Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Útgefandi flttWfaftife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Að umgangast landið V erslunarmannahelgin: Veðrið ræður vali flestra ferðalanga Morgunblaðið/Einar Falur „Dýrt að fara á útihátíðir," sögðu þeir Jón H. Bertels og Björn Birg- isson. Sjálfsagt verða fleiri ís- lendingar á ferð um landið um þessa helgi en nokkra aðra helgi ársins. Það er auðvitað ánægjulegt, enda skiptir miklu, að þjóðin kynnist landinu sínu. Þau tengsl við landið, sem verða til við slík kynni eru líkleg til þess að efla baráttuþrek íslendinga frammi fyrir sókn erlendra áhrifa. Við hljótum að sækja kraft til landsins og sögunnar í þeirri baráttu. En ástæða er til að hvetja ferðamenn til þess að hafa tvennt í huga, ekki sízt um þessa helgi, þegar svo margir eru á ferðalögum. Annað er að vanda sig í umgengni við landið. Hitt að gera sér grein fyrir því, að Island getur verið hættu- legt land að ferðast um, eins og dæmin sanna. Landið á í vök að veijast. Uppblástur er gífurlegur. Umgengni á vinsælum ferðamannastöð- um er slæm. Gróður er troð- inn niður og alls kyns rusli er fleygt út um víðan völl. Þjóðin þarf að gera bragar- bót. Væntanlega vill fólk ekki ganga þannig um heimili sín, að þau verði eins og ruslahaugur. Landið er heimili okkar allra og við eigum heldur ekki að ganga um það, eins og það sé ruslahaugur. í þessu samhengi er ekki ör vegi að minna á, að áfengi og ferðalög fara illa saman. Það er raunar ill- skiljanlegt, að fólk hafi áhuga á að ferðast um ís- land og kynnast stórbrotinni náttúru þess og hafa áfengi með í för. Til hvers er þá farið? Landið er líka hættulegt. Mörg sorgleg dæmi eru um það á undanfömum árum, að útlendingar, sem hér hafa verið á ferð hafa ekki gætt sín á þeim hættum, sem víða eru. Ámar geta verið hættulegar, eins og dæmin sanna, jöklarnir einnig svo og fjöllin. Það verður aldrei farið of var- lega á ferðalögum um ís- land. Það er ástæða til að hvetja ferðafólk mjög ein- dregið til að hafa þetta í huga. En umferðin um þessa helgi, og raunar alltaf, er líka hættuleg. Agi í umferð er minni en víða annars staðar. Þess vegna er það svo, að ökumaður, sem fer í einu og öllu eftir settum reglum, er samt sem áður ekki óhultur, hvorki á þjóð- vegum eða í þéttbýli eins og dæmin sanna. Glanna- legur akstur er með slíkum endemum í umferðinni hér, að með ólíkindum er. Því miður er fátt, sem bendir til þess, að þetta ástand fari batnandi en margt, sem gefur vísbendingu um, að það fari versnandi. Umferðaryfirvöld og lög- regla hafa árum saman staðið fyrir miklu átaki til þess að koma umferðar- menningu okkar íslendinga í betra horf. Þetta mikla átak hefur vafalaust skilað einhveiju en árangur er samt sem áður ekki nægi- legur. Kannski verður niður- staðan sú, að ekki verði hægt að ná tökum á um- ferðinni hér nema með því að herða viðurlög stórlega. En þótt ýmislegt megi finna að umgengni lands- manna við landið og fólkið, sem um það ferðast er auð- vitað ljóst, að margt já- kvætt hefur gerzt í þessum efnum. Það er t.d. skemmti- legt til þess að vita, að fólk fer nú í langar gönguferðir, kannski dögum saman um óbyggðir. Það er líka ánægjulegt, að ferðalög á hestum eru tíðari en áður. Fýrir nokkrum áratugum var þess gjarnan getið í ár- bókum Ferðafélags íslands, hvar