Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 18
t MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Horft yfir landgfræðslugirðingu í Mývatnssveit. Munurinn er greinilegur á friðaða svæðinu. Friðunin hefur skilað miklum árangri. Hér er Sveinn Þórarinsson landgræðsluvörður í Þingeyjarsýslum við loðvíði á friðuðu svæði í Kelduhverfi. Loðvíðirinn má sín þó yfirleitt lítils einn og sér gegn sandfokinu. Moldin rýkur úr rofabörðum á Hólsfjöllum. Ólafur Arnalds jarðvegsfræðing- ur við rannsóknir á jarðvegseyð- ingu við Grænulág á Reykjahlíð- arafrétti ir því að ítala yrði gerð í öll afrétt- arlönd og heimalönd í Skútustaða- hreppi. Niðurstöður beitarþols- rannsóknanna lágu fyrir haustið 1974 en útreiknað beitarþol sýndi mun meira beitarþol á þessum slóð- um en fénaður var fyrir hendi til að nýta. ítölunefndin lækkaði út- reiknaða beitarþolið verulega en Selfossi. Á MÝVATNSÖRÆFUM og í Hólsfjöllum er langalvarlegasta sandfoks- og gróðureyðingar- svæði landsins. Á þessu svæði eru þess dæmi að stórir sand- skaflar flytjist til um 300 metra yfir gróið land á einu ári. Jarð- vegur á þessu svæði heldur illa i sér raka og í þurrkatíð eins og hefur verið í sumar rikir eyðimerkurástand á svæðinu, þvi meira gufar upp af raka en sem nemur úrkornu. Samfara þessum aðstæðum hefur mikið beitarálag valdið þvi að gróður er mjög á undanhaldi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur að ekki þýði að fara út í neinar nýjar uppgræðsluað- gerðir fyrr en búið er að gera áætlanir um búskaparhætti í framtíðinni á svæðinu. í Mývatnssveit, á Mývatnsöræf- um og í Hólsfjöllum hefur verið mikið sandfok, jarðvegs- og gróð- ureyðing á undanfömum áratug- um og jafnvel öldum. Fyrstu að- gerðimar á þessum slóðum af hálfu Sandgræðslunnar voru þegar lan- deigendur Dimmuborga afhentu þær Sandgræðslu íslands til eignar og uppgræðslu árið 1942. Síðan þá hafa verið reistar 17 girðingar, samtals 150 kílómetrar, sem spanna 7.600 hektara í Skútu- staða- og Fjallahreppi. Sand- græðslan hefur haldið þessu svæði friðuðu fyrir búfjárbeit og sáð þar melgresi og grasfræi og borið á áburð með flugvélum á undanföm- um ámm. Ekki hefur veið fjármagn til að taka til meðferðar nema lítinn hluta af þessum svæðum sem hafa verið friðuð. Friðunin ein sér hefur leitt til mikilla framfara innan girð- Dæmigerð mynd frá uppblásturssvæðum. Séð af þjóðveginum inn á austurafrétt austan Námaskarðs. Þegar melgresið lætur undan sandfokinu hnyklast rótarkerfi þess upp eins og myndin sýnir. inganna og ríkjandi gróður þar, melgresi, fjalldrapi og loðvíðir, náð sér verulega á strik og svæðin orð- in gróskumikil. Eyðimerkurástand í þurrkatíð „Þetta svæði sem við emm að tala um er allt á eldíjallasvæði og járðvegurinn er mjög sendinn og heldur illa í sér raka. Hann er mjög gosefnablandinn og því ákaf- lega fokgjarn," segir Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri sem eins og aðrir hefur miklar áhyggjur af þessu svæði. „Úrkoma á svæðinu er sú minnsta sem þekkist á landinu og í þurrkatíð eins og í sumar ríkir þama ömgglega eyði- merkurástand þar sem meira gufar upp af raka en sem nemur úr- komu. Menn hafa talað um að á Mývatnsöræfum væri úrkoman oft á tíðum ekki nema 300 millimetrar á ári. Það er því augljóst að beit- arálagi á slíkum svæðum verður að stilla mjög í hóf.“ Beitarálag alltof mikið Sveinn sagði bændur og aðra heimamenn í Mývatnssveit hafa haft af því vaxandi áhyggjur að grróðri fari hnignandi á þessum slóðum og að aðgerða væri þörf til þess að laga búskap eftir land- kostum á þessum slóðum. „Upp úr 1970 óskuðu bændur sjálfir eft- . rr'r- - cumi Alvarlegasta gróðureyðing landsins er á Mývatnsöræfum og í Hólsfjöllum Viðamikilla aðgerða þörf til að bjarga svæðinu segir landgræðslustjóri i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.