Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 25
CJ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 KO B 25 Gísli Halldórsson, forseti Óí afhendir Stefaníu Stefánsdóttur far- seðla fyrir tvo á Ólympíuleikana í Seoul. Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri Visa-Island fylgist með. Styrkja íslenska ólympíufara Undanfarin þrjú ár hafa ýmis fyrirtæki veitt Ólympíunefnd íslands flárhagslegan stuðning vegna þátttöku í Ólympíuleikunum í Seoul. Á fundi með fulltrúum þeirra fyrirtækja sem hafa verið styrktar- aðilar Óí gerði Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar, grein fyrir undirbúningi og öllum kostn- aði sem er samfara þátttöku í Ólympíuleikunum. Hann þakkaði öilum stuðningsaðilum, þ. á m. þeim sem hafa greitt boðgreiðslur í gegnum Visa-ísland og öllum öðr- um sem hafa stuðlað að þátttöku í leikunum. Nýlega var dregið hjá borgarfóg- eta um þtjá minnispeninga Ólympíunefndar íslands og ferð fyrir tvo á Ólympíuleikana í Seoul. Eingöngu var dregið úr númerum þeirra korthafa Visa sem hafa greitt boðgreiðslur til Óí. Minnispeningana hlutu Þórhildur Pálmadóttir, Þórður G. Pálsson og Guðborg Þórðardóttir. Ferðavinn- inginn hlaut hinsvegar Stefanía Stefánsdóttir frá Vestmannaeyjum. Af þessu tilefni flutti Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa- ísland ávarp. Fulltrúar nokkurra stuðningsfyrirtækja Óí ásamt forráðamönnum Ólympíunefndar og vinningshafanum, Stefaniu Stefánsdóttur. COSPER Eins og þér sjáið, eru öll sæti upptekin. ÍTALÍA Dansandi aðstoðar- forsætis- ráðherra Róm. Reuter. Aðstoðarforsætisráðherra ít- alíu, Gianni De Michelis, ráðleggur öllum kaupsýslumönnum og stjórnmálamönnum sem þjást af streitu, að dansa diskódans. De Michelis er jnikils metinn stjórnmálamaður á Italíu en áhugi hans á diskódansi er ósvikinn. Hann hefur nýlega gefið út bók sem nefnist Hvert eigum við að fara að dansa í kvöld? Þar nefnir hann þá 250 klúbba á Ítalíu sem hann kann best að meta. Ráðherrann kynnti bók sína á uppáhaldsdvalarstað sínum, Rim- ini, og þar fór hann í tvo nætur- klúbba og dansaði til klukkan sex um morguninn. Það þótti vel af sér vikið þar sem hann er 47 ára gamall og fremur feitlaginn. De Michelis er 1,83 m á hæð með þykkt liðað hár og gleraugu. Hann hefur orð á sér fyrir að vera kvennamaður sem kunni að njóta lífsins. Það breytir því ekki að hann er virtur stjómmálamaður sem aflar sósíalistaflokknum mik- ils fylgis. Hann kveðst sannfærður um að ekki sé tekið minna mark á sér vegna athafna sinna í frítíma sem reyndar sé allt of lítill. De Michelis finnst að allir stjómmálamenn hafi gott af því að blanda geði við ungt fólk. Hann segir að diskótek sé kjörinn staður til þess að hitta fólk, hvíla hugann og slaka á. Dansinn sé auk þess góð líkamsæfing. De Michelis vann bók sína á þremur vikum með því að lesa á hveiju kvöldi inn á segluband. Fyrsta upplagið, sem var 16 þús- und eintök, hefur selst mjög vel svo önnur prentun er fyrirhuguð. Reuter Gianni De Michelis á leið inn í næturklúbb á Rimini. Þar dans- aði hann til klukkan sex um morguninn og mætti samt sem áður hress og kátur á ríkisstjórn- arfund klukkan ellefu. HLJOÐRITAIMIR Nýkomnar plötur - snældur - diskar I RUSSTAFF: RUSSTAFF ■ SANDI PATTl: MAKE HIS PRAISE GLORIOUS ■ BRYAN DUNCAN: WHISTUN' IN THE DARK ■ WHITA HEART: EMERGENCY BROADCAST ■ KIM BOYCE: TIMEAND AGAIN ■ RRST DALL: SOMETHING TAKES OVER ■ STEVE TAYLOR: IPREDICT1990 ■ KEITH THOMAS: KALEIDOSCOPE ■ PAUL SMITH: NO FRILLS ■ PHILKEAGGY: WIND ANDTHAWHEAT ■ MICHAELOMARTIAN: CONVERSATIONS ■ SHEILA WALSH: SAY SO ■ IMPERIALS: THIS YEAR'S MODEL ■ TRAMAINE: FREEDOM ■ DIETER FALK: INSTURMENTÁL ■ LARRY NORMAN: STOP THIS FUGHT ■ LARRY NORMAN: REHERSAL 4 REAUTY ICHRIS EATON: VISION ■ TWILA PARIS: SAME GIRL ■ MARGARET CECKER: NEVER FOR NOTHING MEADOWLARK SERIES: Einstaklega hugljúfar hljóðritamir. Tónlisttilaðhvilastvið. Póstsendum samdægurs gegn VISA/EURO eða póstkröfu. l/erslunin Hátún2 105Reykjavik simi: 20735/25155 DAGVIST BARIVA BREIÐHOLT Völvukot, Völvufelli 7 Fóstrur eða annað uppeldismenntað starfsfólk óskast nú þegar eða 1. sept- ember á skóladagheimilið Völvukot. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 77270. HRAUNBÆR Rofaborg, Skólabæ 2 Eftirtalið starfsfólk vantar á Rofaborg: Aðstoðarmann í eldhús frá 15. ágúst. Vinnutími kl. 9.00 - 13.30. Þroskaþjálfa í stuðning frá 1. september. Vinnutími frá kl. 13.00 - 17.00. Fóstrur frá 1. september. Vinnutími frá kl. 13.00 - 17.00. Upplýsingar gefur Jóhanna forstöðu- maður alla daga í síma 672290 og í heimasíma 72623. VESTURBÆR Grandaborg v/Boðagranda Barnaheimilið Grandaborg óskar eftir starfsfólki frá og með 3. ágúst. Um er að ræða fjölbreytt störf ýmist hálf- an eða allan daginn. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 21274.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.