Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
flí
O f
B 13
Trollið tekið upp í skutinn og lásað úr rússanum og síðan er belgur-
inn tekinn á kraftblökkinni.
Vélstjórarnir Guðmundur og
Kjartan í slag við leka á þrýsti-
röri.
Hráefni og gæði:
Mikilvægasti gæðaþátturinn í
þessari framleiðslu er að varðveita
ferskleika og réttan lit. Bestur
árangur næst ef rækjunni er haldið
sem lengst lifandi í biðkeijum og
með því að stytta vinnslu- og pökk-
unartíma sem kostur er. Þá er mik-
ilvægt að jafnvægi sé milli veiði-
og frystiafkasta í skipinu svo rækj-
an komist sem fyrst í frost. Biðtími
rýrir alítaf gæði framleiðslunnar.
Flokkun:
Rækjuna þarf að flokka eftir
stærð. Stærðarflokkar eru 50/70,
70/90, 90/110, 80/120 og 120/150
stykki í kíló. Stærðarflokkun verður
að vera nákvæm. Sérstakar kröfur
einstakra kaupenda verða tilkynnt-
ar sérstaklega.
Þvottur:
Eftir flokkun skal þvo rækjuna,
setja í plastbakka og flytja að pökk-
unaraðstöðu. Gæta skal þess að
biðtími verði ekki það langur að
rækjan þorni. Vatnið eykur á sam-
heldni blokka, myndar íshúð á
rækju og ver hana frostbruna. Þær
litabreytingar sem stafa af þomun
og frostbruna gera rælquna verð-
litla í Japan.
Pökkun og frysting:
Rækju fyrir Japan skal frysta í
plötufrystum, lóð- eða láréttum,
nema annað hafi verið leyft. Þegar
5 kílóa öskjur eru frystar í lóðrétt-
um tækjum skal leggja stórt plast-
blað í öskjuna, sléttfylla hana,
bijóta plastið vel utan um rækjuna
og loka. Frystitækin verða að vera
með fullu frosti á þegar sett er í
þau, en undir engum kringumstæð-
um má hlaða tækin og setja síðan
frost á þau. Eftir frystingu skal
opna lokið, lyfta plastblaðinu og
hella fersku vatni á yfírborðið til
að mynda íshúð. Sama gildir þegar
fryst er í láréttum tækjum nema
að ekki þarf að hella vatni yfír
rækjuna áður en gengið er frá öskj-
unum í stærri pakkningar.
Tveir stærstu flokkamir em sett-
ir í 1 kílós öskjur en um þær gilda
sömu vinnslureglur og á undan er
lýst en aðeins má frysta þær í lárétt-
um tækjum.
Hitastig í miðri öskju af öllum
stærðum verður að vera mínus 23
stig celsíus eða lægra áður en tekið
er úr tækjunum og sett í fiystilest.
Mjög mikilvægt er að flytja fram-
leiðsluna í frystilest svo fljótt sem
kostur er. Hitni ytra borð pakkning-
ar er hætt við þomun síðar. Yfír-
vigt skal vera 10% í 1 kg öskjunum
og 8% í 5 kg öskjunum. Yfírvigtin
á meðal annars að mæta brotinni
rækju og smárækju."
Eftirlit
Næst var mjög ýtarlega kveðið
á um hvemig ætti að ganga frá
Rúnar skipstjóri og Hörður stýrimaður bera saman bækur sínar á
vaktaskiptum.
kössunum sem öskjunum væri rað-
að í áður en rækjan er sett niður
í frystilestina. Alla kassa ber að
dagmerkja ásamt skipsmerkingu.
Að lokum var fjallað um hvemig
eftirliti með framleiðslunni skyldi
háttað um borð:
„Reglulegt eftirlit og skráning
skal fara fram um borð og skulu
upplýsingar vera til reiðu við löndun
og úttekt í landi. Skrá skal kassa-
flölda af hveijum fíokki daglega.
Fýlgjast skal með stærðarflokkum
og telja reglulega. Niðurstöður skal
skrá. Allar athugasemdir um
brotna, kramda, undirmálsrækju og
fleira skal skrá.
Japanskir kaupendur taka rækju
venjulega út áður en þeir sam-
þykkja kaup. Gæði, vigt, stærð,
pökkun og fleira verða að standast
kröfur kaupenda."
