Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 9 Þýsk bók um verk uimin í íslenskum ám SNEMMA á þessu ári kom út bók í Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi er nefnist Naturaquarelle Island 1987 og segir frá ferð þýska listamannsins Mario Reis í kring- um ísland í fyrrasumar og sér- stæðum athöfnum hans í náttú- runni. Utgáfa bókar þessarar vakti strax athygli og forsíða eins virtasta listatimarits heims, „Kunstforum" er tileinkuð bók- inni. Texta í bók listamannsins rita þeir Bragi Ásgeirssonm list- málari og Dr. Lutz Tittel og eru þeir á ensku, þýsku og íslensku. Þegar Mario Reis var staddur hér á landi ritaði Bragi Ásgeirsson grein um list hans í Morgunblaðið. I grein Braga segir: „Maðurinn vinnur í vatnslitum, ekki þessum eiginlegu og sígildu, sem fást í verslunum, heldur þeim einu uppr- unalegu, sem felast í vatninu sjálfu. Hann lætur einfaldlega árnar búa til myndirnar fyrir sig. Leggur ramma, sem bómullardúkur er strengdur á, í árnar sem á vegi hans verða, og lætur liggja þar í ákveðinn tíma. Árnar bera með sér mismunandi jarðveg, sem dúkurinn drekkur í sig, og þær eru mismun- andi straumþungar, sem kemur fram í mismunandi tilbrigðum og Eitt verka Mario Reis í vinnslu í Botnsá. þannig nær hann fram í senn mis- munandi áferð, lit- sem tilbrigði í dúkinn. Þannig fékk hann brúnan lit á Austfjörðum, en úr jökulám nær svört tilbrigði." Mario Reis skilgreindi feril mynd- sköpunar sinnar í París 1977 á eftir- farandi hátt: „Vatnið vinnur á dúk- inn, drekkur dúkinn, flytur dúkinn, umkringir dúkinn, þrengir sér i dúkinn, ber dúkinn, þrýstir á dúk- inn, snertir dúkinn, lemur dúkinn, hvirflar dúknum, hylur dúkinn, sameinast dúknum, breytir dúkn- um. °g gefur dúknum hluta af eðli sínu.“ SVIÐGERÐAR- OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA THORITE Framúrskarandí viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum of'. ACRYL60 J Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. RR BYGGINGAVÖBUR HE Suðurlandsbraut 4, S(mi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNWS, SAMVWNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn oa_ CramcAl" - " Vinsælir foringjar Framsóknarmenn vita að þeir hafa á að skipa mikilhæfum forystumönnum, þeim Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Fað eru því Foringjarnir í Tímanum í gær birtist lofræða um „foringj- ana“ sem hefði sómað sér vel í hvaða norð- ur-kóreska dagblaði sem er. Greinin fjallaði þó ekki um Kim II Sung heldur formann og varaformann Framsóknarflokksins. í Stak- steinum í dag eru birtar glefsur úr þessari þakkargjörð auk þess sem litið er á svör þeirra Markúsar Arnar Antonssonar og Jóns Óttars Ragnarssonar um hvernig best sé að bregðast við aukinni samkeppni íslenskra sjónvarpsstöðva við erlent sjónvarpsefni gegnum gervihnött. Erlend sam- keppni Þeir Markús Om Ant- onsson, útvarpsstjóri, og Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, svara í Alþýðublaðinu í gær hvemig þeir teþ'i að íslensku Ijósvakafjöl- miðlamir eigi að bregð- ast við samkeppni við erlendar sjónvarpsstöðv- ar, en þeim erlendu stöðvum fjölgar nú dag frá degi sem hægt er að ná útsendingum frá inn á íslensk heimili með að- stoð móttökudisks. í svari sínu segir Jón Óttar Ragnarsson meðal annars: „Gervihnattar- sjónvarp er vara sem ekki selur sig sjálfa hér, því íslendingar vilja hafa texta við sjónvarpsefni sitt, reynslan af mynd- bandaleigum sannar þetta. Þess vegna verða þessar gervihnattarsend- ingar aldrei mjög vinsæl- ar hér. Koma erlendra sjónvarpsstöðva verður einungis krydd í graut- inn en aldrei uppistaða í íslenskri sjónvarpshorf- un. Okkar svar er að hafa nýrra og betra efni og auka síðan jafnt og þétt innlenda dagskrár- gerð.