Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
'SÍ-)
Ferðanesti
Fyrst þegar ég heyrði orðið ferðanesti, rak mig í rogastans. Mér
fannst orðið nesti fullgott, en þegar ég fór að hugsa málið nánar, fann
ég að svo var ekki. Nesti taka menn ekki bara með sér í ferðalög,
heldur einnig á vinnustaði, í skóla o.s.frv. Svo að nestið var ekki allt-
af háð ferðalögum. En ferðanesti getur verið margs konar, og oftast
háð því, hvernig ferðalagið er. Við tökum nesti með okkur í sumarbú-
staðinn, í tjaldið eða í bílinn aða stingum því í bakpokann á göngu.
Og nestið getur verið til eins dags eða til margra daga, og breytir
það auðvitað miklu um það, hvemig nestið á að vera.
Englendingar og Ameríkanar nota orðið „picnick" um máltíðir utan-
dyra, en nestið okkar borðum við oft inni, enda ekki alltaf veður til
að borða úti.
Sérstakir töfrar fylgja því að borða úti, og það gerum við í ferðalög-
um, svo framarlega sem ekki rignir eldi og brennisteini. Góða, hreina
loftið okkar eykur líka matarlystina, og við erum auk þess afslapp-
aðri, og ætti því að verða betra af matnum. Nú nota flestir kælitöskur
til ferðalaga, og er það til mikilla bóta, en þó að við getum ekki allt-
af fryst kæliflöskumar, er oft hægt að stinga þeim í plastpoka og
festa við stein í nálægum læk, og helst þá góður kuldi á þeim. Mér
er ekki kunnugt um, hvort hægt er að láta frysta slíkar kæliflöskur
á tjaldstæðum, en það er gert víða erlendis. Þegar nesti er útbúið
ættum við að varast að láta ferskt grænmeti og ferskar kiyddjurtir
liggja lengi með kjöti og fiski, hvort heldur er hráum eða soðnum t.d.
í þeim legi sem við leggjum kjötið okkar í. Jarðvegsbakteríur geta verið
á grænmetinu, en þær magnast fljótt upp í hita. Einnig geta verið
margar bakteríur í kryddi, jafnvel því sem fæst tilbúið í búðum. Því
er betra að taka löginn (maríneringuna) með sér í flösku eða í krukku.
Síðan er hægt að leggja kjötið eða fiskinn í löginn nokkmm klukku-
stundum fyrir notkun. Ef heitt er í veðri, þarf kjötið mun styttri tíma
í leginum. í hitum er alltaf meiri hætta á eitrunum og ættum við að
fylgja þeirri reglu, að láta hrátt kjöt aldrei liggja. með öðru, og þvo vel
öll áhöld og bretti sem kjötið hefur legið á. '
Ýmislegt þarf að hafa í huga, þegar nesti er útbúið. Setjið aldrei
plastfilmu utan um feitt álegg, t.d. ost, kjöt eða kæfu og pylsur. Um
20% af mýkingarefni plastsins leysist upp í fitunni, og engum dettur
í hug að þetta mýkingarefni sé hollt til neyslu. Aftur á móti getum
við sett plastfílmu utan um ávexti, grænmeti og þess konar.
Látið aldrei ferskar kryddjurtir eða grænmeti liggja lengi ofan á
brauði með öðru áleggi, sérstaklega kjöt- eða fískáleggi.
Allar sósur, t.d. úr olíusósu ættum við að hafa í sérstöku íláti, ekki
setja það ofan á brauðið. Þetta á einkum við, ef þið ætlið að geyma
brauðið í marga daga. Mjög auðvelt er að setja sósuna í litla plastdós,
og setja á brauðið um leið og við borðum það.
Salatblöð eru mjög góð með alls konar áleggi. Ef við smyijum nes-
tið til eins dags, er ágætt að setja það með á brauðið, en ef við ætlum
að nota nestið síðar, er betra að geyma blautt salatið í plastpoka, og
setja á brauðið um leið og við borðum. Salatblöð fríska mjög mikið upp
á smurt brauð.
í alls konar ferðalög er mjög gott að hafa með sér flatbrauð og
skonsur. Já og jafnvel pítubrauð, ef við ætlum að hafa pítu. Auðvitað
er hægt að kaupa allt þetta, en mun ódýrara er að búa það til sjálfur,
og alls ekki mikil fyirrhöfn.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Skonsur bakaðar á pönnu:
„ 12 stk.
3 egg
*/2 bolli sykur
5 bollar hveiti
1 bolli heilhveiti
5 tsk. lyftiduft
1 lítri mjólk
3 msk. matarolía.
1. Hrærið egg og sykur vel saman
(í hrærivél).
2. Sigtið saman hveiti, heilhveiti
og lyftiduft.
3. Setjið mjölið og mjólkina á víxl
út í eggjahræruna og hrærið á
milli.
4. Setjið matarolíu út í deigið.
5. Hitið pönnukökupönnu, hafíð
miðlungshita. Bakið síðan 12
skonsur úrdeginu. Hæfílegur tími
er 5 mínútur á hvorri hlið.
Skonsur bakaðar á hellu:
5 stk.
250 g hveiti
250 g heilhveiti
3 tsk. lyftiduft
100 g smjörlíki
2 egg
2 dl mjólk.
1. Setjið hveiti, heilhveiti og lyfti-
duft í skál.
