Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 17

Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 17 né nokkra skrá yfir þau verk, sem voru á sýningunni, og hafði ekki frumkvæði að því að skrá væri gerð; það var starfsmaður Kjarvalsstaða sem útbjó lista yfir verkin til þæg- inda fyrir þá sem vildu skoða sýn- inguna; var það verk að „aðstoða ekki á neinn hátt“? Dæmi: Listamanninum var boðið að hitta rafvirkja, sem sér um lýs- ingu hússins, til að ákvarða lýsingu í salnum. Hann notfærði sér ekki það boð, en lýsti sig ánægðan með lýsinguna, þegar hún hafði verið sett upp, án þess að hann kæmi þar nærri; var það verk að „aðstoða ekki á neinn hátt“? Því er furðulegt að blaðamaðurinn hefur eftir hon- um „ . . . þó mætti lýsingin í þessum sal vera betri. ..“ þegar listamað- urinn nýtti sér ekki tækifæri til að hafa áhrif á lýsinguna, eins og hann þó hafði. „Það hefði auðvitað verið til bóta ef Kjarvalsstaðir hefðu sent út boðskort á opnun sýningarinnar eða gert fjölmiðlum viðvart um hana á annan hátt“ hefur blaðamaðurinn eftir Claes Hake. Hér er enn hallað réttu máli. Send voru út boðskort vegna sýningar á verkum Jóhannesar Kjarvals sem einnig átti að opna á Kjarvalsstöðum þann 16. júlí (og sem starfsfólk Kjarvalsstaða er ábyrgt fýrir og var önnum kafið við að undirbúa þessa sömu daga). Beðið var með að senda þau af stað þar til Claes Hake kom til landsins, og honum boðið að senda boðskort með sömu póstsendingu. Hann af- þakkaði það boð. í vikunni fyrir sýninguna var send út fréttatilkynning til allra fjölmiðla um báðar sýningamar. Flestir prentmiðlanir greindu frá þessum sýningum í helgarblöðum sínum 16.—17. júlí, og Stöð 2 birti myndir af verkunum og viðtal við listamanninn í þætti sínum 19:19 að kvöldi 17. júlí. Síðar hafa nokkr- ir fjölmiðlanna m.a., Morgunblaðið, fylgt upphaflegri kynningu eftir með nánari umíjöllun. Er hægt að segja að með þessu — og ofan- greindu tilboði — hafi starfsfólk Kjarvalsstaða „ekki aðstoðað á neinn hátt“? Fleiri atriði í grein Hávars Sigur- jónssonar mætti nefna, þar sem ekki er farið með rétt mál, en ég tel óþarfa að eltast við hér og nú. Kjami þessa máls er að viðkomandi listamaður virðist ekki hafa undir- búið sýningu sína hér á landi sem skyldi og ekki gert sér fyllilega grein fýrir hvað þyrfti til, og er auk þess ef til vill ekki fús til að taka á sig nokkra ábyrgð á eigin mis- skilningi varðandi sýninguna. Því er reynt að koma sökinni á aðra, í þessu tilviki starfsfólk Kjarvals- staða, sem þó hefur af fremsta megni reynt að aðstoða Claes Hake og greiða götu sýningar hans hér. Þessi atriði hafa sýnilega öll komið fram í viðtali Hávars Sigur- jónssonar við listamanninn, og hann hefur þau beint eftir, gagnrýnis- laust, og hnýtir enn frekar í Kjarv- alsstaði frá eigin bijósti af þessu tilefni. Hins vegar hefði blaðamað- urinn auðveldlega geta komist hjá þessum mistökum, hefði hann gefið sjálfum sér nokkrar mínútur til að tala við starfsfólk Kjarvalsstaða, eftir að viðtali hans við listamann- inn lauk. Það gerði viðkomandi blaðamaður hins vegar ekki og leit- aði reyndar engra upplýsinga á Kjarvalsstöðum um nokkra hlið málsins. Því fór sem fór, og er nú nauð- synlegt að biðja yður, hr. ritstjóri, að birta þessar leiðréttingar opin- berlega í blaði yðar. Einnig tel ég við hæfi að viðkomandi blaðamaður biðji okkur starfsfólk Kjarvalsstaða afsökunar á skrifum sínum um þetta mál hvað okkur varðar. Höfundur er safn vörður á KjarvaJsstöðum. __________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Afmælismót SB-klúbbsins í Kaupmannahöfn Unglingalandsliðsparið Matthías Þorvaldsson og Hrannar Erlings- son, sem nú keppa í Búlgaríu, munu spila fyrir íslands hönd á 160—180 para afmælismóti Dananna, helgina 17.—18. september nk. Eins og áður hefur komið fram buðu Danir 2 íslenskum pörum að taka þátt í mótinu, en þeir hyggj- ast bjóða sérstaklega 20 pörum og greiða þeir keppnisgjöld, gistingu og uppihald ytra. Hafi annað par hug á að vera með, er enn hægt að ganga frá málum til 10. ágúst. Afmælismót Bridsfélags Siglufjarðar Nú eru línur skýrar hvað af- mælismót norðanmanna, 3.-4. sept. snertir: Spilaður verður 3ja lotu „Mitchell“-tvímenningur, tvær umferðir á laugardag og ein á sunnudag. Gert er ráð fyrir þátt- töku 50 para (hámark) og „fá“ höfuðborgarspilarar um 20 sæt- anna. Verðlaun í mótinu verða stórglæsileg: 1. verðlaun 120.000 krónur. 2. verðlaun 80.000 krónur. 3. verðlaun 50.000 krónur. 4. verð- laun 20.000 krónur. 5. verðlaun 10.000 krónur og ýmiskonar auka- verðlaun, allt niður í 10. sæti. Auk þess verða í boði veglegir ferðavinn- ingar fýrir hæstu skor í lotunum. Keppnisgjald er kr. 5.000 á parið. Keppnisstjóri verður Hermann Lár- usson, Rvk., og reiknimeistari Margrét Þórðardóttir, Akureyri. Skráning á mótið hefst 5. ágúst. Fyrir höfuðborgarsvæðið er tekið við þátttökutilkynningum á skrif- stofu BÍ í Sumarbrids og í síma 41507 (Hermann). Grae óum 03 «0 u> ÍÚ ' ka bræoum E =3 T3 ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVÍK SlMI: (91)29711 Hlauparelknlngur 2S1200 BúrtaAarbankinn Hellu ■o £ » -2 w. C/) O” Föstudagskvöld á Borginni Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurí um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. ______ (Gengisskr. 23.6.88) Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLTJ! BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Mátt þú sjá af 369 krónum á dag?* Hörpuskjól - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavlk, Slmi (91)11547 HARPA lífinulit!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.