Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
t
Þrjátíu og þriggja ára rokksaga
í rokksögunni hefur það heitið svo að Elvis Presley
hafi fundið upp rokkið í hljóðveri Sam Phillips i
Memphis. Hið rótta er að rokkið varð tii svo að segja
af sjálfu sér um gervöll Bandaríkin á árunum fyrir
og um 1950 og Elvis var bara réttur maður á rétt-
um tíma á meðan rokktónlistarmenn eins og Chuck
Berry, Wynonie Harris, Joe Turner og fleiri ámóta
sátu eftir vegna þess að þeir voru svartir. Það var
nú einu sinni auðveldara fyrir hvítan mann sem söng
eins og svartur að komast áfram en fyrir svartan
mann sem söng eins og hvítur.
Chuck Berry, sem er einn af litríkustu tónlistarmönn-
um rokksins og um leið þeirra áhrifamestur, varð sextug-
ur á þarsíðasta ári óg það varð mönnum tilefni til að
rifja upp þátt hans í tilurð rokktónlistarinnar og láta
SIÐAN
CHUCKBERRY
sick Blues. Það skrifast á kald-
hæðni örlaganna að lög Berrys
hafa ætíð orðið þekktari í flutningi
annarra en hans sjálfs. Gítarhljóm-
urinn sem einkenndi hann, og ger-
ir enn, hefur verið tekinn upp af
ótal tónlistarmönnum og enn þann
dag í dag ærast áheyrendur á rokk-
tónleikum við þann gítarhljóm.
í tilefni af afmæli Berrys var
gerð kvikmynd, Hail! Hail! Rock ’n’
Roll, sem ekki verður fjallað um
hér, og gefin út plata með tónlist-
inni úr þeirri kvikmynd. Rétthafar
laganna sem Berry tók upp fyrir
Chess sáu sér leik á borði og gáfu
út tvöfalda safnplötu sem ber
sama heitið og kvikmyndin. Á tvö-
földu plötunni eru 32 lög, sem öll
eru upprunalegar Chess-upptökur
og teknar af upprunalegum „mast-
er" segulböndum með fyrirtaks
hljóm. Platan, sem er skyldueign
allra sem hlusta á rokk, sýnir
glöggt það að Chuck Berry stend-
ur undir nafni sem áhrifamesti
rokktónlistarmaður Bandaríkjanna
(allir meðtaldir) og vísast verður
þessi plata uppljómun flestum
þeim sem koma höndum yfir hana.
Platan með tónlistinni úr myndinni
er einnig skemmtileg heimild, þó
tónlistin komist ekki í hálfkvisti við
upprunalegar upptökur laganna.
áhrifamesti plötusnúður Banda-
ríkjanna, um það að hann myndi
spila lagið sem oftast, gegn því
að hann yrði skráður sem höfund-
ur auk Berrys. Allan Freed var
reyndar seinna sakfelldur fyrir
ámóta svindl. Maybellene fór í
efsta sæti á rytmablúslistanum,
sveitatónlistarlistanum og popp-
listanum.
Næstu ár voru gjöful og Berry
sendi frá sér hvert klassískt rokk-
lagið á fætur öðru, lögin School
Day, Rock & Roll Music, Sweet
Little Sixteen, Johnny B. Goode,
Roll Over Beethoven, Back in the
U.S.A., Memphis Tennessee og
Let it Rock, svo eitthvað sé nefnt.
í þessum lögum dró Berry upp
mynd af gósenlandinu Banda-
ríkjunum og söng um ævintýri tán-
inganna sem byggðu það land.
Hann lifði hátt á þeim peningum
sem streymdu inn og kom sér upp
næturklúbb í St. Louis. Lífsstíllinn
átti eftir að koma niður á honum
og seint á árinu 1959 kærði 14 ára
hóra frá Texas hann fyrir samræði
eftir að hann hafði rekið hana úr
starfi í næturklúbbnum, en Berry
hafði hitt hana íTexas og haft með
sér til St. Louis. Berry var dæmdur
til tveggja ára fangelsisvistar og
sat inni í fangelsi í Indiana
1962—64. Þegar hann kom úr
fangelsi var eins og hann væri
búinn að missa af lestinni, hjóna-
band hans var úr sögunni og tón-
listargæfan va^honum ekki lengur
hliðholl, enda voru Bítlarnir komnir
til sögunnar og breska „innrásin"
hafin; breskar hljómsveitir og
bresk rokktónlist, sem byggðist
að mestu á tónlist Chuck Berrys
frekar en tónlist Elvis Presleys, réð
öllu í Bandaríkjunum næstu ár.
