Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
Sýning Hakes ekki á
vegum Kjarvalsstaða
á Kjarvalsstöðum
EKKI
MARGORÐUR ,
FN STÓRVIRKURj
eftirEirík
Þorláksson
Hr. ritstjóri.
í grein sinni um sýningu Claes
Hake á Kjarvalsstöðum, sem birtist
30. júlí sL, lætur blaðamaður Morg-
unblaðsins, Hávar Sigurjónsson,
ýmis stór orð falla um Kjarvals-
staði, vinnubrögð starfsfólks Kjarv-
alsstaða og framgöngu þess varð-
andi sýninguna. Þar sem í flestum
aðalatriðum er farið með rangt mál
á mjög óviðeigandi hátt vil ég biðja
yður um að birta þetta bréf í blaði
yðar, en hér er að fínna ýmsar
nauðsynlegar leiðréttingar vaiðandi
atriði, sem blaðamaðurinn blæs
upg.
A umfjöllum blaðamannsins má
skilja, að sýning Hake sé boðssýn-
ing á vegum Kjarvalsstaða, sbr.
í upphafi greinarinnar, þar sem
segin „Það er einnig óvirðing við
listamanninn af hálfu Kjarvalsstáða
að sýna honum og verkum hans
slíkt áhugaleysi eftir að búið er að
bjóða honum til landsins með verk
sín til sýningar", — í því sem haft
er beint eftir listamanninum þar
sem hann segin „______mistök af
hálfu Kjarvalsstaða að nefna ekki
við mig er mér var boðið að koma
til íslands með sýningu ...“ — og
í lok greinarinnar, er blaðamaður-
inn greinir ákveðnar tilfinningar
listamannsins og segir hann: „hafa
lagt í umtalsverðan kostnað við að
verða við óskum Kjarvalsstaða um
sýningu á verkum hans“. — Hér
er um grundvallarmisskilning að
ræða, sem var búið að leiðrétta
margoft og skilmerkilega við lista-
manninn sjálfan, og erfitt er að
átta sig á hvemig blaðamaðurinn
festir sig í.
Á Kjarvalsstöðum fara fram sýn-
ingar sem í megindráttum má
skipta í þijá flokka:
— Sýningar, sem Kjarvals-
staðir standa fyrir og hafa alfarið
umsjón með.
— Boðssýningar á vegum Kjarv-
alsstaða, þar sem einstökym lista-
mönnum, listamannahópum, söfn-
um eða öðrum aðiljum er boðið að
sýna, og sem starfsfólk Kjarvals-
staða vinnur að skv. samningum
um viðkomandi sýningar.
— Sýningar á vegum lista-
manna og annarra aðila, sem
hafa fengið sýningaraðstöðu
leigða á Kjarvalsstöðum; öll vinna
við slíkar sýningar er á ábjrrgð við-
komandi aðila, sem auðvitað hafa
yfírleitt gott samstarf við starfsfólk
Kjarvalsstaða um tilhögun þeirrar
vinnu.
Sýning Ciaes Hake, sem staðið
hefur á Kjarvalsstöðum 16.—31.
júlí, er óumdeilanlega í síðasta
flokknum. Þessi mál eiga sér venju-
lega langan aðdraganda, og það var
í október 1986 sem Hake sótti um
að fá hér sýningaraðstöðu (ásamt
finnskum listamanni, Matthia Ahia)
og bauðst til að senda frekari upp-
lýsingar til stuðnings umsókninni.
Einar Hákonarson, fyrrum list-
ráðunautur Kjarvalsstaða, svaraði
umsókninni í apríl 1987, og í
íslenskri þýðingu er svarið eftirfar-
andi:
„Menningarmálanefnd Reykja-
víkur hefur ákveðið að úthluta þér
og Matthia Ahia sýningaraðstöðu á
Kjarvalsstöðum 12.7.—1.8. 1988,
með opnunardegi 16.7. 1988. Þið
greiðið húsaleigu, sem nú er ísl. kr.
21.000, og berið ábyrgð á sýning-
unni, flutningum, tryggingum
o.s.frv. en húsið sér um gæslu á
sýningunni."
