Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 1
56 SIÐUR B 174. tbl. 76. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Israel: Hægrimeim krefj- ast innlimunar V esturbakkans Jerúsalem, Reuter. HÆGRIMENN í ísrael beita ríkisstjórnina nú auknum þrýstingi um að Vesturbakkinn verði innlimaður í ísrael, þar sem Jórdania hefur látið af tilkalli sínu til hans og hætt að efna skyldur sinar við íbúa hans. „Þetta er rétta stundin fyrir Israel til þess að gera kröfu sina opinbera og lýsa yfir fullveldi Israels á svæðinu öllu,“ segir Yuval Ne’eman, þingmaður smáflokksins Tehiya. „Að öðrum kosti eru það Frelsissamtök Palestínu [sem öllu munu ráða].“ Ne’eman hélt í gær blaða- mannafund á AUenby-brúnni yfir Jórdaná, en ísraelar hemámu vesturbakka hennar i Sexdag- astríðinu eftir innrás arabaríkj- anna árið 1967. Hussein Jórdaníukonungur lýsti því yfir í vikunni að hann teldi rétt að Frelsissamtök Palestínu (PLO) tækju á sig þá ábyrgð á svæðinu, sem Jórdanía varpaði af sér. Að sögn ónafngreindra heimild- armanna innan ísraelsstjómar lögðu ráðherramir Ariel Sharon og Yitzhak Modai, sem báðir era hægrimenn, það til á ríkisstjórnar- fundi, að Vesturbakkinn og Gaza- svæðið verði innlimuð í Israelsríki — eða að minnsta kosti hlutar hemámssvæðanna. Að sögn ríkisútvarpsins í ísrael sagði Modai það á fundinum að ísraelar ættu að taka framkvæðið í málum þessum frekar en að bíða eftir frekari aðgerðum af hálfu Hus- seins. Talsmaður Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra vildi hvorki neita né játa þessum fregnum, en sagði að þrátt fyrir að ríkisstjórnin teldi Vesturbakkann vera hluta ísraels yrði hún að virða alþjóðasamninga — sérstaklega Camp David-sam- komulagið við Egypta frá 1978. Samkvæmt því skyldi framtíð hemumdu svæðanna vera ákveðin eftir fímm ára heimastjórn. Upp úr viðræðum ríkjanna um fyrir- komulag slíkrar sjálfstjómar slitn- aði snemma á þessum áratug. ísraelar innlimuðu Austur-Jerú- salem í ísrael eftir Sexdagastríðið og gerðu borgina að höfuðborg ríkisins. Enn sem komið er neita þó flest ríki að viðurkenna hana sem höfuðborg, enda þótt nær öll stjómsýsla fari þar fram. Mathias Rust þakkar áhöfn Lufthansa fyrir flugið heim frá Moskvu eftir 15 mánaða dvöl í Lefortovo-fangelsi, en á minni myndinni sést vél Rusts á Rauða torginu eftir ævintýralega lendingu hans í maí í fyrra. ivcutci Mathias Rust kominn heim til Vestur-Þýskalands: Moskvuflugið óábyrgt og glæpsamíegt athæfi Frankfurt. AP. VESTUR-þýski flugmaðurinn Mathias Rust kom heim til Vest- ur-Þýskalands síðla í gær, eftir að hann viðurkenndi að flug sitt til Rauða torgsins i Moskvu á síðasta ári hafi verið „óábyrgt". Hinn tvítugi ofurhugi heldur því þó fram, að flug hans hafi bætt samskipti Sovétrikjanna og Vest- ur-Þýskalands. Um borð í flugvél Fyrsta reikisljarnan í öðru sólkerfi uppgötvuð Lundúnum, Daily Telegraph. TILVIST reikistjörnu i öðru sólkerfi hefur nú í fyrsta skipti verið staðfest af bandarískum og svissneskum stjamfræðingum. Þessi nýfundni heimur er þó ekki mjög lífvænlegur, en dr. David Lat- ham, sem stjórnaði bandaríska rannsóknarhópnum, kveður reiki- stjörnuna „heitari en nokkurn ofn og nær örugglega lífvana." Reikistjaman er í 90 ljósára fjar- Celsíus. lægð frá Jörðu og gengur spor- braut umhverfís stjörnuna HD 114762, sem er í stjörnumerkinu Coma Berenice. Reikistjarnan er 30.000 sinnum stærri en Jörðin (20 sinnum stærri en Júpíter) og fer umhverfis stjörnuna á 84 daga fresti, að því er dr. Latham skýrði Bandaríska stjarnfræðisamband- inu frá í Baltimore í gær. Miðað við það er reikistjarnan nær eigin sólu en Merkúr er okkar og í samræmi