Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Varaforsetaefni bandarískra repúblikana: Hart er lagt að Bush að velja hægrimann Washington. Reuter. HART er nú lagt að George Bush, væntanlegnm forsetafram- bjóðanda bandaríska Repúblik- anaflokksins, að velja sér vara- forsetaefni úr hægri armi flokks- ins. Bush heldur þvi mjög á loft hve hægrisinnaður hann sé en hægrimenn gruna hann samt um græsku og óttast, að hann sé í raun í flokki með frjálslynda austurstrandaraðlinum. Aðstoðarmenn Bush sögðu á miðvikudag, að verið væri að vinna að því að finna varaforsetaefni en endanlega yrði þó ekki frá því skýrt fyrr en á landsþingi Repúblikana- flokksins í New Orleans eftir þijár vikur. Gordon Humphrey, repúblik- ani og öldungadeildarþingmaður frá New Hampshire, sagði þá einnig frá því, að hann væri að vinna að stofnun hóps, „Samtaka um sigur- framboð", sem myndi reyna að fá Bush til að velja sér hægrisinnaðan meðframbjóðanda. Sagði Hump- hrey, að ella biði Bush lægri hlut fyrir Michael Dukakis í kosningun- um 8. nóvember. „Margir hægrimenn óttast, að Bush velji sér einhvern úr flokks- kerfínu, einhvem blóðlausan skoð- analeysingja, sem ræki verkafólk beint í fangið á Dukakis," sagði Humphrey. Stjómmálaskýrendur benda á, að hægrimenn í Repúblikanaflokkn- um séu ekki einfærir um að vinna forsetakosningarnar en jafn víst sé, að frambjóðandi flokksins nái aldrei kjöri án þeirra fulltingis. Reagan höfðaði ekki aðeins til hægrimanna innan síns eigin flokks, heldur einn- ig til hægrisinnaðra demókrata og annarra. Meðal þeirra, sem nefndir hafa verið sem líklegur meðframbjóðandi Bush, má nefna Robert Dole, leið- George Bush toga repúblikana í öldungadeild- inni, Jeane Kirkpatrick, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, og Jack Kemp fulltrúadeildarþingmann. Þá hafa ýmsir aðrir borið á góma, til dæmis Elizabeth, eiginkona Doles og fyrr- um samgönguráðherra. Dukakis hefur mikið forskotáBush Samkvæmt skoðanakönnun á fylgi forsetaframbjóðendanna, sem dagblaðið Wall Street Journal birti í gær, hefur Mike Dukakis, fram- bjóðandi demókrata, 17% forskot á George Bush. Skoðanakönnunin var gerð síðastliðinn laugardag þegar landsfundi demókrata var nýlokið og samkvæmt henni nýtur Dukakis fylgis 51% kjósenda en Bush 34%. Fyrir landsfundinn var Dukakis með 12% forskot. Skoðanakönnun sem vikuritið Newsweek gerði í lok síðustu viku sýndi svipaðar niður- stöður. í skoðanakönnun Wall Street Journal kemur fram að 54% að- spurðra eru sátt við þá ákvörðun Dukakis að gera Lloyd Bentsen frá Texas að varaforsetaefni sínu. 19% aðspurðra eru á móti þeirri ráðstöf- un. Könnunin sýndi einnig að Duk- akis hefur mikið forskot á Bush meðal tveggja mikilvægra hópa: Fjórir af hveijum fímm demókröt- um, sem stutt hafa Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, eru nú á bandi Dukakis og 56% kvenna styðja Dukakis en 26% hyggjast greiða Bush atkvæði sitt. Reuter Fjöldi fólks kom saman við herstöðina í Ljubljana á miðvikudag til að mótmæla dómunum yfir mönnunum fjórum. Það bar mótmæla- spjöld og hélt fána Slóvaníu á lofti. Júgóslavía: Yfirvöld sökuð um stj órnarskr árbr ot Belgxað. Reuter. MILAN KUCAN, formaður júgó- slavneska kommúnistaflokksins í Slóvaniu, heldur bví fram að um Suður-Afríka: Blaðamannaskrá- setningu frestað ERLENT Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-Afríkustjórn hætti í gær á siðustu stundu við umdeilda áætlun um að skrásetja sérstak- lega