Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Viðræður um Angólu og Namíbíu: Hafna tillögum S-Afríkustjórnar Genf. Reuter. FULLTRÚAR stjórnvalda á Kúbu og í Angólu höfnuðu í gær tillög- um Suður-Afríkustjórnar um leiðir til að binda enda á átök i An- gólu og tryggja sjálfstæði Namíbíu. Stjórnvöld í Suður-Afríku kváð- ust á þriðjudag vera reiðubúin til að veita Namibíu sjálfstæði frá og með 1. júní á næsta ári gegn því að kúbanskar hersveitir hefðu haft sig á brott úr Angólu fyrir þann tíma. Viðræður um framtíð Namibíu og frið í Angólu standa nú yfir í Genf í Sviss og er þetta í fjórða skipti sem fulltrúar stjómvalda á Kúbu, í Suður-Afríku og Angólu koma saman til fundar í þessu skyni. í tillögum stjómvalda í Suður- Afríku, sem Pik Botha, utanríkis- ráðherra landsins, kynnti á þriðju- dag er gert ráð fyrir að herafli Suður-Afríku hverfí frá Namíbíu í nóvember á þessu ári gegn því að herstöðvar skæmliða í Angólu verði lagðar niður og að herafli Kúbumanna verði kallaður á brott úr landinu fyrir 1. júní 1989. ^Sendimenn Kúbustjómar sögðu á blaðamannafundi í gær að tillög- ur þessar væm með öllu óaðgengi- legar. Ef stöðvar skæmliða í An- gólu yrðu lagðar niður kynnu stjórnvöld þar að verða „handbendi kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar" sem stjóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku fylgir. Fulltrúar bæði Kúbu og Angólu sökuðu Botha um trúnaðarbrest en lögðu hins vegar áherslu á að ekki stæði til að slíta viðræðunum sökum þessa. Sovétríkin: Farið lofsamleg- um orðum um eitt verka Solzhenítsyns „Dagnr í lífi Ivans Denísovítsj“ talið til sígildra bókmennta Moskvu. Reuter. SOVÉSKA tímarítíð Moskvu-fréttir birtí í gær grein eftír gagn- rýnanda einn þar sem segir að eitt bókmenntaverka rithöfund- arins útlæga, Alexanders Sólzhenítsyns, geti með réttu talist sigild bókmenntaperla í menningarsögu Sovétríkjanna. Verkið sem hér um ræðir „Dagur í lífi ívans Denísovítsj" fjallar um hlutskiptí fanga I þrælkunarbúðum á valdatíma Jósefs Stalín. hann hafí gefíð formlegt leyfí fyr- ir útgáfu bókarinnar. Þegar Khrústsjov var steypt af stóli árið 1964 vom ritverk Solzhenítsyns um ógnir stalínismans sett á bann- lista stjómvalda sem andsovéskur áróður. Árið 1970 var Solzhenítsyn vik- ið úr sovéska rithöfundasamband- inu vegna skrifa sinna en áður höfðu honum verið veitt bók- menntaverðlaun Nóbels. Fjórum ámm síðar var ítarlegasta ritverk hans um vinnubúðir stalínismans, „Gúlag eyjaklasinn" gefið út á Vesturlöndum og vakti sú bók mikla athygli. Sökum þessa var Solzhenítsyn handtekinn, sviptur ríkisborgararétti og rekinn úr landi til Vestur-Þýskalands. Hann býr nú í Vermont í Bandaríkjun- um. í greininni seg- ir höfundurinn, Lev Voskrenskíj, hins vegar að ekki sé tímabært að leggja mat á önn- ur ritverk Solz- henítsyns, viðhorf hans og skoðanir. „Ég get á hinn bóginn sagt að Alexander síðustu 25 ár hafa Solzhenltsyn leitt í ljós að „Dagur í lífí ívans Denísovítsj" er eitt glæsilegasta afrek sem unnið hefur verið á sviði bókmennta í sögu þjóðar vorrar," segir höfundurinn. „Dagur í lífí ívans Denísovítsj" var gefín út í Sovétríkjunum árið 1962 er Níkíta Khrústsjov gegndi embætti aðalritara kommúnista- flokksins og er raunar talið að Reuter 31 beið bana er biðsalur hrundi Þijátíu og einn maður beið bana og á niunda hundrað slösuð- ust þegar tveggja hæða bygging á hafnargarði hrundi í borg- inni Butterfield á vesturströnd Malasiu. Á myndinni sjást tveir menn kanna rústir hússins i þeim tilgangi að komast að því hvað slysinu olli. Um eitt þúsund manns voru i byggingunni þegar hún hrundi. Biðu þeir eftir feiju, sem átti að fiytja þá til helgistaðar á eynni Penang. Persaflóastríðið: Bandaríkin: Reagan kallar Dukakis öryrkja Washíngton. Reuter. Reagan Bandaríkjaforseti var spurður á blaðamannafundi i Hvíta húsinu i gær hvort honum fyndist að Michael Dukakis, for- setaframbjóðandi demókrata, ætti að birta opinberlega lækna- skýrslu sina til að almenningur gæti sjálfur ihetið hvort fram- bjóðandinn væri hæfur til að gegna embættinu. Forsetinn svar- aði brosandi að hann vildi ekki stríða öryrkja. Skömmu síðar afsakaði forsetinn sig