við það er yfirborðs- hiti hennar mörghundruð gráður á Stjaman HD 114762 er í neðra vinstra hominu á Coma Berenice (frá Jörðu séð) og hefur birtustigið 7, sem gerir það að verkum að hún er rétt ósýnileg berum augum, en með góðum sjónauka má koma auga á hana. Hún er aðeins sjáan- leg á norðurhvelinu en vegna möndulhalla Jarðar sést hún aðeins frá mars til júlí. Þrátt fyrir stærð reikistjörnunn- ar er hún of smá og of fjarlæg til þess að hún sjáist í öflugustu stjömusjónaukum og auk þess myndi birta HD 114762 koma í veg fyrir að hægt væri að sjá end- urskin reikistjömunnar. „Að reyna að sjá hana væri eins og að reyna að koma auga á kerti við hliðina á öflugum ljóskastara á tunglinu," segir dr. Latham til útskýringar, en reikistjaman var uppgötvuð vegna óreglulegrar hreyfingar stjömunnar, sem einungis gat bent til þess að í nágrenni hennar væri mikill massi á borð við reikistjömu. Afleiðingar þessarar uppgötv- unar fyrir mannkyn kunna að vera hinar athyglisverðustu þegar fram í sækir. Hún þýðir, að líklegt má telja að umhverífis milljónir stjamá í líkingu við Sólu í Vetrarbrautinni gangi reikistjömur á stærð við Jörðu, sem gætu verið byggilegar. Lufthansa, sem flutti hann frá Moskvu til Frankfurt aðeins þremur klukkustundum eftir að honum var sleppt úr sovésku fangelsi, kvaðst hann áfram ætla að reyna að bæta heimsástandið, en sagðist jafnframt ekki ætla að drýgja fleiri „glæpi". Rólegur og allt að því sjálfs- ánægður sagðist Rust sjálfur ætla að velja sér staðinn og stundina til þess að ræða fimmtán mánaða fangavist sína bak við jámtjaldið og hefur vestur-þýska tímaritið Stern keypt einkaréttinn á frásögn hans. Eigi að síður veitti hann AP og bandarískri sjónvarpsstöð viðtal í vélinni og þegar hann var spurður um ástæður þess að Sovétmenn slepptu honum svaraði hann einung- is: „Mannúð.“ Rust sagðist hafa fundið fyrir ein- semd og örvæntingu í fangavistinni í hálftómu Lefortovo-fangelsinu. „Eg kom sem barn og nú sný ég aftur fullorðinn. Það er í raun ótrú- legt,“ sagðr hann. Þegar hann var spurður hvort hann myndi einhvern tíma hugleiða slíkt flug á ný svaraði hann: „Nei, ekki aftur. Það var óábyrgt." Vel á sig kominn eftir fangavistina Rust leit út fyrir að vera vel á sig kominn, var snyrtilega klæddur og með nýklippt hár. Hann var í prýði- legu skapi og sagði að þvert á vænt- ingar sínar hefði hann þyngst frekar en lést í fangelsinu. Hann sagðist hafa stundað líkamsrækt og gert við bækur í fang- elsisbókasafninu í sjálfboðavinnu. Lendingunni á Rauða torginu lýsti hann sem „aðeins upphafinu" að til- raunum sínum til þess að draga austur og vestur nær hvort öðra. „Ég mun halda starfinu áfram, en það verður allt með löglegum hætti — engir glæpir." Rust talaði aðallega ensku, en einnig blöndu af þýsku og rússnesku. A meðan á fluginu stóð var flug- kappanum boðið fram í stjórnklef- ann og spjallaði hann við flugstjór- ann dágóða stund. Hann hélt sig þó aðallega í sæti sínu á fyrsta farrými þar sem hann tók við hamingjuósk- um samferðamanna sinna og gaf þeim eiginhandaráritun á póstkort Lufthansa. Talið er að heimsókn Hans- Dietrichs Genschers, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, til Moskvu í síðustu viku hafi valdið mestu um lausn Rusts. Þá heldur Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýskalands, i opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna í október, en í gær var það eftir hon- um haft að með lausn Rusts hefðu Sovétmenn sýnt vilja sinn til þess að bæta sambúð ríkjanna í verki og að sambandsstjómin væri mjög án- ægð með þetta skref.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.