hagar væru góðir í óbyggðum. Ferðir á hestum um þá hluta landsins eru orðnar svo algengar, að fyllsta ástæða virðist til að taka þá upplýsingastarf- semi upp á ný! MIKILL fjöldi fólks verður á ferðinni um helgina. Margir munu eflaust sækja útihátíðir af einhveiju tagi en þær eru orðnar átta talsins; Þjóðhátíð, Atlavík- urhátíð, Fjör ’88 á Melgerðismel- um, Bindindismótið í Galtalæk, Bjarkalundur ’88, Klausturlíf ’88, Vík ’88 og á Hvanneyri verð- ur kristilegt mót. Búist er við hátt á annað þúsund manns í Þórsmörk en færri verða líklega á öðrum stöðum svo sem á Laug- arvatni, í Þjórsárdal, Húsafelli og á Þingvöllum. Ekki verður ljóst fyrr en seinni partinn í dag, föstudag, hversu margir fara með langferðabílum frá Umferðamiðstöðinni og hvert straumurinn þaðan liggur. Þó feng- ust þær upplýsingar að um 800 manns hefðu pantað far með Aust- urleið til Þórsmerkur og hátt á annað þúsund manns til Þorláks- hafnar á leið til Vestmannaeyja. A vegum Ferðafélags íslands fara flestir í Þórsmörk og fullbókað er á tjaldstæði félagsins í Langadal en þar munu 350 manns dvelja. Frá Ferðafélaginu Útivist fara 30—40 manns í Þórsmörk og um 40 manns í ferð um nágrenni Eldgj- ár. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða höfðu flestir pantað far með flugvélum félagsins til Vestmannaeyja í dag og þaðan til Reykjavíkur á mánudag. Um 160 manns höfðu pantað flugfar til Akureyrar í dag og til baka á mánudag. Svipaður fyöidi hafði pantað far til Egilstaða í dag en rúmlega 100 til baka á mánudag. Flugleiðir fljúga einnig með tals- verðan ijölda til þessara áfanga- staða á laugardag en þá er fjöldi pantaðra flugfara til Vestmanna- eyja ekki mikið meiri en til Akur- eyrar og Egilsstaða. Þessar tölur eiga eflaust eftir að hækka í dag. ■— Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru í miðbæinn og Kringluna og tóku nokkur ung- menni tali. Af þeim virtust flest ætla til Eyja eða í Þórsmörk. Kunningjarnir fara flestir í Þórsmörk Jón H. Bertels 17 ára og Bjöm Birgisson 18 ára ætluðu ásamt kunningjum sínum í Þórsmörk. „Það er svo dýrt að fara á útihá- tíðir. Við fórum reyndar í Húsafell í fyrra og skemmtum okkur stór- vel.“ Aðspurðir hvert straumurinn lægi sögðu þeir að flestir þeirra kunningjar færu í Þórsmörk. Við hittum næst að máli íjórar hressar 18 ára stelpur í bæjarvinn- unni. Kristín Pétursdóttir sagðist ætla á Þjóðhátíðina í Eyjum. Þegar við spurðum hana hvort það væri ekki dýrt, svaraði hún: „Nei, nei, pabbi borgar." Kristín fór í Húsa- fell í fyrra en þar var ein fjölmenn- asta hátíðin þá. „Straumurinn ligg- ur á Þjóðhátíðina í Eyjum í ár og þess vegna fer ég þangað." Stöllur hennar Karólína Einars- dóttir og Karitas Eggertsdóttir voru ekki á sama máli og ætla ásamt vinum sínum í Þórsmörk. „Það er líka mun ódýrara en að fara á Þjóðhátíðina." Helga Ferdin- andsdóttir var hins vegar á leið til Ítalíu og ætlaði ekki að ferðast neitt innanlands um helgina. Fórum eftir veðurspánni „Við fórum eftir veðurspánni þegar við ákváðum hvert halda skyldi," sögðu þeir félagamir Eirík- ur Jónsson, Kristján Guðjónsson og Magnús Ragnarsson, allir 18 ára gamlir. „Við ætluðum á Mel- gerðismela en hættum við vegna veðurspárinnar og förum því á Laugarvatn. Okkur finnst of mikið vesen að fara til Eyja. Við erum hræddir við að verða strandaglópar þar og