Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
Flugslysið við Reykjavikurflugvöll:
Okkar reyndustu og
bestu starfsmenn
- segir talsmaður fyrirtækisins sem átti flugvélina
KANADAMENNIRNIR þrír, sem fórust i flugslysinu við Reykjavíkur-
flugvöll í fyrrakvöld, voru Raynald Laroche verkefnisstjóri, Roger
Thibodeau flugstjóri og Mark Palko flugvélstjóri. Tveir þeir fyrst-
nefndu voru kvæntir og áttu börn. Hinn síðastnefndi var einhleyp-
ur. Ekki fengust upplýsingar um það í gær, hve gamlir þeir voru,
né hve mörg börn Laroche og Thibodeau láta eftir sig. Talsmaður
kanadíska fyrirtækisins Geoterrex, eiganda vélarinnar, sagði að
þessir menn hefðu verið „ ... okkar reyndustu og bestu starfsmenn
á þessu sviði“. Flugvélin var sérhæfð tU rannsókna og voru þremenn-
ingarnir á leið tU tíl Frakklands, þar sem þeir ætluðu að vinna að
jarðvísindalegum rannsóknum.
Ekkert er enn vitað með vissu
um orsakir slyssins. Veðurskilyrði
versnuðu skyndilega síðustu tvær
mínútumar sem aðflug vélarinnar
stóð yrfir. Unnið var að rannsókn
slyssins í gær og vitni yfirheyrð. I
dag verða sérfræðingar frá
kanadíska loftferðaeftirlitinu og
framleiðendum vélarinnar til að-
stoðar við rannsókn á flaki vélarinn-
ar.
Guðmundur Matthíasson aðstoð-
arflugmálastjóri sagði að allt hefði
virst vera meðð felldu í aðflugi vél-
arinriar þar til hún steyptist skyndi-
lega til jarðar. Samkvæmt lýsingum
vaktmanns í flugtumi sást vélin
koma inn til lendingar klukkan
17.42 og í sama mund snýst hún á
hvolf og steypist niður við flug-
brautarendann. Flugvélin varð þá
þegar alelda. Samkvæmt dagbók í
flugtumi var veðrið þá 10 - 15
hnúta vindur í 230 - 240 gráður
segulstefnu. Skyggni var 1.500
metrar, regnúði og skýjahæð 300
- 400 fet. Skyggni hafði þá minnk-
að úr fjórum kílómetrum í einn og
hálfan síðustu tvær mínútumar.
Samkvæmt veðurlýsingu Veður-
stofunnar var nokkmm mínútum
síðar 15 hnúta vindur í 230 gráð-
um, 9 kflómetra skyggni, rigning
og súld. í 400 feta hæð var hálfskýj-
að og alskýjað í 800 feta hæð. Hiti
var 10 stig.
Guðmundur sagði að enn væri
ekki ljóst hvort í flugvélinni hefði
verið „svarti kassinn" svonefndi,
sem geymir upplýsingar um flug
vélarinnar síðustu mínútumar. Það
skýrist væntanlega þegar fulltrúar
eigenda og framleiðenda em komn-
ir, en þeir vom væntanlegir hingað
til iands í morgun. Á meðan beðið
var eftir þeim, ásamt kanadísku
sérfræðingunum, var ekkert unnið
að rannsókn slyssins í sjálfu flak-
inu.
Frá slysstað. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Slasaðist á höfði
RÚMLEGA þrítugur ökumaður
kornflutningabils slasaðist á
höfði þegar hann var að vinna
við að losa hveiti af bilnum við
hús Nýja Kökuhússins við
Smiðjuveg í Kópavogi.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
er talið að lok við dælustút á tanki
bflsins hafí gefið sig og þeyst í
höfuð mannsins. Hann var fluttur
á slysadeild Borgarspítalans. Auk
höfuðáverka var hann talinn fót-
brotinn.
Nýr skrifstofu-
stjóri Hagstofunnar
GUNNAR H. Hall hefur verið ráð-
inn skrifstofustjóri á Hagstofu
íslands og staðgengill Hagstofu-
stjóra frá 1. ágúst 1988.
Gunnar lauk prófi í þjóðhags-
kjama frá viðskiptadeild Háskóla
íslands 1976 og mastersgráðu í þjóð-
hagsfræði frá Uppsalaháskóla 1981.
Hann var kennari í þjóðhagfræði og
stærðfræði við Verzlunarskóla ís-
lands 1976—1978. Að loknu námi í
Svíþjóð hóf hann störf sem sérfræð-
ingur hjá Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un í ágúst 1981, var skrifstofustjóri
þar frá síðla árs 1983 til ársloka
1987 og settur hagsýslustjóri frá
ársbyijun 1988. Gunnar var f stjóm
Skipaútgerðar rfkisins frá september
1982 og hefur verið í stjóm Norræna
hagrannsóknaráðsins frá því á árinu
1986.
