Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
Hagur fiskvinnslunnar
er hagur okkar allra
eftir ÁgústH.
Elíasson
Afkoma f iskvinnslunnar
Undanfamar vikur og mánuði
hefur afkoma fiskvinnslunnar farið
versnandi dag frá degi. Þorskblokk-
in hefur fallið í verði a.m.k. 35%
frá áramótum og fellur enn. Aðrar
sjávarafurðir hafa einnig fallið í
verði að fískimjöli og lýsi undan-
skildu. Gengisfellingarnar á þessu
ári hafa dugað skammt til að vega
upp á móti innlendum kostnaðar-
hækkunum og verðfalli afurðanna
erlendis.
Styrking Bandaríkjadollars að
undanfömu, gagnvart öðrum gjald-
miðlum, hefur að vísu bætt nokkuð
úr varðandi hag vinnslunnar. Hún
hefur á síðustu mánuðum (frá 1.
maí sl.) bætt afkomu frystingarinn-
ar um 3,3% og saltfisksvinnslunnar
um tæpt 1% miðað við það, sem
annars hefði orðið.
Þjóðhagsstofnun sendi frá sér
þjóðhagsspá þann 5. júlí sl. og er
þar talið að frystingin sé rekin með
8,2% halla, söltun með 2% hagnaði
og fískvinnsla í heild með 4,6%
halla, allt miðað við 6% ávöxtun
stofníjár.
Samband fiskvinnslustöðvanna
hefur á grundvelli þeirra áætlana,
sem spáin byggist á, gert hliðstæða
fiskvinnslunnar í júlíbyijun. Áætlun
SF miðar við að rekstrar- og afurða-
lán séu með 9% vöxtum sem nemi
verðmæti 75% afurða, sem er hæsta
mögulega afurðalánahlutfall físk-
vinnslunnar, en lán á 38% vöxtum
séu tekin til að fjármagna afgang-
inn. ÞHS reiknar 9% á öll rekstrar-
og afurðalán, en það kemur illa
heim og saman miðað við þá lána-
möguleika sem fiskvinnslan býr við.
Þá miðar áætlun ÞHS við 6%
ávöxtun stofníjár, en áætlun SF við
9% ávöxtun, enda núverandi vextir
umfram verðbólgu um 10%.
Halli fískvinnslunnar við þessar
aðstæður er um 2 milljarðar á ári
og er hlutur frystingarinnar þar
langmestur, en hún er nú tæplega
12% halla og söltun með 0.5% halla
að mati SF.
Það er ljóst að 3% gengisfelling-
in, sem fulltrúum vinnslunnar í
Verðlagsráði var heitið við físk-
verðsákvörðunina í byrjun júní, og
enn hefur ekki verið staðið við, nær
engan veginn til þess að rétta við
hag vinnslunnar. Meira verður að
koma til.
Innlendir vextir eru um þessar
mundir um 40% þegar verðtrygging
lána er meðtalin, og undir þessum
kostnaði á fískvinnslan að standa
með lækkandi tekjum. Frelsi til að
taka lán í erlendri mynt hjá við-
skiptabönkum eða erlendis virðist
eina leiðin til að lækka vaxtabyrði
fískvinnslunnar, þar sem eftirspum
eftir innlendur lánsfé er mikil og
varla við búið að vaxtalækkun fáist
hjá innlendum lánastofnunum við
slíkar aðstæður.
, Hvað getur vinnslan gert?
Bent hefur verið á að menn eigi
að bæta rekstur og hagræða, sam-
eina fyrirtæki og taka upp nýtísku-
legri vinnsluaðferðir. Þetta er þegar
gert í ríkara mæli í fískvinnslunni
en í flestum öðrum atvinnurekstri.
Hins vegar koma nýjungar stöðugt
fram og það tekur tíma að prófa
þær og oft er kostnaðarsamt að
koma þeim í framkvæmd. Þannig
Ágúst H. Elíasson
„Meg-in verkefni ríkis-
stjórnarinnar er og-
verður, að koma verð-
bólgnnni niður á svipað
stig og í nágrannalönd-
unum, koma á jöfnuði í
viðskiptum okkar við
útlönd, draga úr
skuldasöfnun erlendis
og reka fjármál ríkisins
án halla.“
er viðbúið að fískvinnslan í landinu
sé ekki ævinlega fær um, né sé það
alltaf skynsamlegt, að fjárfesta í
nýrri tækni um leið og hún er tiltæk.