“ Fólkvill íslenskt efni Forstöðumaður Ríkisútvarpsins, Markús Óm Antonsson segir í viðtali við Alþýðublaðið: „Við teljum eðlilegustu og um leið einu réttu við- brögðin við þessu að stór- auka innlenda dagskrár- gerð, að meira verði framleitt af islensku sjónvarpsefni til mót- vægis við þetta [erlenda efni]. Viðbrögð fólks í þeim löndum sem þegar hafa gervihnattarsjón- varp inni á hveiju heim- ili sýna að það vill fyrst og fremst horfa á sitt eigið sjónvarp, á efni sem stendur því næst. Við viljum sjá hlut inn- lends efnis aukast vem- lega í sjónvarpinu og lögðum fram tillögu fyrir fjárlög næsta árs sem felur í sér að hlutur inn- lendrar dagskrár færi í 42% á næsta ári og i 50% á árinu 1990. Það er hins vegar spuming hvað hægt er að spenna bog- ann hátt í svo fámennu þjóðfélagi. Við getum ekki borið aðstöðu okkar saman við til dæmis BBC, það yrði dýrt fyrir hinn almenna notanda. En markmiðið hlýtur að vera að auka innlenda dagskrárgerð til mót- vægis við erlent efni.“ Morgunblaðið hefur margsinnis vakið athygli á þeirn hættum er smá- þjóð stafar af erlendum menningaráhrifum sem steypast yfir í kjölfar aukinnar alþjóðlegrar fjölmiðlunar. Otextaðar útsendingar i gegnum gervihnött em hluti af þeirri hættu. Það er þvi fagnaðar- efni að þeir Markús Óm Antonsson og Jón Óttar Ragnarsson leggja báðir ríka áherslu á að þessari nýju samkeppni verði að mæta með auknu íslensku efni. En ef við ætlum okkur að sigra þá sjálfstæðisbaráttu sem við nú stöndum frammi fyrir gæti reynst nauð- synlegt að ganga skrefi lengra en að auka hlut- fall innlendrar dagskrár- gerðar og texta allt er- lent efni. Það sjónarmið skal þvi itrekað af hálfu Morgunblaðsins að at- huga beri í fullri alvöru möguleikami á þvi að láta íslenska leikara tala inn á erlent sjónvarpsefni almennt. „Vinsælir for- ingjar“ Framsóknarmenn hafa að undanfömu gerst undarlega likir Norður-Kóreumönnum i háttalagi, en þar i-landi hefur sú list þróast einna lengst, að dásama lands- föðurinn eða „foringj- ann“ i ræðu og riti. Gott dæmi um þetta er skóg- ræktarferð sem ungir framsóknarmenn skmppu i en hápunktur þeirrar ferðar var gróð- ursetning hrislu til heið- urs leiðtoganum er hlaut nafnið „Foringjatréð". Annað dæmi mátti sjá i Txmanum í gær i forystu- grein er bar yfirskriftina „Vinsælir foringjar". Var þar visað til þeirra Steingríms Hermansson- ar og Halldórs Ásgrims- sonar. Timinn segir i forystu- greininni að orsak vin- sælda þeirra Steingríms og Halldórs „sé að leita í forystumönnunum sjálfum — manngerðinni — og þeirri framkomu sem þeim er eðlileg á hinu pólitíska sviði.“ Tíminn heldur siðan áfram i látlausum dúr að prisa kosti „foringj- anna“: „Steingrimur Her- mannsson sagði sjálfur i sjónvarpsviðtali ... að honum þætti vænt um fólk og þá leið um þjóð- ina alla. Slíkur þanka- gangur hlýtur að vera mildlsvert veganesti fyr- ir mann, sem lagt hefur út á ólgusjó stjómmál- anna. Fólk finnur að hann varðar um hag þess og vill láta eins gott af sér leiða og aðstæður leyfa. Þetta sjónarmið kemur undanbragðalaust fram við öll tækifæri. Sjónarmiðið er ekki til- gerð sljómmálamanns, sem vill koma sér vel. Steingrimur talar af ein- lægni um stjómmál og segir hveiju sinni það sem honum býr i brjósti og hefur reyndar hlotið marga skrokkskjóðu fyr- ir hjá andstæðingum." Að þessu loknu snýr Tíminn sér að persónu Haildórs Ásgrímssonar: „Hjá Halidóri Ásgríms- syni skin traustleikinn af hveiju verki sem hann vinnur. Eins og Steingrimur vill hann fólki og þjóð vel og vinn- ur henni það gagn sem hann má. Afstaða hans i viðkvæmum deilumálum byginr á þrauthugsuðum grunni, þar sem 'miðað er að þvi að ná sem best- um árangri, standa fast við orð og gerðir og bregðast hvergi í þvi sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt- um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs- ávöxtun er nú 9,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Bankabréf Lands- bankans eru eingreiðslubréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.