000 31.000 399.000 AX 11 TRE 5 473.000 54.000 419.000 AX 14 TRS 3 474.000 45.000 429.000 AX 14 TRS 5 493.000 48.000 445.000 Aldrei áður höfum við boðið Citroén á slíku verði - Látið því ekki happ úr hendi sleppa. ES Komið á sýninguna um helgina og gerið góð kaup. Creiðsluskilmálar við allra hæfi. Opið sunnudag frá kl. 1 -5. Heittá könnunni. Gjobusi Lágmúla 5 X-Jöfðar til XXfólksíöllum starfsgreinum! JiOIÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.