Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Ungnr Blönduósingur segir frá útilegu í Asíu:_i. hluti Austan Súes eftirRóbert Víði Gunnarsson „Þú er annaðhvort ruglaður eða bilaður, það er alveg ljóst.“, „Ertu haldinn sjálfsmorðshvöt?", „Þú verður skotinn fímm sinnum og hengdur tíu sinnum." Þetta eru fá- ein dæmi um viðbrögð fólks þegar ég sagði því að ég væri að fara í tveggja og hálfs mánaðar útilegu í Asíu. Nánast allir voru sannfærðir um að ég kæmi ekki lifandi heim og einhver sagði mér í fyllsta trún- aði: „Það er miklu ódýrara að fara til Spánar." En ég og félagi minn, Hrólfur E. Pétursson frá Skagaströnd, lét- um slíkar úrtölur ekkert á okkur fá. Ferðin sem um ræðir er níu vikna ferð með bresku fyrirtæki, Encount- er Overland, og er kölluð „Austan Súes“. Farið er frá Kairó í Egyptal- andi, um Jórdaníu, Sýrland, Tyrk- land, íran, Pakistan og Indland til Nepal. Á ferðum með Encounter Overland er ferðast á tuttugu manna Bedford-trukkum og að mestu leyti gist í tjöldum. Egyptel^nd Það var með kvíðablandinni til- hlökkun sem við kvöddum hinn vest- ræna heim þann 27. október 1987, og flugum suður á bóginn, til Ka- iró, til að eyða þar nokkrum dögum áður en við legðum af stað austur til Nepal. Þegar við stigum út úr flugstöðinni var ekki laust við að sú tilhugsun læddist að mér einu sinni enn að þetta væri nú kannski óskaplegt glapræði og ungæðis- háttur, ég hefði nú átt að taka söns- um og fara bara í sumarhús í Hol- landi eða í mesta lagi til Spánar. En í þetta skiptið hafði ég látið ævin- týralöngunina ráða og nú varð ekki aftur snúið. Við komum til Kairó í myrkri og í leigubíl á leið á hótel var eitt það fyrsta sem fyrir augu bar skikkju- klæddur, virðulegur múslimi að míga utan í vegg við fjölfarna götu og fékk maður það hálfpartinn á tilfinninguna að þama væru hlutir ekki alveg eins og maður á að venj- ast heima á Islandi. Snemma morg- uninn eftir vorum við sóttir til að fara í skoðunarferð um borgina. Á flugvellinum höfðum við keypt ferð sem í áttu að vera átta til tíu manns, en þegar til kom vorum við aðeins tveir í tíu manna bíl með einkaleiðsögumann og bílstjóra. Ifyrst var að sjálfsögðu ekið út á Gaza-svæðið til að skoða hina miklu pýramída og Sfínxinn og þótti okkur býsna mikið til koma. En það mnnu á mig tvær grímur um hæfni leið- sögumannsins þegar hann, horfandi í vesturátt, yfir Sahara-eyðimörk- ina, tilkynnti, með áhersluþunga í röddinni, að þarna, tíu þúsund kiló- metra í burtu væm landamærin að Lýbíu. Frá Kairó að landamæmm Lýbíu em nefnilega ekki nema u.þ.b. sex hundmð kílómetrar. Þennan dag og þann næsta skoð- uðum við, auk Gaza-svæðisins, hina fomu höfuðborg Egyptalands, Memphis, Saqqara, borg dauðans, með hinn sex þúsund ára gamla þrepapýramída, borgarvirkið með sínum glæsilegu moskum, dauðagrímu Tot-ank-Amons í þjóð- minjasafninu og fleira og fleira. En það verður að segjast að ef ekki væri fyrir allar þær stórkostlegu fomminjar og mannvirki sem Kairó hefur að geyma væri borgin líklega meðal mest óaðlaðandi borga heims. Hún er allt í senn óhrein, hávær og ljót og ofsetin fólki, en þar býr um sex og hálf milljón manna á svæði sem líklega er ekki mikið stærra en Stór-Reykjavíkursvæðið. Otrúlega margt af þessu fólki á bíldruslur og þar af leiðandi er umferðin algert Greinarhöfundur á toppi Kefrenspýramídans. við rætur hins helga Sínai-fjalls. Klaustrið er u.