Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 -4 i RiÖiÖ um Skálabrekkur. GengiÖ hrygginn á milli Heljarkambs og MorinsheiÖar. Gengiö niöur Bröttufonn frá Þrívörðuskeri að Heljarkambi. Augliti tilauglitis viÖ hinn hrífandi Króksfoss. RiÖiö yfir sporÖ Eyjafjallajökuls. Mýrdalsjökull ibaksýn. Heimur heiðanna A úöaslceöubalanum viö Króksfoss. Viö Kœfufoss. Við lögðum upp frá Skógum eft- ir að hafa staldrað við hjá Skógar- fossi sem er um 65 metra hár og fellur fram af basalthellu í móberg- inu sem Eyjafjöllin byggja að mestu á. Móberg Eyjafjallanna er innan við 700 þúsund ára gamalt en í því eru sprungugoseldstöðvar sem hafa gosið basísku hrauni ríku af ankar- amítí. Yfir tuttugu fossar eru í Skógánni og þar af eru þrettán viðamestir og bera nöfn, en reiðtúr eða ganga upp með, Skógánni er ævintýri líkast þegar foss heilsar af fossi. Brekkan fyrir ofan Skógabæina heitir Kvennabrekka, hún er bratt- asti hluti leiðarinnar. Þó var riðið léttilega þar upp, enda fóru þeir fyrir Bergur í Steinum og séra Halldór í Holti. Þegar komið er rétt upp fyrir brúnir Kvennabrekku opn- ast hinn dýrðlegi heimir heiðanna í Ejöllunum. Farið var yfir Bæjar- lækinn vestur heiði í átt að Skóg- ánni og allt heitir sínum nöfnum á þessari leið. Riðið var um Foss- bogatorfu, Steinbogatorfu og Bjall- höfuð í átt að Drangshlíðarfjalli en ofar í hlíðinni er Rauðafell. Syðst í í Drangshlíðarfjalli er Skóganúpur- inn og þar fyrir ofan Melrakkadalur sem er fögur náttúrusmíð og fínleg. í góðu skyggni sést austur til Dyr- hólaeyjar og út í Vestmannaeyjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.