Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 6

Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk lýsa því hátíðlega yf ir að því sé meinilla við hunda — nú, eða að það hreinlega þoli ekki ketti. Sumum er í nöp við hamstra eða hænsni, öðrum illa við blessaðar beljurnar. En getum við dæmt heila dýrategund svona, er hægt að setja svona heilan hóp undir einn hatt? Getur það verið að kettir séu eins ólíkir í sér og mannfólkið? Við leituðum álits nokkurra gæludýraeigenda og spurðum þá út í duttlunga og dynti dýranna. Texti: Inger Anna Aikman „Sendum köttunum kort frá Ameríku“ — Jón Ólafsson og.Sjöfn Kjartansdóttir í stuttu spjalli „NEI, nú er mér nóg boðið. Heldurðu að hann Rómeó sé ekki bara með tvær í tak- inu. Svei mér þá ... og svo er hann svo ósvífinn að hann daðrar við þær til skiptis, rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara. Nei, ég sætti mig aldrei við svona tengdason, það er á hreinu ... hún Melkorka á líka miklu betra skilið ..." Það er Jón Ólafsson, sem hefur orðið. Hann stendur við gluggann og fylgist grannt með litlu læðunni sinni, henni Melkorku. Unnusta hans, Sjöfn, virðist ekki síður óhress með framkomu fressins og til að forða kisu sinni frá frekari Ieiðindum fer hún að endingu út í garð og sækir dömuna. „Það var fyrst núna í vor, sem Melkorka fór að fara út,“ segir Sjöfn, um leið og hún kemur inn, „og síðan hefur Rómeó farið með stórt hlutverk í lífi hennar. Hann stillir sér gjarnan upp fyrir neðan stofugluggann og flytur henni hvert ástarljóðið á fætur öðru. En það er sama hvaða brögðum hann beitir — ekkert virðist hagga Melkorku. Sennilega er hún bara ekkert skotin í honum,“ bætir hún við. Sjöfn Kjartansdóttir með Melkorku og Jón Ólafsson með Hrafnhildi. En Melkorka er ekki eina dekurdý- rið á heimilinu. Systir hennar, Hrafnhildur Ýr, er nefnilega í jafn- miklu uppáhaldi hjá húsráðendiim. „Við fengum þær fyrir þremur árum,“ upplýsir Jón, „keyptum þær í Gull- fiskabúðinni fyrir hundrað kall stykkið. Upp- haflega ætluðum við bara að fá einn kettling, en stóðumst svo ekki mátið, þegar við sáum þær leika sér saman. Eftir á að hyggja var þetta líka mjög skynsamleg ákvörðun. Þær verða t.d. aldrei einmana, þó við séum ekki heima á daginn, heldur geta þær dundað sér endalaust saman. Okkur er samt meinilla við að þær séu mikið einar, fáum venjulega ein- hvem til að vera hjá þeim, ef við erum í burtu yfir nótt. Þegar við fórum til Banda- ríkjanna nú í vor fengum við mann til að búa í íbúðinni og hugsa um kettina á meðan,“ bætir hann við. Nú hlæja þau bæði. „Það breytti því hinsvegar ekki, að við höfðum ótrúlegar áhyggjur af þeirn," segir Sjöfn. „Ég var ekki í rónni fyrr en við vorum búin að hringja heim. Ég er viss um að vesalings maðurinn hefur ekkert botnað í okkur. Eg varð bara að fá að vita hvort þær svæfu með honum í rúminu — þvf ég vissi að ef þær gerðu það ekki, þá væru þær ekki sáttar við þetta uppátæki okkar. En sem betur fer virt- ust þær kunna ágætlega við manninn og fógn- uðu okkur innilega, þegar við komum heim. Samt hugsa ég að við höfum saknað þeirra mun meira en þær okkar," bætir hún við. „Við vorum svo illa haldin af söknuði að við sendum þeim kort frá Bandaríkjunum og báðum manninn um að lesa það fyrir þær. Sem hann oggerði," upplýsir Jón. Eftir andar- taks þögn lítur hann á Sjöfn og segir í hálfum hljóðum: „Hann hlýtur eiginlega að halda að við séum svolítið skrýtin, blessaður maður- inn.“ Við fyrstu sýn virðast þær stöllur, Hrafn- hildur og Melkorka, vera afskaplega líkar. „Já, þær eru ofboðslega líkar í útliti, það vantar ekki,“ samþykkir Jón. „En þær eru hinsvegar gerólíkar í sér. Maður gerir sér trúlega betur grein fyrir öllum þessum sérein- kennum hvers kattar þegar maður er með tvo ketti en einn. Hrafnhildur er t.d. mun sérvitr- ari en Melkorka, hún harðneitar að fara út fyrir hússins dyr, þorir því hreinlega ekki. Hún heimtar líka að fá að drekka vatnið sitt beint úr krananum. Þá stekkur hún upp í vaskinn og mjálmar þar látlaust þar til við komum og skrúfum frá,“ segir hann. „Síðan Melkorka fór að fara út, þá hefur Hrafn- hildur verið ferlega lítil í sér,“ segir Sjöfn. „Hún er ofsalega eirðarlaus meðan systir hennar er ekki heima, er alltaf að kíkja út um gluggann og skyggnast um eftir henni. Svo tekur hún alltaf fagnandi á móti henni, þvær henni hátt og lágt og malar eins og hún eigi lífið að leysa," segir hún. „Einhverra hluta vegna heldur Hrafnhildur að hún sé á einhvem hátt náskyld páfagaukum," skýtur Jón inn í. „Hún er haldin þeirri áráttu að þurfa alltaf að sitja á öxlinni á manni. Það var líka í góðu lagi á meðan hún var lítil og létt, en í dag er hún orðin dálftið heimilisleg í laginu og full þung fyrir eina öxl að bera.