Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 18

Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 A DROITINS m Frá Austur-Þýzkalandi Mótmælendakirkjan í Austur- Þýzkalandi mun halda áfram að styðja það fólk, sem óskar eftir því að flytjast úr landi, segir Gott- fried Forck, biskup mótmælenda í Berlín-Brandenburg. Hann segir að það hafl alltaf verið hlutverk kirkjunnar að taka afstöðu með réttlætinu, á því byggist þessi stuðningur. Kirkjan biður stjórn- völd að flnna réttláta lausn á málum þeirra, sem óska eindregið eftir því að fara úr landi, en biður jafnframt umsækjendur um að fara ekki fram á það, sem er ómögulegt, og sýna þolinmæði. Biskupinn hefur talað við fólk, sem hefúr sótt um fararleyfl. Sumt þess fólks hefur orðið fyrir svo miklum óþægindum frá stjómvöldum að það vill engan veginn dveljast lengur í landinu. Það reynir að krefjast afgreiðslu mála sinna með því að vekja á þeim athygli opinberlega en yfir- völd hafa hegnt því fyrir það. Því er jafnvel hegnt fyrir minnstu til- Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Þorhjörg Daníelsdóttir Aðutan raunir til að vekja athygli á óskum sínum um brottför. Forck biskup sagði að kirkju- fólk heföi spurt um rétt kirkjunn- ar til að blanda sér inn í mál, sem vörðuðu ríkið og þjóðfélagið fyrst og fremst. Það spyrði líka hvers vegna kirkjan drægi taum þeirra, sem væru alls ekki að hugsa um kirkjuna og boðun hennar heldur vildu breyta þjóðfélaginu og væri efst í huga að uppfylla sínar eigin óskir um að yfirgefa land sitt. í svari sínu til þessa fólks skýr- skotar Forck biskup til Barmen- yfirlýsingarinnar frá 1934, sem byði kirkjunni að hafa boðorðin og réttlæti Guðs í huga jafnframt ábyrgð þeirra, sem stjóma og lúta stjórn. Lúterska kirkjan í E1 Salvador opnar mannréttindaskrif stof u Lúterska kirkjan í E1 Salvador hefur opnað nýja skrifstofu til að fjalla um mannréttindabrot. Þau verða æ alvarlegri í landinu. Markmiðið er að hjálpa öllum þeim, sem þola brot á mannrétt- indum sínum og hafa enga sér til vamar. Engu máli skiptir hverrar trúar fólkið er eða hvort það sé trúleysingjar. Kaþólska kirkjan þrengir að lútersku kirkjunni i Póllandi Lúterska kirkjan í Póllandi hef- ur orðið mjög fyrir barðinu á hinni kaþólsku systur sinni þar. En lút- erskum prestum fjölgar. Arið 1987 vom 8 prestar vígðir og 9 árið 1986. 99 lúterskir prestar þjóna nú í Póllandi og 17 prestar em á eftirlaunum. 75 lúterskir guðfræðinemar stunda nám við guðfræðideildina í Varsjá, þar af em 17 konur. Konur em ekki vígðar í Póllandi en annast ferm- ingarfræðslu. Árið 1987 vom 12 konur við fræðslustörf í kirkjunni og 23 líknarsystur störfuðu við líknarmiðstöð kirkjunnar og 4 á elliheimili hennar. Lúterska kirkj- an í Póllandi er þriðja stærsta kirkjan þar. Rómversk-kaþólska kirkjan er stærst og þá grísk- kaþólska kirkjan. Barátta smábænda hefur áhrif á guðfræði í Brasilíu Baráttan fyrir rétti smábænda til landeigna í Brasilíu er farin að hafa veruleg áhrif á guðfræði kirkjunnar. Ný og afar mikilvæg viðhorf hafa orðið til í guðfræð- inni vegna þeirrar baráttu. Þessi barátta er líka einn meginþáttur í þjóðfélaginu. Stórbændur skipu- leggja vamaraðgerðir og hyggjast láta krók