Þeir sem kynnt hafa sér físk-
vinnslufyrirtæki í samkeppnislönd-
um okkar vita að fiskvinnsla hér
er almennt sambærileg við það sem
best gerist erlendis, bæði hvað varð-
ar tæknibúnað og alla aðstöðu, en
ýmsir aðilar, þar með talið Ríkis-
matið, ætlast til enn meiru af okk-
ur. Þetta er byggt á óraunsæi og
óskhyggju, þótt það séu að sjálf-
sögðu fyrir hendi tilvik þar sem
rétt er að hlutimir þyrftu að vera
í betra lagi.
Og fískvinnslufyrirtæki, sem af
veikum mætti ætla að hagræða hjá
sér, til dæmis með því að koma sér
upp hraðvinnslukerfum, þurfa að
greiða 25%—27,5% söluskatt af
búnaði til vinnslunnar.
Öllum sem við vinnsluna starfa
er ljóst að draga verður úr þensl-
unni innanlands, sérstaklega á höf-
uðborgarsvæðinu. Eyðsluæðinu
verður að linna, við eyðum stöðugt
meiru, þrátt fyrir minni tekjur og
skuldasöfnunin eykst.
Auk þess að vera aðal undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinnar, á
landsbyggðin allt undir fiskvinnsl-
unni. Án öflugrar fískvinnslu munu
byggðarlög leggjast í eyði og ör-
deyða verða umhverfis landið.
Stefna sljórnvalda
Stefna ríkisstjómarinnar virðist
samt sem áður vera, að fískvinnnsl-
an eigi að hagræða og endurskipu-
leggja sig út úr vandanum, og þetta
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
5.-10. ágúst (6 dagar):
Landmannalaugar - Þórsmörk.
Farastjóri: Ámi Árnason.
5.-14. ágúst (10 dagar):
Hálendið norðan Vatnajökuls.
Leiöin liggur um Nýjadal, Gæsa-
vatnaleiö, í Herðubreiðarlindir, í
Kverkfjöll og Öskju. Heimleiðis
verður ekið sunnan jökla til
Reykjavíkur. Ath.: Brottför kl.
19.00 föstudag. Fararstjóri:
Hjalti Kristgeirsson.
9.-14. ágúst (6 dagar): Norð-
austurland - Jökulsárhlfð -
Vopnafjörður - Langanes.
Ekið norður um Kjöl og gist fyrst
á Laugum i Reykjadal. Litast um
á Norðausturlandi i næstu fjóra
daga. Ekið til Reykjavíkur um
Sprengisand. Brottför kl. 08.00.
9.-14. ágúst (6 dagar):
Hvrtárnes - Hveravellir.
Það er ódýrt að ferðast með
Ferðafélagi íslands. Kynnlst
eigin landi og ferðist með
Ferðafélagi íslands.
Ferðafélag íslands.
í^mhjólp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill og fjölbreyttur söngur.
Vitnisburðir. Samhjálparkórinn
tekur lagið. Ræðumaður verður
Gunnbjörg Óladóttir.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Smiðjuvegi 1, Kópavogi
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Ásmundur Magnússon prédikar.
AJIir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798og 19533.
Helgarferðir F.í.
5.-7. ágúst:
1) Fjallabaksleiðír nyrðri og
syðri.
Leiðin liggur um Eldgjá - Hólms-
árlón - Rauðubotna og Álfta-
vatn.
Gist i sæluhúsum F.i.
2) Þórsmörk.
Gist í Skagfjörðsskála/Langadal.
3) Landmannalaugar - Eidgjá.
Gist i sæluhúsi F.i. í Landmanna-
laugum.
Upplýsingar og farmiöasala á
skrifstofu Ferðafólagsins, Öldu-
götu 3.
