Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Garðar Gíslason f s- landsmeístarí í svifflugi ÍSLANDSMÓT í svifflugi 1988 var haldið á Helluflugvelli dagana 9.—17. júlí. Slík mót eru haldin annað hvert ár. Að þessu sinni voru keppendur 15 talsins en oftast áður hafa þeir ekki verið nema 8—11 talsins. Meðal keppenda var heimsfrægur bandarískur svifflugmaður, Tom Knauff, en hann keppti hér einnig árið 1984. Morgunblaðið/Bergþóra Garðarsdóttir íslandsmeistarinn, Garðar Gíslason, og kona hans, Nína Kristjáns- dóttir. Keppendur og fjölskyldur þeirra ásamt aðstoðarmönnum keppenda komu sér fyrir á Helluflugvelli í tjaldbúðum og hjólhýsum á föstu- deginum 8. júlí. Hver keppandi þarf með sér minnst einn og ekki meira en 3 aðstoðarmenn. Má því ætla að alls hafi verið 60—70 manns samankomnir á Helluflug- vellj mótsdagana. Á laugardeginum 9. júlí setti formaður svifflugdeildar Flugmála- félags íslands, Garðar Gíslason, íslandsmót í svifflugi 1988. Bauð hann keppendur og mótsgesti vel- komna og hvatti keppendur til að sýna gætni og forsjá í keppninni. Fól hann síðan Baldri Jónssyni stjóm mótsins en hann er eini ís- lendingurinn sem lokið hefur svif- flugs-afreksstiginu Gull-C, flognu á Islandi. Honum til aðstoðar voru þeir Hólmgeir Guðmundsson og Tómas Waage. Veðurfræðingur mótsins var Guðmundur Hafsteins- son en hann hefur sérstaklega sótt nám erlendis í veðurspám fyrir svif- flug. Til að draga svifflugumar á loft voru notaðar 3 flugvélar samtímis: TF-TUG, Piper Pawnec 235 hest- afla, flugmaður Marvin Friðriks- son, flugvélstjóri, TF-TOG, Cessna Birddog (C305A) 213 hestöfl, flug- menn Gunnar Arthursson, flug- stjóri, og Sigurður Benediktsson, verkfræðingur, TF-RVK, Cessna 172 HX Hawk 195 hestöfl, flug- maður Karl ísleifsson, forstjóri. Fyrsta mótsdaginn var veður óhagstætt til flugs og var keppni aflýst. Annar dagur mótsins: Veðurútlit Námskeið fyrir for- eldra fatl- aðrabama NÁMSKEIÐ fyrir foreldra og aðstaðdendur fatlaðra barna verða haldin í Reykjadal í Mos- fellssveit í september og október nk. Námskeiðin eru tvö, hið fyrra er fyrir foreldra unglinga, en hið síðara fyrir foreldra barna á forskólaaldri og fyrstu skólaár- in. Hámarksþátttaka foreldra er 15. Það em félögin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfs- björg landssamband fatlaðra, sem standa fýrir námskeiðunum. Haldin verða tvö helgamámskeið, frá 24.-25. september fyrir foreldra unglinga og 29.-30. október fyrir foreldra bama á forskólaaldri og fyrstu skólaárin. Ekki er gert ráð fýrir bama- gæslu á þessum námskeiðum, eins og verið hefur á fyrri námskeiðum, og er reiknað með því að foreldrar sofí á staðnum. Hámarksfjöldi þátt- takenda er 15 foreldrar. Gert er ráð fyrir 3-4 foreldmm utan af landi og er þeim greiddur ferðakostnað- ur, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá félögunum. Fyrirlesarar á báðum námskeið- iunum verða læknir, sálfræðingur, félagsráðgjafi og foreldri, ekki þó þeir sömu á báðum námskeiðunum. Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir, þroskafjálfi og framkvæmdastjóri námskeiðanna, sem jafnframt sér um innritun. var lélegt en fór batnandi. Var þá lagt verkefnið Hella/Geysir í Haukadal/Hella, en það er samtals 106,5 km. Aðeins einn keppandi, Magnús Ingi Óskarsson, náði að fljúga lágmarksvegalengd en til þess að keppnisdagur teljist gildur þurfa að minnsta kosti 3 keppendur að fljúga lágmarksvegalengd. Aðrir keppendur flugu aðeins heima við og lentu allir á Hellu. Síðdegis þenn- an dag brast á með þmmum og eldingum og fór þá rafmagn og sími af á Helluflugvelli. En öryggis vegna hafði mótsstjóm tiltækar varafjarskiptastöðvar, sem komu sér vel við þessar aðstæður. Þriðji mótsdagur: Þá var lagt verkefnið Hella/Rauðnesstaðir (NA við Þríhyming)/Skálholt (í Bisk- upstungum)/Hella. Vegalengd 104 km. Aðeins einn keppandi, Garðar Gíslason, náði að fljúga lágmarks- vegalengd. Flaug hann Hella/Rauð- nefsstaðir, en lenti síðan aftur á Hellu, þar sem sýnt þótti að aðrir keppendur næðu ekki að gera gild flug. Svifflugskilyrði vom ekki góð þennan dag. Fjórði dagur: Hvern líklegan keppnisdag árla morguns er farið veðurathugunarflug á vélflugu, bú- inni tækjum til að mæla þurrt og rakt hitastig lofthúpsins, svipað og er gert frá Keflavíkurflugvelli dag hvem. Út frá niðurstöðum mælinga þessara getur veðurfræðingur mótsins spáð með nokkm öryggi hæð skýjabotna og styrk upp- streymis (THERMIC). Svifflug- menn hafa mjög góða reynslu af svifflugspám Guðmundar Haf- steinssonar, veðurfræðings. Ljóst er að veðurfræðingur _er ómissandi aðili á stórmóti sem íslandsmóti í svifflugi. í samræmi við veðurspá Guðmundar var lagt svokallað POST-flugverkefni milli 8 hom- punkta. Verkefnið felst i því að fljúga milli þessara hompunkta í hvaða röð sem keppandi kýs, til að safna vegalengd, en má ekki fljúga tvisvar milli sömu staða nema fljúga á þriðja hornpunkt á milli. Jafn- framt er æskilegt að ljúka fluginu aftur heima á Helluflugvelli, því útilending getur kostað keppanda allt að 300 stig. Keppendur náðu mjög góðum árangri í þessu verk- efni þó þetta væri í fyrsta skipti flogið hér á landi. Bestum árangri í vegalengd náði Tom Knauff, 183 km, en lenti utan Helluflugvallar. Mestum meðal- hraða náði Magnús Ingi Óskarsson. En flestum stigum og þar með best- um árangri dagsins náði Þorgeir Ámason. Fimmti dagur: Nú var lagt verk- efnið þríhyrningsflug, Hella/Búrfell í Grímsnesi/Hruni/Hella, 106,4 km. Fjórir keppendur luku verkefninu og aðeins einn keppandi af 15 náði ekki að fljúga lágmarksvegalegnd. Bestum árangri náði Garðar Gísla- son en hann flaug þríhyrninginn á 2,15 klst. eða 47 km/klst. en hann á einnig innanlandsmetið í 100 km þríhymingsflugi sem er 64 km/klst., sett á sömu braut 1984. Öðrum besta árangri náði Eggert Norðdahl. Meðalhraði hans var 34 km/klst. Þess má geta að einn keppandi sem Iauk verkefninu var rúmar 6 klst. að fljúga vegalengd- ina og meðalhraðinn var 17 km/klst. Eftir þennan dag var búið að ná gildu íslandsmóti (2 gildir keppnisdagar). ið Hella/Búrfellsvirkjun (ísa- kot)/Hella, 88,8 km. Aðeins 2 kepp- endur af 15 luku verkefninu, þeir Tom Knauff og Björn Björnsson. Meðalhraði Toms í fluginu var 41,3 km/klst. en hraði Bjöms 41,0 km/klst. Tímamunur á þessum tveimur keppendum í fluginu var rúmlega 1 mínúta. Þetta var síðasti flugdagurinn, þar sem veður versn- aði og svifflugskilyrði urðu ekki fleiri daga. Þó