Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Fulltrúaráð Landakotsspítala: Óskað eftir skýr- ingum á samkomu- lagi ráðherranna FULLTRÚARÁÐ Landakotsspít- ala ákvað í gær á fundi að óska eftir viðræðum við ráðherra heil- brigðis- og fjármála og frekari skýringum á ýmsum atriðum í samkomulagi ráðherranna um aðgerðir tíl lausnar rekstrar- vanda spitalans. Verður þessari ósk komið á framfæri í dag. Heilbrigðisráðherra kynnti yfír- stjóm spítalans samkomulag sitt og fjármálaráðherra sl. föstudag, en þetta samkomulag var rakið í Morgunblaðinu í gær. Ólafur Öm Amarson varaformaður stjómar- innar sagði að á fulltrúaráðsfundin- um í gær hefðu vaknað ýmsar spumingar, m.a. varðandi fulltrúa- ráðið og hlutverk þess, og við þeim vildu menn gjaman fá svör. Fulltrúaráðið sijómar sjálfseign- arstofnuninni sem hefur Landa- kotsspítala á leigu tii ársins 1997. í ráðinu er 21 fulltrúi, skipaður af heilbrigðisráðherra og á það að staðfesta íjárhagsáætlanir og fjár- festingar spítalans. Úr hópi fíill- trúaráðsmanna er valin 7 manna yfírstjóm. Yfírstjóm Landakotsspítalans hefur boðað til blaðamannafundar í dag og verða sjónarmið spítalans kynnt þá, m.a. athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur spítalans á síðasta ári. Morgunblaðið/Þorkell Syngjandi Grænlendingar Heiðarhom kjörið fyr- ir endurvarpa SVFI Kleppjárnsreykjum. SVÆÐISSTJÓRN Slysavamafé- lags íslands á Vesturlandi stóð fyrir því laugardaginn 23. júlí að farið var með endurvarpa upp á Heiðarhyrnu í Skarðsheiði sem er hæsta fjall í Skarðsheiðinni, 1.053 m á hæð. Tilgangur fararinnar var að at- huga hversu vel staðurinn fellur til staðsetningar á endurvarpa fyrir VHS-talstöðvar. Tilraunarendur- varpi var settur upp og var síðan haft samband við marga aðila vítt og breitt um héraðið og náðist mjög vel allt frá Básum í Þórsmörk og vestur að Malarrifí. í framhaldi af niðurstöðu sem fékkst í þessari tilraun verður senni- lega settur upp varanlegur endur- varpi og munu sólarrafhlöður sjá honum fyrir rafmagni. Af Heiðarhomi er útsýni mjög gott, þaðan sést til Mýrdalsjökuls í suðri, norður og austur yfir Holta- vörðuheiði og Amarvatnsheiði og yfír Snæfellsnes og Reykjanes. Auðvelt er að ganga á Heiðarhom að sunnanverðu og tekur það um þrjár klukkustundir. Bernhard Þetta er grænlenskur kór sem kominn er til landsins og leggur af stað í söngferðalag í dag, fimmtudag. Kórinn er frá bæn- um Julianehaab í Suðvestur- Grænlandi. Eru í honum 30 manns á aldrinum 20—60 ára. Stjórnandi kórsins er organisti og kórstjóri kirkjunnar þar i bænum, Wilhelm Lynge. Hefur kórinn komið fram í sjónvarp- inu þar heima og í útvarpi, enda kunnur og gengur þar undir nafninu Kór Wilhelms Lynge. Söngferðalagið kring- um landið mun taka 10—12 daga. Verður Akranes fyrsti viðkomustaðurinn, en þar ætlar kórinn að syngja í kvöld. Á söngskránni eru grænlensk lög og sálmar. Kórinn ætlar að vera kominn til Akureyrar og syngja þar á morgun, föstudag. Síðan liggur leiðin að Laugum, til Egilsstaða og Hafnar i Hornafirði. Á leiðinni aftur til Reykjavikur verður sungið á Kirkj ubæj ar klaustri og i Hveragerði. Þetta er fyrsta ferð þessa kórs. Á myndinni, sem tekin var í gærkvöldi er kórinn var að leggja af stað til Bessastaða i stutta heimsókn til forsetans, eru ásamt hinu prúðbúna söngfólki í þjóðbún- ingum sínum, söngstjórinn, lengst til vinstri og Benedikta Thorsteinsson, fararstjóri lengst til hægri. Þess má geta að eiginmaður Benediktu er islenskur maður, Guðmundur Þorsteinsson að nafni. Gámaf iskur til Bretlands: Margeir í 3.-5. sæti MARGEIR Pétursson varð í 3.