Eiginkona Gunnars er Sigurveig
Alfreðsdóttir hjúkmnarfræðingur og
eiga þau þijú böm.
Gunnar H. Hall
I/EÐURHORFUR í DAG, 4. ágúst 1988
YFIRLITIGÆR: Norðvestan gola um landið austanvert, en vestan-
til var hægviðri eða suðvestan gola. Súld eða rigning var við norð-
austur og austurströndina en annars þurrt. Suðaustanlands var
léttskýjað.
SPÁ: f dag verður suðaustanátt ó landinu, víða kaldi. Rigning verð-
ur um sunnan og vestanvert landiö, en víðast þurrt norðaustan-
lands. Hiti verður ó bilinu 10—16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg suðvestlæg eða
breytileg átt. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið, og á laugar-
dag einnig sums staðar fyrir norðan og austan. Hiti á bilinu 8—15
stig.
TÁKN:
O:
x Norðan, 4 vindstig:
*' Vindörin sýnir vind-
■| 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Heidskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. ■* Él
• V
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
r f f — Þokumóða
Hálfskýjað * / * 9 5 Siild
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
■# # ■* 4 Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hrti 11 11 veftur alskýjað akýjað
Bergen 12 rfgnlng
Helslnki 15 alskýjað
Kaupmannah. 15 léttskýjað
Narssarssuaq 14 rigning
Nuuk 8 léttskýjað
Öaló 18 skúr
Stokkhólmur 12 rionlng
Þórshöfn 13 skýjað
Algarve 28 heiðskfrt
Amsterdam 18 léttskýjað
Barcelona 27 mistur
Chlcago 27 mistur
Peneyjar 29 þokumóða
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 13 súld
Hamborg 16 skýjað
Laa Palmas 27 léttskýjað
London 19 skýjað
Los Angeles 18 alskýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Malaga 39 léttskýjað
Mallorca 30 skýjað
Montreal 19 þrumuv.
New Vork 27 mistur
Parfs 19 léttskýjað
Róm 32 heiðsklrt
San Diago 21 alskýjað
Winnipeg 18 úrk. i gr.
Iðnaðarráðherra á Suðurnesjum:
Skoðaði iðnfyrirtæki í
Keflavík og Njarðvík
KeHavík. ° **
FRIÐRIK Sófusson iðnaðarráð-
herra heimsótti Keflavík og
Njarðvík í gær og skoðaði nokk-
ur iðnfyrirtæki. Með ráðherran-
um voru Ólafur G. Einarsson
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, Bragi Michaelsson
formaður kjördæmaráðs og Guð-
rún Zoéga aðstoðarmaður iðnað-
arráðherra.
Að heimsókninni stóðu kjördæ-
misráð og miðstjóm Sjálfstæðis-
flokksins og hófst hún með hádegis-
verðarfundi í veitingahúsinu Glóð-
inni þar sem iðnaðarráðherra flutti
framsöguræðu og að því loknu svar-
aði hann fyrirspurnum fundar-
manna. Sfðan vom nokkur iðnfyrir-
tæki í Keflavfk og Njarðvík heim-
sótt og að því búnu var ráðherra
með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu
í Njarðvík.
Friðrik Sófusson iðnaðarráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið
að heimsóknin hefði bæði verið
gagnleg og ánægjuleg, gagnlegt
væri að kynnast rekstri af eigin
raun en ekki af skýrslum og einkar
ánægjulegt hefði verið að sjá f
hversu ömm vexti þjónusta við
ferðamenn væri orðin í Keflavík og
Njarðvík.
_ BB
Grænland:
Ráðist á
íslending
ÍSLENDINGUR, sem starfaði við
sjávarútvegssýninguna ( Nuuk á
Grænlandi, varð fyrir því að ráð-
ist var á hann og reynt að ræna
um sfðustu helgi. Maðurinn komst
undan árásarmönnunum eftir að
hafa orðið fyrir nokkrum
barsmíðum en árásarmennirnir
náðust ekki.
íslendingurinn var einn á göngu í
átt að hóteli sínu snemma á sunnu-
dagsmorgni þegar tveir heimamenn,
maður og kona, réðust á hann með
hníf að vopni og kröfðust allra pen-
inga sem hann hefði meðferðis. ís-
iendingurinn neitaði að láta veski
sitt af hendi og lömdu þá árásar-
mennimir hann, meðal annars
þrívegis í andlitið.