og sagði að hann hefði einfald- lega sagt mis- heppnaðan brand- ara. I nokkra mán- uði hefur sá orð- rómur verið á kreiki að Dukakis hafi hlotið með- „ _ höndlun gegn Ronald Rea*an þunglyndi eftir að bróðir hans, Stel- ian, var ekinn niður af drukknum bflstjóra árið 1973 og lést. Stelian Dukakis átti við geðræn vandamál að stríða. Einnig hefur því verið fleygt að forsetaframbjóðandinn hafí fengið læknishjálp eftir ósignr sinn í ríkisstjórakosningunum í Massac: husetts-ríki 1978. Dukakis hefur vísað hvoru tveggja á bug. Það eru einkum fylgismenn hægri-ofstækismannsins Lyndons LaRouche sem reynt hafa að bteiða út orðróminn en fram til þessa hafa fáir veitt honum athygli. Er Reagan var spurður hvort hann hefði byggt ummæli sín á upplýsingum um heil- brigði Dukakis svaraði hann: „Nei, ég var bara að reyna að vera fynd- inn og það mistókst." Beðið eftír greinar- gerð sendimanna Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR gerðu loftárásir á skot- mörk í suðurhluta írans í gær að því er sagði i tilkynningu IRNA hinnar opinberu frétta- stofu írans. Kváðust íranir hafa grandað einni íraskri orustuþotu. Viðræður um vopnahlé í Persa- flóastríðinu, sem fram fara fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna, hafa litlum árangri skilað vegna þeirrar kröfu íraka að fram fari beinar viðræður fulltrúa ríkjanna tvegggja. SIEMENS SIEMENS uppþvottavél' LADY SN 4523 með Aqua-Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. # 5 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. #' Óvenjulega hljóðlát og sparneytin. Smith og Norland, Nóatúni 4, s. 28300. Herlög í Burma talin viðvörun til stúdenta Bangkok. Reuter. SEIN Lwin, hinn nýi leiðtogi Burma, lýsti í gær yfir herlögum í landinu aðeins viku eftir að hann tók við völdum af Ne Win. Sósíali- staflokkur Ne Wins hefur verið einráður i landinu undanfarin 26 ár en síðustu fimm mánuði hafa verið þar miklar óeirðir sem stjóm- arandstæðingar segja að hafi kostað meira en 200 manns lífið. Yfir- völd viðurkenna að 41 andófsmaður hafi kafnað í marsmánuði er þeim var troðið inn í einn og sama lögreglubílinn eftir mótmælaað- gerðir. Sjónarvottar sögðu að hundruð stúdenta hefðu gengið frá pagóð- unni Shwedagon í gær inn í mið- borg höfuðborgarinnar, Rangoon, sönglandi slagorð gegn ríkisstjóm- inni og á endanum hefði hópurinn talið um 2000 manns. Þeir hurfu á brott án átaka við lögreglu. í til- kynningu um herlögin sagði hins vegar að skapast hefðu aðstæður „sem yfírvöld á staðnum höfðu ekki stjóm á.“ Þess vegna hefði verið nauðsynlegt að setja herlög til að „tryggja öryggi ríkisins, gæta lífs og eigna óbreyttra borgara og koma til móts við óskir þeirra stúdenta sem vildu fá næði til að stunda nám sitt í friði." Erlendum fréttamönnum er ekki leyft að koma til Burma. Vestrænn stjómarerindreki sagði að enn væri óljóst hvers vegna herlögin hefðu verið sett. Hann taldi líklegt að þau væru viðvörun til stúdenta um að nú væri nóg komið af mótmælum; stjómin hygðist framvegis mæta þeim af hörku. Þekktasti stjómar- andstæðingur landsins, Aung Gyi, 70 ára gamall, og a.m.k. níu aðrir andófsmenn voru settir í varðhald síðastliðinn föstudag sakaðir um áróður gegn ríkinu. Búist er við því að sendinefnd SÞ, sem hélt til viðræðna við ráða- menn í íran og írak eftir að bæði ríkin höfðu lýst sig reiðubúin til að fallast á vopnahlé, skili skýrslu til framkvæmdastjóra SÞ í dag, fímmtudag. Er og búist við því að framkvæmdastjórinn tiltaki í kjöl- far þessa vopnahlésdag í Persa- flóastríðinu, sem staðið hefur í tæp átta ár. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur ekki getað tiltekið vopnahlésdag vegna þeirrar kröfu íraka að fram fari beinar viðræður fulltrúa ríkjanna um framkvæmd þess. íranir segja á hinn bóginn að ekki sé gert ráð fyrir beinum við- ræðum í vopnahléssamþykkt Ör- yggisráðs SÞ, sem bæði ríkin hafa fallist á. Utanríkisráðherrar sjö ríkja Araba-bandalagsins lýstu í gær yfír stuðningi við kröfu stjóm- valda í írak. Útvarpið í Teheran, höfuðborg írans, vísaði stuðnings- yfírlýsingu þessari á bug og sagði hana ekki lýsa sjónarmiðum Araba- þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.