Berry átti þó eftir að senda frá sér
nokkur klassísk rokklög til við-
bótar, lög eins og Nadine, No
Particular Place to Go, Little Marie
og Promised Land, en því hefur
reyndar verið haldið fram að þau
lög hafi Berry samið áður en hann
var settur inn. Síðasta
lagið sem Berry kom
hátt á vjnsældalista var
My Ding-a-Ling sem
fór í efsta sæti 1972,
en Rockit sem út kom
1979 seldist einnig
þokkalega. Það ár sat
hann inni í þriðja sinn;
að þessu sinni í 100
daqa fyrir skattsvik.
Ahrifin sem Chuck
Berry hefur haft á aðra
tónlistarmenn eru ekki
í neinu samræmi við
þau lög sem hann kom
á vinsældalista. Tvær
fremstu rokksveitir
Breta, Bítlarnir og Roll-
ing Stones tóku upp
Berry-lög, Stones með
framúrskarandi útsetn-
ingar en Bítlarnir held-
ur útþynntar, og
bandaríska hljómsveit-
in Beach Boys sótti
einnig sitthvað í smiðju
til hans. Þegar Bob
Dylan sneri sér að raf-
rokki tók hann lagið
Too Much Monkey
Business og sneri því
í Subterranean Home-
hann njóta sannmælis. Öðrum fremur varð Berry tákn
byltingar æskunnar gegn íhaldssömum foreldrum og í
lögum hans fann margur hvítur unglingurinn uppreisnar-
grunn.
Charles Edward Anderson Berry fæddist í San Jose í jan-
úar 1926 og ólst upp í St. Louis. Þar söng hann í kirkjukór
(auðvitað) og lærði snemma að leika á gítar. Snemma ætlaði
drengurinn sér að lifa af tónlistinni, en það gekk brösulega og
1944—47 sat hann inni fyrir rán. Eftir að hann losnaði úr steinin-
jm lærði hann hárgreiðslu en lagði greiðuna á hilluna og ákvað
að stunda tónlistina af meira kappi. 1952 stofnaði hann tríó með
trommara og píanistanum Johnnie Johnson, sem átti eftir að leika með honum meira
og minna í þrjátíu ár. 1955 var tríóið orðiö ein vinsælasta danssveit St. Louis og
hafði sér fast aðsetur á vinsælasta skemmtistað borgarinnar. Berry hafði tekið uppá
því að skjóta inn á meðal laga eftir Muddy Waters og Nat King Cole, sem voru
uppistaða skemmtidagskrár tríósins, lögum sem hann hafði sjálfur sett saman og
byggðust á sveitatónlist með rytmablústakti. Það brást ekki að allt varð vitlaust á
dansgólfinu þegar þau lög heyrðust og Berry hélt til Chicago til að reyna að komast
á samning við eitthvert plötufyrirtækjanna þar. Muddy Waters kynnti Berry fyrir
Leonard Chess, öðrum bræðranna sem áttu Chess útgáfufyrirtækið, sem var eitt
stærsta útgáfufyrirtæki sem sinnti svartri tónlist. Frá samskiptum sínum við Muddy
segir Berry á skemmtilegan hátt í laginu Bio af samnefndri plötu sem Chess gaf
út. Berry sendi Leonard Chess prufuupptöku og Leonard kallaði hann þegar til
Chicago í upptökur. Fyrstu upptökurnar voru svo gerðar 1955 og þar á meðal var
lag sem átti eftir að verða ódauðlegt, lagið Maybellene. Ýmsum brögðum var beitt
til að kynna lagið og meðal annars var samið við Allan Freed, sem var þá einn
Van Halen:
Traustir foringjar
★ ★ ★ ★
ÞUNGAROKK hefur verið í stöðugri sókn und-
anfarin tvö ár og sá sem neitar að kannast
við að Van Halen hafi átt þar einna drýgstan
þátt að máli ætti að hugsa sig betur um. Eft-
ir að leiðir Van Halen-bræðra og Dave Lee
Roth skildu, tók gamla brýnið Sammy Hagar
við af Dave og sýndi það og sannaði á plöt-
unni 5150 að síst var skarð fyrir skildi þar sem
Dave hafði áður staðiö, án þess að lítið sé gert
úr afrekum Roths ásamt stjörnusveit sinni. Nú
er komi út skífan OU812 (Oh, You Ate One
Too?) og fetar Van Halen dyggilega þá braut,
sem mörkuð var á 5150.
