Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
33
hyggst hún þvinga fram með því
að búa atvinnugreininni rekstrar-
skilyrði, sem ekki leiða til annars
en hruns.
Það er hins vegar deginum ljós-
ara að til þess að sú bylting geti
orðið í fískvinnslunni, sem stjóm-
völd kalla eftir, verður hún að búa
við rekstrarskiiyrði, sem gera hana
að fýsilegum kosti fyrir nýtt fjár-
magn.
Þau fískvinnslufyrirtæki sem
verða svo hólpin að fá að flytja hluta
af skuldum sínum yfír i lán í sömu
mynt og afurðir þeira em seldar í
þurfa væntanlega að greiða 6% lán-
tökugjald vegna skuldbreytingar-
innar. Þetta er til viðbótar 1,5%
vaxtamunar, sem innlendu bank-
amir taka fyrir að annast lánin, og
þinglýsingum og bankakostnaði,
sem nemur a.m.k. 3,5% til viðbótar.
Megin verkeftii ríkisstjómarinnar
er og verður, að koma verðbólgunni
niður á svipað stig og í nágranna-
löndunum, koma á jöfnuði í við-
skiptum okkar við útlönd, draga
úr skuldasöfnun erlendis og reka
ijármál ríkisins án halla. Þetta era
erfíð verkefni og þau verða ekki
leyst án samstöðu allra lands-
manna.
Gengismálin
Ein helsta leiðin, sem nefnd hef-
ur verið til þess að koma á stöðug-
leika í efnahagskerfinu og gengis-
málum okkar, þegar til lengri tíma
er litið, er að tengjast Myntbanda-
lagi Evrópu. Um það mál var rætt
á ráðstefnu Sambands fískvinnslu-
stöðvanna um nýskipan gengismála
fyrr á þessu ári. Þetta mál er búið
að vera til umræðu í íjölmiðlum æ
síðan og nú síðast var rætt við
frummælendur SF ráðstefnunnar í
DV. Þar var haft eftir utanríkisráð-
herra um málið, að það væri nán-
ast grín og ofvaxið hans skilningi.
Til þess að af tengingu íslands
við mjmtbandalagið geti orðið þarf
fyrst að taka upp viðræður við full-
trúa þess, og fá viðhorf þeirra til
aðildar okkar og jafnframt ráðlegg-
ingar um undirbúningsaðgerðir inn-
anlands. Slíkar viðræður yrðu að
sjálfsögðu ekki bindandi. Eftir þær
er fyrst hægt að ræða þessi mál
af fullri alvöra á innlendum vett-
vangi. Ekki er eftir neinu að bíða,
eða vilja menn ekki að fara fram á
viðræður ef ske kynni að umsögn
þeirra yrði áfellisdómur yfír
íslenskri efnahagsstjóra?
Að leyfa frjáls gjaldeyrisviðskipti
og láta markaðinn ráða genginu er
önnur leið sem nefnd hefur verið
til að koma á eðlilegri verðmyndun
á gjaldeyri, en margir óttast að sú
aðferð muni stuðla að óeðlilegri
spákaupmennsku. Á ráðstefnu SF
í vor talaði Vilhjálmur Egilsson fyr-
ir þessari aðferð. Hann telur að við
munum óhjákvæmilega þurfa að
taka á okkur sveiflur sem leiða
muni til breytinga á gengi. Við þær
aðstæður muni viðskipti með gjald-
eyri setja allt á annan endann ef
við jrrðum tengdir mjmtbandalagi
sem jrrði mun svifaseinna að bregð-
ast við breyttum aðstæðum hjá
okkur en fijálsa verðmyndunin.
Öllum ætti þó að vera orðið ljóst
að aðgerða er þörf í gengismálum
okkar og að fastgengisstefna er
óframkvæmanleg meðan verðlag
innanlands geysist óhindrað áfram
og leggur útflutningsatvinnuvegina
í rúst.
Höfundur er framkvæmdastfóri
Sambands fiskvinnslustöðvanna.
Egilsstaðir:
Vilja að einkaleyfi Flug-
leiða verði afnumið
UTSALAN HANS
Egilsstöðum.