komast ekki heim fyrr en á þriðjudag. Á Laugarvatni verða „Völdum Laugarvatn vegna veðurspárinnar," sögðu þeir Eiríkur Jónsson, Kristján Guðjónsson og Magn- ús Ragnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 29 Stelpurnar í bæjarvinnunni: Karitas Eggertsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Karólína Einarsdóttir og Helga Ferdinandsdóttir. „Skemmtilegra á skíðum en úti- hátíðum,“ sagði Anna Margrét Birgisdóttir. líka flestir kunningjar okkar og vinnufélagar," sögðu þeir vinimir að lokum. Hef fengið nóg af útihátíðum „Mér datt ekki einu sinni í hug að fara á einhveija af útihátíðun- um, enda búinn af fá minn skammt af slíku,“ sagði Vilhjálmur Árnason 20 ára. Vilhjálmur sagðist ætla að hafa það gott á Laugarvatni um helgina. Vinnufélagi Vilhjálms Daði Bragason, 25 ára og nýgiftur, kvaðst ætla í gönguferðir um Land- mannalaugar og nágrenni um helg- ina. „Við fömm sex saman og ætl- um að skoða okkur um og njóta „Það verður fjör í Eyjum.“ Félagamir Ómar Ketilsson, Ólafur Eyþórsson, Hlynur Gestsson, Pétur Ólafs- son og Gunnar Guðmundsson. „Datt ekki einu sinni i hug að fara á útihátíð,” sagði Vilhjálmur Árnason. veðursins sem vonandi verður gott,“ sagði Daði. í Centrum í Kringlunni hittum við afgreiðslustúlkuna Önnu Mar- gréti Birgisdóttur. Hún er 17 ára og sagðist fara á skíði í Kerlingar- fjöll um helgina. „Ég hef farið einu sinni á Þjóðhátíð í Eyjum en mér finnst miklu skemmtilegra á skíðum." Fullir tilhlökkunar á leið til Eyja Fyrir utan Kringluna mættum við fimm drengjum, þeim Ómari Ketilssyni, Ólafi Eyþórssyni, Hlyni Gestssyni, Pétri Ólafssyni og Gunn- ari Guðmundssyni sem allir eru á aldrinum 16—17 ára. Þeir réðu sér Daði Bragason: „Ætla í göngu- ferðir um Landmannalaugar.” varla fyrir kæti og sögðust vera á leiðinni til Eyja. „Við förum með rútu til Þorlákshafnar og þaðan með Heijólfi. Ætlunin var reyndar að fara á Melgerðismela en veð- urspáin er betri fyrir Eyjar svo við ákváðum að fara þangað." Til- hlökkun þeirra félaga leyndi sér ekki og um kostnaðinn sögðu þeir að ferðin kostaði hvem þeirra allt að 20 þúsundum króna. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir ætluðu að tjalda í Eyjum sögðu þeir að tjöld og svoleiðis væru algert aukaat- riði, það yrði örugglega nóg af tjöldum á staðnum. Að lokum sögðu þeir: „Jú, jú, auðvitað tökum við tjald með okkur.” Og þar með fóru þeir félagarnir hlæjandi á braut. Kvennaþingið í Ósló: SjáJfstæðiskonur kynna stefnu sína og starfsemi ásamt flokkssystrum Fimmtán sjálfstæðiskonur leggja leið sína á norræna kvennaþingið í Ósló, sem hefst um helgina. Þar munu þær flytja 7 erindi og vera með kynningarbás, auk þess sem þær sýna myndband, sem þær hafa látið gera af þessu tilefni. „Það er að sjálfsögðu mikill hugfur í okkur. Við ætlum, ásamt hægri konum frá hinum Norðurlöndunum, að kynna stefnu okkar og starfsemi, sem felst ekki hvað síst í því að vinna með körlum. Við teljum að svona þing styrki okkur i jafn- réttisbaráttunni og sýni að það er dugur í konum,“ sagði Þór- unn Gestsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðis- kvenna. Hægri konur á Norðurlöndum halda ráðstefnu þriðjudaginn 2. ágúst þar sem fjallað verður um konur og fjölskylduna. Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður mun þar flytja erindi fyrir hönd íslensku kvennanna. Þá mun Inga Jóna Þórðardóttir, formaður íjölskyldu- nefndar ríkisstjórnarinnar gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinn- ar í málefnum fjölskyldunnar. Einnig ræðir Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður hvort aukin stjórn- málaþátttaka kvenna hafi áhrif á réttarstöðu barna. Erindin þrjú eru þáttur Sjálfstæðiskvenna í sam- starfi við hægri konur á Norður- löndum. Fjögur erindi verða flutt á dag- skrá sem Landssamband hægri kvenna verður með degi síðar. María E. Ingvarsdóttir fjármála- stjóri útflutningsráðs og varaþing- maður, mun flytja erindi um þátt kvenna í Iðnsögu íslands, Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi ■ Qallar um frumkvæði kvenna í r atvinnulífinu, Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi ræðir um fjölskyldu- mál og einnig Salome Þorkels- dóttir alþingismaður, sem mun fjalla sérstaklega um umferðarör- yggismál. Að loknum erindunum verður sýnt myndbar.d er nefnist „Stjórnmál í daglegu lífi sjálfstæð- iskvenna“. Þar er brugðið upp myndum af starfi sjálfstæðis- kvenna fyrr og nú og sýnt hvernig stjórnmál félttast inn í daglegt líf og starf átta sjálfstæðiskvenna, þeirra Ásdísar Rafnar, lögmanns og formanns jafnréttisráðs ís- lands, Drífu Hjartardóttur, bónda að Keldum á Rangárvöllum, Katrínar Fjeldsted, læknis og borgarfulltrúa, Jóhönnu Thor- steinsson, fóstru, Salome Þorkels- dóttur alþingismanns, Halldóru Georgsdóttur, vaktstjóra í plast- verksmiðju, Ingu Jónu Þórðardótt- ur, formanns útvarpsráðs og fram- kvæmdastjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Ragnhildar Helga- dóttur alþingismanns. Þórunn sagði að myndbandið hyggðust konumar nota í félagsstarfí næsta vetur og yrði það væntanlega sýnt . víða um land. Til að kosta gerð þess hefðu Sólveig Pétursdóttir, Árdís Þórðardóttir framkvæmda- stjóri og Hjördís Gissurardóttir kaupmaður séð um íjáröflun. Þá verða sjálfstæðiskonur með bás á meðan þinginu stendur og verða þar kynnt störf sjálfstæðis- manna í máli og myndum. Lögð verður aðaláhersla á útgáfustarf- semi. Morgunblaðið/BAR Hópur sjálfstæðiskvenna sem fer á kvennaþingið í Ósló með eitt vegg- spjalda sem verða í sýningarbás kvennana. w» Loðskinn hf. á Sauðárkróki: Framleiðslan tvöfaldast „SLÁTURFÉLAG Suðurlands selur Loðskinni allar kindagær- ur sínar næstu 10 árin og við það mun framleiðsla Loðskinns tvöfaldast og starfsmönnum fyrirtæklsins fjölga eitthvað en þeir eru nú um 50 talsins,” sagði Þorbjörn Árnason, fram- kvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki í samtali við Morg- unblaðið. Loðskinn hefur einnig keypt allar sútunarvélar SS og verða þær afhentar í haust. „Undanfarin ár höfum við keypt 120 til 130 þúsund kindagærur á ári af sláturhúsum sem ekki eru í Sambandinu eða SS og kaupum svipaðan fjölda af SS þannig að framleiðslan tvöfaldast hjá okk- ur,“ sagði Þorbjörn. „Við höfum sútað gærurnar í mokkaskinn sem við höfum aðallega selt til Ítalíu, Finnlands, Danmerkur og Svíþjóð- ar og erum búnir að selja fram- leiðslu þessa árs. Loðskinn skilaði hagnaði í fyrra og ég er bjartsýnn á að við getum selt alla framleiðsl- una, enda þótt hún tvöfaldist. Við setjum upp söltunarstöð á Suðurlandi í húsnæði SS þar sem kindagærur verða saltaðar og klipptar,” sagði Þorbjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.