Reglumar em ýtarlega og hnit-
miðaðar enda borga Japanir allt að
fímm sinnum meira fyrir stærstu
rækjuna ef hún er unnin eftir þess-
um kröfum heldur en Danir borga
fyrir iðnaðarrækjuna svo aflaverð-
mætið getur hækkað verulega ef
vel tekst til.
Fullt troll af drullu
Akumesingur AK kom út úr þok-
unni. Jonni skipstjóri kallaði í tal-
stöðina: „Ég beygi í stjór, þá hlýt
ég að sleppa enda liggur það út í
stjór. Hvað segir þú um það
Rúnar?"
„Ég er byijaður að beygja í bak
svo þetta sleppur örugglega," svar-
aði Rúnar.
„Seinni pungurinn er farinn að
gelta hjá mér,“ hélt Jonni áfram.
„Ætli það sé ekki komið tonn í.
Þetta er að skána enda er full þörf
fyrir það því trollið fylltist allt af
drullu hjá mér í morgun."
„Já, ég var að fá vigtina rétt
áðan. Það vom um 1500 kg og þar
af fóm um 40% í pakkningar en í
morgun vom það liðlega 60% enda
meira um smárækju yfir daginn,"
svaraði Rúnar.
Nú kaliaði Virgar matsveinn í
kvöldmat en skipstjórarnir héldu
áfram að bera saman bækur sínar
í talstöðina. Virgar bauð í veislu
eins og venjulega en á morgun
ætlaði hann að grilla út á dekki ef
veður leyfði.
Kvöldvaktin var nýbúin að borða
og farin að leysa dagvaktina af því
þó pökkuninni væri lokið í bili
þurfti að slá úr pönnum, merkja
kassa og hafa allt tilbúið til að taka
á móti næsta hali.
Eftirlitið verður að
vera stíft
FLUGLEIDIR
tilkynna
Við höfum nú opnað
sjö nýjar úrvals biðstofur
fyrir
SAGA CLASS
farþega á eftirtöldum
flugvöllum:
KAUPMAIMNAHÖFN
- MAIRMAID LOUNGE
KEFLAVÍK
- SAGA CLASS
BOSTON
-AIRUNGUS
CHICAGO
- SCANORAMA
NEWYORK
- SAGA CLASS
STOKKHOLMI
- LOUNGE LINNÉ
FRANKFURT
- EURO LOUNGE
Sigurður 2. stýrimaður var í
umbúðageymslunni ásamt Sævari
netamanni og hásetunum Einari og
Guðjóni. Settar vom stærðarmerk-
ingar og dagmerkingar fyrir öskj-
umar sem átti að slá úr eftir tæpan
klukkutíma samkvæmt skráningun-
um í eftirlitsbókina.
„Er allt skráð í þessa bók?“
spurði ég Sigga stýrimann.
„Já og veitir ekki af. Japaninn
sem kemur í úttektina þegar farm-
inum verður landað skoðar bókina,
telur hvem stærðarflokk fyrir hvem
dag og ber allt saman. Þeir em
mjög strangir," svaraði Sigurður
og bætti við að það þyrfti að vera
stíft svo menn fæm eftir reglunum.
„Áttu við að vinnubrögðum hraki
ef eftirlitið er ekki stíft?“ spurði ég
og fletti í bókinni.
„Já, ég skyldi ætla það. Því mið-
ur er reynsla fyrir því,“ var svarið.
Lffíð um borð heldur áfram sinn
vanagang og allir em staðráðnir í
að vanda vel til vinnslunnar því það
er þeirra hagur. Andinn í mann-
skapnum er líka á uppleið í góðu
fiskiríi eftir daufa byijun á Dohm-
banka og langt stím norður fyrir
land.
„Það er þægileg tilfinning að
fínna gjöfult svæði eftir nokkra
reiðileysisdaga," viðurkenndi Rúnar
skipstjóri. Senn kæmi Hörður stýri-
maður á vakt og eins myndi Kjart-
an yfírvélstjóri taka við vaktinni í
vélarrúminu og Guðmundur vél-
stjóri gæti skoiað framan úr sér
svarta oiíuflekkinn sem hann fékk
í glímu við leka í þrýstiröri.
Texti og myndir:
Kristinn Benediktsson
SAGA CLASS farþegar fá all-
staðar úrvals
þjónustu, þægilegt and-
rúmsloft, úrvals lesefni,
símaþjónustu, léttar veit-
ingaro.fl. o.fl.
Allar nánarí upplýsingar um
SAGA CLASS
veita söluskrifstofur Flugleiða
og ferðaskrifstofumar.
FLUGLEIDIR