Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
19
Isafjörður:
Fjórir slasast
í bílveltu
FJÓRIR unglingar slösuðust
nokkuð er bíll þeirra fór út af
veginum og valt skammt innan
við Látra í Mjóafirði á mánudag.
Okumaðurinn var fluttur flug-
leiðis til Reykjavíkur en var ekki
talinn lífshættulega slasaður, að
sögn Jónasar Eyjólfssonar yfir-
lögregluþjóns á Isafirði.
Farþegamir fengu að fara heim
að lokinni skoðun og aðhlynningu á
sjúkrahúsinu á ísafirði. Lögreglu var
tilkynnt um óhappið á ellefta tíman-
um á mánudagskvöld. Er talið að
bíllinn hafi lent í lausamöl í beygju
og ökumaður við það misst stjórn á
honum. Ökumaður og farþegi í fram-
sæti vom í öryggisbeltum en tvær
stúlkur í aftursætum ekki.
Vegagerð ríkisins:
Sjö bjóða í
kafla á Suð-
urfjarðavegi
SJO verktakafyrirtæki buðu í
gerð 4,9 km. kafla á Suðurfjarða-
vegi, frá Skriðum til Höfðahúss.
I verkinu em innifaldar fimmtán
þúsund rúmmetra fyllingar og lagn-
ing 22.000 rúmmetra burðarlags.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
hljóðaði upp á 17.960.000,00, en
lægsta tilboðið var 64,5% þeirrar
upphæðar.
Það var Fell sf. á Höfn, sem átti
lægsta tilboðið, sem var
11.575.600,00. Gunnar og Kjartan
buðu hæst, og var tilboð þeirra
22.190.360,00 kr.
Ók á 100 á
Nýbýlavegi
LÖGREGLAN í Kópavogi stöðv-
aði á tíunda tímanum í gærmorg-
un mann sem ók sportbíl sínum
með 100 kílómetra hraða um
Nýbýlaveg skammt frá Stóra-
hjalla. Þar er leyfilegur hámarks-
hraði 50 kilómetrar á klukku-
stund.
Maðurinn var færður á lögreglu-
stöðina þar sem fulltrúi bæjarfógeta
ákvað að svipta hann ökuleyfi til
bráðabirgða. Málið verður sent saka-
dómara á næstunni.
„Þúsundir laxa í Laxá í
Kjós“...
Nú em komnir hátt í 2300
laxar á land úr Laxá í Kjós og
er því metveiði í ánni í sumar
örugg, en metveiði árinnar mun
vera um 2370 laxar. Margir spá
því raunar að áin fari langt fram
úr þeirri veiði í sumar, nái senni-
lega 3000 löxum, jafn vel meiru,
allt eftir því hvernig tíðarfar
verður síðari hluta veiðitímans,
en áin er orðin all vatnslítil og
hamlar það veiðum að sjálfsögðu
nokkuð. Laxamagn í ánni er
ógurlegt, Ólafur H. Ólafsson
veiðivörður sagði í gærdag, að
laxamir í ánni skiptu „þúsund-
um“ og á stöku stöðum væru
mörg hundruð fiska fyrir. Nefndi
hann sem dæmi Þórufoss og
Bugðufossinn, en aðrir hafa
einnig nefnt Spegilinn, Króar-
hamar og fleiri staði. Ofan á allt
saman þá er enn lax að ganga
í töluverðum mæli, í fyrra morg-
un veiddust til dæmis' 25 laxar
á neðsta svæðinu og voru þeir
flestir grálúsug ir, „það kom
mikið af nýjum laxi með síðasta
straum, en það er fastur liður í
Laxá að það komi góð ganga í
ána á stærsta straum_ á þessum
tíma sumars," sagði Ólafur enn
fremur.
Horfumar em bjartar í Kjósinni,
þvi upp úr slíku laxamagni hlítur
að veiðast að minnsta kosti
þokkalega jafn vel þótt skilyrði
kynnu að fara versnandi. í besta
falli gæti orðið þarna alger stór-
veiði, til dæmis ef það hlypi góð
skvetta af nýju vatni í ána, þá
myndi Laxamergðin í Þórufossi
sakka úr fosshylnum og niður
um allt gljúfrið. „Þá verður veisla
héma,“ sagði Ólafurveiðivörður.
