Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 18

Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 18
t MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Horft yfir landgfræðslugirðingu í Mývatnssveit. Munurinn er greinilegur á friðaða svæðinu. Friðunin hefur skilað miklum árangri. Hér er Sveinn Þórarinsson landgræðsluvörður í Þingeyjarsýslum við loðvíði á friðuðu svæði í Kelduhverfi. Loðvíðirinn má sín þó yfirleitt lítils einn og sér gegn sandfokinu. Moldin rýkur úr rofabörðum á Hólsfjöllum. Ólafur Arnalds jarðvegsfræðing- ur við rannsóknir á jarðvegseyð- ingu við Grænulág á Reykjahlíð- arafrétti ir því að ítala yrði gerð í öll afrétt- arlönd og heimalönd í Skútustaða- hreppi. Niðurstöður beitarþols- rannsóknanna lágu fyrir haustið 1974 en útreiknað beitarþol sýndi mun meira beitarþol á þessum slóð- um en fénaður var fyrir hendi til að nýta. ítölunefndin lækkaði út- reiknaða beitarþolið verulega en Selfossi. Á MÝVATNSÖRÆFUM og í Hólsfjöllum er langalvarlegasta sandfoks- og gróðureyðingar- svæði landsins. Á þessu svæði eru þess dæmi að stórir sand- skaflar flytjist til um 300 metra yfir gróið land á einu ári. Jarð- vegur á þessu svæði heldur illa i sér raka og í þurrkatíð eins og hefur verið í sumar rikir eyðimerkurástand á svæðinu, þvi meira gufar upp af raka en sem nemur úrkornu. Samfara þessum aðstæðum hefur mikið beitarálag valdið þvi að gróður er mjög á undanhaldi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur að ekki þýði að fara út í neinar nýjar uppgræðsluað- gerðir fyrr en búið er að gera áætlanir um búskaparhætti í framtíðinni á svæðinu. í Mývatnssveit, á Mývatnsöræf- um og í Hólsfjöllum hefur verið mikið sandfok, jarðvegs- og gróð- ureyðing á undanfömum áratug- um og jafnvel öldum. Fyrstu að- gerðimar á þessum slóðum af hálfu Sandgræðslunnar voru þegar lan- deigendur Dimmuborga afhentu þær Sandgræðslu íslands til eignar og uppgræðslu árið 1942. Síðan þá hafa verið reistar 17 girðingar, samtals 150 kílómetrar, sem spanna 7.600 hektara í Skútu- staða- og Fjallahreppi. Sand- græðslan hefur haldið þessu svæði friðuðu fyrir búfjárbeit og sáð þar melgresi og grasfræi og borið á áburð með flugvélum á undanföm- um ámm. Ekki hefur veið fjármagn til að taka til meðferðar nema lítinn hluta af þessum svæðum sem hafa verið friðuð. Friðunin ein sér hefur leitt til mikilla framfara innan girð- Dæmigerð mynd frá uppblásturssvæðum. Séð af þjóðveginum inn á austurafrétt austan Námaskarðs. Þegar melgresið lætur undan sandfokinu hnyklast rótarkerfi þess upp eins og myndin sýnir. inganna og ríkjandi gróður þar, melgresi, fjalldrapi og loðvíðir, náð sér verulega á strik og svæðin orð- in gróskumikil. Eyðimerkurástand í þurrkatíð „Þetta svæði sem við emm að tala um er allt á eldíjallasvæði og járðvegurinn er mjög sendinn og heldur illa í sér raka. Hann er mjög gosefnablandinn og því ákaf- lega fokgjarn," segir Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri sem eins og aðrir hefur miklar áhyggjur af þessu svæði. „Úrkoma á svæðinu er sú minnsta sem þekkist á landinu og í þurrkatíð eins og í sumar ríkir þama ömgglega eyði- merkurástand þar sem meira gufar upp af raka en sem nemur úr- komu. Menn hafa talað um að á Mývatnsöræfum væri úrkoman oft á tíðum ekki nema 300 millimetrar á ári. Það er því augljóst að beit- arálagi á slíkum svæðum verður að stilla mjög í hóf.“ Beitarálag alltof mikið Sveinn sagði bændur og aðra heimamenn í Mývatnssveit hafa haft af því vaxandi áhyggjur að grróðri fari hnignandi á þessum slóðum og að aðgerða væri þörf til þess að laga búskap eftir land- kostum á þessum slóðum. „Upp úr 1970 óskuðu bændur sjálfir eft- . rr'r- - cumi Alvarlegasta gróðureyðing landsins er á Mývatnsöræfum og í Hólsfjöllum Viðamikilla aðgerða þörf til að bjarga svæðinu segir landgræðslustjóri i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.