koma á móti bragði. Nýjar sálmabækur í Finn- landi og Rússlandi Finnska kirkjan hefur fengið nýja sálmabók með finnskum og sænskum sálmum. Þeir em bæði auðskildari og nær daglegu lífi en sálmamir í fyrri sálmabók, en líka glaðlegri, alkirkjulegri og auðsungnari. Gamla sálmabókin hefur verið notuð í hálfa öld og það tók yflr 10 ár að vinna að nýju bókinni. Finnar em reyndar ekki undur bjartsýnir á framtíð sálmasöngs. Það dregur m.a. úr bjartsýninni að skólar byija ekki lengur daginn með sálmasöng. Þýzkir söfnuðir lútersku kirkj- unnar í Rússlandi hafa nú líka fengið nýjar sálmabækur eftir 75 ár. Ný]a sálmabókin hefur um 800 sálma. Við finmim kraft, líf o g gleði - segir Ingrid Heinz, sem vinnur í kirkjuhúsi í Þýzkalandi Ingríd Heinz er ung, þýzk kona, sem starfaði hér í nokkur ár sem nuddkona. Hún talar og skrifar svo góða íslenzku að aðeins fáein- ar smávillur í bréfunum sýna að hún er ekki íslenzk. Hún er nú aftur flutt til Þýzkalands og vinn- ur þar í kirkjustofnun í Scheidegg nálægt Bodensee. Þessi kirkju- stofnun lútersku kirkjunnar í Þýzkalandi rekur 4 heimili í Suð- ur-Þýzkalandi, 3 fyrir mæður og eitt fyrir mæður og böm. Meðan Ingrid bjó hér töluðum við stundum saman um kirkjuna, sem henni fannst ekki mikið til um. Hún hafði sagt sig úr ka- þólsku kirkjunni í Þýzkalandi. Einu sinni var hún boðin á heimili í Reykjavík, þar sem kirkjufólk hittist til að tala um trú sína og guðfræði, spjalla um daginn og veginn og drekka saman kaffí. Ingrid sagði á eftir að sér fyndist þessi samvera miklu nær því, sem hún vildi að kirkjan væri, nær því en guðsþjónustumar á sunnudög- um. En hvað fínnst henni nú um starf sitt f lútersku kirkjunni í Þýzkalandi? — Mér líður ekki vel þegar ég fer í kirkju. Mér fínnst einhver þrýst- ingur þar, sem á ekki að vera og mér finnst 'það óþægilegt. Mér finnst kirkjukerflð eins og það er hljóti að vera byggt á misskiln- ingi. Ég er viss um að Guð hefur ekki ætlazt til að við skipulegðum kirkjuna svona. En héma í kirkju- húsinu, sem ég vinn í, fínn ég nálægð Guðs. Við byijuðum vinnuárið í janúar með því að halda sameiginlegan fund fyrir starfskonumar í öllum 4 húsun- um. Við töluðum, fengum góðan mat og dönsuðum þjóðdansa. Mér fannst ég finna orkut eitthvað, sem ég þarf að eiga. Ég er hluti af þessum hópi og við getum skap- að eitthvað nýtt með starfí okkar. Við finnum kraft, líf og gleði í starfl okkar og samstarfi, en líka erfiðleika, sem við þurfum að beij- ast við og reyna að sigra. Hér fínn ég Guð. Ég finn hann kannski líka í guðsþjónustunni þegar þar verður farið að syngja og dansa þjóðdansa eins og við dönsum héma í húsinu hjá okkur, spænska þjóðdansa, sem eru dansaðir í spænsku kirkjunni til að þakka fyrir allt gott. Ingrid Heinz með eitt barnanna í kirkjuhúsinu. Heimafólki kirkjuhússins virðist líða heldur bærilega. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Jóh. 8.31—36 Þrælar syndarinnar Mánudagur: Jóh. 8.37—47 Guðsböm heyra Guð Þriðjudagur: Jóh. 8.48—59 Jesús er alltaf Miðvikudagur: Sálm. 74 Hve lengi, 6, Guð Fimmtudagur: Sálm. 75 Tími Guðs. Föstudagur: Sálm. 76 Dómur og frelsi Laugardagur: Sálm. 7 0 Dvel eigi, Drottinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.