Atvinnumálanefnd Egilsstaða hefur beint þeim tilmælum til bæjar-
stjórnar að fara þess á leit við samgönguráðuneytið að einkaleyfi
Flugleiða á flugleiðinni Egilsstaðir—Reykjavík—Egilsstaðir verði
afnumið. Þetta er að dómi kunnugra ein arðsamasta flugleiðin á
innanlandsflugleiðum Flugleiða enda farmiðarnir langdýrastir á
þessari flugleið.
Hvatinn að þessari ákvörðun at-
vinnumálanefndar er mikil óánægja
íbúa Austurlands með há flugfar-
gjöld og hyggjast neftidarmenn at-
vinnumálanefndar ræða þessi mál
við samgönguráðherra, Matthías
Á. Mathiesen, þegar hann verður
hér á ferðalagi í dag.
Einar Rafn Haraldsson formaður
atvinnumálanefndar Egilsstaða
sagði að stigsmunur væri á afstöðu
íbúa Egilsstaða og Akureyrar en
bæjarstjóm Akureyrar hefur nýlega
samþykkt tillögur sem ganga í
sömu átt og tillögur atvinnumála-
nefiidar Egilsstaða. Á Egilsstöðum
er fyrst og fremst verið að kvarta
jrfír óhejrrilega háu verðlagi að okk-
ar dómi og gamaldags flugvélum.
Akureyringar kvörtuðu undan þjón-
ustunni.
Einar benti á að nú kostaði rúm-
ar 10.000 krónur að fljúga með
Flugleiðum til Reykjavflcur frá Eg-
ilsstöðum og til baka. Á sama tíma
væri þetta sama fyrirtæki að bjóða
farmiða til Kölnar í Vestur-Þýska-
landi og heim aftur fyrir 9.000
krónur. Þetta væri verðmunur sem
almennum borgara gengi illa að
skilja og menn álitu að einkaleyfis-
vemdin á innanlandsfluginu ætti
hér hlut að máli.
Einar telur að um 60.000 manns
fari um Egilsstaðaflugvöll árlega
og þar af fari um 50.000 í innan-
landsflugi Flugleiða til Reykjavíkur.
Þaraa velti því um fimmhundrað
milljónir í gegn án þess að sveitarfé-
lagið fái aðstöðugjald eða annað
af þessari veltu nema útsvar þeirra
fáu manna sem vinna við afgreiðslu
og hleðslu vélanna.
Bæjarráð Egilsstaða fjallar um
þetta mál og safnar gögnum sem
lögð verða fyrir bæjarstjóm.
- Bjöm
Ertuíglasi
Föstudagskvöld á Borginni
Við tökum tillit til sumarleyfa við greiðslu
SKRAÐU t>IG STRAX í SÍMA 652212
Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu.
HRESS
BÆJARHRAUIM 4 / VIÐ KffLAVKURVEONN / SIMI65 2212
FYRIR BARNSHAFANDI KONUR Ýmsar sérstaklega valdar æfing-
ar, öruggar, uppbyggjandi og styrkjandi fyrir barnshafandi konur.
Einnig teygjur, öndunar- og slökunaræfingar.
FYRIR KONUR MEÐ BARN Á BRJÓSTI Byggt upp alhliða líkams-
þrek eftir barnsburð. Létt þolleikfimi og styrkjandi æfingar og teygjur
fyrir viðkvæma líkamshluta. Sérstök áhersla á bak, maga og hendur.
MORGUN- HÁDEGIS OG DAGTÍMAR Fyrir hressar konur sem
vilja nota daginn til aö rækta líkamann. Athugið: barnagæsla á
staðnum.
Eingöngu lærðir íþróttakennarar leiðbeina.
IIKAMSRÆKT Áhersla lögð á æfingar fyrir maga, rass og læri.
Teygjur og slökun, engin hopp. Fjörug tónlist undir.
ÁTAK í MEGRUN Góðar æfingar fyrir maga, rass, læri og upphand-
leggi. Teygjur og slökun. Viktun, gott aðhald og mikill árangur.
ERÓBIK Fjörug þolþjálfun fyrir hjarta og lungu. Styrkjandi æfingar,
teygjurog slökun.
SUMARÁTAK Æfingar 4 x pr. viku, hlaupið úti 2 x pr. viku, fitumæl-
ing, viktun og góðar ráðleggingar í upphafi námskeiðs. Þetta nám-
skeið hefur verið mjög vinsælt og árangur góður: aukið þrek, meiri
styrkur, laígra fituhlutfall og megrun um 1-6 kgeftir aðeins 4 vikur.