Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Minning: Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir Fædd 14. desember 1909 Dáin 21. júlí 1988 Að morgni fimmtudagsins 21. júlí sl. andaðist í St. Jósefsspítalan- um í Hafnarfirði Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir, eftir stutta legu þar. Hún hafði um nokkurt skeið átt við veikindi að stríða, þó lengst framan af ævi hafi hún verið heilsu- hraust. Fyrstu minningar mínar um Dísu, en það var hún alltaf kölluð, tengjast húsinu Hlíð í Hafnarfirði. Þar bjó hún í 37 ár ásamt manni sínum Guðmundi Bergmann Guð- mundssyni, langafa mínum. Um helgar var oft farið suður í fjörð og fannst mér alltaf gaman að koma í Hlíð og seinna á Hring- brautina í heimsókn til afa, Dísu og Gunna. Dísa fæddist 14. desember 1909 að Götu í Holtum. Foreldrar hennar voru Hannesína Sigurðardóttir og Guðbrandur Guðbrandsson. Bræður Dísu voru tveir, tvíburabróðir henn- ar Guðjón sem var bifreiðastjóri á Rauðalæk í Holtum og Ágúst sem var leigubifreiðastjóri í Reykjavík. Hann var nokkrum árum eldri en tvíburamir. Ágúst og Guðjón eru báðir látnir. Faðir Dísu lést í janúar 1910, stuttu eftir að hún fæddist. Fylgdi hún þá móður sinni þar til hún flyst til Hafnarfjarðar 1921, frá Hvammi í Landssveit, þá 12 ára gömul. Átti hún lengst af heima í Blöndalshúsi í Hafnarfírði hjá þeim hjónum Hirti Þorleifssyni og Jónínu Guðmundsdóttur. Fram að giftingu vann hún ýmis störf, aðallega sem verkakona í fiskvinnu hjá Jóni Gíslasyni. Árið 1937, 2. október, giftist Dísa Guðmundi Bergmanni Guð- mundssyni eldsmið sem lengst af starfaði í vélsmiðju Hafnarfjarðar. Hann var fæddur 8. febrúar 1897 í Setbergi við Hafnarfjörð. Foreldr- ar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir og Guðmundur Jónsson sem þá bjuggu á Setbergi en reistu hús árið 1907 á lóð úr Jófríðarstaða- landi og nefndu Hlíð. Þar var lengst af heimili Dísu og Guðmundar. Guðmundur var ekkjumaður er þau gengu í hjónaband og með fýrri konu sinni átti hann þrjú börn sem Dísa gekk í móðurstað. Þau eru: Gunnar Guðmundur, f. 1925, flokksstióri hiá Rafveitu Hafnar- fjarðar, Halldóra Ingúnn, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík, og Þorsteinn Kristján, f. 1931, matreiðslumaður í Mosfellsbæ. Einnig ólu þau hjónin upp fósturson, Hjört Guðmundsson, f. 1942, slökkviliðsmann, búsettan í Hafnarfírði. Árið 1973 var Hlíð rifin af skipu- lagsástæðum og Dísa og Guðmund- ur fluttu í nýbyggt hús sitt á Hring- braut 42 sem þau höfðu byggt í samvinnu við Gunnar. Þau voru ávallt eftir að þau fluttu í húsið við Hringbrautina, kennd við gamla heimilið sitt, Hlíð, eins og áður. I nýja húsinu bjuggu þau sér fallegt heimili á efri hæð hússins, en Gunnar býr á neðri hæðinni. Þau fluttu ekki um langan veg, því úr glugganum sést lóðin þar sem Hlíð stóð, aðeins gatan á milli. Guð- mundur Bergmann lést 16. desem- ber 1977 og eftir lát hans var það mikið öryggi fyrir Dísu að búa í sama húsi og Gunnar stjúpsonur hennar, enda reyndist hann henni afskaplega vel. Síðastliðin 2-3 ár hafði Dísa átt við vanheilsu að stríða, kraftarnir smátt og smátt þurru, enda komin hátt á áttræðisaldur, en hugurinn var ávallt skýr og fylgdist hún vel með öllu, ekki síst þjóðmálum, enda áhugamanneskja um stjórnmál. Það var Guðmundur Bergmann einnig og fýlgdu þau alla tíð Sjálf- stæðisflokknum að málum. