Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 24

Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 félk í fréttum . Jackie og elskhugi hennar, Jack Rapaport, sem er milljónamæringur frá Texas í Bandaríkjunum. Síðan Sylvester Stallone varð frægur fyrir leik sinn í Rocky- myndunum hefur heilmikið borið á móður hans, Jackie Stallone, í fjöl- miðlum vegna þess hve kokhraust hún er. Hún hefur mikil afskipti af syni sínum og þegar hann velur sér kærustur vill hún alltaf fá að vera með í ráðum og sparar ekki yfirlýsingamar þegar henni líkar ekki félagsskapur sonarins. Hún hefur látið hafa eftir sér að ef hún hefði fengið að ráða, þá hefði Syl- vester ekki gifst hinni dönsku Birg- itte Nielsen og það hefði sparað honum bæði peninga og vonbrigði ef hann hefði fylgt ráðleggingum sínum. Fjölmiðlafólk sem hefur haft afskipti af Jackie Stallone segir að hún sé málglaðasta konan í Hollywood síðan Louella Parson og Hedda Hooper slúðurdálkahöf- undar voru upp á sitt besta. Hún segir bókstaflega allt sem henni dettur í hug, fer aldrei í felur með neitt og stendur við orð sín ef því er að skipta. Margir vilja þakka Jackie fram- gang Sylvesters, sonar síns, því að hún hefur alltaf staðið við hlið hans og látið sig miklu skipta hvað hann tekur sér fyrir hendur. Hún á tvö önnur böm, soninn Frank og dótturina Toniann. Frank er leikari og söngvari en Toniann er fyrirsæta og hefur þar að auki skrifað vinsælar bamabækur. Jackie hefur alla tíð lifað mjög viðburðaríku lífí. Þegar hún var 16 ára gömul fór hún að heiman til að ferðast með sirkusi og ekki leið á löngu þar til hún var upp- götvuð og fékk aðalhlutverkið í sýningu sem kallaðist „Billy Rose Diamond Horseshoe Show“. Eftir það vann Jackie í fimm ár á Broad- way en þegar hún hitti Frank Stall- one, föður Sylvesters, dró hún sig í hlé frá skemmtanabransanum. Jackie og Frank eignuðust börn- in þrjú og eftir það var Jackie búin að fá nóg af því að vera heima að hugsa um böm og bú og ákvað að setja á stofn heilsuræktarstöð.. Foreldrar Jackie höfðu verið mikið íþróttafólk og Jackie erfði íþrótta- JACKIE STALLONE Málgefin móðir Jackie ásamt stúlkum sem hún þjálfar og er umboðsmaður fyr- ir. Stelpurnar sýna glímu og hnefaleika víðs vegar um Banda- ríkin. áhugann frá þeim. Þegar Sylvester og systkini hans voru lítil lét móð- ir þeirra þau æfa stíft leikfími og vaxtarrækt og það var engin mis- kunn hjá Magnúsi á þeim bæ. Ef Jackie gat ekki neytt þau til að gera æfíngarnar sínar, þá borgaði hún þeim pening til þess. Systkinin voru ekki yfir sig hrifín af þessu í þá tíð en þau eru móður sinni þakklát í dag. Jackie segir að ef hún hefði ekki rekið Sylvester áfram þá hefði aldrei orðið neitt úr honum. „Ef ég hefði ekki haldið honum í þjálf- un, þá sæti hann sjálfsagt og horfði á hetjumar sínar í sjón- varpinu í stað þess að vera ein af þeirn,“ segir Jackie. í dag lifir Jackie hamingjusömu lífí í Santa Monica í Bandaríkjun- um með milljónamæringi frá Tex- as, Jack Rapaport að nafni. Hún er komin á sjötugsaldurinn og hef- ur ekki hugsað sér að setjast í helgan stein í bráð. Hún starfar sem þjálfari og umboðsmaður fyrir ungar stúlkur sem sýna hnefaleika og glímu víðs vegar um Banda- ríkin. Þrátt fyrir aldur er Jackie enn heilmikið hörkutól og þykir þrælgóð á sínu sviði. Ekki fara miklar sögur af Frank Stallone föður Sylvesters en Jackie hefur látið hafa eftir sér að hann hafi verið heimsins versti elsk- hugi. Þegar þessi ummæli voru borin undir Sylvester Stallone sagði hann, „Ég hef margoft beðið móður mína að halda sínum stóra kjafti." Þrátt fyrir kjaftagleði Jackieeru þau mæðginin bestu vinir. Jackie segir að hún hafi verið svona kjaftagleið frá fæðingu og við því sé ekkert að gera. Hún bætir við að þótt bömum hennar hafí kannski fundist það óþægilegt, hljóti þau að vera orðin vön því eftir að hafa umgengist hana í 40 ár. Þijár kynslóðir á leið í kvöld- verðarboð, Jackie, Sylvester og sonur hans, Sage. Þ ann 17. júní var haldin þjóðhá- tíðarsamkoma í borginni Hous- ton í Texas í Bandaríkjunum. Þar starfar um þessar mundir séra Frank M. Halldórsson sóknarprest- ur í Neskirkju. Hann tók að sér að stjóma þessum þjóðhátíðarfagnaði en í honum tóku þátt íslenskar kon- ur sem búa í Houston. Séra Frank M. Halldórsson innan um fríðan hóp kvenna. Konurnar heita Tóta Kelly, Andrea Green, Aleta Cerisano, Jónína Karlsdóttir, Anna Karvels, Rósa Cerisano, Sherry Sebek, Oddný Cerisano, Steina Henriette og Jóna Hansen. Neðri röð, Lille Raborn, Inga Rut Pétursdóttir, Linda Cerisano og Kristín Karvel Garver. ÞJ ÓÐHÁTÍÐ ARFAGN - AÐUR íslendingar í Houston

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.