2. Myljið smjörlíki út í hveitið.
3. Setjið eggin og mjólkina út í
og hnoðið deig.
4. Skiptið deiginu í 5 hluta, búið
til kúlu og fletjið út, þannig að
þetta passi á stóra hellu.
5. Hitið helluna, hafíð minni en
hálfan hita. Bakið kökumar beint
á hellunni, u.þ.b. 5-7 mínútur á
hvorri hlið.
Flatkökur:
10 stk.
200 g hveiti
400 g heilhveiti
50 g hveitiklíð
l‘/2 tsk. salt
IV2 tsk. lyftiduft
5 dl sjóðandi vatn
1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveit-
iklíð, salt og lyftiduft í skál.
Blandið vel saman.
2. Sjóðið vatnið og hellið út í
mjölið. Hnoðið saman. Best er að
gera það í hrærivél, þar sem deig-
ið er heitt og ekki gott að hnoða
það með höndunum.
3. Skiptið deiginu í 10 hluta. Fletj-
ið síðan út. Skerið undan diski.
Pikkið kökumar.
4. Setjið fullan straum á helluna.
Bakið síðan kökumar beint á hell-
unni í 3-5 mínútur á hvorri hlið.
5. Bleytið diskþurrku, setjið utan
um kökurnar jafnóðum og þær
eru bakaðar. Setjið síðan í stóran
pott og hlemm yfir.
6. Gætið þess að hreinsa af hell-
unni um leið og þið takið flatkök-
umar af. Skafíð lauslega með
þunnum hníf.
Pítubrauð:
2 stk.
V2 bolli hveiti
1 lítill pk. þurrger, 50 g
IV2 tsk. salt
V2 dl matarolía
3 dl ylvolgt vatn (35°C, alls ekki
heitara)
1. Setjið öll þurrefni ásamt gerinu
í skál.
2. Takið ylvolgt vatn úr kranan-
um, og setjið í könnu, stingið litla-
fíngri ofan í vatnið. Ef hvorki
fínnst hiti né kuldi er vatnið mátu-
lega heitt.
3. Setjið vatnið og olíuna út í
mjölið. Hrærið saman.
4. Setjið ylvolgt vatn í eldhúsvask-
inn. Setjið skálina með deiginu
ofan í vatnið. Breiðið hreint stykki
yfír skálina. Látið deigið lyfta sér
þannig í 20 mínútur.
5. Skiptið deiginu í litla bita. Fletj-
ið hvem bita út í aflanga plötu
rúnna í báða enda.
6. Setjið hálfa tsk. af matarolíu
á annan endann, leggið síðan
brauðið saman og þrýstið vel sam-
an á brúnunum.
7. Hitið bakaraofninn í 230°C,
bakið í 5-7 mínútur.
8. Takið píturnar úr ofninum,
snúið við og bakið á hinni hliðinni 1 stór laukur
2-3 mínútur.
1 msk. matarolía
9. Opnið þann enda sem er þver 15 g smjör (1 smápakki)
og setjið fyllingu inn í.
Gulrætur, rófur, kína-
hreðkur og salatblöð í
vatni:
1 stór rófa
6 meðalstórar gulrætur
1 meðalstór kínahreðka
20 falleg salatblöð
1. Þvoið rófuna, afhýðið og skerið
í þunnar sneiðar.
2. Skafið gulrætumar, skerið
sneið ofan af þeim, ef gulrótin er
græn efst.
3. Afhýðið kínahreðkuna og ske-
rið í þunnar sneiðar.
4. Þvoið salatblöðin vel.
5. Setjið ískalt vatn í plastdós
með góðu loki. Setjið hrátt græn-
metið í vatnið. Lokið dósinni vel
og geymið í kælitöskunni.
Athugið: Gulræturnar geta smitað
lit út í hitt grænmetið, en kína-
hreðkur geta aftur á móti smitað
bragði.
Alls konar salöt og sósur er gott
að hafa í plastboxi og borða síðan
með bruðinu eða grillaða kjötinu
og fískinum.
Salat með sveppum, lauk
og papriku:
100 g sveppir
1 stór græn paprika
nýmalaður pipar
1. Þerrið sveppina vel og skerið
í sneiðar.
2. Takið steina úr paprikunni og
skerið í litla bita.
3. Afhýðið og saxið laukinn.
4. Setjið smjör og olíu í pott, haf-
ið meðalhita.
5. Setjið sveppi, papriku og lauk
út í og sjóðið við hægan hita í
10 mínútur. Hrærið vel í á meðan.
6. Kælið og setjið í box.
Sósa með gúrku og ólífum:
1 dós sýrður ijómi
1 msk. olíusósa (mayonnaise)
8 dropar tabaskósósa
nokkur strá graslaukur
V2 gúrka
8 fylltar ólífur
1. Setjið sýrðan ijóma, olíusósu
og tabaskósósu í skál.
2. Þvoið graslaukinn, klippið hann
og setjið saman við.
3. Afhýðið gúrkuna, saxið smátt
og setjið saman við.
4. Saxið ólífumar og setjið saman
við.
5. Hrærið vel saman og setjið í
plastdós með loki.
6. Geymið í kæliboxi.
Athugið: Þessi sósa er mjög góð
með alls konar fiski og græn-
meti, og hún hentar vel á pítur.