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með orðum P. Árdals: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ingimar F. Jóhannsson Það verða ætíð kaflaskipti í til- vergnni þegar fólk hverfur af sjón- arsviði eftir langan dag. Nú hefur Dísa í Hlíð horfið sjónum okkar. Þegar ég var að alast upp við Jófríð- arstaðarveginn í Hafnarfirði var Dísa jafnfastur punktur í tilverunni og Jofríðarstaðahóllinn og Hellu- fjaran. Ég minnist tímabils að haustlagi árið 1961. Foreldrar mínir áttu silf- urbrúðkaup og héldu utan og það var töluvert mál að koma krakka- skaranum frá Jófríðarstaðaveeri 7 fyrir á meðan. Lok mála urðu m.a. þau að ég yrði heima í faðmi eldri systra. Hins vegar unnu þær úti, og þá var gott að eiga Dísu að. Ég var hjá henni frá því snemma á morgnana og þar til vinnudegi lauk. Þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum um það hvað fjölskyldan á Blómsturvöllum naut góðs af ná- býli við Dísu í Hlíð. Þau voru lítil húsin á hamrinum, krakkamir margir og þær stundir erfiðar þegar þröngt var í búi. Maður hugsar stundum til fólks eins og Dísu, þeg- ar maður eldist sjálfur og sér hluti í nýju ljósi. Alltaf var hún viðbúin á nóttu sem degi að liðsinna okkur. Þau vom ófá sporin hennar niður traðimar að Blómsturvöllum til að athuga hvernig okkur liði, eins og hún ætti í okkur hvert bein. Aldrei sáum við hana skipta skapi eða ergja sig yfir vonsku heimsins. Það var hennar heimspeki. Ég trúi, að krakkamir á Blómsturvöllum eigi fáum jafnmikið að þakka og Dísu í Hlíð. En svo skrýtið sem það nú er, tók maður ekkert eftir þessu fyrr en löngu seinna. Ekki fyrr en mað- ur hafði öðlast vissa fjarlægð frá þessu öllu. Þá uppgötvaði maður Dísu eiginlega upp á nýtt. Hún safnaði ekki prófgráðum eða veraldlegum auði, en hún átti það sem margan allsnægtamanninn CQ J? 0 CAÍ6, % ElTTHmÐ FYRIR Xr\ ■f- O O skortir. Nefnilega andlegan forða, hún var mannvinur, hún átti það ríkidæmi sem ekkert fær grandað. Þannig verður Dísa mér minnis- stæðust og þannig hafa kynni mín við Dísu kennt mér eitthvað sem nokkurs er vert. Og þá er jú ekki til einskis lifað. Það er orðið öðruvísi við „Jóff- ann“ núna. Misvitrir menn létu rífa gömlu húsin fýrir um áratug til þess að troða niður götu sem ekki ■^oíxi&CU) Sw*V REYKJAVlK Veitingasalurinn Lundur Ódýrir réttir Borðapantanir í síma 689000 Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel málning’lf er pláss fyrir. Brottvikning gamla Hlíðarhússins verður þannig til ævarandi vitnis um heimsku mann- anna. En þegar hugurinn hvarflar til æskustöðva er minningin um Dísu í Hlíð og Gvend í Hlíð sveipuð ljóma. Þannig verður um ókomna tíð. Fyrir hönd ijölskyldu minna, sendi ég öllum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Leifur Helgason Engulíkt SPECIRUMHF SÍMI29166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.