þ.b. 1500 ára gamalt grísk-orþodoxa klaustur, reist þar sem Móse ku forðum hafa komið með boðorðin tíu niður af fjallinu og lesið þau fyrir gullkálfadýrkandi ísraelsþjóð. Klaustrið er ennþá starfandi og það er þess vegna að miklu leyti lokað. Þar er aðeins leyft að skoða litla gullfallega kapellu, safn af helgimyndum frá 6. og 7. öld og herbergi fullt af mannabein- um og hauskúpum. Ég fékk ekki góða skýringu á hvernig á þessum beinum stæði en einhver sagði mér þó að þetta væru bein þeirra sé reynt hefðu að klífa Sínaifjallið, það var einmitt það sem við vorum að fara að gera. Fjallið er 2.285 metrar yfir sjávarmál en líklega 1.200— 1.300 metrar frá rótum, þó nokkuð bratt og hrikalegt og væri eflaust mjög erfítt uppgöngu ef munkar í klaustrinu hefðu ekki einhvern tímann fyrir langalöngu hlaðið tröppur um þröng skörð og skorn- inga alla leið upp á tind, nákvæm- lega 3.750 talsins. Á tindinum fund- um við hvorki logandi runna né áður ófundin boðorð, en ferðin var samt ómaksins verð því frá tindinum er hreint stórkostlegt útsýni yfír hrjóstrugt og hrikalegt fjallalands- lag Sínai-skagans. Og áfram var haldið suður á bóg- inn til bæjarins Sharm-el Sheikh, syðst á skaganum. Þar eins og í fleiri bæjum á austurströnd Sínai- skaga er verið að reyna að byggja upp ferðamannaparadís í líkingu við sólarstrendur Miðjarðarhafs, en sú uppbygging er skammt á veg kom- in. í 35 stiga hita, í Sharm-el Sheikh og síðan í Nuveiba, sem er annar álíka staður aðeins norðar, lifðum við baðstrandalífi í fáeina daga, böðuðum okkur í sólinni.sigldum á seglbrettum og skoðuðum ótrúlega fjölbreytt fískalíf Rauðahafsins. Þann 7. nóvember var síðan stigið á skipsfjöl í Nuveiba og siglt til Aqaba í Jórdaníu. Jórdanía Málið var reyndar ekki svo ein- falt að við gætum bara farið um borð í feiju og siglt til Jórdaníu. Nei, fyrst urðum við að sjálfsögðu að fara í gegnum vopnaleit og vega- bréfaskoðun, þar sem ekki dugði minna til en sex menn með vélbyss- ur til að kíkja í passana og róta í töskunum. Þetta tók allt að sjálf- Egypsk stúlka að sækja vatn. öngþveiti þar sem þeir einir komast áfram sem eru nógu frekir og flauta nógu mikið, og ekki eru þær fjöl- mörgu asnakerrur sem blandast í bílakösina til að bæta úr skák. En mitt í öllum soranum er þó ein perla, það er markaðurinn Khan-el Khalili. Það er hreinasta ævintýri fyrir öll skynfæri að rölta þar um og skoða heillandi söluvaming og iðandi mannlíf. í ótalmörgum, mi- slitlum búðarholum er að fínna glæsilega gull-og silfur skartgripi, fagursmíðaða bronsmuni, arabískar vatnspípur og margt fleira sem gleð- ur augað. Og fólkið, vingjarnlegt og kátt, heilsaði okkur „alló, alló, velgom tú egypt. Ver jú gom from? Aaa.. .