Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Steinunn Þórarinsdóttir virðir fyrir sér líkanið að verðlaunalistaverk- inu ásamt Jóni Páli Halldórssyni formanni dómnefndar, Högna Þórð- arsyni í byggingarnefnd og Helga Gíslasyni dómnefndarmanni. Samkeppni um listaverk á ísafirði: „ís“ Steinunnar Þór- arinsdóttur sigraði STEINUNN Þórarinsdóttir myndlistamaður bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk á innitorgi Stjórnsýsluhússins á ísafirði. Niðurstaða þessi var kunngjörð á þriðjudag á fundi sem byggingar- nefnd hússins boðaði til. Fyrr á þessu ári var fimm myndlistamönn- um boðin þátttaka í samkeppni um gerð listaverks í Stjórnsýsluhúsið á ísafirði. Þeir listamenn sem hér um ræðir eru, auk Steinunnar,_þeir Jón Sig- urpálsson, Gunnar Ámason, ívar Valgarðsson og Magnús Tómasson. Tillögunum var skilað inn undir dulnefni og var það ekki fyrr en nafnleynd var rofin sem í ljós kom að verk Steinunnar Þórarinsdóttur hafði borið sigur úr býtum. Dóm- nefnd skipuðu þau Jón Páll Hall- dórsson formaður, Albína Thordar- son arkitekt og^ Helgi Gíslason myndlistamaður. I áliti dómnefndar segir meðal annars að verkið hafi sterka formræna skírskotun til íslenskrar náttúru og samspil efna sé áhugavert og fari vel við arki- tektúr hússins. Hvammstangi: Hlutafélag um matvöruversl- un stofnað Steinunn Þórarinsdóttir er fædd 20. apríl 1955. Hún stundaði nám í Portsmouth Collage of Art and Design í Englandi 1974-1975, í Portsmouth Polytechnic, Fine Art 1976-1979 og í Listaakademíunni í Bologna á Ítalíu 1979-1980. Stein- unn hefur haldið fímm einkasýning- ar í Reykjavík, þá fyrstu 1979 og nú síðast á Kjarvalsstöðum 1987. Einnig hefur hún tekið þátt í sam- sýningum á íslandi, i Danmörku, Svíþjóð, Japan, Bandaríkjunum og á Italíu. Hún hefur verið kennari í myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1983, Formaður Myndhöggvarafélagsins 1985-1987. Steinunn hlaut starfs- laun listamanna 1981 og 1984 og starfslaun Reykjavíkurborgar 1986. Verk Steinunnar eru meðal annars í ejgu Reykjavíkurborgar, Listasafns íslands, Lista- og menn- ingarsjóðs Kópavogs, Ríkisútvarps- ins á Ákureyri, Seðlabanka íslands, Miðneshrepps og einnig vinnur hún að gerð minnisvarða sjómanna í Grundarfirði. HLUTAFÉLAG var stofnað sl. þriðjudag um rekstur matvöru- verslunar i verslunarhúsnæði Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga sem lýst var gjaldþrota sl. föstudag. Nýja verslunin, Vöruhús Hvamms- tanga, var opnuð í gær, fimmtu- dag, og verða fjögur stöðugildi við hana til að bytja með, að sögn Haraldar Tómassonar, læknis á Hvammstanga en hann er stjórnarformaður nýja hluta- félagsins. „Hlutafélagið leigir verslunar- húsið af þrotabúi Verslunar Sigurð- ar Pálmasonar til næstu sex mán- aða fyrir ákveðið hlutfall af veltu nýju verslunarinnar,“ sagði Harald- ur í samtali við Morgunblaðið. „Hluthafar í félaginu eru 50 talsins og hlutafé er 750 þúsund krónur. Það hefur þegar verið greitt að mestu leyti og nokkrir hluthafanna gengust í sjálfskuldarábyrgð vegna kaupa á matvörulager þrotabúsins. Markmiðið með stofnun hlutafé- lagsins er að reyna að lækka mat- vöruverð á Hvammstanga frá því sem nú er með heilbrigðri sam- keppni við kaupfélagið á staðnum. Morgunblaðið/Sverrir GÚMMIBATUR MEÐ MÓTOR 3ja manna Verð kr. 14.600.- Stgr. kr. 13.870.* 2ja manna Verð kr. 11.900. Stgr. kr. 11.305.- Sendum í póstkröfu. Kreditkortaþiónusta. Ármúla 40, sími 35320. /WR Ð V EIÐIMENN Innifalið í verði: Gúmmíbátur fyrir tvo ★ Raf- mótorar ★ Rafgeymir 12 V ★ Hleðslutæki ★Arar ★ Pumpa. Verslið þar sem gœðavörur og gott verð fara saman. Verið velkomin í hina glœsilegu verslun okkar í Hafnarstrœti 5. Sendum ípóstkrófu. Opið á laugardögum kl. 10-16. Hafnarstræti 5, Símar 16760 og 14800 Barbour ■SAbu Garcia HAHDY ■Beretta Scientific Anglers KEÁ sækir um erlent lán: Menn horfa á trén með- an skógnrinn visnar -segir Valur Arnþórsson KEA hefur sótt um að fá að taka erlent lán til skuldbreytinga. Valur Arnþórsson segir að hann vilji ekki tjá sig um máíið þar sem það er enn óafgreitt í bankakerfinu. „Mér finnst það vart frétt þótt einstaka fyrirtæki hér sæki um erlent lán. Það er eins og að horfa á tré n meðan skógurinn visnar. Aðalmálið í þessu er að gefin var heimild til erlendrar lántöku upp á milljarð en sótt var um fyrir átta milljarða," segir Valur. Valur segir að sá mikli munur sem var heimildinni og þörfinni endurspegli hið hrikalega ástand sem fyrirtæki í útflutningsgeiran- um búa nú við.....,Það er búið að blóðmjólka þessi fyrirtæki undan- farin ár til að halda uppi lífskjör- um hérlendis og þannig eyða þeim peningum sem að öðrum kosti hefðu farið í að treysta rekstrar- grundvöll þessara fyrirtækja," segir Valur. „Ef ekki verður grip- ið til róttækra aðgerða alveg á næstunni er ljóst að allt siglir í strand. Raunar er maður þegar farinn að heyra af vaxandi fjölda gjaldþrota." Valur segir að umsókn KEA um erlent lán sé skiljanleg í ljósi þess að KEA er með stærstu út- flutningsfyrirtækjum hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.