bundu keppendur miklar vonir við sunnudaginn 17. júlí þar sem veðurfræðingar höfðu spáð hægri norðanátt og léttskýj- uðu. Þennan dag varð hins vegar blíðviðri, kyrrt loft og lægstu ský í 500 m hæð en svifflugurnar em dregnar í 600 metra hæð á keppnis- degi og hækka sig oftast í 1000 m hæð áður en farið er yfir marklínu. Keppnisfundi var frestað þrisvar sinnum eða til kl. 13.00 þar sem fyrirsjáanlegt var að veður mundi ekki batna til keppnisflugs. Vom mótsslit boðuð kl. 15.00. Verðlaun: Á gildu íslandsmóti í svifflugi em veitt eftirfarandi verð- laun: Keppni í svifflugi er mjög vandasöm og margþætt. Keppendur þurfa að undirbúa flug sitt mjög vandlega og uppfylla ákveðin skil- yrði. T.d. á keppnisdegi þarf kepp- andi að ljósmynda verkefni dagsins, sem mótsstjóm kynnir og merkir inn á kort eða töflu. Síðan verður hann að sanna sig með myndatöku, handan við hornpunkta, innan ákveðins geira og að lokum mynda einkennisstafi svifflugu sinnar og lokar síðan filmu sinni með því að ljósmynda aftur verkefni dagsins á korti mótsstjórnar. Ef eitthverju af framangreindum atriðum er áfátt, má búast við að flug viðkomandi keppanda verði dæmt ógilt. Mótsslit Mótsslit fóm fram á Helluflug- velli við mikið fjölmenni yngri og eldri svifflugmanna ásamt fjöl- skyldum og gestum þeirra. Tómas Waage las upp úr dagbók mótsins og síðan tók Baldur Jónsson móts- stjóri við og gerði grein fyrir úrslit- um mótsins og afhenti verðlaun og viðurkenningar til keppenda og starfsmanna mótsins. íslandsmeistari í svifflugi 1988 er Garðar Gíslason, Svifflugfélagi íslands, sem hlaut 2216 stig. Hann hlaut Jóhannes Hagan-bikarinn fyr- ir flest stig á gildu íslandsmóti í svifflugi. Jafnframt hlaut hann Morgunblaðið/Guðrún Halldórsdóttir Mótsstjórn f.v.: Hólmgeir Guðmundsson, Tómas Waage og Baldur Jónsson. Sjötti dagur: Nú var lagt verkefn- Mnrgunblaðið/Guðrún Halldórsdóttir Keppendur á íslandsmótinu. Aftari röð f.v.: Þórir, Eggert, Björn, Garðar, Höskuldur, Þorgeir, Hörður, Snæbjöm og Kristján. Fremri röð f.v.: Daníel, Magnús, Steinþór, fyrrverandi íslandsmeistari, Fannar og Sigmundur. íslandsmót í svifflugi 1988 — Úrslit: Nafn keppenda Skrás. teg. Dagur 1 Röð Dagur 2 Samt. stig Röð Dagur 3 Samt. stig Röð Garðar Gíslason TF-SLS, LS 3-17 698 3 1000 1698 1 518 2216 1 Björn Bjömsson TF-SPO, PIK 20 B 704 2 346 1050 6 1000 2050 2 Eggert Norðdahl TF-SAS, Ka 6 CR 680 4 979 1659 2 335 1994 3 Þorgeir Ámason TF-SAG, ASW-19 965 1 483 1448 3 503 1951 4 Steinþór Skúlason TF-SAE, Ka6 E 277 8 846 1123 5 317 1440 5 Kristján Sveinbjömsson TF-SIK, Vasama 234 9 946 1180 4 105 1285 6 Sigmundur Andrésson TF-SOL, St. Astir 628 6 135 763 8 345 1108 7 Magnús I. Óskarsson TF-SIS, Club Libelle 645 5 182 828 7 164 992 8 Höskuldur Frímannsson TF-SAR, K 8 122 11 469 591 9 152 743 9 Fannar Sverrisson TF-SAV, K 8 287 7 0 287 12 389 677 10 Hörður Hjálmarsson TF-SON, BG 12/16 0 13-14 252 252 13 330 582 11 Daníel Snorrason TF-SAM, K 8 109 12 328 437 10 0 437 12 Snæbjöm Erlendsson TF-SBM, Mistral C 226 10 173 399 11 0 399 13 Þórir Indriðason TF-SHK, SHK 0 13-14 60 60 14 0 60 14 Gestur: Tom Knauff TF-SIA, HP-16 891 332 1223 1006 2229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.