alla blaðamenn i landinu. Hafði henni verið mótmælt harð- lega í Suður-Afríku og víða um heim. Stoffel Botha innanríkisráðherra tilkynnti í gær, að hann hefði frestað gildistöku reglna um skrásetningu blaðamanna en þær áttu að verða að lögum frá og með sunnudeginum. Samtök blaðamanna víða um heim og í Suður-Afríku og erlendar ríkis- stjómir hafa andmælt reglunum en lögfræðingar segja, að þær séu svo almennar, að þær geti átt næstum við hvað sem er, blöð, blaðamenn og blaðafulltrúa. Sjálf segir ríkisstjóm- in, að reglunum hafí ekki verið stefnt gegn venjulegum fréttaflutningi, heldur „gegn framferði sumra manna í fjölmiðlaheiminum". Talið er, að stjómvöld hafí hér í huga starfsemi sumra smárra frétta- stofa, sem em með lausráðið fólk á sínum snæmm og flytja fyrst og fremst fréttir frá blökkumanna- byggðunum. stjórnarskrárbrot hafi verið að ræða þegar réttað var i máli fjög- urra slóvena á serbókróatísku en ekki móðurtungu hinna ákærðu sem er slóvenska. Slóvenarnir voru á miðvikudag dæmdir fyrir að hafa ljóstrað upp hernaðar- leyndarmálum. Herdómstóll í Ljubljana, höfuð- borg Slóvaníu, hafnaði beiðni yfír- valda í Slóvaníu um að réttarhöldin fæm fram á slóvensku en þau fóm, eins og áðúr sagði, fram á serbókró- atísku sem er opinbert tungumál í Júgóslavíu og það mál sem notað er innan júgóslavneska hersins. Þrír hinna dæmdu em blaðamenn en sá fjórði er yfírmaður í hemum. Hann var dæmdur til fjögurra ára fangavistar en blaðamennimir fengu 5 til 18 mánaða dóma. Mönn- unum er heimilt að áfrýja dómun- um. Kuchan kveðst hafa snúið sér til miðstjómar kommúnistaflokksins með umkvartanir sínar þar sem þær verði ræddar. Moskva: „Römm er sú taug er rekka dregur...“ Moskvu. Reuter. Sovétmaður, sem var um tíma stríðsfangi i Afganistan og sett- ist síðar að í Bandaríkjunum, kom á miðvikudag fram á blaða- mannafundi í Moskvu og sagðist ekki furða sig á, að hann hefði verið fangelsaður þegar hann sneri heim. Níkolaj Ryzhkov, sem er 24 ára að aldri, sagði fréttamönnum, að hann hefði verið haldinn heimþrá og sektarkennd þegar hann hefði búið í Bandaríkjunum og vitað fullvel, að hann yrði settur í fang- elsi sneri hann aftur. Það gerði hann þó í desembér árið 1984 og var umsvifalaust dæmdur í 12 ára vinnubúðavist. 4. júlí sl. ákváðu sovésk stjórnvöld hins vegar að náða alla liðhlaupa og þá, sem höfðu fallið í hendur skæruliðum í Afganistan og síðan sest að í öðrum löndum. Aðeins einn sovéskur hermaður hefur þó notfært sér náðunina og snúið aftur heim. Rúmiega 300 sovéskra her- manna er saknað í Afganistan og er talið, að þriðjungurinn hafi fall- ið, sumir enn í höndum skæruliða og aðrir komnir til Vesturlanda. Eftir komuna til Bandaríkjanna bjó Ryzhkov í New York og Was- hington og vann fyrir sér sem vélvirki en hann átti erfítt með að laga sig að lífinu þar. Segist hann nú ekki dreyma um annað en vera dráttarvélarstjóri og búa hjá foreldrum sínum í Petropav- losk í Kazakhstan. Hlj ómtækninýjungar: Stafræn segnlbandstæki valda hljóm- tækjaframleiðendum heilabrotum Lundúnum, Daily Telegraph. ENN eitt galdratækið á hljóm- Morgunblaðið/KGA Hér á myndinni má sjá fyrstu íslensku DAT-snælduna, sem er með Sykurmolunum, Eins og sjá má af samanburðinum við filmuna eru DAT-snældurnar nokkru minni en hefðbundnar snældur. tækjamarkaðnum er nú komið fram á sjónarsviðið — að því er virðist til þess eins að rugla þegar dasaðan almúgann. Hér ræðir um stafræn segulbönd eða DAT (Digital