„Mokveiði hér í sumar.“
„Hér hefur verið mokveiði í
allt sumar og laxarnir orðnir 740
til 750,“ sagði Torfi Ásgeirsson
eftirlitsmaður við Haukadalsá í
Dölum í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann nefndi sem
dæmi að morguninn áður hefðu
veiðst 7 laxar og hefði þótt afar
rýrt miðað við það sem á undan
er gengið. „Áin er sneisafull af
laxi og veiðist vel á öllum svæð-
um. Mér sýnist fátt benda til
annars en að þessi veiði muni
haldast að minnsta kosti vel fram
eftir ágúst. Svo er alltaf að koma
nýr fiskur inn,“ bætti Torfi við.
Hann gat þess að eins og víðar
á Suðvestur- og Vesturlandi,
væri uppistaðan í aflanum smá-
lax, 4 til 6 punda fiskur og svo
reytingur með af 7 til 9 pundi
laxi. Einn ogeinn 10 til 12 punda
lax slæðist alltaf með, en það
virðist vera lítið af vænum laxi
í sumar þótt við höfum vissulega
séð þá stóra í sumar. Sem dæmi
um laxamagnið í ánni, taldi Torfi
að veiðistaðurinn Blóti geymdi
nú um 200 fiska eða meira. Þá
taldi hann veiðina í sumar sér-
staklega athyglisverða fyrir þær
sakir, að veður hefur verið afar
leiðinlegt í Dölunum í nær allt
sumar, alltaf stífur vindur úr
einhverri átt og oft kalt og þar
af leiðandi erfitt og síður fýsilegt
að standa úti við veiðar. Þess
má geta, að allt síðasta sumar
veiddust í Haukadalsá 645 laxar.
Hægíst um í Langholtinu.
Það hefur hægst verulega um
veiðina í Hvítá eystri fyrir landi
Langholts eftir afar líflegan
kafla fram eftir öllum júlímán-
uði. Tíðindamaður Morgunblaðs-
ins sem var á svæðinu á laugar-
daginn sagði að þann dag hefðu
einungis 4 laxar komið á land
og þá hefði heildartalan verið
komin upp í 150 laxa. „Það er
alltaf lax þarna um allt svæðið,
hann sýnir sig mikið, en erfítt
er að átta sig á því hversu mikið
magnið er,“ sagði okkar maður
á staðnum. Laxinn þama er yfir-
leitt 5 til 12 pund og sá stærsti
til þessa 24 pund, veiddur í Ker-
inu á maðk snemma í júlí.
22 pundari á
Snæfoksstöðum.
Veiði í Hvítá eystri fyrir landi
Snæfoksstaða hefur verið nokk-
uð góð svona yfírleitt í sumar,
engin uppgrip, en alltaf líf í ánni
og veiðivon góð, enda vatn lengst
af verið talið hagstætt. Um helg-
ina gerðist það að veiðimaður
þama setti í og landaði eftir
harðan leik 22 punda lax og er
það sá stærsti sem veiðst hefur
á þessu svæði í sumar. Og á
þessu smálaxasumri er það með
stærri löxum þessa tímabils.
Svartá dauf.
Slök veiði hefur verið í Svartá
það sem af er sumri, a.m.k. mið-
að við síðustu sumur og fregnir
fyrir skömmu um að veiðin þar
væri að glæðast reyndust úr
lausu lofti gripnar. Aðeins mun
komnir rúmlega 50 laxar á land
og lítið af laxi gengið í ána þótt
talsvert sér talið af laxi í vatna-
mótunum þar sem áin sameinast
Blöndu. Þess má geta, að „besti
tíminn" í Svartá frá fornu fari
er enn eftir, þ.e.a.s ágústmánuð-
ur og í seinni tíð september einn-
ig-
gg
Veiðimaður rennir í Kerið í Hvítá eystri, í landi Langholts.
IL'JJkXs) ’fjCznísí*
-MESl
NU 1
K_L
*9%
—
Við lanum allt að helmingi kaupverðsins i 12 manuði með
föstum 9.9% ársvöxtum. ENGIN VERÐTRYGGING! Athug-
ið, að greiðslubyrði lánanna léttist eftir því sem á líður!
Staðgreiðsluverð
369.000
408.000
429.000
697.000
Dæmi um verð:
UNO 45 3JA DYRA
UN0 45S 3JA DYRA
UN0 45S 5 DYRA
UNOTURBO I.E.
f&Glu
Öll verð eru háð gengisbreytingum. Ryð-
vörn og skráning er ekki innifalin í verði.
WAfc
':
sra