Það þarf enginn að efast um það að Van
Halen sé ekki ennþá þungarokkshljómsveit.
Byrjiö á að hlusta á „Source of Infection" og
þar gefur að heyra Eddie Van Halen sýna alla
gömlu taktana eins og ekkert hafi í skorist, Alex
Van Halen hamast að trommusettinu, Michael
Anthony togar í bassastrengina og þenur radd-
böndin, og síðast en ekki síst er Sammy Hagar
ódeigur við að garga sig hásan með hverskonar
rokkyrði á hraðbergi („Hey! Oh Yeah! All Right!”
o.s.frv.)
Þafr sem líklegra má þó telja að menn leggi
1 hlustir við eru hin melódískari lög sveitarinnar
— þau, sem telja má í ætt við hið vinsæla „Why
Can’t This Be Love?“ af 5150. Af þeim er einn-
ig gnótt á hljómskífu þessari.
Raunar er býsna erfitt að henda reiður á
hvernig Van Halen hefur breyst frá útgáfu
fyrstu plötu þeirra (Van Halen) til þessa dags.
Fyrsta platan (sem reyndar er enn í mestu uppá-
haldi hjá gagnrýnanda) er hundraö sinnum
hrárri og þungarokkaðri en sú afurð, sem berst
manni í hendur nú. Samt sem áður ræðir hér
um nákvæmlega sama elementið og í upphafi,
þetta sérstæða, sem gert hefur Van Halen að
því sem hljómsveitin er — eina vinsælustu rokk-
sveit heimsins.
Satt best að segja er ég ekki alveg viss um
hvað það er við Van Halen, sem gerir þá jafn-
skemmtilega og raun ber vitni. Ef litið er til
tónlistarinnar er hún einatt í þyngsta lagi til
þess að við því væri að búast að hún félli al-
mennt í kramið. Guð veit að ekki eru það text-
arnir (þó svo að Sammy Hagar reyni að stunda
ívið uppbyggilegri textasmíðar en Dave Lee
Roth gerði, en á móti kemur að hann er ekki
jafnfyndjnn og tvíræður). Ég er helst á því að
Van Halen séu einfaldlega svo spennandí and
þeir hrífi mann með sér. Það er auðheyrt að
piltarnir skemmta sér mætavel við flutninginn,
platan er heppilega hrá (það er talið inn í annað
hvert lag) og svo er það einfaldlega yfirburða-
hljóðfæraleikur, sem fær mann til þess að
standa upp öðru hvoru og taka ofan.
Þau lög, sem undirrtuðum leist best á eru
„Mina All Mine”, „When Its Love“, sem er pott-
þéttur smellur, „Cabo Wabo” og „Feels So
Good“.
Það má heita öldungis glögglega augljóst að
Van Halen eiga eftir að vera að í tíu ár enn eða
tuttugu. Þeir lengi lifi!
Andrés Magnússon.
Fyrirtaks
andfætl-
ingarokk
Fyrirgangur mikill varð fyrir
skemmstu þegar CBS-útg-
áfufyrirtækið ákvað að leggja
i mikla kynningu á þeim tón-
listarmönnum áströlskum
sem voru á snærum þess.
í tilefni af því gaf fyrirtækið
út safnplötuna Australian
Rocks sem á voru lög sjö
sveita. Af þeirri plötu var ein
hljómsveit áhugaverðari en
hinar, þó nær allar hafi þær
verið álitlegar, hljómsveitin
Midnight Oil. Lagið sem á
safnplötunni var, Beds are
Burning, var fyrirtaks rokklag
með merkilegum texta, en það
var tekið af plötunni Diesel and
Dust.
Beds are Burning er þó ekki
eina góða rokklagið á Diesel
and Dust, þar á eru einnig lög-
in Put Down That Weapon,
Dream World, The Dead Heart
sem standa því fyrrnefnda lítið
að baki. Textar sveitarinnar
fjalla flestir um afvopnun og
náttúruvernd, auk þess sem
fjallað er um hlutskipti frum-
byggja Ástralíu, sem ekki er
öfundsvert. Platan sýnir að
rokkið lifir víðar en á noröur-
hveli og er hin eigulegasta.