“ Þær hafa báðar sína duttlunga og dynti, Hrafnhildur og Melkorka, og mataræði þeirra systra er í meira lagi sérkennilegt. „Sko, Hrafnhildur er hrifnust af katta-komflexi, kotasælu og rækjum. Melkorka er hinsvegar dálftið veik fyrir skinku og harðsoðnum eggj- um. Hvorug þeirra snertir við fisknum," seg- ir Sjöfn. „I stuttu máli held ég að mér sé óhætt að segja að Melkorka sé miklu þrosk- aðri og kurteisari en Hrafnhildur. Hún er svo óútreiknanleg. Þetta er aðalmunurinn á þeim systrum, held ég.“ Þegar hér er komið sögu berst talið að ímynd kattaríns almennt, öllum sögunum um undirferli þeirra, ótiyggð og fals. „Ég hlusta nú ekki á svona kjaftæði," segir Jón ákveðinn í bragði. „Kettir eru ótrúlega sjálfstæð dýr, sem láta ekkert segja sér fyrir verkum. Þeir eru góðir við þig þegar þannig liggur á þeim, geta auðveldlega móðgast við þig og eru þá ekkert að reyna að fela það. Þetta kalla ég ekki fals, heldur hreinskilni," segir hann. „Ég hef heldur aldrei almennilega skilið það þegar fólk segir ketti heimska, fyrir þá sök að þeir sitji ekki og standi eins og okkur mönnunum þóknast. Ég er hræddur um að sá maður sem Iéti skipta sér þannig fyrir verkum yrði ekki talinn neitt sérlega greindur, eða hvað?“ Nei, við getum svo sem fallist á það. Þá er komið að ljósmyndatökunni. „Þetta verður erfitt, maður," segir Jón, um leið og hann reynir að lokka Hrafnhildi til sín. Hann talar við hana í róandi tón, hrósar henni í hástert, flautar fyrir hana ósköp ljúft lag og reynir að lokka hana til sín með sérstöku katta-vítamíni. „Þær mega víst fá þijár vítamíntöflur á dag,“ segir Jón um leið og ljósmyndarinn smellir af. „Aftur á móti kom- ust þær einu sinni í dósina, sem í voru 180 töflur og kláruðu þær allar á augabragði. Þeim varð nú reyndar ekki meint af, en í fleiri vikur þar á eftir litu þær ekki við þess- um fjörefnum." „Þeir voru ólíkir bræður, þeir Póstur og Sími“ Unnur Ösp Stefánsdóttir kattavinur rifjar upp kynni sín af nokkrum kisum Morgunblaðið/Sverrir Unnur Osp Stefánsdóttir ásamt arftök- um Pósts og Síma — mæðginunum Tinnu og Tinna. UNNUR Ösp Stefánsdóttir heitir tólf ára stelpa, sem átt hefur fleiri ketti en hún hefur tölu á. Sumir hafa þeir verið mjög sérvitrir, aðr%r bara venjulegir — fáeinir latir og nokkrir iðandi af fjöri. „Það eru engir tveir kettir eins,“ fullyrti Unnur Ösp, er við inntum hana eftir því hvað það væri í fari katta, sem heillaði hana svona. „Sumir kettir eru alveg rosalega leiðinlegir,“ bætti hún við í fullri hrein- skilni, „en þeir eru fleiri, sem eru bæði líflegir og skemmtilegir.*1 Eg á tvo ketti núna, Tinnu og Tinna, og þau eru sko mæðgin," útskýrði hún. „Samt eru þau al- veg svakalega ólík. Tinna er miklu styggarí og þyngri í skap- inu, algjör letibykkja. Tinni er hinsvegar mun yngri og blíðari en hún og hann er næstum því alltaf í góðu skapi. Æ, hann er svona ekta gæludýr, ofsalega góður í sér og mjög kelinn," sagði hún. „Það er svolítið skrýtið að þeir voru líka svona ólíkir bræð- umir, sem ég átti síðast, Póstur og Sírni." Þama hváði ég. Fyrirgefðu, en hvað sagð- irðu? „Póstur og Sími, þeir hétu það,“ end- urtók hún og hló. Næsta spuming lá beint við. — Hvemig í ósköpunum datt þér í hug að kalla þá Póst og Síma? „Þegar við feng- um þá var mér falið að finna nafn á þá,“ útskýrði Unnur Ösp. „Nú, ég sat og fylgd- ist með þeim og tók fljótlega eftir því að annar þeirra var miklu latari en hinn, svolí- tið seinn í snúningum. Svo mér datt í hug að skíra hann Póst, því það tekur svo lang- an tíma að senda skilaboð í pósti — og hinn Síma — af því hann var miklu sneggri — svo fjörugur og léttur á sér. Mér fannst þessi nöfn eiga ósköp vel við þá,“ sagði hún. Aðspurð kvaðst Unnur ekki geta hugsað sér að eiga ekki kött. „Allt frá því ég man fyrst eftir mér hafa verið kettir í kringum mig og mér finnst þeir alveg ómissandi. Reyndar er alltaf dálítið erfitt þegar þeir týnast' eða deyja — þá verður maður alveg ómögulegur af söknuði og sórg. En samt sem áður gæti ég ekki hugsað mér að lifa án þeirra," sagði Unnur Ósp Stefánsdóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.