Audio Tape). Sérfræðingar telja að DAT muni áður en varir leysa „gamla“ snældutækið af hólmi, en auk fjölmargra tækninýj- unga í DAT-kerfinu er hljóm- burðurinn eins og hann getur bestur orðið — í raun engu síðri en í geisladiskum. DAT-snældumar eru minni en þær, sem lesendur eiga að venjast í gamla kerfínu, en hættan á að þær bili er hin sama og í gömlu snældunumn þó lítil sé. (Einn helsti kosturinn við geisladiskana er að í þeim eru engir hreyfanleg- ir hlutir.) DAT-tækin líta helst út eins og lítil myndbandstæki, en virka frekar eins og geislaspil- arar. Venjuleg DAT-tæki, sem að líkindum munu kosta á bilinu 70-80.000 krónur hingað komin, hafa ótal möguleika. Hægt er að láta tækið hlaupa yfir lög, leita að lögum og einnig er tímastilling til þess að tækið taki sjálfkrafa upp. Þá telja menn DAT-tækjun- um til tekna að ekki tekur nema um hálfa mínútu að spóla enda milli á klukkustundarlangri snældu. Fullkomnari tækin, sem reikna má með að kosti um 100.000 krónur, hafa fleiri auka- möguleika, svo sem eins og þann að hægt er að bæta upplýsingum við segulbandið, þannig að þegar að eitthvert lag er leikið, eða hrað- spólað — afturábak eða áfram — fram hjá því, sést í upplýsinga- glugga tækisins hvaða lag er á ferðinni. DAT-kerfið var þróað í Japan af Sony, Aiwa og Pioneer, en eft- ir að það var kynnt hefúr hver höndin verið upp á móti annarri í tónlistariðnaðinum vegna þess. Þeir sem hrífast hvað mest af tækninýjungum benda á að DAT- tæknin sé sniðin að óskum neyt- enda (les: ríkra hljómtælqadellu- karla) og séu rökrétt framhald af uppfínningu geisladisksins, en hljómplötuútgefendur, þar á með- al CBS, EMI, RCA og Virgin, eru aldrei þessu vant á einu máli og hafa snúist hatrammir gegn DAT. Þeir óttast að DAT-tækin verði notuð til þess að taka upp af geisladiskum og vegna þess að tuttugasta upptaka tuttugustu upptöku er jafngóð hinni fyrstu telja þeir að DAT-tæknin muni blása vindi í segl „sjóræningj- anna“ svokölluðu — þeirra, sem íjölfalda efni og selja án leyfís rétthafa. Vegna þessa hafa stærstu útgáfufyrirtækin neitað gefa leyfí fyrir DAT-útgáfu á efni sínu. Enn sem komið er eru því ein- ungis til um 100 DAT-snáeldur með uppteknu efni, en þær kosta á bilinu 1.200-2.000 íslenskar krónur. Snældur þessar eru aðallega með jazzi og sígildri tónlist, en einstaka fyrirtæki eins og Factory Records hafa gefíð út snældur með New Order og Durutti Col- umn. Þar til vandræðin vegna höfundarréttarins eru leyst er hætt við að DAT-tækin verði nær eingöngu notuð til gæðaupptöku af hljóðverum og dellukörlum. Langt er hins vegar í land með að almenningur láti hrífast. Samkvæmt tölum, sem gefnar voru út fyrr á árinu verða 4% jap- anskra heimila og 1% evrópskra komin með DAT-tæki fyrir árið 1991, en árið 1994 telja þeir að hlutfallið verði komið upp í 40% og 8%. Hins vegar er talið að á miðju ári 1991 muni nær þriðji hver Evrópubúi eiga geislaspilara. Til þess að slá á ótta útgáfufyr- irtækja hafa framleiðendur DAT- tækjanna neitað að selja tæki sín til', landa annarra en þeirra sem leggja sérstakt gjald á tækin, sem síðan rennur til rétthafa til þess að bæta þeim hugsanlegt tap. Að sögn íslenskra hljómtækja- fyrirtækja er erfitt að spá fyrir um hvenær innflutningur á tækj- um þessum hefst og enn erfíðara að segja fyrir um hugsanlegt verð. Flest þeirra gera þó ráð fyrir að hugað verði að málum þessum með haustinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.