Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 15
MöRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 B 15 Hópur hjúkrunarfrœðinga, talið frá vinstri: Kristín Þórarinsdóttir, Suðrún Eggertsdóttir, Björg Pálsdóttir, Guðbjörg Davíðsdóttir, Guð- rún Sigurjónsdóttir, Margrót Ásgeirsdóttir og Lilja Steingrímsdóttir. „Á skíðum skemmt’ ág mór, tralalala." Fjallið Loðmundur í baksýn. x X&jixMl r - > Skíðað niður af Snækolli. menn. Að sögn þeirra var dvölin í Kerlingarfjöllum liður í æfingaáætl- un sem samin hefur verið fyrir landsliðið. Þau æfa sig í Kerlingar- fjöllum í sumar en í vetur er stefnt að því að fara til Austurríkis. Æfingarnar eru teknar upp á mynd- band, sem þau svo skoða til þess að sjá hvað betur megi fara. „Þetta er mjög tímafrekt og þegar við erum erlendis á veturna þá æfum við allt að sex tíma á dag. Það er líka er- fitt að stunda vinnu eða nám með æfingunum þvi lítill tími er aflögu," sagði Örnólfur og þau Guðrún og Valdimar tóku í sama streng. Tuttugasta sumarið í Kerlingarfjöllum Eyjólfur Kristjánsson tónlistar- maður er einnig kunnur sem skíða- kennari í Kerlingarfjöllum og í sam- tali við Morgunblaðið sagðist hann vera að hvíla röddina þarna uppi á fjöllum. „Ég hef kennt hérna á skíði síöan sumarið 1975 en kom hingað fyrst 1968 þannig að þetta er tuttugasta sumarið mitt í Kerlingar- fjöllum." Kvöldvökurnar í Skíðaskó- lanum eru frægar og þegar Eyjólfur var spuröur hvort það þýddi nokkuð að hlífa röddinni sagði hann að það væri alltaf freistandi að taka undir með hljómsveitinni á staðnum, Skíðabroti. „Hins vegar fer ég að spila aftur með Bítlavinafélaginu í haust og þá verður röddin að vera í lagi.“ Hljómsveitin Skíðabrot er skipuð skíðakennurunum Þorgrími Kristj- ánssyni, Örnólfi og Kristjáni Valdi- marssonum. Að sögn Þorgríms eflist hljómsveitin á hverju sumri og er upp á sitt allra besta í sum- ar. Þetta er annað sumarið sem Þorgrímur kennir í Kerlingarfjöllum en hann hefur undanfarna þrjá vet- ur lært skíðakennslu í Austurríki. Jónas Valdimarsson er yfirskíða- kennari Skíðaskólans og að hans sögn komu hátt á þriðja hundrað manns á skiði i Kerlingarfjöll helgina 9.—10. júlí. „Námskeið standa frá sunnudegi til föstudags en um helg- ar eru svokölluð helgarnámskeið. Þá kemur mikið af fólki hingað á eigin bílum og þessa helgi voru um 80 jeppar hér.“ Jónas sagði það vinsælt aö ganga á Snækoll, sem er hæsti tindurinn á svæðinu, og skíða niður en þaðan er útsýni fag- urt. Hjúkkur á skíðum Svo skemmtilega vildi til að þeg- ar blaðamaður heimsótti Skíðaskól- ann voru þar tveir hópar af hjúkrunarfræðingum. Annar var frá Borgarspítalanum en hinn af Landsspítalanum. Að sögn Guðrún- ar Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræð- ings á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans vissu hóparnir ekki hvor af öðrum og hittust þarna af tilviljun. „Ég kom hingað fyrst á fjölskyldu- námskeið fyrir tveimur árum og hafði þá aldrei farið á skíði. Þá horfði óg aðdáunaraugum á fólk þeysast niður brekkuna en við byrj- endurnir hóldum okkur á sléttunni. Kennslan hér er mjög góð og fólk tekur miklum framförum. Það er alveg stórkostlegt komast út í nátt- úruna svona fjarri stressinu í Reykjavik,“ sagði Guðrún og stöllur hennar voru á sama máli. Mexíkó: Pe Pe látinn Mexíkóborg. Reuter. Pandabjörninn Pe Pe, faðir flestra pandabjarna sem fæddir eru í dýragarði, er nú látinn. Pe Pe dó af völdum krabbameins sem hafði hrjáð hann lengi. Hann var þrett- ánára gamall. Pe Pe var, ásamt konu sinn, fluttur til Mexíkó árið 1975. Þar öðluðust þau frægð fyrir að eignast sjö Pandabirni. Fjór- ir þeirra komust á legg. Pandahjónin voru fyrstu pandabimir í dýragarði utan Kína til að geta afkvæmi með eðlilegum hætti. Pe Pe verður stoppaður upp og hafður til sýnis í gamla hús- inu sínu í dýragarði Mexíkó- borgar. DAGVIST BARIV A VESTURBÆR Ægisborg, Ægisíðu 104 Fóstrur og/eða annað uppeldismenntað starfsfólk óskast til starfa eftir hádegi frá 1. september. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. FOSSVOGUR Kvistaborg v/Kvistaland Leikskólinn Kvistaborg v/Kvistaland ósk- ar eftir fóstru og aðstoðarmanni í ágúst eða september næstkomandi. Um er að ræða hálf störf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 30311 og skrifstofa Dagvistar- barna sími 27277. Hárgreiðslusýningin heimsfræga saipn inKRnniiomL 88 haldin íEarls Court í London dagana 7.-1 L október Getum útvegað að- göngumiða á eftirtald- ar sýningar: Tony & Guy Jingles International Antenna Cobella Alan International Rusk International Tresemme Trevor Sorbie Aðalstræti 16 - Sími 621490 Verð með flugi, gistingu í Y-hóteli í 4 nætur með morg- unmat k, 28.900,- pr. mann í 2ja manna herbergi. Verð með flugi, gistingu í 4 nætur í George hóteli kr. 27.900,- pr. mann í 2ja manna herbergi. F E RÐASXRIFSTOFA REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.