Ferðafólag islands.
m ÚtÍVÍSt, C,o,nn ,
Helgarferðir 5.-7. ágúst.
1. Fjölskytduhelgi f Þórsmörk.
Tilvalin ferð fyrir unga sem
aldna. Dagskrá: Ratleikur, léttar
gönguferðir, pylsugrill, kakó,
leikir og söngur. Gist í Útivistar-
skálunum Básum meðan pláss
leyfir, annars tjöld. Afsláttarverð
og fritt fyrir böm yngri en 10 ára
með foreldrum sínum. Farar-
stjórar Bjöm Finnsson og Fríða
Hjálmarsdóttir.
2. Kjalarferö. Fjölbreytt ferð.
Gist í skála i Svartárbotnum.
M.a. Þjófadalir, Oddnýjarhnúk-
ur, Hveravellir og Kerlingarfjöll.
Gönguferðir, fjallagrös, laugar-
bað.
3. Þórsmörk. Venjuleg helgar-
ferð sameiginleg flölskylduhelg-
inni og á sömu afsláttarkjörum.
Fararstjóri Kristján M. Baldurs-
son.
Uppl. og farm. á skrifstofu Gróf-
inni 1, simar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist.
ÚtÍVÍSt, GíOfinr,, 1
Sumarleyfisferðir
1. Kjölur - Þjófadallr - Fjall-
krrkjan 5.-10. ágúst. Spennandi
bakpokaferð á svæði austan-
undir Langjökli.
2. Eldgjá - Þórsmörk 12.-17.
ágúst. Skemmtileg bakpokaferð
frá Eldgjá um Álftavatnskrók,
Strútslaug, Hvanngil og Emstrur
til Þórsmerkur.
3. Þjórsárver 18.-21. ágúst.
Ekið inn á Sprengisand og farið
með báti yfir Þjórsá. Gengið á
Arnarfell hið mikla. Göngutjöld.
4. Tröllaskagi 19.-24. ágúst.
A) Gengið um Hólamannaveg (2
dagar). B) Gengið frá Siglufirði i
eyðifjörðinn Héðinsfjörð og til
Ólafsfjarðar.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist.
Rafvirkjavinna. S. 686645
Lærið vélritun
Ágústnámskeið eru að hefjast.
Vólritunarskólinn, s.28040.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Egilsstaðir - Austurland
Viðtalstími samgönguráðherra
MathíasÁ. Mathiesen, samgönguróðherra,
verður með viðtalstlma fimmtudaginn 4.
ágúst i Hótel Valaskjálf kl. 14.30 til 16.00.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Austurlandskjördæmi.
Héraðsbúar
Fundur með samgönguráðherra
Matthías Á. Math-
iesen, samgöngu-
ráðherra, verður á
opnum fundi í Brúar-
ási i Jökulsárhliö
fimmtudaginn 4.
ágúst kl. 20.30.
Einnig mæta á fund-
inn Hreinn Loftsson,
aðstoðarmaður
samgönguráðherra,
Egill Jónsson, al-
þingismaður, Kristinn Pétursson, alþingismaður, Hrafnkell A. Jóns-
son, varaþingmaöur, Dóra Gunnarsdóttir, varaþingmaður, og Garðar'
Rúnar Sigurgeirsson, formaður kjördæmisróös Sjólfstæðisflokksins.
Allir velkomnir.
Kjördæmisréð Sjálfstæðisflokksins, Austurlandskjördæmi.
Vopnafjörður
Fundur með samgönguráðherra
Matthias Á. Math-
iesen, samgöngu-
ráðherra, verður á
opnum fundi í fé-
lagsheimilinu Mikla-
garði föstudaginn 5.
ágúst kl. 20.30
Einnig mæta á fund-
inn Hreinn Loftsson,
aöstoðarmaöur
samgönguráðherra,
Egill Jónsson, al-
þingismaöur, Krist-
inn Pótursson, alþingismaður, Hrafnkell A. Jónsson, varaþingmaður,
Dóra Gunnarsdóttir, varaþingmaður, og Garðar Rúnar Sigurgeirs-
son, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæöisflokksins.
Allir velkomnir.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokkslns, Austurlandskjördæmi.