Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Kaupfélagið Þór á Hellu: Peningaskápmim stolið Peningar og verðmæti fyrir um tvær milljónir á brott Selfossi. INNBROT var framið í verslunar- hús Kaupfélagsins Þórs á Hellu aðfaranótt fimmtudags og pen- ingaskáp fyrirtækisins stolið. í skápnum voru rúmlega 700. þús- und krónur í peningum og ávi- sunum, kvittanir vegna greiðslu- kortasölu fyrirtækisins, rúmlega ein milljón, og eitthvað af skulda- bréfum. Innbrotsþjófarnir fóru inn um ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra fór í gær til Færeyja, þar sem hann mun sitja fund með Atla Dam lögmanni Færeyja og Jonathan Motzfeldt formanni landsstjórnar Grænlands. Á fundinum verður meðal annars §allað um samstarf á norðvestur- slóðum, fjallað um nýtingu auðlinda kjallaradyr og þaðan upp á aðra hæð hússins þar sem dyrunum að skrif- stofu fyirtækisins var sparkað upp. í leiðinni hirtu þeir smámynt úr búð- arkössum. Inni á skrifstofunni voru skúffur í einu skrifborði sprengdar upp, augsýnilega í leit að peningum. Innbrotsþjófamir höfðu á brott með sér peningaskáp fyrirtækisins sem í voru verðmæti fyrir hátt á aðra miHjón króna. Skápurinn er hafsins o.fl. í fylgd með forsætisráðherra verður kona hans, Ingibjöm Rafn- ar, Jónína Michaelsdóttir aðstoðar- maður forsætisráðherra og Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Forsætisráðherra er væntanlegur heim 30. júlí nk. mjög þungur og var auðséð af verk- summerkjum að honum var velt nið- ur stigann og hann síðan borinn út í bíl fyrir utan. Tjón kaupfélagsins er mikið en mestur hluti þess sem var í skápnum, greiðslukortakvittanir og skuldabréf, nýtist engum nema því. Greinilegt er að þeir sem frömdu innbrotið þekktu staðhætti. Rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavík unnu að rannsókn inn- brotsins og könnuðu verksummerki í gærmorgun. Þeir sem átt hafa leið um eða framhjá Hellu umrædda nótt og hafa orðið varir við gmnsamlegar mannaferðir eru beðnir um að láta lögregluna á Hvolsvelli vita. Sömu nótt var brotist inn í sölu- skálann Öndvegi við Skeiðavegamót. Þaðan var stolið tóbaki og einhveiju af peningum. Talið er líklegt að sömu þjófar hafi verið þar á ferð. — Sig. Jóns. Forsætisráðherra til Færeyja VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Skammt austur af landinu er hægfara 1000 mb lægð, sem grynnist. Frá lægðinni liggur lægðardrag til suð-vesturs með suð-austurströndinni. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Hæg norðlæg átt á landinu. Smá skúrir við norður- og austur- ströndina, en fer að hitna í innsveitum norðan- og austanlands. Sunnan- og vestanlands veröur léttskýjað að mestu. Hiti 8—17 stig. Laugardag, sunnudag og mánudag batnandi veður um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt eða norðan gola. Skýjað og sums staðar skúrir við norð-austurströndina en þurrt og víða bjart verður annars staðar. Fremur svalt í veðri. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytiieg átt. Léttir víða til inn til landsins að deginum en meira skýjað við sjóinn. Áfram fremur svalt. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrí Reykjavík hiti 6 10 veóur rigning og súld skýjað Bergen 12 skúr Helsinki 17 alskýjað Kauprrannah. 19 skúr Narssrrssuaq 7 rigning og súld Nuuk 7 skýjað Ósló 18 skúr Stokkhólmur 18 alskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 28 heiðsklrt Amsterdam 19 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Chicago 23 léttskýjað Feneyjar 31 skýjað Frankfurt 22 léttskýjað Glasgow 13 rigning Hamborg 20 hálfskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 16 rigning Los Angeles 20 alskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madríd 34 heiðskírt Malaga 28 mistur Mallorca 30 heiðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 23 rignfng ParÍ8 23 léttskýjað Róm 30 þokumóða San Diego 21 alskýjað Winnipeg 21 úrkoma Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Einarsson skrifstofustjóri Kaupfélagsins Þórs við dyrn- ar að skrifstofunni sem voru sprengdar upp. Metveiðidagur í Laxá á Asum Veiðimenn sem renndu í Laxá á Ásum frá hádegi á mánudaginn til hádegis á þriðjudaginn hittu á laxinn óvenjulega gráðugan að bíta á. Þennan veiðidag véiddust 65 laxar í ánni á stangirnar tvær og er það mesta veiðin sem dreg- in hefur verið úr ánni á þessu sumri og liklega þótt leitað væri lengra aftur. Onnur stöngin var skipuð þeim Jóhanni Óla Guð- mundssyni og Ólafi G. Einarssyni og veiddu þeir 39 laxa, en Jó- liannes Stefánsson og Eyþór Sig- mundsson drógu 26 laxa. Eftir því sem hermt er, veiddust flestir þessara laxa ofarlega í ánni, frá Langhyl og niður í Ullarfoss, lítið neðar og var að heyra að þrátt fyrir hina miklu veiði hafi alls ekki verið mikill lax í ánni og veiðimenn sem voru í ánni skömmu áður hefðu haft sömu sögu að segja. Þó eru komnir um 1100 laxar á land, enda hefur veiði verið afar lífleg lengst af veiðitímans. Stærsti lax sumars- ins veiddist á metdeginum um- rædda, 20 punda fískur, er. einnig veiddist þá 17 pundari. Sjá fleiri veiðifréttir í „Eru þeir að fá ’ann?“ á blaðsíðu 31- Frá fundi Umferðarráðs og lögreglunnar. Morgunbiaðið/Sverrir V er slunarmannahelgin: Umferðarráð og lögregla skipuleggja löggæslu UMFERÐARRAÐ og lögreglan i Reykjavík funduðu i gær um skipulag löggæslu á þjóðvegum landsins um verslunarmanna- helgina. Fimm bilar frá þjóð- vegaeftirlitsdeild lögreglunnar í Reykjavík verða á ferð um landið til eftirlits og aðstoðar við veg- farendur og lögreglu í hinum ýmsu umdæmum. Einn þessarra bíla mun einkum líta eftir og aðstoða fólk á Kili, Sprengisandi og öðrum helstu há- lendisvegum. Að auki mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga eftir- litsferðir eftir því sem aðstæður leyfa. Lögreglan í Reykjavík mun einnig hafa náið eftirlit með umferð um helstu umferðaræðar út úr höf- uðborginni. Þar munu lögreglu- menn dreifa til vegfarenda límmið- um, pökkum með púsluspili og harð- fiski og bæklingnum Ferðafélagan- um sem íþróttasamband lögreglu- manna gefur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.