Það' er því ljóst að Claes Hake
hefur leigt aðstöðu til sýningar
á Kjarvalsstöðum að eigin frum-
kvæði, en ekki komið hingað með
verk til sýningar að frumkvæði
Kjarvalsstaða eða í boði menningar-
málanefndar Reykjavíkur. Þetta
hafði verið rækilega leiðrétt við
listamanninn með tilvísun til bréfa-
skipta um málið, og er hérmeð leið-
rétt einu sinni enn við viðkomandi
blaðamann og aðra, sem skilið hafa
málið á annan veg.
Samkvæmt ofangreindu ætti að
vera ljóst, að öll vinna við sýningar
þeirra, er leigja aðstöðu á Kjarvais-
stöðum, er á ábyrgð viðkomandi
aðila; skv. bréfinu tíl Hake átti
húsið að sjá um gæslu á sýning-
unni, en öll ábyrgð á öðru sem
gera þurfti (flutningur, uppsetn-
ing, kynning, heimflutningur
ferskt...
„Það er erfitt fyrir
starfsfólk Kjarvals-
staða að ganga fram í
að mismuna fólki hvað
þetta varðar, en engoi
að síður var þessum
listamanni boðin og
veitt margháttuð að-
stoð, sem yfirleitt þarf
ekki að veita þeim sem
setja hér upp sýning-
ar.“
o.s.frv.) var í höndum lista-
mannsins sjálfs. Þessi sömu kjör
gilda fyrir alla erlenda jafnt sem
íslenska aðila, sem fá leigða hér
sýningaraðstöðu. Það er erfitt fyrir
starfsfólk Kjarvalsstaða að ganga
fram í að mismuna fólki hvað þetta
varðar, en engu að síður var þessum
listamanni boðin og veitt marg-
háttuð aðstoð, sem yfirleitt þarf
ekki að veita þeim sem setja fiér
upp sýningar. Því er ekki hægt að
sitja þegjandi undir þeim orðum
blaðamannsins, að starfsfólk hér
hafi sýnt listamanninum og verkum
hans „óvirðingu", „áhugaleysi" og
„einkenniiegar móttökur". Skulu
hér nefnd nokkur dæmi um hið
gagnstæða, í tileftii einstakra til-
vitnana í greininni.
„Hefði ég vitað að starfsfólk
Kjarvalsstaða myndi ekki aðstoða-
á neinn hátt þá hefði ég aldrei þeg-
ið boð um að sýna hér“ er haft
eftir listamanninum; hér virðist
ýmsu vera gleymt.
Dæmi: Listamaðurinn kom til
landsins að kvöldi 12. júlí, en verk-
in komu með skipi 13. júlí, aðeins
þrem dögum áður en opna átti
sýninguna. Hake hafði ekki gert
ráðstafanir fyrirfram til að fá verk-
in flutt beint að Kjarvalsstöðum,
og var einn starfsmanna Kjarvals-
staða rúmlega eirin vinnudag að
koma málinu áfram í gegnum það
kerfí sem allur innflutningur þarf
að fara í gegnum (þ.e. tollyfirvöld,
flutningsaðila o.s.frv.) til að verkin
kæmust að húsinu; var það verk
að „aðstoða ekki á neinn hátt“?
Dæmi: Listamaðurinn kom
hvorki með sölubækur um verk sín
tilbreyting...
LÉTTAR FLOTBRYGGJUR
Á SJÓ OG VÖTN
STÆRÐIR: 1,5x6 MTR
2,0x6 MTR
2,4x6 MTR
ENNFREMUR FLOT-
TENGIBÚNAÐUR FYRIR
FISKELDISSTÖÐVAR.
UPPLÝSINGAR GEFUR
UMBOÐSAÐILI
SF-GRUPPEN
KRISTJAN OLI HJALTASON
IÐNBUÐ 2. 210 GARÐABÆ
SÍMI46488
MODERFÖRETAG
i* # *tt >11 » ; u
> !»♦
#**♦♦>* < 5«**
‘ * t ■. » :■ ♦#♦*♦♦’
■#♦♦*••
*♦♦♦♦*
♦ * * T - ♦ • ♦
.».•#«#«•*♦♦♦
t ♦ ♦ •
v • v V * f T f A
* * • «
V . V ■: * '
.*• > >
1. » »
, J J „* j > * 1 * * *
í > .* * ' ‘ *
' ■' ' •
(EiUjftlme,
Útsalan okkar hefst
föstudag kl. 13.00
Stendur aðeins yfir í
nokkra daga.
JOSS \
BOGIE
LAUGAVEGI 101
SÍMI17419