Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 39

Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Minning: Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir Fædd 14. desember 1909 Dáin 21. júlí 1988 Að morgni fimmtudagsins 21. júlí sl. andaðist í St. Jósefsspítalan- um í Hafnarfirði Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir, eftir stutta legu þar. Hún hafði um nokkurt skeið átt við veikindi að stríða, þó lengst framan af ævi hafi hún verið heilsu- hraust. Fyrstu minningar mínar um Dísu, en það var hún alltaf kölluð, tengjast húsinu Hlíð í Hafnarfirði. Þar bjó hún í 37 ár ásamt manni sínum Guðmundi Bergmann Guð- mundssyni, langafa mínum. Um helgar var oft farið suður í fjörð og fannst mér alltaf gaman að koma í Hlíð og seinna á Hring- brautina í heimsókn til afa, Dísu og Gunna. Dísa fæddist 14. desember 1909 að Götu í Holtum. Foreldrar hennar voru Hannesína Sigurðardóttir og Guðbrandur Guðbrandsson. Bræður Dísu voru tveir, tvíburabróðir henn- ar Guðjón sem var bifreiðastjóri á Rauðalæk í Holtum og Ágúst sem var leigubifreiðastjóri í Reykjavík. Hann var nokkrum árum eldri en tvíburamir. Ágúst og Guðjón eru báðir látnir. Faðir Dísu lést í janúar 1910, stuttu eftir að hún fæddist. Fylgdi hún þá móður sinni þar til hún flyst til Hafnarfjarðar 1921, frá Hvammi í Landssveit, þá 12 ára gömul. Átti hún lengst af heima í Blöndalshúsi í Hafnarfírði hjá þeim hjónum Hirti Þorleifssyni og Jónínu Guðmundsdóttur. Fram að giftingu vann hún ýmis störf, aðallega sem verkakona í fiskvinnu hjá Jóni Gíslasyni. Árið 1937, 2. október, giftist Dísa Guðmundi Bergmanni Guð- mundssyni eldsmið sem lengst af starfaði í vélsmiðju Hafnarfjarðar. Hann var fæddur 8. febrúar 1897 í Setbergi við Hafnarfjörð. Foreldr- ar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir og Guðmundur Jónsson sem þá bjuggu á Setbergi en reistu hús árið 1907 á lóð úr Jófríðarstaða- landi og nefndu Hlíð. Þar var lengst af heimili Dísu og Guðmundar. Guðmundur var ekkjumaður er þau gengu í hjónaband og með fýrri konu sinni átti hann þrjú börn sem Dísa gekk í móðurstað. Þau eru: Gunnar Guðmundur, f. 1925, flokksstióri hiá Rafveitu Hafnar- fjarðar, Halldóra Ingúnn, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík, og Þorsteinn Kristján, f. 1931, matreiðslumaður í Mosfellsbæ. Einnig ólu þau hjónin upp fósturson, Hjört Guðmundsson, f. 1942, slökkviliðsmann, búsettan í Hafnarfírði. Árið 1973 var Hlíð rifin af skipu- lagsástæðum og Dísa og Guðmund- ur fluttu í nýbyggt hús sitt á Hring- braut 42 sem þau höfðu byggt í samvinnu við Gunnar. Þau voru ávallt eftir að þau fluttu í húsið við Hringbrautina, kennd við gamla heimilið sitt, Hlíð, eins og áður. I nýja húsinu bjuggu þau sér fallegt heimili á efri hæð hússins, en Gunnar býr á neðri hæðinni. Þau fluttu ekki um langan veg, því úr glugganum sést lóðin þar sem Hlíð stóð, aðeins gatan á milli. Guð- mundur Bergmann lést 16. desem- ber 1977 og eftir lát hans var það mikið öryggi fyrir Dísu að búa í sama húsi og Gunnar stjúpsonur hennar, enda reyndist hann henni afskaplega vel. Síðastliðin 2-3 ár hafði Dísa átt við vanheilsu að stríða, kraftarnir smátt og smátt þurru, enda komin hátt á áttræðisaldur, en hugurinn var ávallt skýr og fylgdist hún vel með öllu, ekki síst þjóðmálum, enda áhugamanneskja um stjórnmál. Það var Guðmundur Bergmann einnig og fýlgdu þau alla tíð Sjálf- stæðisflokknum að málum. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með orðum P. Árdals: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ingimar F. Jóhannsson Það verða ætíð kaflaskipti í til- vergnni þegar fólk hverfur af sjón- arsviði eftir langan dag. Nú hefur Dísa í Hlíð horfið sjónum okkar. Þegar ég var að alast upp við Jófríð- arstaðarveginn í Hafnarfirði var Dísa jafnfastur punktur í tilverunni og Jofríðarstaðahóllinn og Hellu- fjaran. Ég minnist tímabils að haustlagi árið 1961. Foreldrar mínir áttu silf- urbrúðkaup og héldu utan og það var töluvert mál að koma krakka- skaranum frá Jófríðarstaðaveeri 7 fyrir á meðan. Lok mála urðu m.a. þau að ég yrði heima í faðmi eldri systra. Hins vegar unnu þær úti, og þá var gott að eiga Dísu að. Ég var hjá henni frá því snemma á morgnana og þar til vinnudegi lauk. Þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum um það hvað fjölskyldan á Blómsturvöllum naut góðs af ná- býli við Dísu í Hlíð. Þau voru lítil húsin á hamrinum, krakkamir margir og þær stundir erfiðar þegar þröngt var í búi. Maður hugsar stundum til fólks eins og Dísu, þeg- ar maður eldist sjálfur og sér hluti í nýju ljósi. Alltaf var hún viðbúin á nóttu sem degi að liðsinna okkur. Þau vom ófá sporin hennar niður traðimar að Blómsturvöllum til að athuga hvernig okkur liði, eins og hún ætti í okkur hvert bein. Aldrei sáum við hana skipta skapi eða ergja sig yfir vonsku heimsins. Það var hennar heimspeki. Ég trúi, að krakkamir á Blómsturvöllum eigi fáum jafnmikið að þakka og Dísu í Hlíð. En svo skrýtið sem það nú er, tók maður ekkert eftir þessu fyrr en löngu seinna. Ekki fyrr en mað- ur hafði öðlast vissa fjarlægð frá þessu öllu. Þá uppgötvaði maður Dísu eiginlega upp á nýtt. Hún safnaði ekki prófgráðum eða veraldlegum auði, en hún átti það sem margan allsnægtamanninn CQ J? 0 CAÍ6, % ElTTHmÐ FYRIR Xr\ ■f- O O skortir. Nefnilega andlegan forða, hún var mannvinur, hún átti það ríkidæmi sem ekkert fær grandað. Þannig verður Dísa mér minnis- stæðust og þannig hafa kynni mín við Dísu kennt mér eitthvað sem nokkurs er vert. Og þá er jú ekki til einskis lifað. Það er orðið öðruvísi við „Jóff- ann“ núna. Misvitrir menn létu rífa gömlu húsin fýrir um áratug til þess að troða niður götu sem ekki ■^oíxi&CU) Sw*V REYKJAVlK Veitingasalurinn Lundur Ódýrir réttir Borðapantanir í síma 689000 Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel málning’lf er pláss fyrir. Brottvikning gamla Hlíðarhússins verður þannig til ævarandi vitnis um heimsku mann- anna. En þegar hugurinn hvarflar til æskustöðva er minningin um Dísu í Hlíð og Gvend í Hlíð sveipuð ljóma. Þannig verður um ókomna tíð. Fyrir hönd ijölskyldu minna, sendi ég öllum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Leifur Helgason Engulíkt SPECIRUMHF SÍMI29166

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.