-5. sæti á opnu skákmóti í Næstved i Danmörku og hlaut 6'/2 vinning af 9 mögulegum. Bent Larsen frá Danmörku sigraði á mótinu, með 7 vinn- inga, en Svíinn Hellers varð i öðru sæti með sama vinninga- fjölda en var lægri að stigum. Jafnir Margeiri voru stór- meistarinn Lau frá Þýskalandi og Svíi að nafni Brynell. Margeir tekur nú þátt í al- þjóðlegu móti í Gausdal í Nor- egi. Fyrsta umferðin var tefld í gærkvöldi en mótinu lýkur á mánudaginn. Flutt út allt að hundrað tonn umfram kvóta á viku Utanríkisráðuneytið vanmetur rúmmál gámanna ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski í gámum á Bretlandsmark- að hefur numið allt að 100 tonn- um umfram kvóta undanfarnar vikur. Þórarinn Guðbergsson starfsmaður Fylki Limited í Grimsby segir að þetta um- frammagn sé þannig til komið að utanríkisráðuneytið reikni með að hver gámur taki 12 tonn en I raun taka þeir 14 tonn af fiski. Á markaðinn að undanf- örnu hafa farið á milli 60 og 70 gámar í hverri viku. Kvótinn nær yfir þorsk og ýsu en eitt- hvað af þessum gámum hefur innihaldið aðrar tegundir svo sem kola og grálúðu. Varlega áætlað hefur umframmagnið því numið um 100 tonnum. Þórarinn segir að þetta hafí síður en svo komið að sök síðustu vikumar þar sem lítið framboð hefur verið af heimafiski á mark- aðinum því ekki hefur gefíð á sjó sökum veðurs. Kvótinn sém settur var á þorsk og ýsu, 600 tonn á viku, segir Þórarinn að hafi verið skynsamleg ráðstöfuh að öllu leyti þar sem hún hafí komið í veg fyrir að allt- of mikið magn af fiski færi á markaðinn. „Nú eru markaðsaðstæður þannig hér að saman fer lítil veiði heimamanna og sumarfrí hjá stór- um hluta þjóðarinnar sem eykur neysluna á ferskfíski verulega. Ég tel því að óhætt sé að senda um 1000 tonn af þorski og ýsu á markaðinn í næstu viku,“ segir Þórarinn. Hann nefnir sem dæmi um góð- ar söluhorfur að Börkur NK sem seldi afla sinn í gærdag fékk 85,18 krónur að meðaltali fyrir kílóið sem er nokkru hærra verð en meðalverðið var allt árið í fyrra. Stefán Gunnlaugsson hjá ut- anríkisráðuneytinu segir að tonnafjöldinn í gám verði tekinn til endurskoðunar. Honum finnist í sjálfu sér ekki stórmál hvort um sé að ræða 12 tonn eða 14 og vissulega eigi að fullnýta gámana. 600 tonna ferskfiskkvótinn úr gildi: Fískmagnið metið frá viku til viku Rekstur Miklagarðs og KRON verður sameinaður 800 tonn á Bretíandsmarkað þessa viku STJÓRN Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis leitar nú leiða til að bæta rekstraraf- komu og styrkja fjárhagslega stöðu féiagsins, og hefur Þresti Ólafssyni stjórnarformanni KRON verið falið að hafa yfir- umsjón með þeim breytmgum sem fyrirhugaðar eru, en hann hefur tekið sér leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri Dags- brúnar á meðan. Ætlunin er að hrinda af stað hagræðingu á öllum sviðum versl- unarreksturs, sem KRON hefur með höndum, með það að mark- miði að draga úr tilkostnaði og stuðla þannig að því að halda niðri vöruverði. Að sögn Þrastar Ólafs- sonar verður einn helsti liðurinn í þessum aðgerðurn að sameina rekstur Miklagarðs rekstri ann- arra verslana KRON, og lækka með þvi tilkostnað án þess að draga úr vöruúrvali eða þjónustu. „Reksturinn á KRON og Mikla- garði hefur verið aðskilinn hingað til, en KRON á 52 prósent eignar- hlut í Miklagarði. Þama hafa fram að þessu tveir sjálfstæðir aðilar starfað undir tveim sjálfstæðum stjómum. Markmiðið er að gera allan daglegan rekstur sameigin- legan þannig að ekki verði um að ræða tvo sjálfstæða aðila sem taka ákvarðanir, heldur einn, og er fyr- irhugað að hraða þessum breyt- ingum eins og hægt er,“ sagði Þröstur Ólafsson. 600 TONNA ferskfiskkvótinn sem settur var á útflutning þorsks og ýsu með gámum og skipiun héðan á Bretlandsmark- að er nú í raun úr gildi. Stefán Gunnlaugsson hjá utanrikis- ráðuneytinu segir að þeir meti nú ástandið á markaðinum frá viku til viku og sé leyfum út- hlutað samkvæmt þvi. í þessari viku hefur verið veitt leyfi til útflutnings á 800 tonnum þar af um 450-500 tonnum með gámum. í síðustu viku aftur á móti var veitt leyfi fyrir útflutningi á 1.100 tonnum, þar af 650 tonnum í gám- um. Stefán segir að 600 tonna kvótinn hafi upphaflega verið sett- ur til að verð á fískinum færi ekki niður fyrir lágmarksverð Evrópu- bandalagsins. Það sé ekkert því til fyrirstöðu að hann gegni áfram því hlutverki ef markaðshorfur þróast þannig. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍÚ segir að augljóst hafi verið að markaðurinn í Bretlandi þoldi mun meira magn en 600 tonn í síðustu viku og því hafí meira verið sent þangað. Að magnið nær tvöfaldaðist, í 1100 tonn, segir Vilhjálmur að sé vegna þess að skip á miðunum fyrir austan land náðu óvenjugóðum afla á þessu tímabili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.