æsland?" endurtók það undrandi, „In England?" Enginn, ekki einn einasti, vissi hvar ísland er, en það brosti samt áfram og endurtók „velgom velgom". Þann 31. október hittum við svo hluta af þeim hópi sem við áttum eftir að ferðast með næstu mánuði og daginn eftir var lagt af stað. Þann dag var ekið um marflata eyðimörk til borgarinnar Súes við Súes-skurð. Frá Súes var síðan ekið undir skurðinn og suður eftir vestur- strönd hins gróðurvana Sínaiskaga með Súes flóann, sólblikandi, á aðra hönd en gular sandöldur og hijós- trug eyðimerkurklettabelti á hina og undir kvöld komum við í áfanga- stað, klaustur heilagrar Katrínar, Hinn aldni Bedford-trukkur. sögðu mun meiri tíma en eðlilegt er og þar að auki tafðist feijan um nokkra klukkutíma svo að við kom- umst ekki af stað fyrr en seint og um síðir. I Aqaba lentum við svo í enn strangari öryggisgæslu. Fyrst var mjög ítarleg tollskoðun og síðan vorum við látin bíða í stórri skemmu við höfnina í rúmlega klukkutíma. Því næst var okkur troðið upp á lítinn pallbíl og við keyrð milli lög- reglustöðva borgarinnar til að ganga frá vegabréfsáritunum. Um miðnætti var okkur svo loksins formlega hleypt inn í landið og feng- um þá góðar móttökur hjá hópi fólks, sem hafði komið landleiðina gegnum alla Evrópu, frá London. Þar með var hópurinn kominn í endanlegt horf, tuttugu manns frá átta löndum, þ.á m. kanadískur fast- eignasali, áströlsk hjúkrunarkona, amerískur píanóleikari, hollensk uppgjafarkennslukona, grænfrið- ungar frá Ipswich, jassleikari frá Sviss o.fl., sem sagt fjölskrúðugur, en þó býsna samstæður hópur. í Aqaba var aðeins höfð nætur- dvöl. Að morgni voru tekin upp tjöld og ekið inn í landið, um nokkuð grónara landslag en áður, og farið til hinnar fornu borgar Petru. Fyrir u.þ.b. 2000 árum var Petra höfuð- borg Nabataen-manna, sem' þá bjuggu í suðurhluta Jórdaníu. Síðar var borgin notuð af Rómveijum, Býsantínska veldintr og loks arabískum múslímum þar til á 13du öld er borgin féll í gleymsku. Það var svo ekki fyrr en árið 1812 að svissneskur landfræðingur og flakk- ari, John Lewis Burkhard, upp- götvaði hina gleymdu borg. Inn- gangur að borginni, sem er að mestu leyti höggvin í berg, liggur um þrönga og djúpa klettagjá, og þar er varla hægt að ímynda sér óvænt- ari og tilkomumeiri sjón en þá sem blasir við þegar úr gjánni er komið, þ.e. hið glæsta Khazhneh-hof, meira en 40 metra hátt höggvið í þverhnípt bergið. Þegar við vorum búin að hlaupa um Petru var haldið áfram til norðurs og höfð næturdvöl í skógi rétt utan við Amman. Nóttin fór reyndar að miklu leyti í að rölta fram og aftur um skóginn, með vasaljós í annarri hendi og tjaidið í hinni, í leit að tjaldstæðum. Það kom nefnilega í ljós að þar sem hafði virst vera svo ákjósanlegt tjald- stæði, var gijóthella rétt undir grassverðinum og ekki nokkur leið að koma niður tjaldhælum. I Amman var ekki gerður langur stans, ekki nema einn morgunn, enda kannski fátt áhugavert að sjá. Á göngu okkar um borgina var þó eitt sem kom okkur Frónbúum spánskt fyrir sjónir, það var fjöldi vopnaðra hermanna á götunum. Einn þeirra stoppaði okkur tvisvar með vélbyssu á lofti til að fá að skoða vegabréfin okkar en þó kannski aðallega til að sníkja af okkur sælgæti sem við vorum með. Frá Amman var ekið niður fyrir sjávarmál, að Dauðahafi. Dauðahaf- ið er þeim kynjum búið að vegna Egypsk nútímabyggingarlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.